Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 11
Föstudagur 8. féfcrúar 1963 MO RC UISBL AÐl Ð ir \ i, j ; ■ "i . n\ ',5 ; II ÆSKAM ÚTGEFANDI; SAMBAND UNGRA SJÁLFSTÆÐISMANNA !)= \\mA flilSTJÓRAB; BIRGIR ÍSU GUNNARSSON OG ÓLATUfl EGILSSON FRÁ RÁÐSTEFÍMU VÖBCU Efla þarf lánasjóð stúdenta Hagismunamálaráðstefna Vöfcu, félags lýðræðissinnaðra stúdanta, telur það nú brýnast í lána- málum stúdenta við Háskóla fs- lands, að námslón til þeirra verði hækkuð svo, að samræmi náist í lánveitingum milli þeirra og þeirra stúdenta, sem erléndis nema, en auk þess að námslán Iþeirra stúdenta, sem utan fara til náms, eru allmiklu hærri en námslán stúdenta við HÍ, hljóta hinir fyrrnefndiu óafturkræfa Gtyrki á vissu skeiði námsins. Bendir ráðstefnan á hve var- hugavert það hlýtur að teljast að mismuna íslenzkum stúdent- um, að því er varðar námslón og styrki, eftir því hvort þeir etunda nám sitt hér á landi eða erlendis og ýta þannig undir |það, að e.t.v. óeðlilegur fjöldi íslenzkra námsmanna leiti út úr landi til náms. En hún leggur jafnframt áherzlu á, að þetta samræmi verði að nást án þess að gengið verði á hlut islenzkra námsmanna erlendis. Skorar ráð etefnan þvi á SHÍ að beita sér fyrir því nú þegar, að fram verði látin fara könnun á fjárhagsleg- um högum stúdenta við Háskóla íslands, svo að sannreynt verði, (hverjar þarfir þeirra ranveru- lega eru, og staðgóður grund- völlur fáist þannig fyrir kröf- um um eflingu lónadeildarinnar við skólann. Ráðstefnan telur þýðingarmik- ið, að úthlutunarreglur lána- deildarinnar við HÍ verði rýmk- aðar svo, að unnt megi verða að veita lán til stúdenta á þriðja Ikennslumisseri. Hins vegar telur Ihiún vafasamt, hvort ástæða sé tol, að lánveitingar nái til Btúdenta á fyrsta námsári einnig, enda beiti stjórn láiia- Bjóðs íslenzkra námsmanna sér |þá fyrir því, að lánveitingar menntiaimálaráðs til íslenzkra námsmanna erlendis á því skeiði wámisins verði teknar tii gagn- gerrar endurskoðunar. Miklu þýðingarmeira verður að teljast, að Unnt verði að hækka veru- lega lán tii þeirra stúdenta, sem lengra eru komnir í námi. Bein- ir ráðstefnan því sérstaklega til SHÍ og fulltrúa stúdenta í stjórn Lánasjóðs ísl. námsmanna, að þeir beiti sér fyrir því, að við ákvörðun þeirrar lánsfjárhæðar, er koma á í hlut stúdenta við Háskóia íslands, verði tekið sem mest tillit til þeirrar réttlætis- kröfu, að samræmdar verði lán- veitingar til stúdenta hér á landi og erlendis, hinnar miklu fjölg- unar stúdenta við HÍ, verðlags- breytinga í landinu og að á- herzla verði lögð á hina brýnu nauðsyn til rýmkunar á úthlut- unarreglum. Ráðstefnan lýisir yffix þedrri skoðun sinni, að til þess að unnt megi verða að auka lánveitingar til íslenzkra námsmanna og bæta Framh. á bls. 23.- Nokkur atriði úr hinum víðtæku tillögum Vöku- ráðstefnunnar um hagsmunamál stúdenta: Reist verði hið bráðasta bygging fyrir fé- lagsheimili við Gamla Garð vestanverðan. Námslán háskólastúdenta verði hækkuð til samræmis við íslenzka námsmenn erlendis og úthlutunarreglur rýmkaðar. Stórfelldar endurbætur verði gerðar á húsakynnum og öllum aðbúnaði á Stú- dentagörðunum — efnt til fjársöfnunar og varið til framkvæmdanna hluta af ríflegum hagnaði Hótel Garðs. ★ Fram fari ýtarleg könnun á högum stúdenta. ■jAr Norræn samstarfsskrifstofa stúdenta verði sett á fót. Reynt verði að bjóða hingað til kynningar stúdentum frá Afríku, Suður-Ameríku og Asíu. ■^- Efnt verði til Norðurlandamóts stúdenta í skák. ★ Áhrif stúdenta á stjórn Stúdentagarðanna verði aukin. Bæta þarf úr göllunum á gildandi lögum um SHI Ráðstefnan telur núverandi