Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 23
f Föstudagiir 8. febrúar 1963 MORCVTSBLÁÐ1Ð 23 Gylfi Hinriksson úðar nýjan Simca 1000 með TECXYLi Hernaðarleyndarmál til rvðvarnar í bílum í DAG verður opnað við Grens- ásveg nýtt verkstæði, sem nefn- ist Ryðvöm og hefur upp á að bjóða algjöra nýjung á sviði ryð- varaa á bifreiðum. Nýjung þessi hefur, að sögn forustumanna hins nýja verkstæðis, verið heraaðar- leyndarmál til skamms tíma, en var fyrst notað til ryðvama á heraaðartækjum Bandaríkjanna í síðustu heimsstyrjöld, og nefn- Ist TECTYLi. Þeir, sem átt hafa bíl í lengri tíma, kannast flestir við skemmd irnar, sem ryð getur valdið á brettum, „sílsuim“, undirvagni o. fl. Og það er daglegur við- burður að sjá á götum borgar- innar bifreiðir, sem eru sundur- tærðar af ryði. Nú á að vera unnt að koma í veg fyrir þessar stórkostlegu skemmdir, með því að láta úða bifreiðirnat með TECTYL hjá Ryðvörn. Forstöðumenn Ryðvarnar, þeir Gylfi Hinriksson vélfræðingur og Júlíus Maggi Magnús verzl- unarmaður, sýndu fréttamönnum nýja verkstæðið í gær. Er verk- stæðið mjög vel útbúið með úðun artæki fyrir TECTYL og þrýsti- dælur fyrir vatn og gufu til að hreinsa bifreiðirnar fyrir úðun. Auk þess er þar þurrkari til að þurrka bifreiðirnar. Þarna er svo öll bifreiðin úðuð, og TECTYL sprautað undir bretti, inn í „sílsa“ og öll göng, vélarhús, gólf o. fl. Efni þetta er meir að segja sett á vatnskassann, og ver hann tæringu. Um gæði TECTYL er það að segja að það er segulmagnað efni, og hefur þann eiginleika að ryðja sér braut inn að málminum, og ryður það um leið öllu vatni frá. Það kæfir alla ryðmyndun, sem kann að vera byrjuð, en hindrar alla ryðmyndun í nýmálmi. Gylfi Hinriksson, sem nýkominn er frá ráðstefnu erlendis, er fjallaði um ryðvarnir, skýrði frá því að það hafi verið einróma álit fulltrú- anna að ekkert annað efni væri sambærilegt við TECTYL. Eins og að ofan getur, var þetta efni fyrst notað á stríðsárunum. Voru þá öll stríðstæki Bandaríkjanna, allt frá smæstu og fínustu mið- unarstöðvum upp í stærstu fall- byssur, ryðvarin með TECTYL. Þrátt fyrir langar sjóferðir, og í mörgum tilfellum geymslu um lengri tíma við hin verstu skil- yrði, stóðst TECTYL alla gagn- rýni. Þótti þetta svo merk upp- götvun, að hún hefur verið varð veitt sem hernaðarleyndarmál þar til nú nýlega að TECTYL kom fyrir almennings sjónir. Verkstæðið, sem nú er opnað, er eingöngu ætlað fyrir bíla. En í framtíðinni verður TECTYL á boðstólnuim fyrir allskonar iðnað, yfirbyggingar skipa, vatnskæld- ar vélar o. s. frv. Auk þess mun Ryðvörn útbúa sérstakan bíl til ferðalaga út um landsbyggðina með fullkomnum TECTYL úðun artækjum. Til marks um notagildi TEC TYL á öðrum sviðum en við bíla, skýrði Júlíus Maggi Magnús svo frá að skömmu fyrir síðustu jól stöðvaðist síldarbátur frá Akra nesi vegna ryðskemmda í vél Bátur þessi var aflahæsta skip flotans á vetrarsíldveiðunum, þegar óhappið bar að. Vél báts ins var talin ónýt vegna salt- skemmda, enda hafði hún verið kæld með sjó% Bátur þessi var frá síldveiðum langt fram í janú ar, og má ýkjalaust áætla að sam anlagt tjón útgerðarfélagsins hafi numið nokkrum milljónum króna. Þessi vél gæti í dag verið óskemmd ef hún hefði verið ryð varin með TECTYL. Úðun bifreiða með TECTYL að utan og innan kostar frá kr, 1525 fyrir minnstu gerðirnar og upp í kr. 1775 fyrir ameríska bíla. Við þetta bætist svo hreins unarkostnaður, ef ekki er um nýja bílá að ræða. Ekki er þessi úðun nein eilífðarábyrgð fyrir því að ekki komi ryð á bílinn, því TECTYL slitnar eins og önn- ur efni. En umboðsmennirnir segja að ef nýr bíll er úðaður utan og innan, og undirvagninn síðan yfirfarinn á 18 mánaða fresti og bíllinn að innan á 4 ára fresti, muni ryð eða saltskemmd- ir aldrei granda honum. — V.