Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 8
8 M ORCtJ /v ttr 4 ni n Föstudagur 8. febrúar 1963 Tilraunir með ákvæðisvinnu hækkuðu tímakaup um 30 prósent að undan- gengnum vinnurannsóknum Á FUNDI neðri deildar Alþingis i gær héldu enn áfram umræður um frumvarp Kinars Olgeirsson- ar um Áætlunarráð rikisins, og tókst ekki að ljúka þeim í gær. Ýmsir nýrri og hærri launa- taxtar komnir til Pétur Sigur'sson (S) kvaðst hafa talið rétt, þar sem almenn- ar umræður um verkalýðsmál hefðu dregizt inn í umræðurnar um frumvarpið, að skýra frá upp Jýsingum, sem fengizt hefðu á vegum vinnutímanefndarinnar svokölluðu, um launa- og vinnu- tímaskiptingu. En áður en hann veik að þeim þætti ræðu sinnar, benti hann á, hve óraunhæf við miðun lægsti taxti Dagsbrúnar væri um afkomu launþega, vegna hinna stórfelldu breytinga á þeim þætti launamálanna. En þeim verkamönnum fækkaði ört, sem ynnu eftir þeim taxta, en nýjum og hærri töxtum fjölgaði vegna þeirrar viðurkenningar, sem feng izt hefði á því, að ábyrgð og reynsla, kunnátta og vinnuskil- yrði ætti að vera staðreynd, sem tillit er tekið til við samninga7 gerðir. I>á hafa nýjar og fjölmenn ar stéttir komið til sögunnar, sem samið hafa um sína eigin taxta all frábrugðna töxtum verkamanna hér í Reykjavík, þótt ýmsum verkalýðsleiðtogum þjóðarinnar virðist því miður veitast erfitt að gera sér grein fyrir þeirri staðreynd. Þá hefði nýyrðið „launaskrið" komið inn í umræðurnar, en það er skil- greint sem sú hækkun tekna, sem á sér stað umfram það, sem breyting á kauptöxtum ætti að hafa í för með sér. Launaskriðið athyglisverður tekjuliður Launaskriðið getur valdið launahækkun með ýmsu móti. í fyrsta lagi eiga sér stað tekju- hækkanir, vegna þess að ein- stökum mönnum eða heilum starfshópum er greitt umfram samninga eða eftir hærri töxt- um en ætlað er samkv. samning- um. í öðru lagi getur aukin eftir vinna valdið tekjuaukningu um- fram hlutfallslega hækkun kaup gjaldstaxta, þótt þessi ástæða sé veigaminnst að margra mati. Og í þriðja lagi hafa ákvæðisvinnu- tekjur og tekjur af hlutaskipt- um tilhneigingu til að hækka meira en almennt kaupgjald, vegna þess að launþegar njóta þar beint bættra afkasta, meiri vélvæðingar og aukinna tækni- framfara. Það er enginn vafi á, að einmitt þetta siðasta atriði hefur á siðustu 12 — 15 mánuð- um átt stórauk- inn hlut í bætt- um atvinnutekj- um launþega hér á landi, þótt ég telji hins vegar, að það sé ekki nema brot af því, sem það gæti orðið. Sú staðreynd er kunn frá sumum löndum, að í sumum þeirra er launaskriðið veigameiri þáttur í aukningu heildartekna heldur en beinar kaupgjaldshækk anir. Það, sem mér finnst því einna verst, þegar verið er að ræða launa- og verkalýðsmál almennt, er sá skortur á þekk- ingu á þessum málum hjá ábyrg um aðilum, sem um það ættu að vita, aðilum beggja hliða, sem ættu að sjálfsögðu að fylgjast með þróun þessara mála, eins og óðrum. Ákvæðisvinna á grundvelli kvinnurannsókna Kvað hann einna gleðilegasta vottinn um framfarir á þessu sviði hinar umfangsmiklu til- raunir Sölumiðstöðvar hraðfrysti húsanna, sem hafnar voru á miðju s.l. ári, og byggjast á ákvæðisvinnu á grundvelli vinnu rannsókna. Kvaðst hann hafa fengið fyrstu upplýsjngarnar um þessar tilraunir á síðasta Alþýðu sambandsþingi, þótt af einhverj- um ástæðum hefði verið furðu hljótt um niðurstöður þeirra að öðru leyti en því, sem fram kom í blaði samtakanna fyrir skömmu. 