Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 20
20 MOHCVNBL4ÐIÐ Föstudagur 8. febröar 1963 PATRICIA WENTWORTH: MAUD KEMUR í HEIMSÓKN — Hvaða ástæða er það? — Það er sannfærandi ástæða. í rauninni er það eina óbrigðula ástæðan, sem til er. Hann held- ur, að hún hafi gert það! Randal March varð svo for- viða, að hann snarsneri sér við: — Hvað? Ungfrú Silver hugsaði með sjálfri sér, að skólakennsla væri þreytandi starf. Hversu oft hafði hún fundið að svona upphróp- unum í skólastofunum, og sagt nemendunum að nota heldur kurteisari orð eins og ,,Hvað voruð þér að segja?“. En nú hélt hún áfram án frekari orða til aðfinnslu: | an rétti hann úr sér og gek’k þangað sem hann hafði skilið ( eftir skjalatöskuna sína. Hanh opnaði hana, dró upp úr henni hrúgu af blöðum og rétti henni. — Það er betra, að þú lesir skýrslurnar og sjáir til, hvað þú getux fundið út úr þeim. — Þakka þér fyrir, Randal. Hann settist í stólinn og horfði á hana meðan hún var að lesa. Smágerða andlitið á henni var sviplaust, og ekki gerði hún neina athugasemd og leit ekki einu sinni upp úr. Þegar hún hafði lokið lestrinum, sagði March: — Hr. Carr þóttist í fyrstunni viss um, að ungfrú Cray hefði framið morðið. Meira að segja voru fyrstu orð hans við hana: ^.Hversvegna gerðirðu það?“. Jafnvel eftir að hafa heyrt það sem hún hafði um þetta að segja, heldur hún, að hann sé ennþá ekki viss um sakleysi hennar. Þetta tekur hún' sér auðvitað nærri, enda þótt það létti nokk- uð af henni áhyggjum um þátt- töku hans í glæpnum. March studdi báðum höndum á arinhilluna, horfði í eldinn og svaraði: -w Þá hefur það verið Carr, sem kom heim með regn- kápuna úr Melling-húsinu? Hún svaraði rólega: — Þú getur ekki ætlazt til, að ég geti svarað því. — Þess þarftu heldur ekki.. því er sjálfsvarað. Hann var hjá Elísabetu Moore klukkan um tíu mínútum fyrir tíu. Hann kom við í Melling-húsinu á heimleiðinni og tók þá kápuna með sér. Það þýðir sama sem, að annaðhvort hefur hann myrt James Lessiter eða fundið hann myrtan. Hún svaraði: — Ég trúi því ekki, að hann hafi. myrt hann. Ungfrú Cray er fullviss um, að . svo hafi ekki verið. Hún átti ■ fullt í fangi með að hagga þeirri trú hans, að hún hefði gert það. Hann hélt áfram að stara nið- ur í eldinn. — Hvað finnst þér sjálfri? Trúir þú þvi, að hann hafi ekki gert það? — Ungfrú Cray þykist þess fullviss. Hann sagði: — Q,jæja.. Síð- — Svo er eitt atriði í viðbót, sem er rétt, að þú fáir að vita. Það er vitað, að sonur þeirra Mayhewhjóna hefur verið hér þetta kvöld. Hann er vandræða- gripur pg hefur lent í lögregl- unni áður. Hann kom með lest- inni kl. 6.30 og fékk léð hjól í Lenton — og þá verður skiljan- legra, hversvegna frú Mayhew kom svona snemma heim. Mað- urinn hennar hafði bannað pilt- inum allan aðgang að húsinu. Við höfum að vísu enga óve- fengjanlega sönnun þess, að hann hafi komið í Melling-hús- ið, en hinsvegar getur lítill vafi leikið á því. Frú Mayhew neitar' því alveg og segist ekki hafa séð hann í hálft ár. En hinsvegar er alveg víst, að því lýgur hún. Og svo er saknað fjögurra stand mynda af árstíðunum, sem stóðu á arinhillunni. Rietta seg- ir, að þær hafi verið þar, þegar hún fór, klukkan kortér yfir níu. Svo segir hún mér líka, að þær hafi verið úr skíru gulli. — Góði Randal minn! Hann kinkaði kolli. — Þetta getur verið dálaglegt villuspor. En er það nú? — Þetta er mjög eftirtektar- vert. Hvað heldur þú sjálfur um þetta? Hann hleypti brúnum. — Ég Nú er rétti tíminn að panta -fyrir vorið 20ára reynsla hérlendis SIMI 1t400 EGGERT KRISTJANSSON &CO HF veit svei mér ekki. Drake, sem hefur verið harður á þvi, að Rietta eða Carr séu sek, hefur nú sýnt fjölhæfni sína með því að koma með þá kenningu, að Cyril hafi verið gerður út