Morgunblaðið - 20.03.1963, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Miðvikudagur 20. marz 1964
JMírrgmiM&foií)
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að\lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakió.
I
HRÆÐAST EIGIN ORÐ
¥ jóst er nú orðið, að Fram-^
sóknarmenn eru dauð-
skelkaðir út af afstöðu sinni
í landhelgismálinu. Þeir fixma
að ábyrgðarleysi þeirra og
stóryrðavaðall er hvarvetna
fordæmt af góðum mönnum
og reyna því að draga í land.
Þannig er skrifuð ritstjórn-
argrein í Tímann í gær, þar
sem því er haldið fram, að
Framsóknarmenn hafi aldrei
ætlað sér að rifta landhelgis-
samningnum, heldur ætli þeir
„að vinna að því að fá Breta
til að falla frá samningnum,
m.a. á grundvelli þess að
hann sé nauðungarsamning-
ur“.
Síðan er Tíminn svo bama-
legur að ráðast að Morgun-
blaðinu og segja það skrökva
því upp, að Framsóknarmenn
hafi sagzt ætla að rifta samn-
ingnum. Ekki nennir Morgun-
blaðið að rekja enn einu sinni
öll stóryrði Framsóknar-
manna um þetta mál, en get-
ur til dæmis minnt á ummæli
blaðsins 4. marz 1961, þar sem
segir orðrétt:
„Þess vegna munu íslend-
ingar aldrei viðurkenna samn
inginn við Breta, hvernig svo
sem atkvæði kunna að falla
á Alþingi fslendinga“.
Þarna er að visu ekki sagt
að rifta eigi samningnum,
heldur beinlínis að hann öðl-
ist aldrei gildi, se markleysa.
Og mörg orð önnur í sama
dúrnum voru látin falla. Það
veit raunar öll þjóðin og er
því ástæðulaust að munn-
höggvast um það atriði við
Framsóknarmenn.
En ótti þeirra við eigin orð
og gerðir er ánægjulegur.
Þeir eru nú komnir á undan-
hald í því máli, sem þeir ætl-
uðu að láta sér duga bezt í
komandi-kosningum. En þar
með er ekki sagt, að fram-
koma þeirra í þessu máli
verði látin liggja í þagnar-
gildi. Morgunblaðið mun
minna á hana, því að hún gef-
ur góða mynd af starfsaðferð-
um Framsóknarmanna undir
núverandi stjórn flokksins.
Þar eru blekkingar og stór-
yrði í hávegum haft, en
minna tillit tekið til hags-
muna þjóðarinnar.
AFSTAÐAN
TIL EBE
Framsóknarmenn hafa lýst
því yfir, að þeir telji, að
Viðreisnarstjónuin muni fara
líkt að í hugsanlegum samn-
ingum um viðskiptamálefni
við nágrannaríkin, eins og
hún gerði í landhelgismálinu.
Þessu sjónarmiði geta stjórn-
arflokkamir vel unað, en hitt
er rétt að benda á, að fram-
koma Framsóknarmanna í
þessum málum hefur verið
svipuð og í landhelgismálinu,
og þess vegna er þeim ekki
treystandi.
Öll afstaða Framsóknar-
manna til Efnahagsbanda-
lagsmálsins hefur einkennzt
af blekkingum og æsingum.
Þar hefur verið ráðizt með
dylgjum og brigzlyrðum að
jafn vinveittum þjóðum og
Dönum í þeim tilgangi að
koma því inn hjá lesendum,
að allir sætu á svikráðum
við okkur íslendinga og al-
þjóðasamskipti einkenndust
af því, að stærri þjóðimar
reyndu að leggja þær smærri
undir sig.
Með slíku hugarfari ná ís-
lendingar .aldrei fram nauð-
synlegum rétti. Þeir menn,
sem slíkan málflutning reka,
dæma sig úr leik í heilbrigð-
xun og heiðarlegum samskipt-
um manna og þjóða.
Þótt við íslendingar vild-
um, þá gætum við ekki ein-
angrað okkur eins og um-
horfs er í heiminum í dag.
