Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 19. febrúar 1963 MORCÍJISBLAÐIÐ í D A G mun fyrnti sendiherra Suffur-Kóreu á Islandi, Hon- kon Lee, hershöfffingi, af- henda forseta íslands trúnaff- arbréf sendiherra * landi London. Tíðindamaður blaðsins átti stutt samtal við sendiherrann að Hótel Borg í gær, en hann var þá í þann veginn að leggja upp í heimsókn til Þingvalla og kvaðst hafa mikla ánægju af því að fá tækifæri til þess * að skoða hinn merka og fræga þingstað svo rótgróinnar lýð- ræðisþjóðar. Suður-Kóreu- menn hefðu sérstakan áhuga á að kynnast hinu íslenzka lýðræði og sögu þess, því að þeir væru sjálfir að byrja að Honkon Lee, hershöfðingi I Fyrsti sen -Koreu a byggja upp eigið lýðræðis- þjóðfélag. — Það er ósk okkar, að í Suður-Kóreu takist að byggja upp traust lýðræðisskipulag. Þar hafa verið færðar miklar fórnir til varnar hugsjónum hins frjálsa heims — meiri en nokkurs staðar í Asíu — og það lýðræðisþjóðfélag, sem þar rís, þarf að geta orðið öðr um ríkjum álfunnar til fyrir- myndar. — Er fyrirhuguð einhver meiri háttar breyting í stjórn Suður-Kóreu á næstunni? — Herforingjaráð undir stjórn Park hershöfðingja fer nú með völd í landinu, en í sumar eiga að fara fram al- mennar kosningar og forseta- kosningar. í ágúst er fyrir- hugað að borgaraleg stjórn taki við. Yonum við að í hana veljist hæfir og góðir menn. —• Getið þér sagt okkur nokkuð um það, hverjir verði í framboði til forsetakosning- anna? — Nei, en ég efast ekki um, að þjóðin 'muni velja réttan mann í forsetaembættið. O—★—O Það er ekki úr vegi að geta þess hér, í þessu sambandi, að síðdegis í gær sagði í frétt- um frá Seoul, að Park Chung Hee, hershöfðingi, hefði boð- izt til þess að víkja úr stöðu sinni, gangi stjórnmálamenn og herforingjar landsins að vissum skilyrðum, sem hann hefur sett þeim. Munu her- foringjar koma saman til fund ar í dag vegna þessa, en tal- ið er, að þeir muni einróma fallast á kröfur forsetahs, því að það sé í raun og veru fyrir tilstilli herforingjaráðsins sjálfs, að Park býðst til þess að víkja úr Valdastöðu sinni. Þó mun helzti ítuðnings- flokkur herforingjaráðsins, en í forsæti hans er Chong-Pil Kim, hershöfðingi, vera á- kvörðun Park andvígur. Haft er hins vegar eftir tals- mönnum andstöðuflokkanna þriggja, að líkur séu fyrir því, að gengið verði að skilyrðum forsetans. Frestur til svars er til 23. febrúar, þ.e. laugar- dags. — O—★—O Svo sem kunnugt er, hefur Kóreu verið skipt um 38. breiddarbaug frá stríðslokum 1945 og landið verið tvö ríki, Norður- og Suður-Kórea, frá því árið 1948. Sagði sendiherr ann, að þessi skipting lands- ins væri alls óviðunandi, íbú- ar ríkjanna mæltu á sömu tungu, sem töluð hefði verið þar í árþúsundir, og væru í öllu tilliti svo nátengdir, að ekki væri fremur unnt að lima svo þjóðina sundur frem ur en mannslíkama. íbúar S-Kóreu sagði sendi- herrann að væru u.þ.b. 30 milljónir, en N-Kóreu um 10 ' milljónir. Þjóðin á sér meira en 4000 ára sögu, þar sem skipzt hafa á kínversk og japönsk yfirráð og áhrif. Mál hennar' er skyldara japönsku en kínversku, en margir kín- verskir siðir ríkjandi. Kóreumenn eru upphaflega landbúnaðarþjóð, m.a. heims- kunnir fyrir hrísgrjónarækt, en baðmullarræktun er einn- ig mikil, svo og ræktun ým- issa ávaxta og grænmetis. — Kvikfjárrækt er allmikil. — Sagði sendiherrann, að naut- griparækt hefði mest verið í norðurhluta landsins en sauð- fjárrækt aftur meiri í suður- hlutanum. Eftir