Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 28.12.1962, Blaðsíða 13
FösttNÍagur 28- ^es- MORGVJSBLAÐ1Ð 13 Sigurður E. Hlíðar SIGURÐUR E. HLÍÐAR, fyrr- verandi yfirdýralseknir og al- þingismaður Akureyringa um ára bil, andaðist á Landakots- spítala þann 18. þ. m. og verður jarðsunginn í dag frá Dómkirkj- unni. , ' Sig. E. Hlíðar var landskunn- ur maður vegna embættisstarfa og afskipta sinna af opinberum málum. Hann var mikill starfs- maður og ósérhlífinn. Þegar Sig- urður var búsettur á Akureyri, á blómaskeiði aldurs síns, hafði hann forustu um að hrinda á- leiðis, með öðrum góðum mönn- um, margvíslegum nytsemdar- málum, sem bærinn býr að enn í dag. Og á þeim árum naut fé- lagslífið á Akureyri í ríkum mæli hugvitssemi hans, áhuga og dugnaðar. Sig. E. Hlíðar var maður, sem í engu mátti vamm sitt vita, glaður og reifur á hverju sem gekk og samur og jafn við alla, hvar sem þeir stóðu í þjóðfélagsstiganum. En þeim var hann hlýjastur og bezt- ur, sem ratað höfðu í erfiðleika og hjálpar þurftu við. Ég hefi heyrt gamalt fólk á Akureyri og í Eyjafirði minnast Sigurðar á þann veg, að ég gleymi því ekki. Sigurður Einarsson Hlíðar var Arnesingur að ætt, sonur hjón- anna Einars Einarssonar frá Lax- árdal í Eystrahrepp og Sigríðar Jónsdóttur frá Hörgsholti í Ytri- hrepp. Foreldrar hans fengust fyrst við búskap, en fluttu til Hafnarfjarðar, og þar fæddist Sigurður 4. apríl árið 1885. Hann lauk fjórða bekkjar prófi í Lærða skólanum í Reykjavík og embættisprófi í dýralækningum við Dýralækna -og landbúnaðar- háskólann í Kaupmannahöfn ár- ið 1910. Fyrst eftir prófið starf- aði hann skamman tíma á Borg- undarhólmi, en var sama árið skipaður dýralæknir á Norður- og Austurlandi, með búsetu á Akureyri. Hluta ársins 1922 var hann á námskeiði við Landbún- aðarháskólann í Kaupmannahöfn og veturinn 1929—1930 stundaði hann framhaldsnám við rann- sóknarstofnun í Kiel. Sigurður lagði kapp á að fylgjast sem bezt með öllum nýjungum í sinni grein og var því mjög vel að sér. Það má geta nærri um það, að embætti Sigurðar hafi verið er- ilssamt, en þrátt fyrir það gaf hann sér brátt tóm til þess að sinna félagsstörfum og má segja, að hann hafi í þeim efnum ekki verið við eina fjölina felldur. Sumir menn hafa allt af tíma. Hann var fyrst kosinn í bæjar- stjórn Akureyrar árið 1917 og var síðan óslitið bæjarfulltrúi í tuttugu og eitt ár og um tíma forseti bæjarstjórnarinnar. Hann var í mörg ár formaður Ræktun- arfélags Norðurlands, búnaðar- þingsfulltrúi í ein 30 ár, formað- ur Dýraverndunarfélagsins og Dýralæknafélags íslands. Hann brauzt í því -að koma af stað blaðaútgáfu á Akureyri, Stofnaði „Dagblaðið" árið 1914 og „íslending" ári síðar. Hann var ritstjóri þess blaðs til ársins 1920. Auk þessara ritstarfa sinna reit hann fjölda grein í erlend og innlend tímarit. Hann samdi og gaf út nokkur rit um búfjár- sjúkdóma. Eftir að hann lét af embætti gaf hann út mikið rit um Árnesingaættir, en hann var áhugasamur um mannfræði og ættfræði. Sigurður E. Hlíðar var í mörg Sr helzti forustumaður Sjálf- stæðisflokksins á Akureyri. Árið 1937 var hann kjörinn þingmað- ur bæjarins og var það óslitið til haustkosninganna 1949, en þá vildi hann ekki gefa kost á sér á