Morgunblaðið - 20.03.1963, Síða 23

Morgunblaðið - 20.03.1963, Síða 23
Miðvikudagur 20. marz 1963 MORCUNBL4ÐIÐ 23 Fjórir brunar hafa orðið í Gullfossi BRUNINN í Gullfossi I þurr- kví Burmeister og Wain sL mánudag og er sá fjórði, sem hefur orðið í skipinu. Þrívegis kom upp eldur í því árið 1949 á rneðan það var í smíðum. í tvö fyrstu skiptin varð tjón smávægilegt, en í því þriðja fórust 4 menn, hinn 21. des- ember 1949. í öll skiptin kvikn aði í, þegar verið var að vinna við korkeinangrun í lesL Þegar flett er upp í Morg- Iunblaðinu hinn 22. desember 1949 má sjá eftirfárandi frétt á forsíðu frá Páli Jónssyni. „Hryllilegur eldsvoði í „Gullfossi" — Tveir menn fór ust, en 4 brenndust mjög mik- ið. — Eldurinn kom upp í tjöru í lest skipsins. Einkaskeyti til Morgunbl. KAUPMANNAHÖFN, 21. des. — Mikill eldsvoði varð í Gull- fossi hinum nýja í skipasmíða- stöð Búrmeister & Wain í morgun. Fórust tveir danskir verkamenn í eldinum en fjór- ir fluttir mikið brenndir og meðvitundarlausir í sjúkra- hús. Kviknaði í tjöru í lest Eldsupptök voru þau, að neisti úr rafmagnsáhaldi kveikti í einn lest skipsins. Þar voru menn að vinna við einangrun, en það er gert á þann hátt að tjöru er sprautað á einangrunina. Yið sprauting una myndast eldfim gufa. Hef ur það komið tvisvar sinnum fyrir áður á meðan smíði Gull foss hefur staðið, að kviknað hefur í á líkan hátt, þótt ekki yrði slys af í þau skipti eins og nú. Lestin fylltist af reyk á svipstundu Lestin fylltist af reyk á svip stundu og eldblossar stóðu frá öllum hliðum. Ofsahræðsla greip verka- mennina, sem voru í lest- inni og reyndi hver, sem betur gat að forða sér upp mjóan lestarstigann og gekk þeim því ver að kom- ast upp. Nokkrir verka- menn misstu meðvitund af reyknum í lestinni og duttu þeir út af i eldhafið á lest- argólfinu. Slökkviliðsmenn með reyk- grímur og asbest-búningum, sem ekki getur kviknað i, fóru niður í lestina og tókst að ná mönnunum upp á þilfar. Tveir voru látnir og fjórir voru fluttir hryllilega brennd- ir í sjúkrahús. Erfitt björgunarstarf Ofsahræðsla grein einnig um sig meðal verkamannanna, sem voru að vinna annars staðar í skipinu, er þeir heyrðu neyðaróp félaga sinna í brenn andi lestinni. Allt björgunarstarf reyndist erfitt vegna reyks og ofsa- hræðslu verkamannanna, en þó tókst furðu fljótt að ráða niðurlögum eldsins. Ekki er talið að bygging skipsins tefjist að ráði, þar sem skemmdir urðu ekki telj- Emdi á sjálfu skipinu". Á aðfangadag jóla, 24. des- ember, birtist eftirfarandi skeyti frá fréttaritara blaðsins í Kaupmannahöfn: „Fjórir fórust í Gullfossbrun anum“. Einkaskeyti til Mbl. KAUPMANNAHÖFN, 23. des. — Tveir þeirra manna, sem skaðbrenndust er eldur kom upp í Gullfossi á dögunum, hafa látizt í sjúkrahúsi. Hafa þá fjórir dáið af afleiðingum þessa eldsvoða. Tveir dóu strax. Tveir menn liggja enn í sjúkrahúsi mikið brenndir. — Páll“. Loks birtist frétt á gamlárs- dag, laugardaginn 31. desem- ber, sem fjallar um rannsókn eldsupptakanna: „Eldsupptökin í Gullfossi kunn“. Einkaskeyti til Mbl. KAUPMANNAHÖFN, 30. des. — Rannsóknarlögreglan 1 Kaupmannahöfn