skiptinguna hefur nautgriparæktin aukizt mjög í Suður-Kóreu og verið gerðar margvíslegar rannsókn ir og kynbótatilraunir á eyj- unni Che-Ju. Vefnaður er verulegur, einkum er silki- rækt og silkiiðnaði Kóreu- manna viðbrugðið. Fiskveiðar Suður-Kóreumanna eru mikl- ar og fara vaxandi. Er all- mikið af sjávarafurðum flutt til ríkja suðaustur Asíu og jafnvel til Evrópu og Amer- íku. Mikil áherzla, sagði sendiherrann, að væri lögð á iðnvæðingu landsins. Efna- hagsafkoma Suður-Kóreu væri ekki á háu stigi, en mark visst væri unnið að því að bæta lífskjör þjóðarinnar og hefði í því sambandi Verið gerð 5 ára framkvæmdaáætl- un, er lofaði góðu. — Við miðum að því að búa þjóðinni sómasamleg lífskjör, sagði sendiþerrann, — en það verður ekki gert á einum degi.' Fyrir höndum er mikið starf, bæði á sviði efnahags- og þjóðfélagsmála. Það er okkur mikill fengur að kynn- ast svo gróinni lýðræðisþjóð, sem íslendingum, og tel ég, að tengsl þjóðanna eigi mjög eftir að aukast. Þótt .vega- lengdin milli íslands og S.- Kóreu sé löng, tekur vart orð- ið úieira en sólarhring að komast á milli. Við vonum því, að íslendingar eigi eftir að leggja leið sína til Suður- Kóreu. Mér er það mikil á- nægja, að vera fyrsti sendi- herra lands míns á íslandi og vona, að mér gefist sem oft- ast tækifæri til þess að heim- sækja þetta fallega land. FrakkHn var torinn af velli féfhrofimi — er Eslendiiigar unnu úrvalsEið Bordeaux 26-16 ÍSLENZKA handknattleiksliffið kom ákveffiff til leiks viff úrvals- liff í Bordeaux á sunnudaginn og vann meff 26—16. Strax í byrjun gerffu íslendingar eiginlega út um leikinn meff hraffa, leikfléttum, þrumuskofum, ákveffni og ná- kvæmni. Aidrei var ísl. liðinu ógnað — og þó eiga Bordeaux- menn sum af beztu handknatt- leiksliðum Frakklands, þó ekki Sé þar margt um landsliffsmenn. Það var ekki íslendinganna sök að leikurinn varó er á leiff grófur. Fór jafnvel svo aff einn leikmanna, Frakkinn Otter- naud var borinn af leikvelli fótbrotiún eftir aff hann hafffi hlaupið inn í íslenzku vörnina og skoraff í síðari hálfleik. ★ Sigur á fyrstu mínútum íslendingar höfðu alger völd á leiknum í byrjun og unnu sigur fyrst og fremst á byrj- unarhraffa og stormsókn. Frakkarnir eygffu varla bolt- ann, svo hratt léku íslending- arnir saman og þrumuskot Ingólfs og Gunnlaugs voru ógnvekjandi bæffi fyrir vörn og markmenn — og reyndar áhorfendur einnig. ★ Slagsmál Bordeaux-liðið reyndi allt sem það gat að jafna markamuninn sem myndaðist strax í upphafi leiksins og þær tilraunir Frakk- anna urðu allar í þá átt að upp- hefja slagsmál í leiknum. ísland- ingar höfðu eftir fyrri hálfleik forystu 15—5. íslenzka liðið náði forystu 3—0, síðar 8—1, 11—2, 13—3, 14—4 og 15—5. Allan fyrri hálfleikinn var Karl Jónsson í marki íslands en svo virtist sem Frakkarnir ættu auð. veldara með að skora er Hjalti leysti hann af í sjðari hálfleik. ★ Vörffu forskotiff íslendingarnir virtust ánægðir með forskotið sem þeir náðu í fyrri hálfleik og tóku lífinu létt og af öryggi 1 síðari hálfleik, reyndu aðeins að viðhalda 10 marka forskotinu og það tókst þeim mæta vel og auðveldlega nokkuð. Mörk Islands skoruðu Ingólfur Óskarsson 7, Gunnlaugur 6 (þar af 3 úr vítaköstum), Karl Jó- hannsson 3, Matthías Ásgeirsson ’3, Birgir Björnsson 2, Karl Bene- diktsson 2, Ragnar Jónsson 2, Orn Hallsteinsson 1. Mörk Bordeaux liðsins skoruðu Gabin 5, Gazeneuve 4, Sicard og Otternaud 2 hvor, Meyer, Moneg- hetti