framboð. Árið 1943 hafði Sigurður verið skipaður yfirdýralæknir og flutt- ist þá með fjölskyldu sína til Reykjavíkur. Af þessu yfirliti, sem þó hvergi nærri er tæmandi, er ljóst, að Sig. E. Hlíðar hefir komið víða við á ævi sinni. Sem embættis- maður var hann trúr og dyggur og í stjórnmálabaráttunni reynd- ist hann farsæll. Árin, sem hann sat á Alþingi fyrir Akureyri, naut hann trausts og vinsælda bæjarbúa, hvar í flokki, sem stóðu. Sem stjórnmálamanns verður hans ekki hvað sízt minnst sem hins góða drengs, sem öllu og öllum vildi vel. Á Alþingi var hann traustur mál- svari kjördæmis síns. Sig. E. Hlíðar var kvæntur Guðrúnu Louisu Guðbrandsdótt- dóttur, kaupmanns og konsúls í Reykjavík, Finnbogasonar, hinni mætustu konu. Á heimili þeirra hjóna var oft gestkvæmt og eftir að þau fluttust til Reykjavíkur hafa leiðir margra Akrureyringa legið til þeirra. Þau hjónin eignuðust fimrn börn. Einu dótturina, Brynju, sem var lyfjafræðingur á Akur- eyri, misstu þau í flugslysinu mikla við Héðinsfjörð árið 1947. Var það foreldrum hennar og bræðrum hin þyngsta raun. Það var einnig þungbært, þegar Gunnar Hlíðar, símstjóri í Borg- arnesi, lézt árið 1957 frá konu og ungum börnum. Hann varð fyrir slysi, er hann var að gegna skyldustörfum. Fæstar fjölskyld- ur flýja sorgina. Við það verður hver og einn að sætta sig, hversu erfitt sem það getur verið. Synir þeirra hjóna eru: Guð- brandur, dýralæknir í Svíþjóð, Jóhann, prestur í Vestmannaeyj- um og Skjöldur, verzlunarmaður í Danmörku. Ég þakka vini minum, Sigurði, fyrir þær stundir, sem við átt- um saman og góðu leiðbeining- arnar, sem gefnar voru af heil- um huga. Ég veit, að hann á góða heimkomu vísa í landinu mikla, sem við öll eigum eftir að gista, fyrr eða síðar. Konu hans og fjölskyldu allri votta ég innilegustu samúð mína. Jónas G. Rafnar. í BYRJUN fjórða tugar þessarar aldar var lítill hópur íslenzkra karla og kvenna við nám í Kiel í Norður Þýzkalandi. Við, sem til þess hóps töldumst, kölluðum þetta litla samfélag „íslenzku koloníuna í Kiel.“ Samheldni og félagsandi innan þessa litla sam- félags var með ágætum, enda þótt okkur greindi á um margt: Pólitík, listir pg bókmenntir og síðast en ekki sízt um það, sem var að ske heima á Fróni. Eitt batt okkur þó tryggðaböndum: Við vildum öll verða föðurlandi okkar til gagns og frama, að dvöl lokinni. Af þessu leiddi, að þrátt fyrir allt var saraheldni og gagnkvæm hjálpfýsi aðalsmerki þessa litla samfélags. Að sjálfsögðu er margs að minnast frá þessum tíma. Þó hygg ég, að við séum öll sam- mála um, að það hafi verið merkisviðburður í þessu litla samfélagi, er einn mikilsvirtur og reyndur embættismaður ís- lenzka ríkisins, tuttugu til tutt- ugu og fimm árum eldri en við flest, kom til okkar öllum að óvörum og tilkynnti, að hann hefði hugsað sér að verða um skeið réttur og sléttur þegn okk- ar litlu nýlendu. Maðurinn var Sigurður E. Hlíðar, dýralæknir á Akureyri, landskunnur fyrir afskipti af margháttuðum félags- og landsmálum. En erindi Sigurð ar til Kiel var einn þáttur í því merkilega starfi hans að vinna að meiri hollustuháttum í með- ferð mjólkur og sölu nauðsyn- legustu landbúnaðarafurða. í þessu skyni hafði hann um skeið tekið stöðu við