Morgunblaðið - 18.01.1963, Síða 5

Morgunblaðið - 18.01.1963, Síða 5
T'östudagur 18. janúar 1963 MORGUNBLAÐIÐ 5 Shalom Banley-Riklis hljómsveitarstjóri NÝKOMINN er hingað til lands ísraelski hljómsveit- arstjórinn Shalom Ronley- Riklis, stjórnandi sinfóníu- hljómsveitar ríkisútvarps- ins í Jerúsalem, og mun hann stjórna hljómleikum sinf óníuhl j ómsveitarinnar hér hinn 24. janúar næst- komandi. Riíklis, sem er fertugur að aldri, var við náim, er heims styrjöldin síðari brauzt út, og gekk hann þá sem sjálf- boðaliði í brezka herinn. Stofnaði hann hljómsveit Gyð inga í hernum, sem varð sér- lega vinsaél, og hóf hann þann ig feril sinn sem hljómsveit- arstjóri, tvítugur að aldri. Árið 1949 stofnaði Riikilis her hljómsveit heima ’ í ’ísrael, og varð hún, undir stjórn hans, einhver bezta hljómsveitin þar í landi. Og auk þess, að stjórna nú reglulega sem gest ur hljómsveit óperunnar í Jerúsalem og öllum stærri sinfóníuhljómsveitum í land- inu, hefur hann frá því 1961 haft á hendi stjórn sinfóníu- hiljómsveitar ríkisúbvarpsins. Einnig leikur hann á ýmis hljóðfæri, og aðallega á vald- horn. í nótur hinna norrænnu tón- skálda. Þá verður leikin á tónleik- unum 4. sinfónía Tsjaíkovskys tónverkið „Lieutenant Kije“ eftir Prokofijeff og þjóðlegt verk sem heitir „From Israel“ eftir ísraelska tónskáldið P. Ben Haim, en hann er nú sennilega frægasta tónskóld ísraels, og flest hinna yngri — Er það rétt, Riklis, að þeir fsraelsmenn, sem fara ut an, breyti stundum nafni sínu? — Já, svaraði hann og brosti. Allir, sem fara utan frá fsrael í opinberum erinda gerðum, verða að bera ísra- elsk nöfn, og ef þeir háfa þau ekki áður, verða þeir að taka þau upp. Þetta finnst mér vera ágætur og sjálfsagður síður, og þegar ég fór með unglingahljómsveitimni ti’l Hol lands í fyrra skiptið, tók ég upp nafnið Ranley, sem á okk ar máli þýðir „syngdu fyrir mig.“ Kann ég nú mifclu bet- ur við að ganga undir þvi nafni og finnst það fegurra en nafnið Riklis, sem ég veit ekkert um uppruna á, og smátt og smátt setla ég að hætta að nota það, en slíkt er auðvitað ekki hægt að gera á einum degL Stjórnar næstu tónleikum sinfóníu- hijómsveitarinnar Riiklis, sem er einkar geð- þekkur og alúðlegur maður í allri framkomu, sagði við fréttamann blaðsins, er náði tali af honum’á Hótel Sögu í fyrradag, að hingað til lands hefði hann komið frá New York og London. — í New York, sagði hann, hélt ég tvenna hljómleika með Fhil- harmoniuhljómsveitinni í hinu stóra Madison Square Guard- en, og voru um 20 þúsund á- heyrendur á hvorum þeirra. Síðar hélt ég eina hljómleiká £ Philadelphia með háskóla- hljómisveitinni þar. Frá Ameríku fór ég til London til BBC, en þangað var ég send- ur af ríkisútvarpinu í ísrael og einkum til þess að kynn- ast þar starfi sinfóníuhljóm- sveitarinnar, sem var afar fróðlegt. ★ ★ ★ — Hafið þér hilustað á íslenzku sinfóníuhljómsveit- ina leika? — Nei, ekki enniþá, ég bíð óþreyjufullur eftir fyrstu æf- ingu okkar, sem verður á mánudaginn kemur, því að mér hefur verið sagt, að hljóm sveitin sé mjög athyglisverð. — Hvaða verk verða á efn- isskrá tónleikanna? — Þar verður fyrst leikin Finlandia eftir Sibelius. Ég hafði mikinn hug á því, að taka islenakt verk til flutn- ings á tónleikunum, en ekk- ert gat orðið úr því, að ég fengi nótur sendar tií ísrael, og varð þá Finlandia fyrir val inu. Ég hef oft áður stjórnað því verki bæði heima í ísrael og í Evrópu. Við í ísrael höfum yfirleitt mikinn áhuga á verkum nor- raenna tónskálda, hélt Riklis áfraan, og t.d. eru þeir Grieg og Grosenberg okkur vel kunnir. En það vill oft verða mjög erfitt fyrir oikkur að ná tónskálda hafa verið eða eru nemendur hans. — Er ekki mikið um unig tónskáld í ísrael? — Jú, ákaflega og verk þeirra eru mikið leiikin. Til dæmis eru í hverri vibu hljóm leikar í útvarpinu í Jerúsalem og eru á þeim alltaf flutt ein hver verk eftir ísraelsk tón- skáld og þá ekki sízt