-þýzkir Framhald af bls. 1. aður í Farís og Vestur-Þjóðverj- ar styddu enn fulla aðild Breta að E.B.E. • Formaður Frjálsa demókrata flokksins Erich Mende lýsti því yfir við umræðurnar, að flokk- ur hans styddi eindregið aðild Breta og landanna í Skandin- avíu að E.B.E., því að Evrópa gæbi ekki verið án þessara landa í framtíðinini. # Erich Ollenihauer, formaður Sósialdemókrataflokksins bar fram fyrirspurn um það, hvort stjórnin teldi ekki, að Vestur- Þjóðverjar ættu að koma á sams- konar samstarfi við Breta og nú hefur verið samið um við Frakka. Lenti í ullar- þvottavél og stórslasaðist Akureyri, 7. febr. MILLI kl. 3 og 4 í dag varð það slys í ullarþvottarstöð SÍS á Akureyri að Ólafur Rósinants- son slasaðist. Ólafur vann að gæzlu þvottavélar og muin slys- ið hafa orðið með þeim hætti að keðjudrif í vélinni náði að grípa í skyrtuermi hans með þeim afleiðingum að vinstri handlegg- urinn dróst inn undir keðjuna og brotnaði og tættist mjög illa- Enginn var þarna nálægur til hjálpar og sleit Ólafur sig sjálf- ur lausan. Er fréttamaður blasins leita- aði upplýsinga á sjúkrahúsinu kl. rúm'l. 8.30 í kvöld var Ólaf- ur rétt komin af skurðarborð- inu. Aðspurður sagði læknir sá, er fyrir svörum varð, að hand- leggurinn væri mjög illá brot- inn og tættur. Ólafur er rúm- lega sextugur að aldri- Fréttaritari. — Kermedy Framh. af bls. 1 ríkjastjórn liti mjög alvarlegum arugum þann möguleiba að sundr- ung risi miili Bandaríkjamanna og V.-Evrópu. Lagði hann áherzlu á, að Randarílkin óskuðu aðeins eftir því að hafa samivinnu við Evrópu á jiafniréttisgrundvelli. Forsietinn sagðist telja það mjög mi'kilvægt einingu Evrópu að Bretar fengju aðild að Efna- hagsbandalaginu og eining Evr ópu væri nauðsynleg til þess að halda kommúnismanum í skefj um. Kermedy sagði, að með Nass au-samningnum við Breta hefðu Bandarikiin verða að standa við skiuldbindingar stnar við þá og aiuík þess ætti samningurinn að aiuka styrk Atlantshafsbandaliags ins, sem væri það band, er tengt toefði Bandaríkin og V.-Evrópu s.l. 15 ár. Sovézkum sendiráðs- ritara vísað úr landi í Ástralíu fyrir njósnir Camlberra 7. febr. (NTB-AP) ástralskri bonu, er hann í DAG var fyrsta sendiráðs- kynntist 1961, háar upphæðir ritara Sovétríkjanna í Ástral- fyrir að flytja böggla frá m, Ivan Skrilpov, vísað úr lanði. Er Xiann sakaður um njóspir. Skripov var fyrsti sovézki stjórnarerindrekinn, sem kom til Ástraliu 1959, en þá Xiafði ekkert stjóm- málasamband verið milii ríkj- anna frá 1954, er ÁstraUa sleit því vegna þess að upp komst, að sendimenn Sovétríkjanna stunduðu njósnir í landinu. Utanríkisráðherra Ástralíu sendi sendifulltrúa Sovétrikj- anna í Oaraberra tilkynningu í dag, þar sem hann mótmælti harðliega njósnastarfsemi Skripovs í landinu og sagðist harma, að Sovétriíkin hefðu hafið nijósnir þar á ný. Sovézka sendiiráðið sagðist síðar í dag ekki geta tekið mótmælin til greina, því að ásakanirnar á hendur Skripov væru ekki á rökum reistar. væru ekiki á rökum reistar. Þó sagði sendiráðið að Skriipov yrði sendur hieim, samkvæmt mjósniirnar aiuk Skripovs og Sidney