Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 24
MíSSI mynd var tekin, þegar húsiff Friffheimar í Blesugróf var aff brenna á annan í jól- um. (T.iósm. Sv. Þ.). Húsbruni i Blesu- gróf RÓLEGT var hjá Slakfcviliði Reykjavíkur urn jólin. Kl. rúmlega 16 á annan jóladag var það kvatt að húsiniu Frið- heimum í Blesugróf, ibúðar- húsi og geymislum úr timbri. Mikill eldur var í húsinu, þegar slökkviliðið kom á vett- vang. Þurfti að rífa húsið tölu vert, því að eldur hafði kom- izt í millivegg og tróð. Þegar eldurinn hafði verið slökktur, höfðu mjög miklar skemmdir orðið á húsinu, svo að það var ekki talið íbúðarhæft. • J5 > 1 Bjargaoi telaga sínum úr reyknum Einn maður lézt og jbr/r liggja i sjúkrahúsi eftir eldsvoða i brezkum togara SNEMMA á jóladagsmorgun kom upp eldur í káetu brezka togarans Wyre Majesty frá Fleetwood, sem lá á Dýrafirði. Fjórir menn sváfu í káetu þeirri, sem eldurinn kom upp í og komust þrír þeirra út. Þar af var einum bjargaff mjög naumlega, en einn kafn- aði í reyknum. Þrír mannanna liggja nú í sjúkrahúsinu á Þingeyri, einn meff brunasár og tveir meff kolsýringseitrun, Annar hinna síðarnefndu fékk einnig lungnabólgu upp úr eitruninni. Þorgeir Jónsson, héraðslækn ir á Þinéeyri, tjáði Mbl. í gær að mönnunum þremur liði vel eftir atvikum. Nánari atvik voru þau að togarinn kom inn í mynni Dýrafjarðar seint á aðfanga- dagskvöld. Ákvað skipstjóri að leggjast þar við akkeri og nota góða veðrið til þess að gefa áhöfninni jólamatinn daginn eftir. Eftir að akkeri hafði ver ið varpað gekk áhöfnin til hvílu. Tekið skal fram að enginn hafði neytt áfengis enda hafði tollur skipsins ekki verið hreyfður. í fyrrnefndri káetu sváfu fjórir menn, John Morley, Harry Southen, Ronald Atthey og Thomas Wade. Sá síðast- nefndi vaknaði fyrstur undir morgun við það að káetan var full af reyk. Vakti hann Atthey þegar í stað og komust þeir upp á þilfar. í samtali við Mbl. í gær sagði Atthey að Wade hefði þá þegar gert tilraun til þess að bjarga félögum þeirra tveim- ur, sem eftir voru í káetunni. Náði hann Southen, sem þá hafði brennzt töluvert á hönd- um og í andliti. Taldi Atthey ekkert vafamál að Wade hefði bjargað lífi Southens. „Hann hefði ekki enzt í mínútu leng- uir“, sagði hann. Ekki tókst Wade að bjarga Morley, þar sem reykurinn var orðinn svo mikill að ekki varð inn komist, og mun Mor- ley hafa kafnað í káetunni. Hann var aðeins 23 ára gamall, kvæntur og átti þrjú börn. Togaramenn tóku þá það til bragðs að loka káetunni og sigla hraðbyri til Þingeyrar. Slökkviliðinu þar tókst að ráða niðurlögum eldsins og ná Morley, sem þá var látinn. Hinir þrír voru fluttir í sjúkrahúsið á Þingeyri. Er Southern töluvert brunninn, Atthey með kolsýringseitrun og Wade sömuleiðis, auk þess sem hann fékk lungnabólgu upp úr eitruninni. Togarinn sigldi til Englands í fyrradag, þar sem gert verð- ur við skemmdirnar á káet- unni, sem munu vera talsverð- •ar. Ms. SÓLRÚN var aflahæst afffaranótt þriðja í jólum, fékk 2.500 tunnur af síld. Hér er hún aff koma inn í Reykja- víkurhöfn á tíunda tímanum í gærmorgun. (Ljósm. Sv. Þ.). Sítdin : Gott útlit í gærkvöldi FYRSTU síldveiðibátarnir fóru að kasta um miðjan dag í gær. T.d. var Víðir II. lagður af stað kl. 17 með 1800 tunnur, en hann hafði komið að með 1700 tunnur um morguninn. Þá var Haraldur búinn að fá 1600 mál. Kl. að