Morgunblaðið - 18.01.1963, Page 6

Morgunblaðið - 18.01.1963, Page 6
6 MOnCVWBLAÐlÐ TOstu'dtagur 18. janúar 1963 Pétur Sigurðsson, ritari Sjómannafélags Reykjavíkux: Árásir kommúnista á forystu- menn Sjómannaféiagsins A Ð undanfornu hafa margir spurt mig hvað valdi hinum ofsa legu árásum kommúnista á frá- fairandi stjórn Sjómannafélags Reykjavíkur og einstaka meðlimi þess ,en níðskrif þeirra og rógur á síðum Þjóðviljans og dóttur- blaðs þeirra svokölluðu „Sjó- mannablaði“, yfirgengur allt sem áður hefur skeð á þessu sviði í sögu íslenzkrar verkalýðsihreyf- ingar. Eg hefi einnig verið spurð ur hversvegna þessum skrifum kommúnista sé ekki svarað frek ar en raun ber vitni um. Ég hefi bent fyrirspyrjendum á að ég hafi leitazt við eins lengi og hægt hafi verið, að halda þess um málum innan félagsins, hafi m.a. svarað litlu einu af fyrri árásum þeirra í blaði þess fyrir stuttu. I því svari minu tók ég aðeins lítilsháttar af öllu því sem fram hafði verði borið, til meðferðar, og svaraði helztu rangfærslum kommúnista á til- tölulega hógværan hátt. Viðbrögð kommúnista í Þjóð- viljanum urðu hinsvegar þau að þeir urðu agndofa af undrun og skelfing yfir því að ósannindi og óhróður þeirra væri hrakinn að nokkru. Þeir eru vanari hinu, að „terrorisera“ andstæðinga sína í verkalýðshreyfingunni, ráðast að þeim með skömmum og svikabrigzlum, óhróðri og ó- sannindum á síðum þjóðviljans og nota sömu aðferð auk beinna hótana á vinnustöðvunum. Gott dæmi um þetta eru aðferðir sumra kommúnista við þá póli- tísku andstæðinga sína, sem hafn arvinnu stunda í Reykjavík, en þár hefur þessum aðferðum ó- spart verið beitt. Og mörg dæmi eru kunn um menn sem bein- línis hafa flúið þann vinnustað og aðra af þessum sökum. Ef þetta eru ekki atvinnuof- sóknir, hvað telst til þeirra þá? Nú þurfa þessir „herramenn" ekki að halda að þeir noti með árangri þessa aðferð við mig eða aðra stjórnarmenn í S.R. Þótt okkur greini á um margt erum við sammála um, að kommúnist ar og handbendi þeirra innan verkalýðshreyfingarinnar og ut- an, eru mestu óþurftarmenn, sem eitt lýðræðisfélag getur alið. Það mun verða enn ljósara á næstunni, en verið hefur, að ráð andi kommúnistar í verkalýðs- hreyfingunni hafa ekki aðeins staðið í vegi fyrir eðlilegri og heilbrigðri þróun í samskiftum þeirra aðila, sem vinnumarkað- inn skipa, heldur haft af laun- þegum stórfé með aðgerðum sín um. Það situr því sízt á fram- bjóðendum kommúnista í S.R. að ráðast að stjórnendum þar, fyrir þær aðgerðir ríkisvaldsins sem gerðar voru til að bjarga hagsmunum heildarinnar og fyr irbyggj a meira tjón, en orðið var, á síðastliðnu sumri. Árásir kommúnista á S.R. að þessu sinni, eru ekki sízt vegna þess að þeim er kunnugt um þessar skoðanir okkar á starfi þeirra og að innan Sjómanna- félagsins má finna marga af hörð ustu andstæðingum kommúnista innan verkalýðshreyfingarinnar. En sem aðalsvar við spurning- unni í uppthafi þessa máls tel ég þó vera þá staðreynd, sem þeim er ekki síður kunn, en öðrum sem með málum þessum fyigjast, að kommúnistar