Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 3
Föstudagur 8. febrúar 1963 MORCrtnvniAÐlB UNDANFARNA daga höfum við veitt athygli frétt í dag- bókinni um að Sjómannastof- an í Hafnarbúðum sé opin alla daga og öll kvöld og að þangað megi sjómenn vitja óskila- bréfa. Við mælum okkur þvi mót við Harald Hjálmarsson, sem veitir Hafnarbúðum forstöðu, og Magnús Óskarsson, vinnu- málafulltrúa Reykjavíkurborg ar, sem hefur eftirlit með rekstri hússins af hálfu Borg- arsjóðs, í sjómannastofunni á þriðju hæð í Hafnarbúðum. Eins og sézt á augum hillunum vantar enn bókakost í sjómannastofuna, en væntanlega rætist úr því. — (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Sjómannastofan . Hafnarbúðum Úr stofunni er útsýni yfir opin frá því snemma á morgn höfnina og Sundin og miklir gluggar gera stofuna bjarta og vistlega. Stofan er nærri 60 fermetrar á stærð, og hefur verið innréttuð með sem heimilislegustum blæ, teppa- lögð og búin þægilegum hús- gögnum, og er ætluð innlend- um og erlendum sjómönnum af far- og fiskiskipum. Hún er Eitt horn stofunnar hefur að nokkru verið hólfað frá stofunni sjálfri og þar setj- ast menn niður í ró og næði og skrifa sín sendibréf. ana fram undir ellefu á kvöld in. Þarna geta sjómenn komið inn, gripið í spil, teflt, litið sér í innlend og erlend tíma- rit eða gripið bók. Sjómanna- stofan hefur þegar eignazt nokkuð af bókum, en hvergi nærri eins og þyrfti. Eittrhorn stofunnar er nokkuð afþiljað og eru þar skrifborð og ætlazt til að gestir stofunnar geti sezt niður við bréfaskriftir eða annað. Undanfarið hefur stofan nokkuð verið notuð, en þó hvergi nærri eins og ætla mætti. Þó hafa nokkrir sjó- menn og jafnvel skipshafnir notað aðstöðuna þhrna að staðaldri. Einkum eru það þó sjómenn, sem gista í Hafn- arbúðum, en á þriðju hæð hússins eru einnig gistiher- bergi fyrir 24 gesti. Hafa þar til dæmis búið skipshafnir á bátum, sem hér eru til við- gerðar, og sömuleiðis flestir útlendir togaramenn, sem hér hafa verið lagðir á land vegna slysa'og meiðsla. Fjölmargir möguleikar til að hagnýta sjómannastofuna eru enn ónotaðir. Borgarstjóri hefur fyrir nokkru ákveðið að skipa nefnd til að hafa stjórn og rekstur sjómanna- stofunnar með höndum. Nú fer vertíð í hönd, og hér í Reykjavík verður margt um sjómenn utan af landi, sem ekki eiga í mörg hús að venda í bænum. í Hafnarbúðum er fyrir hendi heimili, þar sem sjómenn, sem ekki hafa áhuga á óreglusömu skemmtanalífi bæjarins, geta átt sér móts- stað og rólega kvöldstund. Þessir piltar hafa búiS í Hafnarbúðunum síðan í haust, en þeir hafa verið að vinna við að gera við „Biskupana“ úr Þorlákshöfn. Sinfóniu- tónleikar SHALOM Ronly-Riklis frá ísrael etjórnaði sem gestur áttundu tón leikum Sinfóníuhljómsveitar ís- lands, sem haldnir voru í sam- Kópavogur B IN G Ó í Sjálfstæðishúsinu, Kópavogl i kvöld kl. 20,30. Skenuntinefndin. Árnesingar F.U.S. Árnessýslu og Sjálfstæð- dsfélagið Óðinn halda sameigin- legan fund sunnudaiginn 10. febr. n.k. kl. 16 í Tryggvaskála, Sel- lossi. Aðalræðumaður Gunnar Thoroddsen, fjármálaráðherra, er ræðir efnahagsmál. Á eftir verða frjálsar umræður. Þing- menn Sjálfstæðisflokíksins í Suðurlandskjördæmi mæta á fundinum. komuhúsi Háskólans 24. janúar. Hann reyndist vera röggsamur og snjall stjórnandi, sem gekk til verks hiklaust og fumlaust og mótaði viðfangsefni sín skýrum, öruggum dráttum. Tónleikarnir hófust með tóna- ljóðinu „Finlandia“ eftir Sibeli- us. Þetta margleikna verk hefir næstum fengið á sig blæ þjóð- söngs og sómir sér því bezt við sérstök tækifæri, t. d. á al-finnsk u mtónleikum. Hér sýndist það naumast eiga heima og var þó ágætlega flutt. „Kizhe liðsforingi", sinfónísk svíta eftir Prokofiev, sem samin er upp úr kvikmyndamúsík, er ákaflega léttvægt tónverk og sviplítið. Guðmundur Jónsson söng einsöng í tveimur af fimm þáttum svítunnar. Hvort sem um er að kenna hljómburði í saln- um eða því, að Guðmundur hafi hlíft sér meir en skyldi, þá er það víst. að meginhluti þess, sem hann hafði til málanna að leggja, fór fram hjá áheyrendum. Önnur