hin yngri þeirra, og einnig læt ég oft leika verk eftir ung tónsfcáld í unglingahljómsveit minni. — Stjórnið þér einnig ungl- ingahljóm.sveit ? — Já, árið 1957 stofnaði ég 80 manna bljómsveit ungs fólks hvaðanæva að úr land- inu. Þetta fólk er á aldrinum 14 til 25 ára, og stundar allt skólanám, þó ekki endilega í tónlistarskólum. Margt af því er t.d. við háskólanám, og leggur þá stund á greinar jafn óskyldar tónlist og lögfræði og hagfræði eru. En við hitt umst í skólaleyfunum sem á sumrin eru rúmar 6 vikur, og þá æfum við næstum allan sólarhringinn. Við höfum tvisv ar farið til Hollands og tekið þótt í unglingakeppni þar, sem haldin er á fjögurra ára fresti og í bæði skiptin höfum við hlotið fyrstu verðlaun. í fyrra skiptið fórum við sum arið 1958 og svo aftur síðast- liðið sumar og lék hljómsveit- in þá m.a. Finlandia eftir Si- belius. Þessi hljómsveit, hélt Rik- lis áfram, hefur undanfarin ár verið aðal tómstundagamain mitt, en á sumrin fæ ég leyfi hjá útvarpinu til þess að stjórna henni Hún verður líka útvarpshljómsveitinni gagn- leg á þann hátt, að margir í hennj fara síðar í útvarps- hljómsveitina og er hún eina hljómsveitin í fsrael, sem bein línis æfir ungt fólk upp £ það að leifca með henni síðar. ★ ★ ★ ★ ★ ★ — Hvernig lízt yður á fs- land? — Ég hef því miður enn- þá ekki haft tækifæri til þess að skoða mig nema litið eitt um hér, þvi að ég hef verið að fara yfir og samræma nót- urnar. En útsýnið hérna út um gluggann hjá mér er al- veg dásamlegt og hljómleika- húsið ykkar hérna við torg- ið er mjög skemmtilegt, o.g minnir mig dálítið á nýreist hljómleikahús i Tel Aviv. En Kim Borg, sem ég hitti nú fyrir skömmu á flugvellin- um í London, lét sérlega vel af íslandisdvölinni, og sagðist öfunda mig mikið af því að vera að fara hingað. Þá minnt ist Borg sérstaklega á það, hve hann hefði hitt hér afbragðs- góðan bariton að nafni Jóns- son, og á ég vonandi eftir að hitta hann líka. — Þekkið þér Kim Borg? — Já, ég kynntist honum á dálítið einkennilegan hátt í Haifa í nóvember sl. Hann söng sem gestur í Sköpun- inni eftir Haydn, og átti hinn frægi hljómsveitarstjóri, Igor Markevitoh að stjórna tón- leikunum. En daginn fyrir tónleikana varð Markeviteh skyndilega veikur og varð það úr að ég tæki við stjórninni í stað hans. Það var all erfitt, því að ég varð að fara yfir nóturnar um nóttina og stjórna tónleikunum alveg ó- æfður daginn eftir, en allt gekik sem betur fór að óskum. — Að lokum, hvað dvelj- izt þér lengi á íslandi? — Ég fer héðan strax morguninn eftir hljómleikana til Hollands og þaðan heim til ísrael, þar sem ég hlakka afar mikið til þess að hitta 20 mánaða gamla dótt- ur mína, sem ég hef ekki séð í sl. 2 rnánuði, sagði Riklis. NÝKOIMIÐ enskir Karlmanna - Leður KULDASKÓR SKÓSALAN Laugavegi 1. Skaflfellingafélagið í Reykjavík heldur skemmtifund í Skátaheimilinu, gamla saln- um, laugardaginn 19. þ. m. kl. 9. Félagsvist — Dans. Félagsmenn og gestir þeirra velkomnir. STJÓRNIN. SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur verður haldinn sunnud. 20. jan. 1963 í Iðnó (niðri) og hefst kl. 13,30. (1,30) e.h. Fundarefni: 1. . Félagsmál. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Lagabrey tingar. . 4. Önnur mál. Fundúrinn er aðeins fyrir félagsmenn er sýni félags- skírteini við dyrnar. STJÓRNIN. Afvinna Maður óskast að smurverkstæði okkar. Helzt vanur. r hjá verkstjóra. Egill Vilhjálmsson h.f. Laugavegi 118. Félagsmenn Pöntunarfélag Náttúrulækningafélags Reykjavíkur eru minntir á að skila kassakvittunum í N.L.F-búð- ina fyrir janúarlok. N.L.F.-búðin Týsgötu 8. ÚTSALA á kventöskum, ullargarni o. fl. vörum. Verzlunin Spegillinn Laugavegi 48. Skrifstofufólk Opinber stofnun óskar að fjölga við sig starfsfólki til starfa strax eða, sem allra fyrst. Umsóknir sendist afgr. Mbl. fyrir 23. þ.m. merktar: „Framtíðarstörf — 3945“.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.