1 upplýsingum þeim kom m. a. fram, að þeir, sem náðu svoköll- uðum „normal-afkö3tum“, sem fundin voru með vinnurannsókn- um, fengu greitt 10% hærra kaup en venjulegt tímakaup, en í „normal-afköstum' þarf að ná fram vissri lágmarksnýtingu og vissum lágmarkshraða. Fyrir 1% aukningu í nýtingu var greidd 10% kauphækkun svo og fyrir 20% hraðaaukningu. Peninga- lega hafði þetta í för með sér allt að 70% aukningu tekna, en að meðaltali um 30%. Eitt af dag- blöðunum hér í Reykjavík skýrði frá því fyrir skömmu, að í Vest- mannaeyjum hefðu fundizt dæmi þess, að stúlkur, sem unnu að pökkun, hefðu aukið tekjur sín- ar um allt að 100%. Þegar þess er gætt, að 70—80% þess mikla fjölda, sem vinnur í frystihúsun um um allt land, getur á til- tölulega aukveldan hátt komizt undir þetta launagreiðslukerfi tæknilega séð og það er mögu- legt á svokölluðu bón- us-fyrirkomulagi fyrir hina, sem ekki vinna við flökun, snytingu, viktun og pökkun, þá sést, hve geysiþýðing armikið atriði er hér um að ræða í þessum málum. Og að sjálf- sögðu er hægt að koma slíkum launagreiðslukerfum á í flestum atvinnugreinum. Þannig hefur mér verið sagt frá nokkrum iðnaðarfyrirtækjum, sem tekið hafa upp vinnurannsóknir og ný iaunagreiðslukerfi. Þar er sömu söguna að segja, það eru stór- auknar tekjur launþeganna án lengingar vinnutímans. Fríðindi stór þáttur vinnukostnaðar Þá fór alþingismaðurinn nokkr um orðum um það, að hin marg- víslegu fríðindi séu nú orðin svo stór þáttur vinnukostnaðarins, að gefa verður honum meiri gaum er. gert hefur verið fram að þessu. Hér á landi hefur verið gerð rannsókn á samningum nokkurra stéttarfélaga til þess að finna samningsbundinn fríðinda- kostnað miðað við greiðslu og raunverulega vinnustund. Þar reyndust iðnaðarmenn drýgstir með allt að 32%, Dagsbrúnar- menn með rúmlega 21%, Iðju- verkamenn með tæp 19% og verzl unarmenn með rúm 18%. í lok þeirrar skýrslu, sem alþingismað- urinn vitnaði til í þessu sam- bandi, var bent á nauðsyn auk- ins ákvæðisvinnufyrirkomulags svo og aukinnar hagræðingar við hvers konar störf. Heppilegt væri að taka sem - víðast upp viku- launagreiðslur, þar sem er unn- in tímavinna, einnig að stofna sem víðast innan hinna einstöku fyrirtækja samstarfsnefndir laun þega og vinnuveitenda. Og ekki hvað sízt þörf á, að fulltrúar at- vinnurekenda og launþega ynnu saman við rannsókn á því, hvert gjaldþol atvinnuveganna og hinna ýmsu greina þeirra væru til þess að byggja á ráðstafanir til bættra kjara og afkasta. 19 manna nefndin Þá veik alþingismaðurinn að þ\ í, að framsóknarmenn hefðu nú tekið nýtt vígorð upp í bar- áttu sinni gegn ríkisstjórninni, orðið vinnuþrælkun. I því sam- bandi minnti alþingismaðurinn á 19 manna nefndina svokölluðu, sem höfð var sem skóbót fyrir stjórn Alþýðusambandsins og vinstri stjórnina. En ítrekaðar kröfur komu fram um það frá þessari 19 manna nefnd til stjórn ar ASÍ og vinstri stjórnarinnar að lífskjörin yrðu bætt, þar sem 10—12 stunda vinnudagur nægði ekki til lífsviðurværis og var það krafa _ verkalýðshreyfingarinnar þá eins og talið er nú að svo yrði. Þess vegna mætti slá því föstu, að Þórarinn Þórarinsson og Framsóknarflokkurinn hafi ekki síður stuðlað að þessari svo- kölluðu vinnuþrælkun en þeir menn, sem ÞÞ telur, að nú geri það. Lengd og skipting vinnutímans Loks vék alþingismaðurinn að þeim rannsóknum, sem gerðar hafa verið á vinnutíma verka- fólks. Tók hann fram, að æfíazt hefði verið til, að rannsóknirnar næðu ekki aðeins yfir Reykjavik heldur og yfir alla stærri kaup- staði landsins, en enn sem komið væri hefðu takmörkuð skil orð- ið á upplýsingum utan af landi. Hins vegar liggur fyrir ítarleg skýrsla um vinnutíma ófaglærðs verkafólks hér í Reykjavík árið 1961, sem starf vinnutímanefnd- arinnar hefði verið bundið við á fyrsta stigi þess, þótt einni stétt hafi verið bætt við síðan, undir- mönnum á verzlunarskipum, sem talið hefur verið að búi við mjög langan vinnutíma og um leið lág kjör. Fjórir aðilar