Morgunblaðið - 18.01.1963, Qupperneq 2
2
MORCUNBLAÐIÐ
Fðstudagur 18. janúar 1963
Öráðlegt að fjölga vagna-
tegundum SVR
Samþykkt kaup á 7
BORGARSTJÓRN Reykja-
víkur samþykkti á fundi sín-
um í gær, að tillögu stjórnar
Innkaupastofnunar Reykja-
víkurborgar, að keyptar skuli
nú á næstunni 7 strætisvagna
grindur af Volvo-gerð, en ár-
leg vagnakaupaþörf SVR er
álitin 7 vagnar. Innan stjórn-
ar IR kom fram tillaga um,
að 2 þeirra vagna, sem nú á
að kaupa, verði af Leyland-
gerð, en niðurstaða rannsókn
ar, sem stjórnin lét fram-
kvæma á því, hvort hag-
kvæmt væri að f jölga tegund-
Helzt frostið næsta mánuð?
London og Washington,
17. jan. AP — NTB —
Enn sjást engin merki þess, að
hinum miklu og langvinnu
frostum fari að linna. Veður-
stofan bandaríska telur, að
kuldar muni haldast allan
næsta mánuð í miklum hluta
Mið- og Norður-Evrópu, og
hiti verði víða langt undir með
allagi í ár.
Telur veðurstofan að kald-
ast verði í Danmörku, suður
hlutum Finnlands og Svíþjóð
ar, verulegum hluta Norður-
I>ýzkalands, Norður-Frakk-
lands og Suður-Englands.
Fregnir hafa í dag borizt af
snjóskriðum í Alpafjöllum og
miklum erfiðleikum vegna ísa
við strendur Danmerkur og í
mynni Elbu.
Bandaríska veðurstofan spá
ir aukinni snjókomu á kulda-
svæðinu.
I suðurhluta Spánar, á
ítölsku Rívierunni og í Júgó-
slavíu spáir veðurstofan venju
legu veðri og óvenjulegum hlý
indum á Suður-ftalíu og Suð-
ur-Grikklandi.
Fregnir frá Noregi herma,
að kuldamir hafi orðið alvar-
leg áhrif á loðdýrarækt þar.
Er reynt að auka fóðurgjöf,
en þess eru dæmi, að komið
hafi verið að minkum, frosn-
um í hel.
★
Meðfylgjandi mynd var
tekin á miðvikud. af hjólreiða
mönnum úti á isnum við
Askö, um það bil tvo kíló-
metra frá landi. ísbrjóturinn
„Lillebj öm“ kom þar að og
varð skipstjórinn að kalla til
mannanna að hypja sig í land.
Sagði hann tiitæki þeirra
stórhættulegt, því að víða
væru sprungur í ísnum, eftir
ferðir skipsins.
Sótn kyrrir með lokuð ougu -
- undir úvítum Gomúlku
Berlín, 17. jan. NTB—AP —
•Formaður kínversku sendinefnd
arinnar á flokksþingi austur-
þýzkra kommúnista sat í allan
dag grafkyrr og þögull undir
ræðum forystumanna annarra
kommúnistaflokka, þar sem Nik-
ita Krúsjeff forsætisráðherra Sov
étrikjanna var hælt á hvert reipi
og áköfum stuðningi lýst við sjón
armið hans. Hvöttu ræðumenn
kínversku kommúnistana til þess
að láta af þrætum sínum um hug
sjónir kommúnismans. Undir
ræðu pólska kommúnistaleiðtog-
ans Gomulka, sátu kinversku full
trúarnir með lokuð augu og fóru
fulltrúar frá N-Kóreu og N-Viet
»i«m að dæmi þeirra. Þeir tóku
faetdur aldrei undir lófatakið,
fremur en Kínverjamir.
Þetta er þriðji dagurinn, sem
fram koma harðar ávítur á sjónar
mið Kínverja. Wladislav Gom-
ulka var fyrsti ræðumaðurinn á
fundi þingsins í dag, og lýsti hann
fullum stuðningi flokks síns við
sjónarmið Krúsjeffs. Gomulka tal
aði í 25 mínútur og var margsinn
is gripið fram £ fyrir honum með
lófataki og húrrahrópum, einkum
þegar hann lýsti stuðningi við
ýmsar athafnir Krúsjeffs í al-
þjóðamálum.
