Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 22
22 MORGVNBLAÐIÐ Föstudagur 8. febrúar 1963 (ÞRÓTTÁFRÍÍTIR MORG Landsliöiö kvaddi með ólund og daufum leik Vann pressulid 24-23 i jöfnum leik, sem aldrei varð spennandi I* VÐ HVÍLDI svipur viljaleysis, liálfgerðar ólundar og deyfðar yfir kveðjuleik landliðsins í hand knattleik í fyrrakvöld. Það mátti lesa úr svip allra áhorfenda og öllum athöfnum leikmanna, að það væri ekki mikið undir þess- um leik komið. Leikurinn varð- þrátt fyrir jafnan m.arkafjölda lengst af i leiknum, aldrei spenn- andi. Og leikurinn sýndl áfram- hald þeirrar þróunar sem verið hefur smám saman að koma í Ijós, að svona „pressuleikir“ þar sem AÐEINS ER UM FJÁRÖFL- UN A® RÆÐA, EN KEPPNIN SKIPTIR ENGU MÁLI, EIGA ALLS ENGAN TII.VERURÉTT. ★ Hvað er í kassanum? Leikmennirnir sjálfir hafa engan áhuga, forráðamennirn- ir kikja aðeins eftir því, hve há.tt verður j peningakassan- um og fólkið er dauðleitt á að næstum 3. hverjum lands- liðsmanni sem. utan á að fara er gefið frí frá þessari fjár- öflun. En leikurinn fór fram og tandsliðið vann með 24 gegn 23 eiftir jafnan en dauf- an leik ★ Landsliðið vaknaði seint. Landsliðið ætlaði aldrei að komast „í gang“ og vaknaði ekki til lífsins fyrr en Guðjón Jóns- son hafði skorað tvivegis fyrir pressuliðið og Sig. Dagsson bætti hin/u 3. við. í»á rumskuðu landsliðsmennirnir og jöfnuðu, komust yfir 4—3 en pressuliðið fylgdi fast á efltir, jafnaði í 5—5 og tókst afbur að jafna >í 10—10. Fyrir hilé tókst svo landsUðinu að ná 2 marka forskoti svo stað- an var 12—10. ★ Síðari hálfleikur. LandsUðið náði sínum bezta kafla í byrjun síðari hálfleiks og komst í 15—10. En eftir það fór forskotið að mirmka og pressuUðið tók að ógna sigri. landsliðsins og svo fór að stað- an varð jöfn 21—21, en á síð- ustu mínútum reyndist landslið- ið 'heldur sterkara og tryggði sér sigur með 24—23. Heildairsvipur leiksins ein- kenndist af deyfð og fjörleysi. Bkylduvinna, eins og þetta var fyrir landsliðið, ber heldur sjald an skemmtilegan svip. f ■ ★ Liðin. Bezti maður leiksins var Guð- jón Jónsson í pressuliðinu. AlUr vita að hann er einn okkar bezti handknattleiksmaður og var val- inn til utanferðar með landslið- inu en gat ekki látið það eftir sér af fjárhagsástæðum. Er það mikið áfall fyrir 'ísl. liðið að verða að sjá af Guðjóni í þess- ari ferð. Aðrir sem settu svip á þenn- an leik voru einkum yngri menn irnir Sigurður Dagsson, Sigurð- ur Hauksson og Viðar Símon- arson, að ógleymdum Sig Ein- arssyni, sem vafalaust mundi punta upp á landsliðið með skemmtilegu línuspili sínu, og gera sókn þess beittari. Þeir eldri og reyndari voru svipminni en oft áður, en bezt- ir Reyinir hjá pressuliðinu og Kristján Stefánsson hjá lands- Uðinu. ★ Leikur kvenna . Ekki var svipmeiri leikur kven fólksins og reyndar svo léleg- ux að það ætti að vera áhyggju- efni forráðamönnum handknatt- leiksins, að hér á að fara fram Norðurlandamót kvenna í úti- handknattleik í sumar. Á því móti á ísland að verja gott áiit, sem það hefur unnið í þessari grein á undanförnum árum. Eims og nú standa sakir væri það kraftaverk ef Xsland ynni leik í slíku móti. En kanmski getur eitthvað gerzt áður en sól stend- ur hæst. I KVÖLD HANDKNATTLEIKSMÓTIÐ heldur áfram í kvöld kl. 8.15. Þá keppa Fram og Víkingur, en Víkingur vann Fram í fyrri umferðinni og siöan KR og Þróttur. Aflabrögð á Flatey ri FLATEYRI, 6. febr. FJÓRIR bátar reru héðan í jan. og fengu samtals tæpar 400 lest- ir í 67 sjóferðum. Aflahæstur var mb Hinrik Guðmundsson með röskar 148 lestir í 21 róðri. K.G* Smurt brauð, Snittur, öl, Gos og Sælgæti. — Opið frá kl. 9—23.30. Brauðstofan Sími 16012 Vesturgötu 25. U ndraefnið Tectyl er komið á markaðinn i jv-VjV, r&zn i 1 y t <0 ■V V/ Þ Ú V jt ó? r <§i j J f 1 iV 7 ýLzr vv ■yj r r JCj r f f \ \ ué b ! ) Y ví V ^ ■A 1 v/ V l Íí V un nboð ■ — w „„ / Tectyl er SEGULMAGNAÐ SALTVERJANDI VATNSFRÁHRINDANDI RYÐSTÖÐVANDI RYDVERJANDI Myndin sýnir að flestar þjóðir hins vetræna heims hafa tekið undraefnið TECTYL í þjónustu sína. 0 P N U M I RYÐVARNARSTÖÐ FYRIR BÍLA Til ryðvarnanna notum við undraefnið T E C T Y L sem verið hefur hernaðarleyndarmál bandarískuhernaðaryfirvaldanna undanfarin 25 ár, en hefur nú nýlega verið sett á hinn almenna markað . T E C T Y L FER NÚ STÓRKOSTLEGA SIGURFÖR UM ALLAN HEIM Flestar stærstu bílasmiðjur heimsins, sem General Motors, Ford Motor Company, og'- fleiri hafa þegar tekið ryðvarnarefnið T E C T Y L í þjónustu sína, svo og hernaðaryfirvöld flestra Evrópuríkja, auk Bandaríkjanna. Svíar áætla að ryð- og saltskemmdir kosti hvem bíleiganda um kr. 10.00 á dag að meðaltali. Miðað við seima meðaltal má því fullyrða að RYÐSKEMMDIR KOSTA ÍSLENZKA BÍLEIGENDUR UM KR: 95.000.000,00 ÁRLEGA. Þessi tala er þó mun hærri hér á landi. Það er því sízt of djúpt tekið í árinni að segja að TECTYL RYÐVÖRN BORGAR SIG UPP Á TÆPU HÁLFU ÁRI HÖFUM FULLKOMNUSTU TÆKI TIL HREINSUNAR OG RYÐVARNAR Á BÍLUM. RYBVÖRN Grensásvegi 18 Sími: 19945- Einkaumboð á íslandi fyrir VALVOLINE OIL COMPANY, U.S.A.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.