hefir rann- sakað eldsupptökin í Gullfossi á dögunum og komizt að raun um, af hverju þau stöfuðu. Raftaug, sem var í lestinni í sambandi við handlampa, hafði skemmst við núning og varð skammhlaup af þeim ástæðum. Neistar frá leiðslunni, þar sem skammhlaupið varð í raf- tauginni, kveiktu í hinni eld- fimu lofttegund, sem var í lestinni. — Páll“. — Gullfoss Framhald af bls. 24. suimir skipverja voru í fasta svefni. Þegar þeir höfðu gengið úr skugga um að enginn var eftir, þar sem hættan var mest, var eldurinn orðinn mjög magnað- ur“. Síðan skýrði Viggó Maack frá því, að dönsku blöðin segðu, að eidsupptök megi rekja til koks- ofna, sem settir voru undir skip- ið til að koma í veg fyrir að dokkin frysi. „En viS getum ekk- ert um það fullyrt, það mál bíður rannsóknar". Ógætilega farið með eld í þessu sambandi má geta þess, að dönsku blöðin fullyrða, að ekki hafi verið farið nógu gæti- lega með eldinn í ofnunum. Extrabladet segir t d. í gær- imorgun (þriðjudag): „Vélamenn og verkamenn halda því fram, að hægt hefði verið að koma í veg fyrir þenn- an bruna. Þeir telja að bruna- varzla um borð í skipinu hafi verið ófullnægjandi. Þeir stað- hæfa ennfremur, að farið sé gá- leysislega með eld í öðrum skip- lim hjá skipasmíðastöðinnL Framkvæmdastjóri skipasmíða gtöðvarinnar, J. M. Barfoed, hefur lýst því yfir, að honum sé með öllu ókunnugt um, að vélamenn «ða verkamenn hafi kvartað und «n ónógri brunavörzlu“. Politiken segir: ‘ „Fulltrúi vélamanna og verka- manna hefur snúið sér til Poli- tiken og skýrt frá því, að kom- ast hefði mátt hjá brunanum. . . . Það er skipasnáðastöðin sjálf, aem annast branavörzlu skip- anna. . . . En það er ekki aðeins á Gullfossi, sem óvarlega sé farið sneð eld og tilgreinir fulltrúinn tvö rússnesk systurskip, sem hleypt var af stokkunum í janú- ar s.L Kveðst hann hafa séð snarga verkamenn reykja um borð í skipunusn, þótt bannað sé“. Blaðið segir ennfremur, að Bar foed fullyrði hins vegar, að hann hafi ekki í eftirlitsferðum sín- um um skipasmíðastöðina séð nein merki þess, að þar væri reykt, en að öðru leyti vilji hann ekkert um málið segja á þessu stigi. Berlingatíðindi segja m. a.: „Á laugardagskvöldið varð vél stjóri var við að olían, 50 tonn, hafði runnið úr botngeymum skipsins í botn þurrdokkarinnar. Tilkynnti hann þetta stjórn skipasmíðastöðvarinnar, sem gaf skipun um að slökkt væri á koks- hiturunum, sem notaðir eru til að verja dokkina frosti. Var það þegar gert, en á mánudagsmorgun voru eldglæður í þeim. Var slökkviliði Kaupmannahafnar og brunaliði skipasmíðastöðvarinnar þá þegar gert viðvart, en áður en það kæmist á vettvang varð sprengingin........ Logarnir voru svo miklir að málning flagnaði af mastri og óttast var að eldurinn breiddist út til nýrrar ferju, Danmark, sem lá þar rétt hjá. Þó vildi svo vel til, að dráttarbátur var skammt undan, og tókst að draga ferjuna úr allri hættu“. Og Berlingatíðindi halda áfram: „Þegar slökkviliðið kom á vett- vang var aftasti hluti skipshlið- arinnar rauðglóandi og var í fyrstu ekki annað unnt að gera en sprauta vatni á járnplöturnar til þess að kæla þær. Skömmu síðar hafði kviknað í korkein- angrun kæliskipsins. Þegar svo var komið, var ákveðið að kalla til fleiri reykvarða brunaliðs- menn og ennfremur sent eftir fleiri slöngum og meiri slökkvi- froðu. Komnir voru á vettvang um 20 bílar slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita. Um kl. 2 e.h. kom E. S. Ryger, slökkvistjóri, á vettvang og ákveðið var að sjóða göt á skips- hliðina til að komast að eldinum í lestarrúmum. Ennfremur var ákveðið að áhöfn skipsins skyldi ekki sofa um borð um nóttina, jafnvel þótt tækist að slökkva eldinn og var hún flutt á hótel „Kongen af Danmark“. í brunanum sprakk súrefnis- flaska og þegar súrefnið náði aft asta björgunarbátnum kviknaði í nokkrum rauðum neyðarrakett- um, sem þutu í loft upp og komu niður I annarri deild skipasmíða- stöðvarinnar, en þar var slökkt á þeim“. Blaðið segir að lokum, að bruni þessi líkist mest bruna, sem varð 21. febrúar s.l., þegar kviknaði í skipinu m/s Falstria, en þá hafði olía lekið út í þurr- dokkina á Refshaleöen. Þess má að lokum bæta við, að fréttaritari Morgun- blaðsins í Kaupmannahöfn, símar að fulltrúar verka- manna í Burmeister & Wain skipasmíðastöðinni, hafi lýst því yfir, að manntjón hefði orðið, ef þeir GO verkamenn, sem unnu daglega við Gullfoss, hefðu ekki verið við morgun- verð, þegar eldurinn kom upp. Að Iokum segir fréttaritarinn, að tjónið af brunanum hafi ekki enn verið full-komlega áætlað, en tölurnar 2—10 milljónir (dansk- ar) hafi heyrzt nefndar. Stjórnarandstaðan STJ ÓRNMÁLANÁMSKEIÐ Heimdallar heldur áfram í kvöld kl. 20.30 í Val- höll. Þá flytur Ingólfur Jónsson, landbúnaðar- ráðherra, erindi, sem hann nefnir: „Stjórnarand- staða Framsókn- ar og kommún- ista“. Námskeiðið hefur verið fjöl- sótt. Nýir þátttakendur geta enn látið skrá sig í síma 1 71 02. Fulltrúar Sjóvú fylgjast með rannsókn Gullfoss-krunans MORGUNBLAÐIÐ -félkk þær upplýsingar hjá Eimskipafélag- inu í gær, að Yngvi Pálsson fulltrúL sem hefur með trygg- ingar félagsskipanna að gera, fari utan til Kaupmannahafnar, vegna brunans á Gullfossi. Jafn framt skýrði Stefán G. Björns- son, forstjóri Sjóvátryggingarfé- lagsins, Morgunblaðinu frá því í gær, að Gullfoss hafi verið vá- tryggður hjá félaginu, og fari þeir utan til Kaupmannahafnar á vegum félagsinS' Sigurður Egils- son og Ágúst Fjeldsted, hæsta- réttarlögmaður. Munu þeir fylgj ast með rannsókn þessa máls, fyrir hönd félagsins, en Reum- ert, sonur Pouls Reumert, leik- ara, af fyrra hjónabandL þekktur lögfræðingur í Kaupmannahöfn, annast lögfræðistörf fyrir félagið þar í borg. Steíán sagði enn- fremur, að Hallgrímur Thomsen, sonur Ditlevs Thomsens, fyrr- um kaupmanns í Reykjavík, sé lögfræðingur Eimskipafélagsins í Kaupmannahöfn. GERT VERÐUR VIÐ SKIPIÐ. Þá skýrði Stefán Morgunblað- inu ennfremur frá þvL að ákveð ið hafi verið að gera við skipið. Viðgerð fer fram í Burmeister & Wain og vonast til þess, sagði Stefán, að henni verði lokið í júlímánuði næstkomandL og — Flugvélin Framhald af bls. 1. um radarmiðun, vindstöðu og sagðist vera að missa vélarafl. Bravo náði vélinni í radar sinn og miðaði hana 