Morgunblaðið - 20.01.1963, Síða 12
12
MORGVNBL1fílÐ
Sunmi'dagur 20. Januar 1963 ’
íírmtíílM&Mfo
Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Valtýr Stefánsson,
Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Ámi Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakiö.
RÓSTUSAMT
KOMMÚNISTAÞING
17 ommúnistar hvaðanæva að
úr heiminum þinga nú í
Austur-Berlín og væri synd
að segja, að þing þeirra hefði
verið sérstaklega friðsamlegt.
Þvert á móti hafa þar verið
hatrammar deilur, og ásak-
anir um hverskyns ávirðing-
ar gengið á víxl.
Eins og kunnugt er hefur
kommúnisminn í framkvæmd
einkennzt af heimsvalda-
stefnu Sovétríkjanna og meg
inhlutverk kommúnista ann-
ars staðar hefur verið að
svíkja þjóðir sínar undir yfir-
ráð Rússa. Þetta gekk allt
bærilega þar til að því kom,
að kommúnistar í Kína fóru
að láta málin til sín taka.
. Kínverskum kommúnista-
leiðtogum finnst að vonum
illt að una þvi, að „hugsjón-
in“ sé notuð til þess að
styrkja heimsveldi Rússa, og
eru síður en svo á því að
beygja sig undir algjör yfir-
ráð þeirra. Kínverskir komm
únistar eru sjálfir heims-
valdasinnar og vilja sem
slíkir auka áhrif Kína og
ieggja undir sig lönd og
þjóðir.
Lenin lýsti því á sínum
tíma, að ætíð mundu verða
átök milli heimsvaldasinna.
Þau átök ætti heimskomm-
únisminn að hagnýta sér, því
að þau mundu að lokum
verða heimsvaldasinnunum
sjálfum að aldurtila.
Kaldhæðni örlaganna er sú,
að kenningar Lenins virðast
ætla að sannast Munurinn
er bara sá, að heimsvaldasinn
amir í dag eru ekki gömlu ný
lenduveldin, sem þegar hafa
látið af nýlendustefmmni,
heldur kommúnistaríkin
sjálf, Rússland og Kína. Það
er heimsvaldastefna þessara
tveggja ríkja hvors um sig,
sem er að liða hið kommún-
íska veldi í stmdur, og er
ósýnt hvaða afleiðingar það
getur haft, þótt líklegast sé
að til fullkomins fjandskapar
dragi milli Kína og Rúss-
lands.
BAULAÐI EINAR?
17mar Olgeirsson er fulltrúi
„íslenzkra" kommúnista
á þinginu í Austur-Berlín.
Honum finnst sjálfsagt sér-
staklega ánægjulegt að vera
gestur Ulbrichts, enda þekkir
hann nákvæmlega „mann-
kosti' hans og það dýrðarinn-
ar stjómskipulag, sem hann
hefur komið á, svo rækilega
sem SÍA-menn hafa í leyni-
skýrslunum til Einars lýst
þessum stjórnarháttum.
Fregnir frá þinginu herma,
að kínverski fulltrúinn Wu
hafi verið baulaður niður af
meirihluta þingfulltrúa, þeg-
ar hann flutti ræðu sína og
réðst að Krúsjeff, Júgóslöv-
um og fleirum. Ólætin voru
svo mikil í fundarsalnum að
ekki heyrðist mannsins mál.
íslendinga fýsir að vonum
að vita, hver hafi verið af-
staða Einars Olgeirssonar á
þinginu. Morgunblaðið efast
að vísu ekki um að hann hafi
nú sem fyrr staðið við hlið
Krúsjeffs og Ulbrichts, þó
hann kunni að hafa haft á-
kveðna samúð með kínverska
sjónarmiðinu.
En blaðið leyfir sér að
skora á kommúnistamálgagn
ið hér á landi að upplýsa það,
hvort Einar hafi verið í hópi
þeirra, sem öskruðu, stöpp-
uðu og fussuðu. Spurningin
er: baulaði Einar?
VANDAMAL
ÆSKUNNAR
Að undanfömu hefur mikið
verið rætt um skemmt-
anir æskulýðsins og aðstöðu
hans til hollrar tómstunda-
iðju, og er ánægjulegt að
skilningur á þessu vanda-
máli fer vaxandi með hverju
árinu sem líður.
Borgaryfirvöld Reykjavík-
ur hafa haft frumkvæðið að
víðtæku samstarfi við æsku-
lýðinn og hin ýmsu félög
hans til þess að bæta skil-
yrði til skemmtana og tóm-
stundaverkefna, og æskulýðs
ráð hefur unnið mikið og
merkilegt starf.
En æskan lætur sér ekki
nægja það sem gert hefur
verið. Hún vill fá betri að-
stöðu til skemmtána en þá
sem skólar og æskulýðsfélög
veita og hefur þar af leiðandi
sótt á almenna veitingastaði.
