Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 28. des. 1962 Marilyn Monroe efiir Maurice Zolotov aðra — og útgáfurnar voru marg ar — skyldi Monroe ávallt hafa eitthvað að athuga við smekk hans. Hann reyndi að færa rök fyrir dómum sínum með hægð- inni, og Monroe hélt fram sinni skoðun. Svo kom Miller með sitt álit. I.oks hætti Cukor að verða Milerhjónunum samferða og horfði einn á sýnishornin, í há- degisverðartímanum. Monroe horfði svö á þau á kvöldin, þegar upptökum dagsins var lokið; Millei var einnig við hlið henn ar, þegar hún skoðaði kyrra- myndir, sem voru ætlaðar til auglýsinga. Hún skoðaði hverja mynd vandlega gegn um stækk- unargler, rétt eins og hún hafði skoðað fyrstu, klaufalegu auglýs ingamyndirnar af sér, þegar hún var fyrirsæta. Hún „dregur" fleiri auglýsingamyndir en nokk- ur annar. níu af hverjum tíu er fleygt. Ljósmyndari, sem hefur unnið með henni, segir, að hún hafi gott vit á ljósmyndum, en svo sé hún „svo fjandi vandlát, að geti gert mann alveg vit- lausan. Enginn vill vinna með henni. Það er svo niðurdrepandi". I hádegisverðartímanum í mat- stofunni hjá 20th, voru allir sí- skrafandi um Mönroe. „Það eru sex myndir í srníðum hjá Fox“, sagði einn leikari í maí 1960,“ en það eina, sem við minnumst á, er Marilyn Monroe". Lausa- fregnir ög kjaftasögur lágu í loft- inu. „Monroe heimtaði, að svið- inu væri lokað í dag .... Hvers vegna loka því? .... Hún er að rífast við Cukor .... Hún er að rífast við Montand .... Nei, hún er skotin í Montand .... Þau eiga í ástarævint„ ri .... Hún reifst við Miller .... Þau eru alveg að skilja .... Hún er skotin í Vaughan .... Hún skróp aði tvo daga í vikunni, sem leið .... Nei, það er bara lygi .... Sviðið er harðlokað .... Myndin fer milljón fram úr áætlun ....“ Algengt var að heyra athuga- semdir um það, að Arthur Mill- er væri að fara illa með hæfi- leika sína, að eyða þeim í að vera verndarvættur fyrir Mari- lyn — væri það ekki alveg synd og skömm? En maðurinn lifir ekki til þess eins að þóknast leikdómurum eða leggja til efni ihanda leiklistarprófessorum að halda fyrirlestra um. Og hver getur um það sagt, hvort Miller næði ekki einmitt hærra en nokkru sinni áður, ef hann tæki sig nú til og færi að semja kvikmyndahandrit? Hvað ef þessi samvera og samvinna Mon- roe og Millers ætti eftir að ná hámarki sínu í einhverju meist- araverki kvkikmyndalistarinnar? Og hver er kominn til að segja, að Miller geti ekki samið eitt hvert meistaralegt leikrit og Monroe verði stjarna í því? Aftur sótti í gamla horfið. Eftir fyrstu upptökuvikuna, varð Cukor þess var, að sög- urnar um óstundvísina og skróp- ana hjá Marilyn voru engar þjóðsögur. Hvernig var hægt að ljúka við „Let’s Make Love“ á réttum tíma? Úrræði Logans í „Bus Stop“ hafði verið það að láta mýndavélina „standa á“ henni allan tímann. Cukor not- aði tvær myndavélar. Aðra fyrir meðalfjarlægð og hina fyrir nær myndir. Og öryggisleysið hjá MonrOe var enn til staðar. Það sýndi sig eftir hverja upptöku. Hún vildi alltaf „reyna einu sinni enn“. ; Cukor lét þetta eftir henni og framkallaði myndirnar. Wilder þótti Marilyn alltaf öruggari í seinni upptökunum. Það fannst Cukor ekki. Honum tókst að „kveykja í“ henni strax og hún varð bezt í fyrstu upptökunum. Og þær voru oftast notaðar, þeg- ar hann tók að klippa myndina. Monroe var ein í hinum fá- menna hóp „lukkulegra“ í kvik- myndaíheiminum, að vera boðin í veizluna, sem haldin var fyrir Krúséff af Fox, 1959. Gestirnir voru beðnir að vera komnir í Café de Paris á hádegi. Billy Wilder köm stundarfjórðungi fyrir tólf og sá þá, að Marilyn var þegar setzt. „Þarna kemur loksins maður, sem getur kennt Marilyn stund- vísi“, sagði hann við þá, sem sátu við borð með honum. „Nú veit ég hver ætti að stjórna öll- um myndunum hennar. Hann heitir Nikita Krúséff". Eftir nokkur orðaskipti milli Spyros Skouras og Krúséffs um frjálst framtak og kommúnisma, stóða heiðursgestirnir upp og gengu fram með borðunum á útleið. Skouras stanzaði við borð- ið hjá Marilyn. Hann kynnti hana alvaldanum, sem hneigði sig hofmannlega, en Marilyn roðnaði. Þá sagði Skouras. „Kysstu ha«ia! Kysstu hana!