til að stela þessum dýrgripum, en hafi verið staðinn að verki og þá gripið til skörungsins. En ég get ekki fengið það til að koma heim við staðreyndirnar. Stytt- urnar stóðu á arinhillunni og Lessiter sat við borðið sitt, þeg- ar hann var sleginn í höfuðið. Hann sneri baki að arninum og var sleginn aftan frá. Það kem- ur ekki heim við hitt, að Cyril hafi verið gripinn í því að stela styttunum. En það er annar möguleiki til í málinu. Hérna hefurðu teikningu af stofunni — líttu á hana. Dyrnar, þar sem frú Mayhew var að hlera, eru í beinni línu við arininn. Það er að segja, að hún hefur séð fyrir aftan Lessiter þegar hann sat við borðið. Cyril hefði getað opnað þær dyr, rétt eins og móðir hans gerði, án þess, að Lessiter yrði þess var. Og meira að segja hef- ur hann ef til vill ekki þnrft að opna þær — ef hún hefur skilið þær eftir í hálfa gátt. Hann get- ur hafa komið inn á sokkaleist- unurti, seilzt eftir skörungnum og lamið Lessiter í höfuðið með honum, án þess að nokkur sæi eða heyrði. — Þetta er hryllilegt. Hann hleypti brúnum enn meir. — Þannig gæti þetta hafa verið. Það versta er, að ég get ekki talið sjálfum mér trú um, að svona hafi það verið. Ungfrú Silver hóstaði og var hugsi. — Það er vissulega erfitt að hugsa sér, að ungi maðurinn færi að fremja morð til óþarfa. Hann þurfti ekki annað en bíða eftir því, að hr. Lessiter færi i háttinn, og hefði þá getað náð í stytturnar án allra blósúthell- inga. — Þú hefur hitt naglann á höfuðið — nú sem endranær! Ég get hugsað mér tíu ástæður til þjófnaðarins en enga til morðs- ins. Hversu mjög sem mig lang- ar til, þá get ég ekki trúað, að Cyril Mayhew hafi verið hér að verki. Það er hvorttveggja til, að hann hafi komið eða komið ekki, til þess að stela styttunum. Hann kann eða kann ekki að hafa komið að Lessiter dauðum. Og þá kann hann eða kann ekki að hafa fengið þá hugmynd, _að þessir gullgripir væru betur komnir í hans eigin vasa. Prjónarnir tifuðu jafnt og þétt. — Það sem ég get ekki skilið, Randal, er það, að svona verð- mætir gripir skyldu vera skildir — Þú skalt hætta að leita að anum mínum. eggjftnum. Þau eru í svefnpok- 1 eftir á glámbekk í húsi, sem stóð sama sem autt. Frú Lessiter er búin að vera dauð í t /ö ár, og sonur hennar hefur ekki komið nærri húsinu í tuttugu ár. — Já, þetta er dálítið kæru- leysislegt, en svona var nú frú Lessiter. Svo sagði hann henni það, sem Rietta hafði sagt hon- um um trygginguna og hélt síð- an áfram: — Ég spurði frú May- hew um þetta áðan og hún seg- ih, að styttunum hafi verið kom- ið fyrir í búrskápnum, eftir að frúin dó, Svo tók hún þær fram aftur, þegar hr. Lessiter var væntanlegur heim, af því að þær áttu nú heima þarna á arinhill- unni og hún hélt, að hann myndi annars sakna þeirra. — Ég skil. Prjónarnir tóku aftur að hamast. — Segðu mér, Randal: Hvað var hr. Lessiter að gera, þegar hann var myrtur? Var hann að skrifa? Hann leit einkennilega á hana. — Líkast til ekki. Hann hafði sýnilega verið að hreinsa til — því að arinninn var fullur af bréfaösku. Á sjálfu skrifborð- inu var aðeins eitt blað — gamla erfðaskráin, þar sem hann arf- leiddi Riettu að öllum eignum sínum. Það var sviðið öðrumeg- in og blettótt. Allir pennar og blýantar voru á sínum stað og allar skúffur í skrifborðinu lok- aðar. — Hvað var hann þá að gera við skrifborðið? — Það veit ég ekki. Hún leit á hann með miklum alvörusvip. — Það held ég gæti verið ómaksins vert að fá að vita. — Heldurðu, að.... — Það leggst einhvernveginn í mig, að eitthvert skjal hafi týnzt. Ef svo er, hlýtur það að vera mjög áríðandi. Og þá hefur morðinginn haft það á brott með sér. Það getur ekki hafa farið sjálft. Það er líka augljóst, að enginn maður situr við skrif- bórðið sitt, ,án þess að