186 gráður rétt- vísandi í 27 mílna fjarlægð en missti hana síðan af radarnum og hélt þá þegar á þann stað er það hafði miðað hana. Eftir þessari miðun takmarkaði skipið leitarsvæði sitt og flugvélanna. Ástæðan til þess að ekki var óskað fleiri flugvéla við leitina var þessi nákvæma miðun skips- ins svo og það, að leitarskilyrði voru mjög slæm í fyrradag og skipið varð að stjórna leit vél- anna með radar sínum. Það sem einnig staðfestir fjar- lægð flugvólarinnar frá skipinu eru fjarskipti hennar og skipsins á VHF, en litlar líkur eru til að þau fjarskipti hefðu getað farið fram á lengri veigalengd en sem svarar 100 mílum miðað við að vólin var í 13000 feta hæð. Sem fyrr segir hefir ekkert fundizl sem bendir til þess hver afdrif flugvélarinnar hafa orðið. Leit var enn haldið áfram í gær, en ekki hafði borizt svar frá yfirstjórn leitarinnar í Tor- bay hve lengi hún myndi standa. Leitarskilyrði voru allgóð í gær. jafnvel fyrr ef skipasmíðastBð- inni tekst að £á nægilegan mann skap til að annast viðgerðar- störfin. Að lokum sagði Stefán G. Björnsson, að lausleg áætlun í gær, þ.e. þriðjudag, á skemmd- um skipsins, gerði ráð fyrir þvi að viðgerðin muni kosta sem svarar þriðjungi vátryggingar- upphæðar skipsins, eða um 3. rnillj. d. krónur. En á öðrum stað í blaðinu er það hsift eftir fréttaritara þess í Kaupmannahöfn að sérfræðing. ar telji að tjónið sé einhvers- staðar á milli 2—10 milljónir króna (danskar). — Tónlistarskólar Framh. af bls. 8. sambandi og við aðra fram- kvæmd laganna kvatt til að- stoðar sérfróða menn í tónlistar- málum. Þá kveður frumvarpið á um, að ráðuneytið skuli í sam- bandi við undirbúning fjárlaga hverju sinni gera tillögur um fjárveitingu til hvers tónlistar- skóla um sig með hliðsjón af starfsemi og fjárhagsafkomu hans síðasta starfsár. Styrkur skal veittur tónlistar- skólum til hljóðfærakaupa eftir því sem fé er veitt til í fjár- lögum, en má þó ekki nema hærri upphæð en Y3 a-f andvirði hljóðfærisins. Loks er heimilt að veita styrki til tónlistarkennslu á stöðum, sem ekki fullnægja skilyrðum um rekstur tónlistarskóla, en styrkhlutafall má þó aldrei vera hærra en gildir um tónlistar- skóla. — Grænland Framih. af bls. 2 getrm farið í nokkurra daga veiðiferðir á hundasleðum. Að lokum nittum við að máli Winther, sem er verk- fræiingur að mennt og hefur nú eftirlit með öllum veður- athugunarstöðvunum á aust’jr stronó Grænlanus. — Hvað eru margir menn í stóðvunum á austurströnd- inni’ — Það eru i.18 menn I 8 stöðvum. — Þetta eru allt Danir, er ekki svo? — Jú, allt Danir. — Eru þetta mikið sömu menuirnir sem eru þama ar eftir ár? — Já, langsamlega flestir, iem einu sinni hafa gefið sig í þetta, koma aftur. Það »a: eins og þeir kunni ekki við sig til lengdar í fjölmenninu eftir vistina á Grænlandi. Hárgreiðslukona óskast á Keflavíkurflugvöll. Uppl. í síma 7170. (eignalóð) við Laugarnesveg til sölu. — Tilboð óskasL Upplýsingar í Fasteignasölunni, Óðinsgötu 4. Sími 15605. Fermingarkápur Ný sending enskar fermingarkápur. L A U F I Ð, Austurstræti 1«

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.