eru nú á hröðu undanhaldi í verkalýðsfélögunum þeir tapa fylgi hvarvetna sem kosningar fara fram. Það örvænt ingarfulla tilræði sem gert er að Sjómannafélaginu, einu stærsta stéttarfélagi landsins, hefði, ef það heppnaðist, í för með sér alger yfirráð kommún- ista yfir öllum 'samgöngum til sjós og lands, yfir það stórum hluta verkalýðshreyfingarinnar, að aðrir andstæðingar þeirra yrðu varnarlausir. Þeir gætu á fáum vikum lamað svo allt at- hafnarlíf hér á landi, að ringul- reið, skortur og upplausn mundi ríkja, og þá tæki við uppskeran úr þessum frjóa akri kommúnista Það bragð þeirra, að gera hróp að öldruðum sjómönnum sem enn halda tryggð við félag sitt, sem vita manna bezt, að hagsmunum sjómanna er betur borgið í allra annara höndum, en kommúnista, bregst algerlega. Það er ekki hægt fyrir menn eins og Áma Jóhannsson og Sig. Breiðfjörð, að hræða þessa gömlu baráttumenn, sem áttu allt blóma skeið ævi sinnar í röðum sjó- manna, sem börðust við vald atvinnurekanda, þegar því var beitt á þann veg, sem eldri kyn- slóðin þekkir öllum betur. Enda sjá allir, eins og ég benti á í fyrrnefndu svari mínu í gegn um þennan Ioddaraleik kommún ista. Þeir telja það hina mestu goðgá, að menn sem stundi önn ur störf eftir að þeir koma í land, eða milH þess, að þeir fari til sjós haldi sig í sínu gamla stéttarfélagi, hafandi það í huga, að í S.R. fær enginn að taka þátt í ákvörðunum um kaup og kjör nema þeir hafi verið skráðir á skip tilheyrandi viðkomandi starfsgrein, á yfirstandandi ári, Þessu halda þeir fram á sama tíma og ofurvald kommúnista á venkalýðssamtökunum er byggt á setu manna í verkalýðsfélögum sem alls ekki eiga heima þar, og með því að balda utan einstakra félaga og heildarsamtakanna, þeim sem eiga þar fullan félags- rétt. Þetta má sanna með ótal dæm um. Þeir telja það gangi glæpi næst, að ég eigi sæti i stjórn S.R. því ég hafi komizt klakklaust í gegnum Stýrimannaskólann, á sama tíma og þeir stilla upp starfandi skipstjóra við stjórn- arkjör nú, auk sölumanns hjá einu stærsta heildsölufyrirtæki landsins. Og svona til að krydda framboðið hafa þeir bætt við Árna, Jóhannssyni, en hann sit- ur fundi Dagsbrúnar og gengur erinda kommúnista þar og ætti samkvæmt fullyrðingum sjlálfs sín að vera í Matsveinafélaginu. Þessum sama Árna þykir að von um slæmt að einn af félagsmönn um okkar skyldi flytjast til Kaup man'nahafnar á nýliðnu ári og vera því á kjörskrá nú skv. lög um félagsins. Honum finnst hins vegar ekkert að því, þótt trú- bræður hans hafi í framboði við síðustu A.S.Í. kosningar, bónda vestur í Dölum, sem hefur búið þar góðu búi í nokkur ár. Hon- um finnst líka bölvanlegt að tveir aldnir S.R. félagar sem vinna í Áburðarverksmiðjunni verka- mannastörf (skv. samningi við Dagsbrún, en tugir ef ekki hundr uð Dagsbrúnarmanna stunda sjó hluta úr árinu) skuli enn vinna fyrir félag sitt og neyta atkvæð isréttar síns við stjórnarkjör, en þarna vinna fleiri meðlimir S.R. Á þá minnist Árni ekki, því hann telur þá til stuðningsmanna sinna. Árna og blaði hans Þjóð- viljanum