hljómsveitarsvíta, „Frá ísrael“, eftir Paul Ben-Haim var miklu nýstárlegra og skemmti- legra viðfangsefni, blæbrigðaríkt og nokkuð framandlegt á svip, og mátti heyra, að þar hafði hug- myndaríkur kunnáttumaður um 1 NA 15 hnútor I / SV 50 hnutar ¥ SnjóÁomo 9 ÚÍi 7 Skúrir K Þrumur W!z KuUotkít HiUtkH H Hmt L Lmti vélt. Af fimm þáttum þessarar svítu voru aðeins þrír fluttir að þessu sinni. Aðalviðfangsefnið var fjórða sinfónía Tschaikowskys. Um þetta og fleiri verk þessa tón- skálds gildir það, að þau þarf að taka ákveðnum og karlmannleg- um tökum, til þess að fram komi það bezta, sem í þeim býr. Hér skorti ekkert á þetta, og varð flutningurinn þrótmikilí og á- hrifaríkur. Jón Þórarinsson. ÞAÐ er austanáttin sem ræð- en kaldast var á Nautabúi, ur niú á breiddargráðum okk- — 4 stig. — Beldur er að ar, og hefur nú hlýnað tals- hlána í V-Evrópu, 7 stiga hiti vert í veðri. Var í gær kom- í París, en frost austar. ? inn 4 stiga hiti á Eyrabakka, STAKSTEINAR Yíðreisnirt og félagslegt öoiggi Blaðið Vesturland á Isafirði rekur nýlega ræðu, sem Sigurð- ur Bjamason flutti 20. janúar sl. á sameiginlegum fundi Sjálf- stæðisfélaganna í Bolungarvík. Minntist hann þar m.a. á ráð- stafanir Viðreisnarstjóraarinnar til þess að skapa íslendingum fé- lagslegt öryggi og komst þá að orði á þessa leið, samkvæmt frá- sögn Vesturlands: „Hann vakti athygli á, að eng- in ríkisstjórn hefði eflt almanna- tryggingar í eins ríkum mæli og Viðreisnarstjórnin. Sæist það m. a. á því, að framlög ríkisins til tryggingarmála hefðu hækkað um 400 millj. kr. frá siðasta valdaári vinstri stjórnarinnar, árinu 1958. Allar bótagreiðslur hefðu stórhækkað, fjölskyldu- bætur teknar upp, skerðingar- ákvæði ellitryggingalaganna af- numin og skipting landsins í mismunandi bótasvæði felld úr gildi. En þessi skipting hefði löngu verið orðin úrelt, enda mjög óvinsæl úti um land“. Framsóknarþingmaður ftvilir -á -fulltrúa bænda Einn af þingmönnum Fram- sóknarflokksins, Björa Pálsson, flutti nýlega ræðu á Alþingi og deildi þar mjög á fulltrúa bænda í þeim stofnunum, sem fjalla um verðlagningu landbúnaðarafurða. Taldi hann að bændur fengju of lítið fyrir framleiðslu sína og ættu tekjur þeirra að vera 30% hærri, ef miðað væri við laun verkamanna, sjómanna, iðnaðar- manna. Framsóknarþingmannin- um var bent á, að fullt samkomu- Iag hefði náðst í 6 manna nefnd- inni með fulltrúum neytenda og bænda, en meirihluti hinna síð- arnefndu væru Framsóknar- menn. Ingólfur Jónsson, land- búnaðarráðherra, sagði, að rétt væri að búa þyrfti betur að bændum, en það yrði ekki gert með því að fara rangt með stað- reyndir. Tíminn hefði talið lögin um framleiðsluráð landbúnaðar- ins ágæt allt frá árinu 1947 og a.m.k. fram til ársins 1958. Sú mikla endurbót hefði verið á þeim gerð að tryggja bændum sama verð fyrir afurðir sínar er- lendis og þeir fengju hér. Kvaðst Ingólfur Jónsson vera þeirrar skoðunar, að bændur mættu ekki missa þetta ákvæði úr lögunum, því að það væri bezta irygging þess að þeir fengju það verð, sem ætlazt væri til, að þeir fengju. Án hennar væri ekki unnt að fram- kvæma lögin þannig, að bændur fengju hliðstæð laun og launa- stéttir í bæjum, enda hefðu bændur ekki fengið þau, áður en þessi trygging var sett í lögin. 'Hversvegna -gerðu -þt ir , þá ekkert? Framsoloiarmenn a Alþingi þykjast nú hafa mikinn áhuga á eflingu stofnlánadeildar land- búnaðarins og segir Tíminn í gær, að þeir hafi „markað nýja stefnu í lánamálum landbúnað- arins“! í þessu sambandi mætti spyrja, hvers vegna Framsóknarmenn hafi ekkert gert til þess á valda- tímabili vinstri stjórnarinnar að efla lánastofnanir landbúnaðar- ins. Þá fluttu þeir engin frum- vörp til stuðnings við bygging- arframkvæmdir í sveitum. Þeir létu sjóði bænda þvert á móti sökkva í slíka niðurlægingu, að þegar Viðreisnarstjórnin tók við voru þeir með öllu ófærir nm að gegna hutverki sínu í þágn sveitanna og bændastéttarinnar. Það kom svo í hlut núverandi stjórnar að bæta úr þessu ó- fremdarástandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.