lög um um stúdenitaráð vera mjög á- t>ó tavant bæði um efni laganna og Æorm. Telur ráðstefnan að lög þessi hafi ekki og muni ekki ná Iþeirn tilgangi, sem þeim var ætl að. Lögin eru jafnvel eðlilegu etarfi ráðsins þrándur í götu, t.d. Ikjörtímabil þess, auk þess er form þeirra og innna samræmi etúdentum til lítils sóma. Má t.d. geta þess, að engin ákvæði eru um aðila að ráðinu o.m.fl. Ráðstefnan telur nú mjög brýnt að hefja þegar undirbún- ing að setningu laga um stjóm ínála þeirra, sem nú heyra undir ráðið. Ber að, taka tilöt til stór- eiukinna starfa og fjármála stúd- dentairáðs. Eru ýmis störf og rekstuir ráðsins nú svo umfangs- mikil og tímaíreik, að nauðsyn- legt er, að stefna meira að sér- Ihæfinigiu og dreifa starfsbyirð- inni. Ráðstefnan vill vekja athygli á eftinfanandi sklpuiagi, sem ekki befur verið abnennt rætt meða.1 etúdeuta fram til þessa, en gæti orðið ein leiðin til lausnar á þassu vandamáli: Stúdentar kjósi Stúdentaþing til eiins árs .Það skai kjörið af deildum háskólans og skal fjöldi fulltrúa hverrar deildar vera í samræmi við fjölda stúdentanna. Þó skal hver deild ekki hafa færri þingmenn en 2 og ekki fleiri en 8, eða svo, að engar tvær J deildir hafi meirihluta á þingi. | Þingið skal koma saiman tvisvar á ári, en oftar ef þörf þykir. Þingið kýs sér forseta, sem kall ar það saman, stýrir fundum og gætir hagsmuiixa þess í hvívetna. Þingið sé æðsta vald í málefnum stúdenta, móti stefnuna, ákveði um þýðingamestu mál og kjósi 7 manna stúdentaráð, sem ann- ast daglegan rekstur, mótar stefn urxa nánar og ákveður um mál, sem ekki verða talin heyna undir þingið. Tekið skal tillit til sér- ‘hæfingaæ ráðsins og sé hver með limur þess þá kjörinn sérstak- legia. F'ormaður, varaformaður, innam'íkismála, varaformaður utanríkismála og síðan fjórir ráðs menn, sem hafi með höndium ferða- og hótelmál, fjármál, menningarmál og almenn félags mál. Studentaráð kýs tvo menn í nefind ásamt viðkomandi ráðs- manni til þess að fjaiia um hina fjóra omálaflokka, sem tilgreind- ir voru. Hinsvegar kýs þingið fjóra menn í utanríkisnefnd und ir forsæti varafprmanns þeirra mála. Þessi sérstaða utanríkis- nefndar er til þess að tryggja henni nokkurt sjálfstæði gagn- vart ráðinu. Sama gildir um stjórnir fyrirtækja t.d. hótels og ferðaskrifstofu og fuliltrúa í stjómir bóksölu, Garðanna og Lánasjóðs. Stúdentairáði sé gert að gefa þinginu skýrslu og leggja fyrir það reikninga. Þingið geri fjár- hagsáætlun, sem ráðið starfi eft ir . Almennir stúdentafundir séu ekki aðili að stjórn málefna stú- denta, helduir hafi þingið núver- andi mál slikra funda með hönd- um. Ofangreinit fyrirkomulag maindi líkjast mjög skipan þessana mála með stúdentum í nágranna- löndunum. Þá er tekið tiliit til nauðsynlegrar sérhæfingar og naaiðsynjar á styrkari stjórn um leið og fullt lýðræði er tryggt Ráðstefnan teiur að ákveða beri um þesisi mál hið fyrsta. Bifvélavirkfar eða mann vanir bifreiðaviðgerðum óskast. strax, góð vinnuskilyrði. Getum útvegað íbúð ef óskað er. Bifreiðastöð Steindórs Sími 1-85-85. Ný sending Chiffon kjólar Skólavörðustíg 17. — Sími 12990. Andlitssnyrting- Kennsla í snyrtingu. Franskar snyrtivörur. Upplýsingar í síma 2-05-65 Skólavörðustíg 23. Tízkuskóli ANDREU. Tjarnargötu 10, Vonarstrætismegin Accord Nýkomið í öllum litum. Accord er lagningarvökvi og skol í einu. HÖFUM EINNIG Life Tex sem nærir og styrkir hárið, gott fyrir þurrt og illa farið hár. Smtiaít rafgeymir RÆSIR BÍLINN Gott úrval 6 og 12 volta jafnan fyrirliggjandi. SMYRILL Laugavegi 170 — Sími 12260.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.