vera neitt að gera. Hann hlýtur að hafa verið annaðhvort að lesa, skrifa eða glugga í einhver skjöl. Og eina skjalið fyrir framan hann, var þessi stuttorða erfðaskrá. En bæði Rietta og frú Mayhew eru eitthvað að nefna eitthvert skjal, sem er að vefjast fyrir þeim. Ungfrú Cray minntist á það við mig. — Hvaða skjal? — Þetta minnisblað, sem frú Mayhew minntist á, þegar hún var að hafa eftir það, sem hún hafði hlerað af samtali þeirra Lessiters og ungfrú Cray. Hún segir hann hafa sagt henni, að hann hafi rekizt á bréfin henn- ar, þegar hann var að leita að minnisblaði, sem móðir hans hafi látið eftirp sig. — Það er ekkert sem bendir til þess, að þetta skjal hafi ver- ið þarna uppi við á borðinu hjá honum- — Nei, ekki samkvæmt fram- burði frú Mayhew. En ungfrú Cray hefur nefnt það í viðtali við mig. Ég spurði hana, hvort hún vissi, hvað það hefði inni að halda og hún svaraði, að það mundi hafa haft inni að halda tilteknar ráðstafanir, sem frú Lessiter hefði gert. — Sagði hún, að þetta skial hefði verið á borðinu, þegar hún var að tala við Lessiter? Hún hugsaði sig vandlega um svarið. — Ekki sagði hún það berum orðum, en ég fékk nú samt þá hugmynd, að svo hefði verið. KALLI KUREKI i< — — Teiknari: Fred Harman "’tHAT IMJUW KID &ETTIK' T~YEAHBUT He’s SAFEf' rr AWAYAINT GOWMA PO YOU UO GOOOf IT'S A TH(2EE-PAYRIDETO TOWN, AN’BYTH’TIME HE BEINÉ-S HELP.-' r AN’ MAYBE YOU BETTEE THINK TWICE BEFOEE YOU KNOCK ME OFF/ MOKOAW'S STILL ALIVE, SO YOU HAVEN'T &OTA MUEDEE CHAEOE A&AIN5T YOU YET.-- BUT IF YOU SHOOT ME,- WHY, EEP, ÍM A PKOf I OMLY WOR.K FOR PAY.-'SO I AIN’T' trOMNA SHOOT YOU/ I'LL JUSTTAKE Y»JE HOESE AN &UN.-AN' YOUR CANTEEN S AN' YOUR HAT- THEWWHEN TH'SUN AN' TH’COLD NI&HTS AN’ THIRST CUT YOU DOWN, IT WON’T BE MY FAULT/ — Það kemur þér ekki að neinu haldi, þótt þessi indíánastrákur slyppi. Það er þriggja daga reið til bæjarins og þegar hjálp berst.... — Jæja, en hann er hólpinn, og þú ættir að hugsa þig tvisvar um áður en þá kálar mér. — Davíð sýslumaður er enn lif- andi og þú hefur ekki enn verið kærður fyrir morð, en ef þú skýtur mig.... — Ég er atvinnumaður. Ég vinn bara fyrir peninga, svo að ég ætla ekki að drepa þig. Ég tek bara hest- inn þinn og byssuna, malinn og hatt- inn. — Svo þegar sólin, næturkuldinn og þorstinn taka að þjarma að þér, þá er það ekki mér að kenna! ílJÍItvarpiö Föstudagur 8. febrúar. 8.00 Morgunútvarp 12.00 Hádegisútvarp \ 13.15 Lesin dagskrá næstu viku. 13.25 „Við vinnuna”: Tónleikar. 14.40 „Við, sem heima sitjum": Jó- hanna Norðfjörð les úr ævi- sögu Gretu Garbo (16). 15.00 Síðdegisútvarp. 17.40 Framburðarkennsla f esperan to og spænsku. 18.00 „Þeir gerðu garðinn frægan": Guðmundur M. Þorláksson talar um Björn Gunnlaugsson höfund Njólu 18.20 Veðurfr. — Þingfréttir. 18.50 Tilkynningar. 19.30 Fréttir. 20.00 Erindi: Um almenningshluta- félög (Eyjólfur Konráð Jóns- son ritstjóri). 20.25 Tónleikar: Tríó-sónata í d- moll eftir Handel (Auréle Nicolet leikur á flautu, Lothar Koch á óbó, Edith Picht-Axen feld á sembal og Irmgard Poppen á selló). 20.35 í ljóði, — þáttur á umsjá Bald urs Pálmasonar.^Inga Blandon les kvæði eftir Jón Magnús- son og Broddi Jóhannesson úr ljóðabókum Guðmundar Inga Kristj ánssonar. 21.00 Tónleikar. 21.10 Leikhúspistill (Sveinn Einars son fil. kand.). 21.30 Útvarpssagan: „fslenzkur að- all“ eftir Þórberg Þórðarson, IV. (Höfundur les). 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Efst á baugi (Björgvin Guð- mundsson og Tómas Karlsson) 22.40 Á síðkvöldi: Létt-klassísk tón list. Lög úr söngleiknum „Kysstu mig Kata“ eftir Cole Porter (Kathryn Grayson, Howard Keel, o.fl. syngja með kór og % hljómsveit undir stjórn André Previns). 23.20 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.