þekkta rannsókn arstofnun, sem um slík mál fjall- aði. Því er ekki að neita, að „gamla manninum" var í fyrstu tekið með nokkrum fyrirvara. En mjög brátt kom í ljós, að hann var UM næstu áramót gengur í gildi ný gjaldskrá fyrir póst og sima. Síðan síðasta gjaldskrá var gefin út, hafa laun opinberra starfs- manna hækkað um 11,3% og raunverulega meira, ef aldurs- hækkanir eru taldar með. Jafn- framt hefur verðlag á erlendum iðnaðarvörum til stofnunarinnar hækkað, m. a. vegna launahækk- ana erlendis. Auk þess hafa ýmsar endurbætur á þjónustunni farið fram, sem hefur aukinn rekstrarkostnað í för með sér. Af ofangreindum ástæðum var orðið óhjákvæmilegt að hækka gjaldskrána hér, ef ekki ætti að verða stórhalli hjá stofnuninni á næsta ári, en gert er ráð fyrir hallalausum rekstri á fjárlögum. I ýmsum öðrum löndum hafa hliðstæðar gjaldskrár verið hækkaðar á sl. ári eða það er í undirbúningi, og slíkt er ráðgert í vetur í Danmörku, Bretlandi og Þýzkalandi, en þar hefur póstur- inn verið rekinn að undanförnu með geysilegum halla. Sú hækkun, sem nú verður hér, á að auka heildartekjur stofnunarinnar um 5,7% (þ.e.a.s. 5% hjá símanum, en heldur meira hjá póstinum). Þessi hækk un svarar til 1/10 vísitölustigs. Hækkunin er ekki hlutfalls- lega jafnmikil á öllum liðum, og sumir hækka ekkert. Þannig verður engin hækkun á sím- skeytum og símtölum til útlanda, engin á langlínusamtölum á styttri leiðum, en 1 króna á lengri fjarlægðum, t. d. sém svar ar 4% á lengstu fjarlægð. Engin hækkun verður á burðargjaldi bréfspjalda og póstávísana, flug- póstgjaldi, heillaskeytasending- um o.fl. í Reykjavík hækkar ársfjórð- ungsgjaldið fyrir heimilissíma, með allt að 600 símtölum, úr kr. 500 í kr. 535. Almenn bréf að 20 gr. hækka að burðargjaldi um kr. 0,50 hvort sem er innanlands eða til útlanda. Venjuleg sím- skeyti 10 orða hækka innanbæj- ar úr kr. 9,00 í kr. 10,00, en ann- ars innanlands, úr kr. 15,00 í kr. 16,00. Afnotagjald s\ eitasíma frá í huga okkar yngstur allra, hrók ur alls fagnaðar á gleðistundum og kunni þó hóf í hverjum hlut. Hann kunni og manna bezt að sætta menn og bera klæði á vopn in, þegar öldur stjórnmála og dægurmála risu hátt hjá okkur, ungum og óreyndum. Sættu 3. fl. stöð hækkar á ársfjórðungi um kr. 10,00, en frá 2. fl. og 1. fl. B stöð um kr. 15,00. Þrátt fyrir það, að allt síma- efni verður hér um 50% dýrara en erlendis, vegna hinna háu að- flutningsgjalda hér, er ársfjórð- ungsgjald heimilissíma með 600 símtölum hið lægsta sem til þekk Á áratugnum 1960—70 mun þurfa að byggja 660 íbúðir að meðaltali á ári í Reykjavík, en á tímabilinu 1970—80 er heildar- byggingarþörfin áætluð 860 íbúð ir að meðaltali á ári. Þetta eru niðurstöður Gunnars Viðars hagfræðings Reykjavíkur borgar í áætlun um íbúðabygg- ingaþörf Reykjavíkurborgar næstu 20 árin, sem lögð var fyrir borgarstjórn Reykjavíkur sl. | fimmtudag. Reiknar hagfræðing- ' urinn með, að íbúafjöldi Reykja víkur vaxi á ári hverju um 1,9% miðað við íbúatölu ársins á und an. Kemur fram að á sl. 2 árum hefur íbúafjölgun borgarinnar verið 1,78% hvort áir, sem er nokkru minni hlutfallsleg aukn- ing en á landinu í heild. Hins vegar telur hagfræðingurinn lík legt, að íbúatala Reykjavíkur muni á