Hann beindi orðum sínum beint
til Kínverja, en ræðumenn höfðu
áður beint ásökunum sínum í
garð Albana. Sagði Gomúlka, að
kominn væri tími til þess, að
Kínverjar og stuðningsmenn
þeirra í deilunni, breyttu hinum
skaðlegu sjónarmiðum sínum,
þau væru gagnslaus og ábyrgðar-
laus. Enn væri hægt að gera allt
gott aftur.
Til máls tóku einnig fulltrúar
Tékkóslóvakiu og Frakklands.
Sovézku dagblöðin birtu í dag
alla ræðu Krúsjeffs á flokksþing
inu og í „Pravda“ og Izvestija“
voru umsagnir um hana. Fregnir
frá Peking herma að kínversku
blöðin og útvarpið hafi ekki
minnzt á ræðuna einu orði.
Haft er eftir áreiðanlegum
heimildum í Berlín, að vestræn-
ir fréttamenn, muni aftur fá að-
gang að flokksþinginu á morgun,
Herlið SÞ til Kolwesi
Elisábethville, 17. jan.
— AP-NTB —
TALSMAÐUR Sameinuðu
þjóðanna í Elisabethville
skýrði frá því undir mið-
nætti í kvöld, að samning-
ar hefðu tekizt með full-
trúum samtakanna þar og
Moise Tshombe, fylkis-
stjóra Katanga, um að her-
lið SÞ héldi til námuhæj-
arins Kolwesi og tæki þar
við yfirstjórn. Var ákveð-
ið að herliðið héldi áleiðis
tii borgarinnar eftir nokkr
ar klukkustundir.
Tshombe kom til Elisa-
bethville í dag og hóf þeg-
ar að ræða mál þetta við
fulltrúa SÞ. Við komuna
þangað kvaðst hann bjart-
sýnn á, að nú næðist sam-
komulag um Kongó-Kat-
anga-málin, en ekki vildi
hann ræða við miðstjórn-
ina í Leopoldville fyr en
hann hefði samið við full-
trúa SÞ.
nýjum strætisvögnum
um hjá SVR, var sú, að ekk-
ert benti til þess, að hægt sé
að bæta rekstur SVR með
kaupum á nýrri tegund vagna
í dag. Við umræður á borg-
arstjómarfundinum í gær
kom það fram, að allir borg-
arfulltrúar virðast sammála
um, að ekki sé ráðlegt að
fjölga tegundum vagna SVR,
en hins vegar virtust sumir
þeirrar skoðunar, að þær
tegundir, sem nú eru í not-
kun, Mercedes Benz og
Volvo, væru ekki hinar hag-
kvæmustu, þó að þær hafi
á sínum tíma verið valdar
eftir ítarlega athugun sér-
fróðra manna á öllum þeim
bifreiðategundum, sem til
greina komu. Meirihluti borg
arstjómar féllst hins vegar
á þá samþykkt stjórnar IR —
sem studdist við tæknilega
athugun — að strætisvagna-
tegundum verði ekki fjölgað
að sinni. — Jafnframt sam-
þykkti borgarstjóm að láta
nú þegar hefja tæknilega at-
hugun á reynslu og notagildi
núverandi vagnakosts SVR
og láta fara fram ítarlega
rannsókn á öðrum tegundum
almenningsvagna, er til
greina gætu komið til notkun
ar fyrir SVR.
Óskar Hallgrímsson (A), sem
í stjóm IR hafði lagt til, að
keyptir yrðu 2 vagnar af Ley-
land-gerð, hóf umræður um mál
þetta á borgarstjórnarfundinum,
og mælti mjög með því, að slík-
ir vagnar yrðu keyptir. Þó
kvaðst ÓH ekki vilja gerast tals-
maður þess, að tegundum í
notkun hjá SVR yrði fjölgað, en
taldi hins vegar ekki ólíklegt —
með þeirri reynslu, sem fengizt
hefði af Leyland-vögnum í
Kaupmannahöfn og Ósló — að
þeir mundu taka fram annarri
hvorri eða báðum þeim tegund-
um, sem nú eru notaðar hjá
SVR. Lagði ÓH á það áherzlu,
að nauðsynlegt væri að skapa
með þessu móti grundvöll fyrir
samkeppnisútboð. Bar ÓH síðan
fram tillögu um, að skipuð yrði
föstudag, — en þeim var mein- aður aðgangur síðdegis í gær. 5 manna nefnd sérfróðra manna — skipuð einum manni frá
1 ^ NA 15 hnútar 1SV 50 hnútor X Snjúiamt * Úii 7 Shúrir K Þrumur W&S, KuUortH HftnM H Hmt L*Lmtl
KL. 11 í gær var suðlæg átt
og hlýtt hér á landi nema
vestan til á Vestfjörðum.