til Caniberra. Þegar Skripov kynmtist konunni, vissi hann ekki að hún starf- aði fyrir leyniþjómustu Ástral- íu, en hún lét leyniþjóniust- una vita um tilboð hans og gat þv-í leyni'þjónustan fylgst með aðgerðum Skripovs. Kkxman opnaði nokkra af bögglum þeim, sem hún flutti fyrir Skripov og í einum þeirra var senditæki af sömiu gerð og fannst í fórum sovézkra njósnara, er hand- teknir voru í Bretlamdi fyrir nokkru. Skripov hafði ekki veður af því, að koman starfaði fyr- ir áströlsku leyniþjónustuna og nýlega fór hann þess á leit við barua, að hún reyndi að fá vinnu í utanríkisráðuneyti Ástrailíu. Stjórn Ástralíu teliur, að amnair rnaður sé viðciðinn 'ktöfu stjénar Ástrailíiu. Utanríkisráðuneyti Ástralíu segir, að Skripov hafi greitt - su s Framhald af bls. 11. þannig raunverulega kjör þeirra, verði enn að treysta grundvöil Lánasjóðs íslanzkra námsmanna, sem naumast verður gert á ánn- an hátt en með Ixækkun fram- iags rSkissjóðs til iánasjóðsins. Um leið og ráðstefnan lætux í Ijós sérstaba ánægju sína og við- urkenningu á hinni stórfelldu efhngu lánasjóðsinis — ag í raun var lýst eftir þeim manni í sjónvarpi og blöðum landisins í kvöld. réttri viðreisn hans — irueð lána- sjóðelögunum tfrá 1S(61, skorar hiún á rókisstjórnina og Allþingi að auka svo framlög til sjóðs- ins, að nauðsynlegum umlbótum verði hrint í framkvæmd hið ibráðasta og hann verði fær um að gegna hinu mikilvæga hLut- verki sínu í framtíðinmi. Eyjabátur hálfan ann an sólarhrinq í róðri vegna vélarbilunar Vestmannaeyjum, 7. febrúar. R O K er hér enn, 10 vindstig og austanátt. Línubátarnir komust ekki á sjó í dag til að leita línu sinnar, er þeir urðu frá að hverfa í gær. Minnka því líkurnar til að hún náist. Síldveiðibátar, sem heimahöfn eiga annars staðar en hér í Eyj- um, eru sumir hverjir farnir heim á leið, enda veðurútlit ekki gott. Lá í nótt undir Hamrinum Vélbáturinn Fjalar bilaði í gær, mun ,,kúpplingin“ ekki hafa verkað sem skyldi. Gat báturinn því ekki keyrt nema hæga ferð. Hafnarbáturinn Lóðsinn fór til móts við Fjalar og mætti honum er hann átti eftir um 4 mílur að Faxaskeri. Fylgdi hann hon- um síðan upp undir Eiði. Er þangað var komið var 12 vind- stiga rok að austan, krappur sjór og komið myrkur. Var því ekki talið fært að fara austur um Faxasund og fyrir Heimaklett. Bátarnir lágu því báðir í vari undir Hamrinum í nótt. f dag eftir hádegið tók Lóðsinn Fjalar í tog og dró hann austur Faxa- sund og fyrir Klettinn, en sleppti honum til hlés af Bjarnarey. — Fjalar fór síðan á lensi inn í höfnina og Lóðsinn 'fylgdi hon- um fast eftir. Þetta var fyrsti róður Fjalars á þessari vertíð og reyndist hann nokkuð langur, tók liðlega einn og hálfan sólarhring. Togari til Þýzkalands með síld í dag fór Úranus héðan áleiðis til Þýzkalands með síld. Ætlaði hann að leggja upp í förina í gær, en hætti við sakir óveðurs á hafinu. Hér liggur Gylfd og bíð ur síldarfarms. í dag var lokið við að landa úr síðustu síldar- bátunum, en þeir hafa nú legið með aflann hér í þrjá sólar- hringa. Fréttaritari. Utsalan heldur áfram Teygjuhárbönd á kr. 20,- Nælonsokkar á kr. 30,- Silkislæður .. á kr. 30,- Náttföt..á kr. 150,- Sjúkrasokkar á kr. 170,- og margt fleira á ótrúlega lágu verði. ILftmRK Hafnarstræti 7. Þingholtsstræti DUGLEGA krakka eða unglinga vantar nú þegar til að bera Morgunblaðið til kaupenda í Þingholtsstræti. sími 22-4-80.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.