Morgunblaðið - 20.03.1963, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.1963, Blaðsíða 24
Kostnaðaráætlun um Álftanesflugvöll MORGUNBLAÐIÐ hefur fregn- að, að í fyrradag hafi verið hald- inn fundur með flugmálaráð- herra, borgarstjóranum í Reykja- vík, flugráði og forystumönnum heggja flugfélaganna og rætt um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Jafnframt var tekin ákvörðun um það á fundi þessum, að láta gera kostnaðaráætlun um Álftanesflug völl. Eins og kunnugt er, hafa verið mjög skiptar skoðanir um gerð flugvallar á Álftanesi, en nú er talið nauðsynlegt að fá úr því skorið, hvað slíkur flugvöllur mundi kosta, ef lagður væri. Ýmsar tölur hafa verið nefndar í því sambandi, allt frá 300 milij. upp í 800 millj. kr. Morgunblaðið talaði i gær við Ingólf Jónsson, flugmálaráðherra, og spurði hann um mál þetta. Ráðherrann sagði; „Ég hef áður látið í ljós mína skoðun á þessu máli, en tel eigi að síður nauð- synlegt að fá úr því skorið, hvað flugvöllur á Álftanesi mundi kosta“. Óhemjuafli Ólafsvíkurbáta Löndunarstöðvun — Mikil atvinna ÓLAFSVÍK, 19. marz. Hér er nú landburður ai fiski, og koma bátarnir að með óhemju afla, 20—40 tonn á bát eftir nóttina. Löndunar- stöðvun er nú hjá Kirkju- sandi h.f., sem vísar bátum sínum til Keykjavíkur. Hrað frystihús Ólafsvíkur, sem einnig hefur á leigu Hróa h.f. hefur enn undan. Mikil at- vinna er hér um þessar mund ir og engin móðuharðindi á neinu sviði. Vandræði eru helzt af vinnuaflsskorti. Átta bátar eru á þorsikanetum, og hafa þeir fengið 1890 tonn í 118 róðruim frá 1. marz. Hafa þeir fengið að meðaltali 16 tonn í sjóferð. Aflahæstur það sem af er marzmánuði, er vb Jón Jónsson með 261 tonn í 16 róðr- uim, en bátarnir eru mjög jafn- ir. Hefur svona almenn aflahrota ekki þekkzt hér áður. Á laugar- Frakkar sprengja Algeirsborg, 19. marz. STJÓRNIN í Alsír skýrði frá því í tilkynningu, sem birt var í dag, að Frakkar hafi í gær (mánudag) sprengt kjarnorkusprengju neðanjarð ar á Saharaauðninni í til- raunaskyni. Hefur Alsír- stjórninni borizt opinber til- kynning frönsku stjórnarinn- ar þessa efnis. Alsírska stjórnin birti til- kynningu sína eftir sérstakan ráðuneytisfund, og segir þar að tilraun Frakka hafi skap- að alvarlegt ástand. Hefur alsírska þingið verið kvatt saman til aukafundar á morg- un til að ræða málið og mun Ben Bella forsætisráðherra flytja mjög þýðingarmikla ræðu á fundinum. Frönsku stjórninni hafa borizt harðorð mótmæli víða að. — dag komu hér á land 225 tonn. l>á var meðalafli 28 tonn á bát og aflahæstur vb Valafell, sikip- stjóri Jónas Guðmundsson, sem fékk 41,5 tonn. Á sunnudag var aiflinn 202 tonn, og var þá vb Jón Jónsson hæstur með rúmar 37 leistir. Aflahæsti bátuirinn frá ára- mótum (bæði á línu og net) er Vb Hrönn með 518 tonn í 50 sjóferðum. Skipstjóri á Hrönn er Rafn Þórðarson. Hér er blómleg atvinna, eins og fyrr segir, og allir að ham- ast í fiski. Danskt skip er hér í dag að taka saltsíld til útflutn- ings. Tvö skip bíða þess að kom- ast að, vs Drangjökull, sem tek- ur fisk á Ameríkumarkað, og olíuskip. — Fréttaritari. Þessi mynd sýnir danska slökkviliðsmenn berjast við eldinn um borð í