Skörpu skil lágu um Vest-
firðina til suðvesturs. Á Kjör
vogi var hvöss suðvestan átt
og 6 stiga hiti, en samtímis
var norðaustan gola og snjó-
koma á Galtarvita. Svipaður
munur kemur fram í Veður-
athugunum frá skipum fyrir
suðvestan land, eins og sjá
má á kortinu. Frost er í
Vestur-Evrópu suður að Pyr-
enea-fjöllum.
hverjum borarstjórnarflokki —.
til þess að gera athttgun á kaup-
um vagna fyrir SVR. Síðar á
fundinum var honum bent á, að
ekki ættu nema 4 flokkar full-
trúa í borgarstjórn, og breytti
hann þá tillögu sinni samkvæmt
þvL
Sigurður Magnússon (S), sem
sæti á í stjórn Innkaupastofnun-
ar Reykjavíkurborgar, gerði á
fundinum nokkra grein fyrir
þeirri tillögu IR að fjölga ekki
að svo stöddu tegundum vagna
hjá SVR. Forstjóri IR, Valgarð
Briem, fól á sínum tima Guð-
mundi Einarssyni verkfræðingi
að gera athugun á tilboðum
þeim, sem bárust vegna fyrir-
hugaðra kaupa á vögnum fyrir
SVR, og því sérstaklega, hvort
ástæða væri til, að keypt yrði
til reynslu ný tegund strætis-
vagna. Niðurstöður þessarar
rannsóknar Guðmundar Einars-
sonar voru þessar:
,A) Ekkert hefur komið fram í
þessari athugun, sem bendir til,
Framhald á bls. 8.
Gegn hag-
kvæmari
ávöxtun
fjár
Á borgarstjómarfundi i gær
kom það fram í tillögu Guð-
mundar Vigfússonar (K), að
hann vildi banna að nota fé
Húsatryggingasjóðs Reykja-
víkurborgar til framkvæmda í/
þágu allra borgarbúa. Hélt
hann fram þessari skoðun,
enda þótt í ljós væri leitt, að
hústryggingasjóður ávaxtaði
fé sitt betur með þessu móti
og um leið nyti borgarsjóður
lánsfjár með hagkvæmari kjör
um. — Frá umræðum um 7
þetta mál verður nánar skýrt 7
í blaðinu á morgun. 1
— Krúsjeff
Framh. af bls. 1
• Krúsjeff kátur
Krúsjeff var hinn kátasti,
þar sem hann gekk rakleiðis að
borgarmörkunum við Check-
point Charlie í fylgd með Walt-
er Ulbricht, leiðtoga austur-
þýzkra kommúnista, landvarna-
ráðherra A-Þýzkalands, Heinz
Hoffmann, herstjóranum í A-
Berlín, Helmut Poppe, og helztu
mönnum sovézku sendinefndar-
innar á þingi austur-þýzka komm
únistaflokksins. Þeir voru um-
kringdir öryggisvörðum, en
Krúsjeff veifaði glaðlega til
mannfjöldans, er safnazt hafði
saman vestan megin markanna.
Þegar hann hafði hlýtt á
Helmut Poppe skýra frá ýmsu,
er við hefur borið í Friedrich-
strasse, sneri hann frá múrnum.
Umferð hafði verið lokað um
hliðið, meðan Krúsjeff var þar,
og meðal þeirra, sem biðu eftir
að komast vestur yfir, voru ítalsk
ir blaðamenn og bandariskir her-
menn í orlofi. ítalarnir þyrptust
út úr áætlunarvögnum sínum og
umkringdu sovézka forsætisráð-
herrann, en hann hrópaði: „Vel-
komnir, velkomnir". —■ Hann
spurði, hvort einhver I hópnum
talaði ensku og var þá náð í
bandarískan liðsforingja. Krús-
jeff greip í hendur liðsforingj-
ans og bað hann segja, að hann
óskaði öllum alls hins bezta.
Brosti Krúsjeff glaðlega og sló
liðsforingjanum á herðar. Hann
svaraði stuttlega: „Þúsund þakk-
ir, það var ánægjulegt að hitta
yður“ — og fór aftur inn í bif-
reiðina, er hann hafði endurtek-
ið fyrir ítölunum orð Krúsjeffs.