“ hvarf í skvaldrinu, og Ilrúséff Útleggingin á þessari skipun kyssti hana ekxi, en slíkt hefði vel getað breytt gangi veraldar- sögunnar. Fylgdarliðið fór fram hjá. Þá var það, að Joshua Logan, sem var við börðið, bar kennsl á Mikhail Sjolokov, skáld sagnahöfundinn. Sjolokov hafði verið í fýlu, alla athöfnina á enda, eins og reyndar í öllum öðrum borgum, sem hópurinn hafði heimsótt. Logan stöðvaði hann. „Þétta er Marilyn Mon- roe“, sagði hann. Sjolokov setti upp hundshaus. „Hún er ein okkar fremstu kvikmyndaleik- kvenna, hr. Sjolokov“, bætti hann við. Sjolokov setti bara upp leiðindasvip. En þá greip Marilyn allt í einu fram í: „Maðurinn minn, Arthur Miller, leikritahöfundur, sendir yður beztu kveðjur sínar“. Þetta var þýtt, og skáldsagna- höfundurinn varð allur að einu brosi framan í hana. Ó, æ ... já, Arthur Miller .... maðurinn yðar .... já .... það er mér heiður .... mikill maður .... hann er i miklu áliti í mínu landi“. Augun í Monroe ljómuðu. Þarna var persónulegur sigur yfir Hollywood. Enn einn strengur frá fortíð- inni hljómaði. Móðir Marilynar var enn á lífi. Hún hér nú frú Eley, en það var ættarnafn seinna mannsins hennar. Við réttarhald í Los Angeles 3. desember 1959, var Inez Melson, sem eitt sinn hafði verið ráðs- kona fyrir Marilyn og var enn vinkona hennar, útnefnd „for- ráðamaður" frú Eley. Vitnisburð ur kom fram um það, að Mari- lyn samþykkti þessa ráðstöfun. Frú MelsOn vottaði það fyrir réttinum, að „frú Eley væri í hæli og gæti ekki séð um fjár- reiður sínar sjálf. Samkvæmt frá- sögn frú Melson, dvelur frú Eley í góðu yfirlæti í hæli noknru í útjaðri Los Angeles, og er við sæmilega heilsu.“ „Hún er vel hress“, segir frú Melson, „en þó ekki nægilega til að getá búið ein. Hún er ekki í geðveikrahæli nú og þarfnast ekki stöðugs eftirlits. Móðir Marilynar vill gjarna lesa mikið, og svo prjónar hún og saumar. Marilyn heimsækir hana oft, en ekki veit ég hve Oft. Hún er glöð yfir velgengni dóttur sinn- ar og er hreykin af henni“. - Höllywood hefur aldrei skilið Monroe. Hollywood hefur aldrei heiðrað hana. En nú orðið virðir hún hana og er hrædd við hana. Dag og nótt hefur hún til um- ráða skrautbíl og bílstjóra, sem félagið leggur henni til. Þessi Ég varð að.fá mér eitthvað í stíi við nýja bindið þitt. bíll flytur hana í verið og ekur henni alveg upp að hljóm- upptökusalnum. Svo er honum lagt svo nærri dyrunum, að það er rétt svo, að hægt er að ganga um. „Eg held hann sé þarna, til þess að Marilyn eigi alltaf ein- hverja nærtæka undankomuleið", segir aðstoðarmaður þarna. „Eg held, að þessi skrautbíll sé tákn- rænn fyrir löngun hennar til að sleppa burt“. Að dagsverki loknu, sleppur hún ásamt eiginmanni sínum í skrautíbúð, sem snýr út að garð- inum í gistihúsi í Beverley Hills. Félagið greiðir gífurlega leigu fyrir þessa íbúð. Nú, þegar Marilyn er 34 ára gömul, hefur hún allt — Hótelið í Beverley Hills, skrautbílinn, stjörnutignina, frægðina, auðinn og frægan eiginmann, sem til- biður hana. En engin þessara skreytinga — jafnvel allar samanlagðar, eru þó hinn raunverulegi sigur hennar. Hið