verða 23 höfðu um 6 bátar til- kynnt sig til Reykjavíkur með 500 til 1400 tunnur. Veiðiútlit var þá gott, þó að ekki væri bú- izt við, að það yrði eins fjörugt og nóttina áður. ÞÚFUM, N-ísf., 27. des. Hér hefur verið hið bezta jóla- veður undanfarna daga. Snjó- laust er að kalla. Vegir eru greið- færir alls staðar í byggð og sam- göngur allar í bezta lagi. — P.P Tvær fjölskyldur misstu húsnæðið / eldsvoða á ísafirði AKRANESI, 27. des. Landburð ur af síld, meiri en dæmi eru til áður á einum degi, barst háng að núna á þriðja jóladag af fjórtán bátum, alis 16.600 tunn- ur. Síldina veiddu þeir rúmlega 30 sjómílur VNV héðan. Veður var stillt, og síldin mun hafa haldið sig ofarlega í sjónum. Óð hún meira að segja ofan sjávar um tíma í gærkvöldi. Einn fimmti hiluta aflans fer í vdnnslu, hitt í bræðslu. Aflahæstur var Haraldur með 2.300 tunnur, þá Náttfari og Skírnir með 1600 hvor, Sigrún 1500, Heimaskagi 1200, Sigurvon 1100, Reynir og Höfrungur I. hvor með 1000, Fiskaskagi, Sigurfari, Skipaskaigi’ Sveinn Guðmundsson og Sæfari 900 hver og Ver 800 tunnur. í aflanum flýtur kræða, en megn- ið er allstærra. — Oddiuir. ÍSAFIRÐI 27. des. UM klukkan hálf þrjú á jóla- dag kom upp eldur í húsinu Vailarborg hér í bæ, sem er fj ölbýlishús með sex íbúðum, Andaðist í fanga- klefa SÁ atburffur varff austur á Seyffisfirffi afffaranótt þriðja í jólum, aff ungur maður, sem var í fangageymslunni þar um nóttina, andaffist. Taliff er, aff hann hafi kafnaff í reyk, þeg- ar eldur kom upp í dýnu hans. Morgunblaffiff átti tal viff Erlend Björnsson sýslumann og bæjarfógeta á Seyffisfirffi í gær. Kvað hann rannsókn málsins ekki lokiff, enda hefði krufning ekki veriff gerff á líkinu enn. eign bæjarins. Er húsið tvílyft, úr steini en innréttingar úr timbri. I eldinum stórskemmid- ust tvær íbúðir og varð fólk að flytja úr þeim til ættirugja og vina í bænum. Kvi'knað mun hafa í út frá kolaeldavél á efri hæðinni, þar sem Torfi Bjarnason býr áisamt fjölskyldu sinni. Mun Torfi hafa Framh. á bls. 23. Metafli í fyrrinótt: Um 90000 fimnur METAFLI var hjá sfldveiði- bátunum hér sunnanlands og vestan aðfaranótt þriðja í jólum. Kl. átta í gærmorgun höfðu 73 bátar tilkynnt sam- tals 86.400 tunnur, en um miðj an dag í gær voru enn að tín ast inn skip, sem ekki munu hafa verið búin að tilkynna aflabrögð. Mun heildaraflinn um nóttina ogmorguninnhafa orðið um 90.000 t. Seinni hluta dags í gær voru fyrstu skipin þegar fari að kasta. Síldin fékkst um 30 sjómíl- ur VNV af .Skaga. Afl-i skipanna var frá 2.500 tunnum og niður í 150 tunnur. Þessi skip fengu yfir 2.000 tunn- ur: Sólrún 2.500, Hafrún 2.400, Steingrímur trölli 2.300 og Sigur karfi og Helga 2.200 tunnur hvort. HAFNARFIRÐI. — Fyrrinótt var sú lamgbezta hjá síldarbát- unium hingað til og síldin bæði stór og feit. Hingað komu í gær morgun 12 til 14 bátar og flestir þeirra með fullfermi eða aillt að því. Eldborgin og Auðunn höfðu mestan afla, um 1900 mál hvor. Bátarnir fengu síldina um fjögurra táma héðan í NV að N. Hún var í þykkum torfum frá 2 föðmurn og allt upp í 60. — Veður var ágætt og fóru bát- arnir jafnóðum út þegar þeir höfðu verið losaðir. — Síldin er pöbkuð og söltuð, og einnig verður Júní látinn sigla með síld. — G.E. REYKJAVÍK. Til Reykjavíkur bárust móilii 25 og 30 þús. mál. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.