í Reykja- vík voru teknir inn í þessa rann- sókn, Dagsbrúnarverkamenn, verkakonur frá verkakvenna- félaginu Framsókn og loks iðn- verkamenn og konur frá Iðju. í greinargerð með skýrslunum, sem þó er enn ekki að fullu frágengin, segir m. a. að aldrei hafi verið gerð almenn athugun á vinnutíma verkafólks hér á landi, sem byggðist á frumgögn- um um þau efni né heldur skipt- ingu hans í dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu. Segir þar síðan áfram: „Þar sem tilgangur þessara at- hugunar er að leita ráða til að tryggja átta stunda vinnudag, án þess að rýra tekjurnar, þ. e. a.s. með því að stytta vinnutímann, þá var óhjákvæmilegt að safna frumgögnum um tekjurýrnun ákveðinna starfsgreina og hvernig þeirra hafi verið aflað, þ. e. a. s. vinnutímanum og skipt- ingu hans í dagvinnu, eftirvinnu og næturvinnu. Slík rannsókn verður þó varla gerð með vís- indalegri nákvæmni nema lögð sé í hana meiri vinna, tími og fyrir- höfn en eðlilegt má að telja frá hagkvæm- um sjónarmiðum. Það ráð var því tekið að leitast við að leysa verkefnið með tilliti til þess hvernig mætti fá allgóðar upp- lýsingar um þetta efni, sem skiptir höfuðmáli. Og vinnutil- högunin var í stórum dráttum á þann veg, að fyrst var fengið almennt yfirlit yfir vinnutíma helztu starfsgreina s.l. ár samkv upplýsingum um tryggingar- skyldar vinnuvikur. Og í öðru lagi fór fram athugun á launa- tekjum innan viðkomandi starfs- greina, svokölluð úrtaksathugun samkv. launauppgjöri fyrirtækja og skattframtali einstaklinga. Og í þriðja lagi fór fram athugun á vinnutíma nokkurra einstaklinga í hverri starfsgrein samkv. launa greiðsluseðlum fyrirtækjanna. 78 þús. meðalárslaun, 57 vinnustundir á viku Alþingismaðurinn gerði ítar- lega grein fyrir niðurstöðum þessara rannsókna eftir þeim mismunandi vinnubrögðum, sem beitt var. En heildarniðurstöð- urnar urðu þær, að heildartekjur launþega voru frá 5—18% hærri en launatekjurnar. í því sam- bandi tók hann fram, að nokkur hluti af þessum tekjum kemur ekki fram sem ráðstöfiinarfé hjá iaunþegum, svo sem húsaleigu- íekjur. Þá kom einnig fram í þessari rannsókn, að framfærslu- byrði verkamanna og iðnverka- manna er miklu lægri en vísi- tölufjölskyldunnar eða að jafn- aði tæpulega eitt barn á fram- færi, sem stafar aðallega af ald- ursskiptingu þessara stétta, sér- staklega verkamanna. Loks leiddu heildarniðurstöður þessara rannsókna í ljós, að meðaltekjur verkamanna árið 1961 voru 78.3 þús. kr. Unnar vinnuvikur að meðaltali voru 45,9i, vinnustundir alls á árinu 2653, þar af dag- vinnutímar 2070, eftirvinnutímar 266 og næturvinnustundir 317 eða að meðaltali 57,2 tímar á viku. Hvorugur vék að frum varpinu. Gísli Jónsson (S) vék að því í upphafi máls síns, að í frum- varpinu væri lagt til, að hér á laridi verði tekin upp miklu víð- tækari áætlunarbúskapur en áð- ur hefði þekkzt hér og meiri en þekktist í nokkrum öðrum löndum en þeim, sem lúta ein- ræðisstjórnum, enda naumast hægt að koma slíkum áætlunar- búskap á nema með einræðis- skipulagi. í greinargerð frum- varpsins taki flutningsmaður fram, að eins og málum sé nú komið á íslandi só aðeins tveggja kosta völ. Annar kosturinn sá að koma á heildarstjórn á þjóðar- búskapnum og þá væntanlega eftir fyrirmynd, sem ákveðin er í sjálfu frumvarpinu. Hinn kost- urinn er að gefast upp við að stjórna land- inu sem sjálf- stæðu ríki. Væri hér ekki um fávíst fleip- ur að ræða, mætti ætla, að Alþingi tæki þeim tökum á þessu máli, að flestum öðrum málum yrði vikið frá til þess að ræða og koma sér saman um, á hvern hátt verði mætt slík- um vanda. En eigi að taka mark á þeim umræðum, sem um frum varpið urðu sl. fimmtudag á milli þeirra Þórarins I jr rins- sonar