Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 19.02.1963, Blaðsíða 8
8 Jf ORCV N BL AÐ1Ð Þriðjudagur 19. febrúar 1963 I TVEIR þeirra, sem handteknir voru í París s.l. fimmtudags- kvöld, grunaðir um þátttöku í undirbúningi samsæris gegn de Gaulle Frakklandsforseta, hafa játað sekt sína. Eins og skýrt hefur verið frá var ætl- unin að myrða de Gaulle, er hann heimsótii herskóla í Parfs s.l. föstudag. í opinberri tilkynningu, sem franska stjórnin gaf út á laugardag segir, að þrír höfuðsmenn, sem stunduðu framhaldsnám við herskólann og ein kona, enskukennari við skólann hafi verið handtekin, grunuð um þátttöku í samsærinu. K'ennslu konan, Paule Rousselot de Liffiac og einn höfuðsmann- anna hafa nú játað þátttöku sina í undirbúningi samsæris- ins. Segja þau, að einn af leið- Leyniþjónusta hersins telur, að fleiri menn, en þeir hand- teknu, hafi verið viðriðnir undirbúning samsærisins og er þeirra nú leitað um allt Frakkland. Sagt er, að leyniþjónustan hafi komizt að áformum sam- særismannanna nokkrum dög- um áður en gera átti samsærið og tilkynnt de Gaulle og ráð- herrum stjórnar Frakklands hvað í vændum væri. Samkvæmt upp-lýsingum, sem leyniþjónustunni höfðu borizt, átti maður búinn riffli með sterkum kíki, að standa við glugga á annarri hæð skólahússins og skjóta forset- ann um leið og hann steig út úr bifreið sinni. Þegar forset- inn kom til skólans á föstu- dagsmorgun var mjög öflugur lögregluvörður í skólabygging unni. De Gaulle, sem venju- lega ferðast um París í óbryn varinni bifreið, brá nú útaf þeirri venju. Ók hann til skól- Bifreið de Gaulles leggur af stað frá herskólanum. ans í brynvarinni bifreið af gerðinni Citroen. Öflugur lög- Kennsiukona og höfuðsmaður hafa játað þátttöku í samsærinu gegn de Gaulie regluvörður fylgdi forsetanum til skólans og frá honum. v De Gaulle dvaldist í her- skólanum þremur stundar- fjórðungum lengur, en ráðgert hafði verið í upphafi óg ræddi lengi bæði við nemendur og kennara. Framkoma forsetans De Gaulle stigur út úr bifreið sinni við Elysée höllina að lo .inni heimsókn í herskólann. togum leynihreyfingarinnar OAS hafi stjórnað undirbún- ingi þess. Þessi maður, Georges Watin, fer huldu höfði, en hann er sakaður um að hafa skipulagt tilræðið við de Gaulle í ágúst s.l. Georges Watin Eins og kunnugt er fara nú fram réttarhöld í máli fimm- tán manna, sem grunaðir eru um þátttöku í tilræðinu í ágúst, en aðeins níu þeirra hafa verið handteknir. Sex, þar á meðal Watkin, fara huldu höfði. George Watin, sem hefur viðurnefnið „kryppl ingurinn“, hefur ritáð réttin- um, sem fjallar um mál til- ræðismannanna, bréf, þar sem hann segist ber ábyrgð á til- ræðinu í ágúst. Eftir að upp komst um samsærið, sem gera átti s.l. föstudag, hringdi mað ur, sem sagðist vera Watin til útvarpsstöðvar einnar í París og sagði að ekkert væri hæft í því, að hann væri einn sam- særismanna. Óstaðfestar fregnir herma, að sjö menn hafi verið hand- teknir s.l. firrxmtudagskvöld. þar af tvær konur. Önnur kon an, sem sagt ér að handtekin hafr verið, er eiginkona eins hinna handteknu höfuðs- manna Roberts Poignards, en við húsrannsókn á heimili hjónanna fannst riffill með sterkum kíki. Talið er að átt hafi að nota riffilinn til þess að skjóta forsetann, er hann steig út úr bifreið sinni í skóla garðinum. Nokkurt magn handsprengja fannst einnig í íbúð hjónanna. var ekkert frábrugðin því, sem venja er til og fregnin um sam særið virtist ekki hafa haft nein áhrif á hann. '! i ! í 1 ! I : 'l i i 'i ! j | í ! ! ! Frá Alþingi Á FUNDI efri deildar gerði Friðjón Skaphéóinsson (A) grein fyrir nefndaráliti allsherjarnefnd ar um frumvarp um ríkisborgar- aréitt. Leggur nefndin til, að frunwarpið verði samiþykkt með breytingartillögum, sem fram hafa komið um 16 menn til við- : bótar, er öðlist ríkisborgararrétt á íslandi. Var frumvrpið sam- . þykkt við 2. umræðu. Karl Kristjánsson (F) talaði fyrir frumvarpi þess efnis, að ríkissjóður greiði 3/4 hitakostn- j aðar fyrir heimavistars>kóla fyrir ] barnaskólastig, þar sem ekiki er hitaveita, svo sem gert er, þegar j eins stendur á um heimavistar-: skóla gagnfræðastigs og hús- mæðraskóla. Frumvarpinu var vísað til 2. umræðu og nefndar. j í neðri deild gerði Bjarni Benediktsson dómsmálaráðherra' grein fyrir frumvarpi um fulln- ustu norrænna refsidóma, en frumvarpið hefur verið afgreitt úr neðri deild. Beindi hann því til allsherjarnefndar, er frum- ’ varpið fékk til athugunar, að ætl unin væri að samflot yrði haft um þetta mál á Norðurlöndunum i fimm og því óeðlilegt, að við yrðum fyrstir til að afgreiða frumvarpið, en þó eðlilegt að það hljóti fullnaðanafgreiðslu fyrir þinglok. Frumvörp um landshöfn í Keflavíkurkaupstað og Njarðvík um og um siglingarlög voru sam þykkt við 3. umræðu og send for seta efri deildar til afgreiðslu. Loks voru frumvörp fyrir fiski- skip samþykkt við 2. umræðu. Akranes heppilegur staður fyrir tunnuverksmiðju . . . Frumvarp Jóns Ámasonar til breytingar á Iögum um Tunnu- verksmiðjur ríkisins hefur verið samþykkt endanlega úr efri deild til afgreiðslu. í nefndaráliti kom fram sú skoðun nefndarinn- ar, að Akranes væri heppilegur staður til staðsetningar slíkrar verksmiðju. Þörf á slíkri verksmiðju. Jón Árnason (S) hafði orð fyrir áliti sjávarútvegsnefndar um frumvarpi-ð. Gat hann þess í upphafi máls síns, að fram hafi komið þingsályktunartillaga Um, að tunnuverksmiðja skuli reist á Austurlandi, en í gildandi lögum er heimild til þess. Kvaðst hann í alla staði eðlilegt, að siik ákvörður. yrði tekin, ann- rs vegar sakir þess að báðar tunnuverksmiðj - urnar, sem nú eru starfræktar, eru á Norður- landi og hins vegar hinnar auknu síldveiði og síldarvinnslu við Austurland. Þá veik hann að því, að þörf er á að reisa tunnuverksmiðju á Suð-Vesturlandi, en þar hafa nú í haust og vetur verið starf- ræktar 40 söltunarstöðvar. Tæp- lega þriðjungur heildarmagnsins hefur verið framleiddur á Akra- nesi og með hliðsjón af því var Igt til í frumvarpinu, að verk smiðjan skyldi reist þar og taldi þingmaðurinn þó fleiri rök hníga í þá átt. Eins og fram kæmi í álti nefnd- arinnar, er það eínnig hennar álit, að Akraness sé heppilegur staður fyrir staðsetningu slíkrar verksmiðju, þótt ekki sé taliin á- stæða að binda það í lögum. >á telur nefndin, að nauðsyn beri til að hækka lántökuheimild í þessu skýni, samkvæmt upp- lýsingum frá síldarútvegsnefnd varðandi stofnkostnaðinn. IMauðungaruppboð Húseignin Vitastígur 10, Hafnarfirði, þinglesin eign Magnúsar Finnbogasonar, verður, eftir kröfu lög- mannanna, Eyjólfs Konráðs Jónssonar og Jóns Magnússonar sela á opinberu u-ppboði, sem fram fer á eigninni sjálfri iöstudaginn 22. þ. m. kl. 3 s. d. — Uppboð þetta vai auglýst í 62., 64. og 66. tbl. Lög- birtingablaðsins. i .Bæjarfógetinn í Hafnarfirði. Framtíðarstarf Aðstoðarmaður- eða stúlka óskast að fiskideild at- vinnudeildar háskólans. Stúdentsmenntun æskileg. Skriflegar umsóknir sendist fyrir 28. þ. m. Atvinnudeild Háskólans, Skúlagötu 4 Verkamannafélagið Dagsbrún Reikningar Dagsbrúnar fyrir árið 1962, liggja frammi í skrifstofu félagsins. Stjórnin.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.