Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 08.02.1963, Blaðsíða 24
jiíia______ •* BTTTITOOAB. ffllmsmtfalá&Vfr 32. tbl. — Föstudagur 8. febrúar 1963 LUMAJERUÓSGJAFlt 1 „Straumfaxi“ á Reykjavíkur flugvelli í gær. Flugfélag fslands kaupir Skymastervél (Ljósm.: Oddur Óafsson) FYRIR nokkru festi Flugfélag Islands h.f- kaup á Skymaster flugvél, sem félagið hefir haft á leigu að undanförnu og sem not uð hefir verið til flugferða Grænlandi. Flugvélin, sem ber einkennis stafina TF-ISD, hefir hlotið nafnið „STRAUMFAXI". „STRAUMFAXI“ er fjögurra hreyfla flugvél og hefir sæti fyrir 68 farþega. Gagngerð skoð un og endurbætur hafa að und- anförnu verið framkvæmdar á flugvélinni og skipt verður um sæti í henni fyrir vorið- Flugvélin verður aðallega not- uð á flugleiðum innanlands, svo og í leiguflugferðir. Eigin flugvélafloti Flugfélags Keflavíkurbátar 33 BÁTAR rón nú með línu frá Keflavík og hefur afli verið í góðu meðallagi- í janúar voru farnir 434 róðrar og aflaðist alls 2670 lestir, sem er talsvert betri afli en í sama mánuði í fyra. 5 bátar eru ennþá á síldveið- um og munu halda því fram enn um skeið —hsj— HEIMDALLIiR Vegna húsnæðisskorts verður áður auglýstu bridge-móti frest- að til loka febrúarmánaðar. Tómstundanefnd. Iðja fær ' fimm prósentin A» UNDANFÖRNU hafa stað ið yfir samningar miili Fé- lags íslenzkra iðnrekenda og Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík um kaup og kjör iðnverkafólks. í gær náðist samkomulag. I því tilefni barst Mbl. svofelld fréttatil- kynning frá samningsaðil- um: „Það hefur orðið að sam- komulagi milli Félags ísl. iðnrekenda og Iðju, félags verksmiðjufólks í Reykjavík, að frá og með 1. feb: íar s-1. hækki allir samningsbundnir kauptaxtar félaganna, þar með taldir ákvæðisvinnutaxt ar, um fimm prósent — 5%." fslands er nú átta flugvélar, þar af fimm fjögurra hreyfla og þrjár tveggja hreyfla, en auk þess hefir félagið eina Skymast- erflugvél á leigu,. sem notuð er til Grænlandsflugs. Alls geta þessar níu flugvélar flutt 464 farþega í einu. Ný slökkvi- stöð boðin ut í apríl Á FUNDI borgarstjómar í gær upplýsti borgarstjóri, Geir Ilallgrímsson, að teikningar og útboðslýsing að nýrri Sslökkvi stöð í Reykjavík yrði tilbúið í lok april mánaðar n.k. Verð- ur unnt að hefja framkvæmd-7 ir strax og gengið hefur veriðl frá hvaða tilboði verður tekið. ^ Aldrei meiri geislun í andrúmsloftinu Stafar af sprengingum Rússa sL haust RÍKISÚTVARPIÐ skyrði frá því í fréttum í gærkvöldi, að I>or- 'bjöm Sigurgeirsson prófessor, forstöðumaður Eðlisfræöistofn- unar Háskóla fslands hefði skýrt fréttastofunni frá því í gær, að magn af geislavirkum efnum í andrúmsloftinu hér hefði farið vaxandi frá því í okt- í haust og vaxið sérstaklega ört seinni hluta janúarmánaðar og hefði aldrei áður. mælzt jafn hátt hér á landi frá því stofnunin hóf mælingar sínar 1956. Einnig hefði mælst óvenju mikið af geislavirkum efnum í úrkomu hér í nóv. og des., en miðurstöð- ur mælinga í janúar lœgju ekki enn fyrir. Aðspurður um orsakir þess- arar miklu aukningar á geisla- virkum efnum í andrúmsloftinu sagði Þorbjörn að búast mætti við að hún stafaði af sprenging- um Rússa frá sl. hausti, en þeir hefðu sprengt meira magn í einmi lotu em rnokkru simmi fyrr. IVISkill bruni í Kaldaðarnesi Selfossi, 7. febr. UM KL. 4 síðdegis í dag kvikm- aði í bragga, sem er áfastur við gamla íbúðarhúsið á Kaldaðar- mesi. í bragiga þessum var mat- skáli, eldlhús og svefniherbeirgi verkaimanna. Braggimn brann tii Lóðir fyrir 800 íbúðir til- búnar á bessu ári Stór byggingarsvæði í undirbúningi d næstu drum Á NÆSTU þremur mánuðum verða til úthlutunar lóðir fyrir um 600 íbúðir og síðar á árinu verða tilbúnar til úthlutunar 200 lóðir til viðbótar. Þessar íbúðir verða aðallega við Háaleitisbraut, við Kleppsveg og í haust við ElUðaárvog. Ennfremur verða tilbúin til byggringar ýmis smærri svæði, sem eru dreifð víðsvegar um borgina. Þessar upplýsingar gaf Geir Hallgrímsson, borgarstjóri, er hann svaraði fyrirspurn frá Birni Guðmundssyni (F) á fundi borg- arstjórnar í gær. í ræðu borgarstjóra kom fram, að nú liggja fyrir hjá Reykja- víkurborg óafgreiddar lóðaum- sóknir sem hér segir: Einbýlis- hús 200 umsóknir. 