Gullfossi. Slökkviliðsmennirnir fara heim eftir erfitt starf. Guflfoss mjög illa útleikinn Dönsku blöðin segja: Ovarlega farið með eld hjá Burmeister & Wain MORGUNBLAÐIÐ átti I gær símtal við Viggo Maack, skipaverk- fræðing Elmskipafélagsins, en hann er nú staddur í Kaupmanna- hofn eins og skýrt er frá annars staðar í blaðinu. Viggó Maack mun fyrstur IsXendinga hafa orðið eldsins var í Gullfossi. Þegar hann var að ganga frá borði heyrði hann allt í einu að -ödd hróp- aði' Udebr. nd; þ e. eidur! Viggó segist þá hafa orðið eldsins var í afturhlutu skipsins og hlaupið að brunaboða og kallað á slökkvi- liðið „Ég ýtti á hnappmn í brur.aboðanum,“ sagði hann, „og mér fannst líða eilífð meðan ég stóð þarna.“ Fréttaritari Morgunblaðsins í Kaupmannahöfn, Rytgárd, símaði í gær, að kl. 4 á þriðjudagsmorgun hafi loks tekizt að slökkva eldinn í Gullfossi. Hann segir að skipið sé mjög illa útleikið. Aft- an til er allt brunnið innan úr því, og auk þess gat á síðunni, sem slökkviliðið varð að skera til þess að komast að eldinum, þar sem hann var mestur. Brunnir þilfarsplankar, undnar járnplötur var það sem mest bar á. Tvær kælilestir, mikill hluti af káetum 2. farrýmis og klefar vélamanna er brunnið innan. Helzt lítur út fyrir að byggja þurfi upp allan afturhluta skipsins, segir Rytgárd, fréttaritari Morgunblaðsins ennfremur. Samtalið við Viggo Maack í fyrrnefndu samtali Morgun- blaðsins við Viggó Maack, sagði hann m. a. þetta: „Eldurinn byrjaði, eins og blöðin segja, í dokkunni, en við vitum ekki nákvæmlega hvernig upptökin voru, því enn er málið ekki rannsakað niður í kjölinn, en þau hafa verið rakin til koks- ofna 1 dokkinni. Ég hef verið að líta ofan í lestina í dag og það er hroða- legt að sjá, hvernig þar er um- horfs. Nú er verið að grafa þar | og rannsaka, hvað gerzt hefur. Ég hafði skroppið niður í skip og vorum við á leið frá borði, þegar við heyrðum allt í einu að kallað vax: „Eldur!!“ í>á van,t- aði klukkuna 15 mínútur £ 11 um morguninn. Ég hljóp strax að brunaboðanum. En skipstjórinn og 1. stýrimaður hlupu um skip- ið og ræstu alla sem þar voru, Framh. á bls. 23 2,4 millj. aukin fram lög til bókasafna RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram frumvarp á Alþingi, sem felur í sér stórkostlega hækk- un á framlögum ríldsins til al- menningsbókasafna og er gert ráð fyrir, að sú hækkun muni nema alls 2.351.696 kr. á næsta ári og verður fjárveitingin þá samtals 3.792.946 kr. Þannig hækka framlög rík- isins til bæjar- og héraðsbóka- safna úr 675.000 kr. í 2.362.946 kr. framlög til sveitarbóka- safna og lestrarfélaga úr 485 þús. kr. í 750 þús. kr. til bóka- safna í heimavistarskólum og öðrum opinberum stofnunum úr 115 þús. kr. í 180 þús. kr. og loks framlag til húsabóta úr 166.250 kr. í 500 þús. kr. eða alls um tæpar 2,4 millj. kr. Þeirri aðalreglu er fylgt í frumvarpinu að tvöfalda fram lög til almenningsbókasafna, sem kveðið er á um í núgild- andi lögum, þó með allmiklum frávikum til leiðréttingar á misrétti, t. d. hvað viðvíkur héraðsbókasöfnum, og til frek ari úrbóta, þar sem þess er brýn þörf. Sjá nánar bls. 8.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.