og flutningsmanns, Einars Olgeirssonar, virðist hvorugur þeirrar skoðunar, að hér sé um svo alvarlegt mál að ræða, þar sem hvorugur þeirra vék einu orði að efni frumvarpsins allan ræðutímann, en ræddu þess í stað allt önnur atriðið gersam- lega óviðkomandi frumvarpinu. Hvað er að hreppa <>" hverju er verið að sleppa. Kvað alþingismaðurinn það hygginna manna hátt að athuga vel og vandlega, þegar taka skal upp nýja siði, og kasta hinum fornu, hvað sé að hreppa og hverju sé verið að sleppa, og taka síðan ákvarðanir- sínar á grundvelli þeirra athuguna. Því þyki sjálfsagt að gera hér sam- anburð á þróun efnahags og menningarmála Islendinga, sem EO telur að reyni að „halda sjálf stæði sínu með' því að íslenzkir auðmenn brazki hver sem betur getur í stjórnleysi og afskipta- leysi ríkisvaldsins“, og því hag- kerfi, sem EO vill, að hér verði tekið upp samkv. frumvarpinu. Sú kynalóð, sem fædd var á árunum 1880—1890 tók við land- inu í sárustu fátækt af völdum einræðis, einokunar og yfirráða annarrar þjóðar og var svo kom- ið, að fólkið flúði stórum hópum til Vesturheims. Á þeim 70—80 árum, sem síðan eru liðin, hef- ur þjóðin lyft sér upp í lífskjör, sem fullkomlega eru sambærileg við lífskjör annarra þjóða í Evrópu og á það stig merining- ar, frelsis og hugsjóna, sem bezt gerist með öðrum þjóðum. Og allt hefur það gerzt undir því kerfi, sem EO að fullu fordæmir og telur að leiði til þess, að við glötum frelsi og sjálfstæði. En hver er árangurinn af þvi kerfi, sem EO vill, að hér sé komið á? Eftir fyrri heimsstyrj- öldina var það kerfi tekið upp í Þýzkalandi, að visu ekki í jafn rikum mæli, en reynslan varð sú, að því varð ekki við haldið nema með fullkomnu einræði, sem síðar leiddi til nýrrar heimsstyrjaldar. Þessu kerfi hef ur einnig verið komið á í Rúss- landi o.g í öðrum ríkjum komm- únismans og leitt til hinnar verstu miðaldakúgunar- Með ummælum sínum kvað^t bingmaðurinn ekki eiga við, að fordæma beri alla skipulagn- ingu í framkvæmdum einstak- linga, félaga, ríkis og sveitar- félaga. Hins vegar yrði slík skipulagning að gerast með a"t öðrum hætti, en lagt væri til með frumvarpinu. Þá yrði a3 binda kaupgjaldið. í framhaldi af þessu benti al- þingismaðurinn á, að binda yrði verðlag á öllum þeim gjaldalið- um, sem hafa mundu áhrif á framkvæmdir áætlunar, ef á annað borð eigi að setja lög um áætlunarbúskap, svo framar- lega sem til þess sé ætlazt að áætlanirnar standist. Einkum sé það óhjákvæmilegt, ef samtímis á að semja um sölu afurðanna til margra ára i senn, svo sem flutn ingsmaður ætlast til. Vitað sé, að stærsti gjaldaliður fram- leiðslukostnaðarins sé kaupgjald ið. En um það atriðið er ekki stafur í frumvarpinu og þar að auki vitað, að flutningsmaður mundi aldrei faWast á, að slík atriði yrðu tekin inn í frum- varpið. Áætlunarbúskapur án bindingar kostnaðar er algjör- lega óraunhæfur, nema gert sé ráð fyrir öflugu framlagi úr varasjóði, sem brúað gæti bilið milli vinnuþiggjenda og vinnu- veitenda og kvaðst alþingismað- urinn ætla, að þá yrðilítið eftir fyrir verkamanninn til aukinna tekna. Jafnframt yrði að setja ákvæði um bann við vinnustöðv- unum, þar sem þær mundu að sjálfsögðu gereyðileggja allar áætlanir, en á það mundi EO aldrei fallast. Kvað alþingismaðurinn því frum varpið, eins og það væri nú, ekki til þess að tryggja efnahagsaf- komu landsins í heild eða ein- staklinga þess, ekki til þess að tryggja frelsi íslands og sjálf- stæði, ekki til þess að lyfta þjóð- inni á hærra menningarstig held ur beinlínis til þess að binda þjóðina traustari böndum við lönd sósíalismans eins og ber- lega væri tekið fram í greinar- gerð frumvarpsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.