2ja íbúða hús 168 umsóknir, þ. e. 376 íbúðir. Raðhús 28 hús. Fjölbýlishús 75 stigahús eða um 600 íbúðir. Sam- tals liggja því fyrir umsóknir um 1204 íbúðir. Þá liggja og fyrir umsóknir um 17 verzlunarhús og 86 iðnaðar, vörugeymslu og skrif stofuhús. Að því er snertir lóðaúthlutun á þessu ári gaf borgarstjóri þær upplýsingar, sem getið er hér að ofan, þ. e. að lóðir fyrir um 800 íbúðir verða tilbúnar til úthlut- unar og byggingar á þessu ári. Eftirspurn eftir lóðum undir íbúðarhús verður því tæpiega fullnægt á þessu ári, en hins vegar standa vonir til, að tölulega verði unnt að fullnægja eftir- spurn á næsta ári. , Borgar9tjóri tók hinsvegar fram, að varla yrði unnt að full- nægja óskum allra um sérstakar tegundir lóða, sérstaklega ósk- um manna um lóðir undir ein- býlishús. Einbýlishúsalóðir væru mjög dýrar í undirbúningi auk þess sem gatnagerðargjald af þeim væri tiltölulega lítið sam- anborið við aðrar tegundir lóða. Þá er verið að skipuleggja þrjú stór ibúðarhverfi, þ. e. í Fossvogi um 1000 íbúðir, í Árbæ og Selási um 100 íbúðir og Breiðholt og nágrenni um 5000 íbúðir. Þessi hverfi verði tilbúin til bygging- ar, er holræsi það sem gert verð- ur úr Selási í Skerjafjörð verður tilbúið, en framkvæmdir við það hefjast nú á þessu vori. Að því er snertir lóðir undir atvinnurekstur upplýsti borgar- stjóri, að unnt yrði að fullnægja eftirspurn eftir lóðum undir fisk- vinnslu í Örfirisey og á Eiðis- granda. Þá yrði innan tíðar út- hlutað lóðum undir iðnaðarhús- næði við Grensásveg, Síðumúla og Ármúla og síðar fyrir innan Elliðaár. Drengs saknað í GÆRDAG var ctrenigs saknað frá barnaheimihnu að Reykja- hlið í Mosfellsdal og sást til hans við Leirvogstungu um kl. 5 í gær. Klukkan rúmlega 10 í gær- kvöldi hafði lögreglan viðbún- að til að leita drengsins mieð sporhumdi, en þá var tilkynnt að hann væri kiominn fram hjá fólki, er til hans þekkti í Vog- tuium bér í borg. kaldra kola og allt sem í honum Slökkviliðið á Selfocsi var kvatt á vettvang og tókst því að verja Ibúðarhúsið, sem er tvílyft timbuirlbús. í dag var hér norðaustan kaldl og sýndi slökkviliðið mikið snar- ræði við slökkvistarfið. Mikið 'hjálpaði til að á hlaðinu í Kald- aðarnesi er stór brunnur og var hægt að setja vatnsslöngurnar niðuir í hann og nægði vatnið slökkviliðinu. Eigandi Kaldaðamess, Jörund- ru- Brynjóltfsson fyrrv. aliþingis- maður, hefiir orðið fynix tilfinn- anlegu tjóni, þar sem lágt var vátryggt, en margt verðmætra miuna í braggamum svo sem hús- búnaður, sem notaður er fyriir starfsfóBlk svo og eldiunartætki t.d. tvær stórar eldavólar, sem kyntar eru með koksi og ratf- magnL Eldihús er í íbúðarfhúsinu og verður notazt við það fyrst um sinn ,þar sem niú er aðeins fáitt starfsfólk á staðnum, en jafn- an er margt manna í Kaldaðasr- nesi að sumrinu. Togarasölur SURPRISE seldi í Grímsby 1 dag 133 lestir fyrir 11.164 sterl- ingspund- Ingólfur Arnarson seldi einnig í Grimsby 146 lestir fyrir 12.468 pund. Og Jón Þor- láksson í Hull 166,7 lestir fyrir 10.899 pund. verkamanna þús. krónur Til jafnaðar 57 vinnustundir d viku í 46 vinnuvikux IHeðallaun 1961 78,3 VIÐ umræður á Alþingi í gær gaf Pétur Sigurðsson m. a. upplýsingar um meðallaun og vinnuskiptingu verkamanna á árinu 1961, sem byggjast á rannsóknum, sem farið hafa fram á vegum nefndar þeirrar, sem kosin var til að gera til- lögur um styttingu vinnudags- ins án kjáraskerðingar. Nið- urstöður þessara rannsókn voru þær, að meðaltekjur Dagsbrúnarverkamanna í Reykjavík á árinu 1961 voru 78,3 þús. kr. Unnar vinnu- vikur voru að meðaltali 45,9 og vinnustundirnar 2653, þar af 2070 dagvinnustundir, 266 eftirvinnustundir og 317 næt- urvinnustundir eða að meðal- tali á viku 57,2 stundir. Heildartekjur launþega vör* að meðaltali 5—18% hærri en launatekjurnar; þá kom og fram að framfærslubyrði verkamann og iðnverkamanna eru miklu lægri en vísitölu- fjölskyldunnar eða að jafnaði tæplega eitt barn á framfæri, sem stafar af aldursskiptingu þessara stétta, einkum verka- manna. Sjá nánar bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.