næstu 2 áratugum aukast hlutfalislega meir en landsins í heild. Með því að reikna með 1,9% árlegri fjölgun yrði íbúa- tala Reykjavíkur ca. 105.000 árið 1980. Þarf því á þessu tímabili að útvega húsnæði fyrir íbúaaukn- ingu, sem nemur 31.600 (íbúa- fjöldi Rvíkur 1961 var ca. 73.400) en með íbúafjölguninni 1960—61 er þessi tala 32.600. í áætluninni er reiknað með, að íbúatala á íbúð verði 1970 kom in niður í 3.75 að meðaltali (var 4 1960), en verður 1980 komin niður í 3,5. Loks er í áætluninni tekið tillit til þess fjölda íbúða, sem gengur úr sér á hverjum tíma, sem og til útrýmingar menn sig oft furðulega vel við hans síðasta orð. í hugum okkar allra dvaldi Sigurður of skamman tíma með okkur í Keil. Þegar hann yfir- gaf okikur og hvarf aftur heim til íslands hafði hann unnið vin áttu okkar og virðingu og var í vissum skilningi orðinn faðir (á ég heldur að segja skriftafað- ir?) okkar. Til hans mátti jafn- an leita trausts ag halds. Er það enn í minni okkar flestra, er sár sorgarfregn um lát náins ættingja barst stúlku, er með okkur var, hvernig Sigurður brást þá við, en við hin stóðum ráðþrota gegn svo grimmum ör- lögum. Ég rek hér ekki æviatriði Sig- urðar né heldur margháttuð af- skipti af landsmálum. Það verð ur gert af öðrum hér í blaðinu. En í hugum okkar félaganna í Kiel var hann frábær mannkosta maður. Félagshyggja hans sjald- gæf og hæfileiki hans til að vinna trúnað og traust samferða manna var einstæður. Enn er svo sem forðum, að við eigum hóp námsmanna í borg- um víðsvegar erlendis. Þessu fólki væri það vissulega mikið happ að fá sem oftast heimsókn- ir heiman frá Fróni af mönnum á borð við Sigurð Hlíðar. Hin heilladrjúgu áhrif slíkra heim- sókna myndu skjótt koma í ljós. Um leið og Sigurður er nú kvaddur með þakklæti fyrir sam verustundir fyrr og síðar, vott- um við eiginkonu hans, frú Guð- rúnu, og fjölskyldu samúð okkar gömlu Kielar-búa. Minningin um • góðan dreng mun lifa í hugum okkar. Oddur Guðjónsson. ist, eða kr. 535 t. d. á móti kr. 1103 í Osló o. v., kr. 733—1100 í Kaupmannahöfn o. v., kr. 580 í Stokkhólmi o. v., kr. 809 í Sviss, kr. 1170 í Bretlandi, kr. 1420 í Þýzkalandi, kr. 1640 1 Frakk- landi. (Úr tilkynningu frá Póst- og símamálast j ór ninni). heilsuspillandi húsnæði. Þegar tekið er tillit til þessa alls áætlar hagfræðingurinn, að heildarbyggingarþörfin á tíma- bilinu 1960—70 verði 660 íbúðir að meðaltali á ári, en á tímabil- inu 1970—80 860 íbúðir að meðal tali. Eídsvoði I f Bergen | — 6 farast1 Nesbyen, 27. desember —9 Einkaskeyti til Mbl. Á J ÓLADAGSK V ÖLD komS upp eldur í gistihúsi í Bergen, en þar dvöldust heimilislausir um jólahelgina. A. m. k. 6 létu lífið, þar á meðal kona og lítið barn hennar. Enn er leitað í rústunum, og er ekki ljóst, hvort fleiri hafa farizt, þar eð ekki mun hafa verið vitað um tölu þeirra, sem í húsinu voru, er kviknaði í því. Talið er, að kviknað hafi í út frá rafmagni. Magnaðist eld urinn á skammri stund, og varð að kalla út allt varalið borgarinnar, og dugði vart til. Þetta mun vera annar mesti eldsvoði í Noregi á þessu ári. — Skúli. Ný gjaldskrá pósts og síma Byggingorþörfin 1960—70 000 íbúðir nð meðnltnli á úri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.