Einangrunarstefna Framsókn
armanna er fráleit og gæti
ekki leitt til annars en stöðn-
unar og afturfarar. Við Is-
lendingar höfum líka sýnt
það í alþjóðlegum samskipt-
um, að við erum fullfærir um
að sjá hag okkar borgið.
Framsóknarmenn fara ekki
dult með það, að Þórarinn
Þórarinsson sé megintals-
maður þeirra í utanríkismál-
um. Þetta er sá maður, sem
lengst hefur gengið í öfgum
og stóryrðum, bæði í land-
helgismálinu og Efnahags-
bandalagsmálinu. Það er
þessi maður, sem á að verða
utanríkisráðherra, ef Fram-
sóknarmönnum tekst að
mynda stjóm. Það þurfa
menn að hafa hugfast, og
þeir munu ekki margir, sem
treysta því að honum tækist
giftusamlega að stjórna sam-
skiptum okkar við aðra.
BYGGJNGAR
BORGARINNAR
U'ins og kunnugt er hafá
^ borgaryfirvöld Reykja-
víkur um langt skeið lagt sig
fram um að aðstoða fólk við
að komast í gott húsnæði.
Meginstefnan hefur verið sú,
að leitast við að gera sem
allra flestum kleift að eignast
sínar eigin íbúðir.
Þessa stefnu hafa komm-
únistar og raunar fleiri talið
hæpna. Þeir hafa lagt megin-
Soestdijk. Er einnig haft eftir
áreiðanlegum heimildum, að
útbúinn hafi verið hádegis-
verður í tveim höllum, til þess
að torvelda hugsanlegt tilræði
við forsetann.
Þegar til kom, lent flugvél
forsetahjónanna á Ypenburg
flugvelli, skömmu fyrir há-
degi. Tók Josef Luns, utan-
ríkisráðherra Hollands, á móti
þeim og herhljómsveit lék
„Marseillaise“. Þaðan var ekið
til hallarinnar Ten Bosch og
snæddur hádegisverður ásamt
u. þ. b. tuttugu gestum.
Að snæðingi loknum ræddi
de Gaulle við Lunz, utanríkis-
ráðherra, og er haft fyrir satt,
að viðræðurnar hafi snúizt um
kala Hollendinga í garð
Frakka, eftir að upp úr slitn-
aði viðræðunum í Briissel um
aðild Bretlands að Efnahags-
bandalagi Evrópu. Lunz hefur
verið mjög harðorður í gagn-
rýni sinni á afstöðu frönsku
stjórnarinnar í því máli.
De Gaulle í Hollandi
I SVO sem skýrt var frá í Mbl.
sl. sunnudag komu de Gauile
Frakklandsforseti og kona
hans Yvonne de Gaulle í heim
sókn til Júlíönu Hollands-
drottningar og Bernhárds
prins sl. laugardag. Meðfylgj-
andi myndir voru teknar við
það tækifæri, — á annarri er
utanríkisráðherra Hollands,
Josef Luns, að heilsa forsetan-
um við komuna til Ypenberg
flugvallarins í Haag — hin
myndin sýnir Júlíönu drottn-
ingu og gestina skoða mál-
verkasafn Woods-hallarinnar í
Haag.
Á myndinnl eru talið frá
vinstri: Frakklandsforseti, Hol
landsdrottning, frú de Gaulle,
Margrét prinsessa, Bernhard
prins og Beatrix, krónprins-
essa.
Heimsókn de Gaulle-hjón-
anna stóð aðeins yfir í þrjár
klukkustundir en varúðarráð-
stafanir vegna hennar voru þó
meiri en nokkru sinni fyrr
hafa verið gerðar í Hollandi
á friðartímum.
Engar upplýsingar voru
gefnar um það, hvenær né
hvert de Gaulle kæmi — að-
eins vitað, að hann og kona
hans áttu að snæða hádegis-
verð með hollenzku konugs-
fjölskyldunni í einhverri hinna
konunglegu halla.