mikla afrek Marilynar Mon- roe hefur verið hvernig hún skap aði sjálfa sig og gerði alla ver- öldina þátttakanda í draumum sínum. Joseph Conrad segir ein- hversstaðar, að þegar við fæð- umst föllum við í draumadá. Norma Jean Mortensön, kölluð Norma Jean Baker, féll í furðu- , W> Varaliturirm óvidjafnanlegi er auðvitað frá: LÁNCÖME ! "Je vcTrfumeur cle Pcfíis " Aðeins hjá: Oculus — Sápuhúsinu og Tízkuskóla Andreu KALLI KUREKI ~X -X — ^HUH-UH, JOHWMtE s Wh/LE OH THE T2A!L TO HAMPTO/0'5 CAMP-~' Teiknari: Fred Harman OH-OM THATS TH' KIDMAPPEB- HAMPTOM , PAIMTEDf MO POUBT- ABOUTIT/ BUTHE DPN’T KWOWME/ ) í felustaðnum á Illuvöllum. — Losaðu mig, Pési, ég get hvort eð er ekki flúið fótgangandi. — Nei, Halli kallinn. Þú verður ekki losaður fyrr en Ási kemur aftur með lausnarféð. Þú ert of verðmætur. Á meðan er Kalli kaldi á leið frá tjaldbúð Halla hamps. — Þú ert að hlusta eftir einhverju, Elding. Þakka þér fyrir að vara mig við. — Nú já. Það er þá ræninginn sem Hampur málaði, á því er engmn vafi. En hanja þekkir mig ekki. legasta draumadá, sem um get- ur. Hún fékk draum til að rætast. Hún lét hann rætast með því að skapa sig sjálf. Hún gerði sjálfa sig fallega. Hún gerði sjálfa sig að listakonu. Hún sigraði á þeim vettvangi, þar sem fegurstu kon- ur heims berjast af grimmd um sigurlaunin. í einum skilningi er líf hennar fullkomnað, af því að sál henn- ar hefur mótazt og þróazt af sjálfsdáðum. Sama hvaða óræðir viðburðir kunna að vera fram undan, geta þeir engu breytt um það sem hún er Og hefur orðið. Og verða áreiðanlega margar breytingar og undrunarverðir hlutir, fram undan. En í hjarta hennar er leitandi óró, sem gefur henni engan frið — sem rekur hana áfram til að berjast, leita og finna og síðan halda áfram að berjast og leita. Sál hennar verður ávallt hvíldar laus og óróleg. Eftirmáli. .... hvíldarlaus og óróleg .... Monroe og Miller voru gefin saman í hjónaband föstudaginn 29. júní 1956. Fjórum árum, þrem mánuðum og þrettán dög- um síðar — á öðrum föstudegi, 11. nóvember 1960, skildu þau. Þann dag lýsti talsmaður þeirra beggja því yfir að leikkonan Marilyn Monroe og leikritahöf- undurinn Arthur Miller hefðu skilið í vinsemd, og bætti því við, að Marilyn mundi sækja um lög- skilnað, enda þótt hún hefði eng- ar fyrirætlanir um að tala um að tala við lögfræðing, rétt i bili. Hinn 21. janúar 1961 var gerð- ur lagalegur skilnaður þeirra i Juarez, Mexikó. Monroe og Miller voru ekki lengur hjón. Sögulok. SHUtvarpiö Föstudagur 28. desemljer 8.00 Morgunútvarp. 12.00 Hádegisútvarp. 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna“: Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Ævar R. Kvaran les söguna ,,Jóla- nótt“ eftir Nikolaj Gk>gol (5). 15.00 Síðdegisútvarp. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson tal« ar um Pál Jónsson Skálholts- biskup. 18.20 Veðurfregnir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Eyjar viS ísland; XX. erindi: Viðey (Dr. Guðni Jónsson próf- essor). 20.25 íslenzk tónlist: Lög eftir Erail Thoroddseh. 20.35 í ljóði, — þáttur í umsjá Bald- urs Pálmasonar. 20.55 Píanómúsík: Sergej Prokofjeff leikur eigin tónsmíðar. 21.05 Úr fórum útvarpsins: Björn Th. Björnsson listfræðingur velur efn ið. 21.30 Útvarpssagan: „Felix Krull“ eft- ir Thomas Mann; XVII. (Kristj- án Árnason). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson). 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón- list. „Sound of Music“, söng- leikur um Trapp-fj ölskylduna eftir Rodgers & Hammerstein. Kynnir: Magnús Bjarnfreðsson. 23.45 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.