Veitingahúsið Lídó hefur
gert tilraun til að halda æsku
lýðsskemmtanir, þar sem
þess væri rækilega gætt að
allt færi fram með sæmd og
vín væri ekki haft um hönd.
Þessi rekstur hefur gengið
erfiðlega, m.a. vegna skemmt
anaskatts, sem lögum sam-
kvæmt ber að heimta af þess
um skemmtunum eins og
öðrum.
Vonir standa til að úrbæt-
ur fáist í þessu efni og að því
víkur Gylfi Þ. Gíslason í
grein, sem hann skrifar í Al-
þýðublaðið í gær. Þar segir
hann m.a.:
„Forráðamenn staðarins
háfa óskað þess, að skemmt-
UTAN ÚR HEIMI
J
Snjór á Miðjarðarh afsströnd
EINS og skýrt hefur verið
frá í fréttum er ekki gert ráð
fyrir að frosthörkunum í
Evrópu linni í bráð. Mynd-
irnar, sem við birtum hér á
síðunni gætú verið teknar hér
á íslandi nema hvað kaktus-
ar og aðrar suðrænar jurtir
gægjast upp úr snjónum á
annarri þeirra. Ef satt skal
segja, eru myndir þessar tekn
ar á Miðjarðarhafsströnd
Fra.kklands. íslendingum,
sem þangað hafa komið
bregður sennilega í brún,
þegar þeir sjá þessa sólríku
paradís snævi þakta.
í byrjun vikunnar snjóaði
í fyrsta skipti í 20 ár í dverg-
ríkinu Monaoo og í San Remo
á Miðjarðarfhafsströnd Ítalíu
féll snjór í fyrsta skipti í 30
áir.
Borgimar Nissa og Cannes
í Frakklandi voru einnig
snævi þaktar og ítalir renndu
sér á skíðum á Markúsartorg-
inu í Feneyjum.
í Nissa
anaskattur sé ekki innheimt-
ur af aðgangseyri að skemmti
staðnum. í gildandi löggjöf er
því miður ekki heimild til
þess að fella niður skemmt-
anaskatt af slíkum danssam-
komum, hvort sem þær eru
haldnar fyrir ungt fólk eða
fullorðið. Hins vegar eru lög-
in um skemmtanaskatt ein-
mitt nú í endurskoðun og
verður frumvarpið um breyt-
ingar á gildandi lögum vænt-
anlega lagt fyrir Alþingi, er
það kemur saman að nýju
síðast í mánuðinum. Væri
óskandi að samkomulag verði
um það á Alþingi að undan-
þiggja heilbrigðar skemmtan
ir, sem eingöngu eru ætlað-
ar ungu fólki, skemmtana-
skatti.“
Undir þessi orð vill Morg-
unblaðið taka.
Evrópuráðið styrk
ir íslenzk menn-
ingarmál
BIRGIR Thorlacius ráðuneýtis-
stjóri er nýkominn frá Strass-
bourg, þar sem hann sat fund í
Samstarfsráði Evrópuráðsins um
menningarmál (CCC). Á fundi
þessum var samþykkt fjárhags-
áætlun fyrir menningarmála-
starf Evrópuráðsins á árinu
1963. Er þar m. a. gert ráð fyrir
fé til að gefa út á ensku bók frá
íslandi, en Evrópuráðið hefur að
undanförnu veitt fé til að gefa út
á einhverju heimsmáli bækur,
sem ritaðar eru á tungumálum,
sem fáir lesa. Hefur einu sinni
áður verið gefin út bók frá ís-
landi í þessum bókaflokki. Þá
var veitt fé til þess að gera tveim
ur starfsmönnum Sinfóníuhljóm-
sveitar íslands kost á að fara ut-
an til að kynna sér rekstur
hljómsveita. Rætt var um end-
urskoðun á kennslubókum í
landafræði, sem unnið hefur ver
ið að um skeið á vegum Evrópu-
ráðsins. Er í undirbúningi, að
sérfræðingar á þessu svlði koml
saman á ráðstefnu hér á landi
árið 1964. — Á fundinum i
Strassbourg fóru fram umræður
um stofnun evrópskrar menning
armiístöðvar í Delfi á Grikk-
landi. Evrópuráðið hefur þegar
heitið framlagi til þessarar stöðv
ar, og á fundinum kom fram, að
Danmörk, ísland, Noregur og
Svíþjóð munu sameiginlega
leggja fram nokkurt fé til henn-
ar. —
Önæðissamt hjá
slökkviliðinu
AKUREYRI, 19. jan. — í gær
var slökkviliðið á Akureyri
kvatt út 4 sinnum. Tvívegis var
það vegna sinuelds, og í eitt
skipti hafði kviknað rusli ná-
lægt húsi. Á miðnætti var eldur
laus í bíl í Helgamagrastræti, og
brann hann nokkuð innan. Síð-
an um áramót hefur slökkvilið-
ið verið kvatt út tíu sinnum, en
í ékkert skiptið hefur verið um
alvarlegan eld að ræða.
— St.E.Sig.