og Roux 1 hver. SIMSTEIMR Framfara og framtíðar- mál landbúnaðarins í samtali, sem blaffiff átti ný- lega við Steindór Benediktsson, bónda í Birkihlíð í Skagafirði, komst* þessi merki og dugmikli bóndi m.a. aff orffi á þessa Ieiff: „— Ég tel stofnlánadeilidina með meiri frainfara- og framtiff armálum landbúnaffarins. Og ég er satt aff segja hissa á. því, hvaff margir bændur hafa tekiff þessum breytingum meff fálæti og jafnvel andstöðu. Það skiptir öllu máli fyrir þá, sem ráffast í byggingar aff öruggt sé um lána fyrirgreiffslu og allir vissum viff að búnaffarsjóffirnir voru orðn- ir meira en félausir. Ég hefði tal iff þaff hæpna leiff aff velta þeim endalaust áfram meff nýjum og nýjum lánum. Ég man, að 1959 var allt m.jög í óvissu, hvort nokkur lán fengj ust til húsabygginga. Slíkt ör- . yggisleysi er algjör hemill á fram kvæmdir og ekkert gagn í nöfn um sjóðanna einum saman, ef annaff kemur ekki til .Þess vegna finnst mér mikiff öryggi i þess- ari nýju löggjöf fyrir framtíff- ina. Framlag bænda er þar til tölulega lítiff, en dregur mikiff á móíi.“ Kosningaspjall Benedikt Gröndal, ritstjóri AI þýffublaðsins, minnist á Alþing- iskosningarnar, sem. fram undan eru í helgargrein sinni sl. sunnu dag. Telur hann að kosningarnar setji stöffugt meiri svip á störf Alþingis, ræffir um aff Fram- sóknarm. biffli ó- spart til vinstri kjósenda, en á- lítur þaff draum Framsóknarleiff- toganna aff kom ast í ríkisstjórn meff Sjálfstæffir flokknum aff kosningum loknum. Síðan kemst ritstjórinn aff orffi á þessa leiff: „Þessir draumar Framsóknar- manna geta því affeins rætzt, aff stjórnarflokkarnir tapi fylgi, en það er nr.jög ólíklegt. Þeir hafa veitt landinu fasta stjóm heilt kjörtímabil, styrkt fjárhag þjóff arinnar og framkvæmdir hafa veriff miklar. Verffur freistandi fyrir kjós- endur aff tryggja landinu festu í stjórnarfari fjögur ár enn meff því aff styffja stjórnarflokkanna til áframhaldandi samstarfs. Aff því er nú verffur séff má búast viff hörðum átökum um 6. sætiff á Suffurlandi (sem komm- ar hafa), 5. sætin á Vesturlandi og Vesitfjörffum (sem. Alþýffu- flckkurinn hefur bæffi). Þar aff auki geta e.rffiff breytingar í Reykjavík og uppbótarsætunum.“ U M hádegi í gær var blíðu- veður að heita mátti um allt land: hægviðri, þurrt og víð- ast 2—5 st. hiti. Aðeins í inn- sveitum norðanlands var dá- lítið frost, mest 3 st. á Gríms- stöðum. Á meðinlandinu aust- an hafs var líka stillt veður, en sums staðar snjómugga. — Hiti var 3 st. í London, 1 í París, 6 st. frost i Kaupmanna höfn og 11 st. frost í Stokk- hólmi. Á Spáni var 7—16 st. hiti og rigning. Afturhaldsstimpill á Framsókn Leifftogar Framsóknarflokks- ins sveitast nú blóðinu viff að þvo afturhaldsstimpilinn af flokki sínum. Gera þeir sér miklar son ir um aff vinna fylgi frá komm- únistum og Þjóffvarnarmönnum Framsóknarbroddarnir gera sér hinsvegar Ijóst, aff óliklegt er aff þetta fólk finni ekki afturhalds lyktina af hinni gömlu ir.addömu Spor hennar frá liðnum áratug um hræða. Andstaðan viff aukn- ar almannatryggingar og upp- byggingu atvinnulífsins er ekki líkleg til þess aff auka traust Framsóknarmanna. Þaff fólk, sem hyggst yfirgefa kommúnista flokkinn og Þjóffvarnarflokkinn færi því vissulega úr öskunni í eldinn, ef það hyrfi yfir til stuðn ings viff F ramsóknarf lokkinn, sem ber afturhaldsstimpilinn og hentistefnumarkið i bak og fyr- ir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.