finnst einnig að starf- andi stýrimenn megi alls ekki vera í félaginu nema þeir séu kommúnistar. Yfirmenn flestir vita þó manna bezt að uppruna allra kjarabóta meðal sjómanna æðri sem læri, er að finna í starfi S.R. og á fiskiskipum er kaup þeirra miðað við þau kjör sem nást til handa hásetum. Einnig má benda á, að kommún- istar í verkalýðshreyfingunni á- samt fleiri aðilum hafa mótað þá stefnu í skipulagsmálum hennar að allir sjómenn háir sem lágir eigi að vera í sömu samtökunum. En Moskvumálgagnið ræðst að þeim, sem gegna yfirmannsstörf um, ef þeir styðja lista lýðræð- issinna, en af kommúnistinn Guð björn Jensson skipstjóri kýs í Sj ómannafélaginu, er það gott og blessað. Til að kóróna kosningafylgi- lista „starfandi sjómanna", létu þeir nýlega Einar Gunnar Einars son kjósa, en Einar rak til skamms tíma lögfræðiskrifstofu hér í bæ og stundaði auk þess umfangsmikla fasteignaverzlun. Ekki hefur fyrrv. formaður Æskulýðsfylkingarinnar Jón Norðdahl látið á sér standa, en hann er betur þekktur af störf- um sínum við raflagnir og raf- tækjaheildverzlun, en sjó- mennsku. Nei í gagnrýni sinni á stjórn endur S.R. og einstaka meðlimi þess, eru kommúnistar að kasta Enn um Lídó Það var mikið dreng- skaparbragð við æskufólk höf- uðstaðarins, þegar Þorvaldur Guðmundsson, forstjóri, opnaði því hin glæsilegu salarkynni veitingahússins Lídó á síðastl. hausti undir kjörorðinu: Skemmtið ykkur án áfengis. Þorvaldur hafði rekið Lídó árum saman sem vínveitinga- hús, — og eitt bezt sótta hús sinnar tegundar — og því ekk- ert eðlilegra en að hann héldi þeim rekstri áfram. IJn ein- stöku menn geta átt það til að fórna persónulegum hagsmun- um fyrir hugsjónir sínar, og þetta gerði Þorvaldur. Hann trúði því, að hægt væri að reka skemmtistað fyrir æskufólk, sem ekki neytti áfengis, og hann framkvæmdi þessa hug- mynd sína á eigin kostnað, enda þekktur að því að fram- kvæma það sem honum dettur í hug, flestum mönnum betur. Kjörorði þessa æskulýðsstaðar lætur hann framfylgja af ein- stæðum myndugleik, og ekki er vitað til, að þar hafi sézt vín á nokkrum utan tveim strákum fyrsta kvöldið, sem það var opnað. Var þeim vísað á dyr og gert ljóst, að þeir ættu þangað ekki afturkvæmt, — en gestum tilkynnt um há- talara, að hér yrðu reglur haldn ar án undantekninga og lin- kindar, hver sem í hlut ætti. Og þegar er fengin reynsla fyr- ir því, að þeir foreldrar, sem vita af börnum sínum í Lídó, geta verið örugg um, að þau eru ekki í neinum áfengisháska meðan þau eru þar. Er þetta þakkarvert og ætti að vera góð- templurum og öðru bindindis- sinnuðu fólki til fyrirmyndar og hvatningar um að halda opn um vínlausum skemmtistöðum fyrir æskufólk með þeim fríð- indum, sem templurum er gef- in.að lögum en það er: enginn skemmtanaskattur og engar greiðslur fyrir löggæzlu, sem allir aðrir verða að inna af hendi. Erfitt um framkvremd laganna í áfengislögunum stendur, CMM' s-e r. C°P O r. -vV- _ liíttfetei grjóti úr glerhúsi. Og vandséð er hvor hópurinn um sig, lýðræð issinna eða kommúnista tapaði