Öflugur lögregluvörður vaf
við þrjá flugvelli — tvo í ná-
grenni Haag og einn í ná-
grenni konungshallarinnai
Skagfirzkur gleð-
skapur á Hótel Sögu
ÉG, GAMALL bóndi úr Skaga-
firðinum, var staddur í Reykja-
vík, og vitanlega boðinn á Skag-
firðingamótið í Sögu, Bænda-
höllinni, sem sagt er að við
eigum, bændurnir.
Vitanlega var þetta viðburður
fyrir mig, að sjá þarna hluta af
margumtöluðu stórhýsi, og eiga
svo von á að sjá og hitta gamla
vini. Mér var sagt að þarna væri
um 500 manns, fjölmennasta
Skagfirðingamót sem haldið
hefði verið. Þetta er ekkert fjós,
góðir hálsar, í slík salarkynni
áherzlu á, að bcrgin byggði
leiguhúsnæði, þv'i að ástæðu-
laust væri að auðvelda fjöl-
skyldunum að eignast eigið
húsnæði.
Enn fylgir Reykjavíkur-
borg því meginsjónarmiði, að
aðstoða fólk við að eignast
íbúðir, en hinu er auðvitað
ekki að leyna, að þeir eru til,
sem ekki geta eignast sínar
íbúðir. Þessu fólki þarf að
hjálpa og það hefur verið
hefi ég raunar aldrei komið, en
fannst þó að þessi stóri salur,
með öllum sínum ranghölum,
væri ekki hentugur til kynninga-
funda fólks, enda var ég fyrst
vondaufur um að ég fengi að-
stöðu til að hitta og sjá gamal-
kunn andlit.
Við vorum sett niður við borð,
þar sem framreidd var súpa, lík-
legast skagfirzkt lambakjö't og
annað góðgæti. Sr. Gunnar í
Glaumbæ flutti minni Skaga-
fjarðar, skagfirzk ungmær söng
af mikilli prýði og reykvískir
skemmtikraftar gerðu sitt bezta
gert með því að borgin á all-
mikinn f jölda leiguíbúða, sem
þó hefur ekki nægt, þannig
að nú hefur verið ákveðið að
auka við þessa íbúðaeign
borgarinnar til að bæta úr
brýnni þörf.
En hér er síður en svo að
um stefnubreytingu sé að
ræða. Áfram verður megin-
áherzlan lögð á það að sem
allra flestir eignist eigin íbúð-
ir. —
til að gera okkur kvöldið ánægju
legt.
Þarna var svo vítt til veggja
og margt um mann, að þó maður
sé vanur smalamennsku í Skaga-
firði, þá varð ég hálf ráðvilltur i
þessari skilarétt.
Löngun mín var mikil að sjá
og finna hlýtt handtak gamalla
vina, en að framkvæma slíkt 1
þessu völundarhúsi bændasam-
takanna virtist mér ekki heiglum
hent. Ef til vill var það ekki
kurteisi, en ég tók það ráð að
ganga milli borða og vita hvað
ég sæi af kunnugum andlitum.
Og viti menn: þarna þekkti ég
býsna mörg andlit, en þó aðal-
lega af eldri stofninum, og hand-
tökin urðu mörg, sem ég naut
að þrýsta, því alltaf er ylur i
handtökum gamalla, góðra vina.
þarna dansaði ég við gamlar kær
ustur, en kliðurinn var svo mik-
ill, að samtöl urðu að vera í ná-
vígi Það urðu því úr þessu
vangadansar — já, út x allan
skollan getur maður leiðzt 1
Reykjavík, og svo horfði konan
mín á þetta, og sem betur fór
gerði hún grín að karli sínum, en
í svona félagsskap verður maður
sem ungviði að vori og gleymir
í svip áhyggjum og amstri bónd-
ans, og er það nauðsynlegt ein-
staka sinnum. En Bændahöllin.
þetta stórhýsi okkar, sem ber
raunar vott um stórhug og fram-
tak íslenzkrar bændastéttar, er
glæsileg, því verður ekki neitað.
Ég þakka Skagfirðingafélagintt
ánægjulega kvöldstund.
— Björn í Baa.