meira fylgi ef þeim yrði að þeirri ætlan sinni að svipta fjölda manna félagsréttindum. Hinsvegar hefi ég aldrei borið á móti því að margt gæti betur farið í stjórn félagsins og skipu lagsmálum þess. Hinu mótmæU ég harðlega að ekki sé í alla staði fylgt lögum félagsins og lögum og reglum Alþýðusambandsins. Meðan kommúnistar beita sam tökum verkalýðsins sér til póli- tísks framdráttar, þar sem þeir koma því við, byrjar S.R. ekki á róttækum skipulagsbreytingum að kröfu kommúnista, nema þeir Hti í eigin barm. þeir ættu t.d. að líta gaumgæfi- lega á félagaskrá Dagsbrúnar og abhuga kennarafylgi sitt þar, þeir ættu að stugga við hinum mikla fjölda atvinnurekenda iðn aðarmanna og embættismanna í Þrótti á Siglufirði og Vkvf. í Neskaupstað .Þeir ættu að rann saka ýtarlega hvernig fulltrúar geta komið á A.S.I. þing sem ekflri hafa haldið fundi árum saman. Og áður en þeir mæla fyrir lagabreytingum sínum á aðalfundi n.k. sunnudag og hafa í för með sér skiptingu Sjómanna félagsins í marga hluti, ættu þeir að líta til Akureyrar, en þar sam eina þeir stór verkalýðsfélögu isjálfum sér og félögunum til styrktar. Um hin einstöku mál í sam- bandi við störf stjórnar og árang ur í kjaramálum verður að sjálf sögðu rætt á aðalfundi. En ó- þarft er fyrir Árna JÓhannsson og þá félaga hans sem gerzt hafa trúboðar Stalíns í S.R. að tileinka sér það sem núv. stjórn hefur vel gert og átt þátt að. Vaðall þeirra, brigzl og ósann ar fullyrðingar er létt í öskum íslenzkra launþega. Ég skora að síðustu á alla Sjó- mannafélaga að neyta atkvæðis- réttar síns og mæta á aðalfundi félagsins n.k. sunnudag. Pétur Sigurðsson ritari S.R. að eigi megi selja né veita ungl ingum innan 21 árs áfengi. En komist unglingar undir þeim aldri inn á vínsöluhús er ekki á nokkurs manns valdi að fram fylgja þessu lagaákvæði. í fyrsta lagi er hér engin passa- skylda, — en hún þyrfti að vera —, og í öðru lagi geta unglingar undir lögaldri fengið velflesta fullorðna til að panta og káupa fyrir sig áfengi. Þar með er gríman fallin og allt að- hald kom-ið úr reipunum. Síðan Lídó var opnað, sem æskulýðsstaður bregður svo kynlega við, að hvergi sjást opinberar kvartanir um að ungl ingum innan 21 árs sé nokkurs staðar meinaður aðgangur. — Sýnir þetta ljóslega, að þessi aldursflokkur fær alls staðar inni, á vínsöluhúsum, — og það sýnir ennfremur, að sú lög- gæzla, sem greidd er af al- mannafé, svo og sú löggæzla, sem greidd er af veitingahús- unum sjálfum, samkvæmt reikningi frá dómsmálaráðu- neytinu, er að öllu gagnslaus. Um dans- og skemmtistaði — aðra en Lídó — er þess þrá- faldlega getið í fréttum, og þykja nú reyndar ekki lengur mikil tíðindi, að vegna al- mennrar ölvunar hafi orðið að kaUa til öflugt lögreglulið til að skakka leikinn, til viðbótar því lögregluliði, sem gætir stöðugt hvers staðar fyrir sig. Hvað veldur þessum slapp- leika eftirlitsins? Hvernig stend ur á því, að það sem blessast á Lídó, — gengur ekki á hin- um dans- og skemmtistöðun- um? — ^ Faðir.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.