Morgunblaðið - 20.03.1963, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 20. marz 1963 MORGU1SBLAÐ1Ð 13 Johann Runge sendikennari skrifar um Eðlisfræðingana eftir Fredrich Diirrenmatt MEÐ FRUMSÝNINGUM hinna nýju verka þeirra Max Frisch og Friedrich Dúrrenmatt leikárið 1961/62 stóð leikhúsið í Zurich í einni svipan fremst þeirra leik- húsa, er flytja leikrit á þýzkri tungu. Á þessu leikári var „Andorra“ eftir Max Frisch sett á svið, — dæmisaga um hleypi- dóma, — þar sem rakin er saga ungs manns, sem ranglega er tal- inn vera Gyðingur og álítur loks sjálfur, að svo sé, vill vera ann- ar en hann er, og verður þannig fórnardýr svívirðunnar Ogyðinga ofsóknanna). Leikritið „Andorra“ flytur boðskap, sem krefst and- legs framlags af áhorfendum. Jafnframt fjallar þetta leikr.it um ímtímavandamál og vekur sterk geðhrif, sem eiga að kalla menn til sjálfsrýni. Þetta er örvænting arákall á samvizku manna og Skynsemi. Áþekkan tilgang hef- ur einnig Friedrich Dúrrenmatt með gamanleik sínum á þessu sama leikári, en hann notar gjör ólík stílbrögð og fjallar um annað viðfangsefni nútímavandamála í leikriti sínu. Gamanleikurinn „Eðlisfræðingarnir“, sem frum- sýndur var 22. 2. 1962 í leikhúsinu í Zúrich, er hrikaleg spémynd, gerð um þá hugmynd, að skynsem in knýi eðlisfræðinga nútímans til þess að fela sig í vitfirringa- hæli, eigi þeir að forða heiminum frá tortímingu. Þessa efnisskýr- ingu, sém leikgagnrýnendur hafa látið frá sér fara, skal nú athuga nokkru nánar. Þetta tveggja þátta gamanleik rit hefst á gráglettnum fyrri þætti, þar sem slegið er á alla strengi gamanleiksins. Leikin er á enda hin alþekkta „vitfirringa- gletta“, að vitfirringar telji sjálfa sig einu mennina með fullu viti í umhverfi sínu. Þátturinn hefst á því, að vitfirringur hefur myrt hjúkrunarkonu, . . . og með öðru morði fyrir opnum tjöldum lýk- ur þessum afskræmislega fyrri þætti. Þetta eru annað og þriðja morðið innan þriggja mánaða. Þessi morð vekja að vísu alls ekki meðaumkun áhorfenda, þau vaida fremur kæti og spennu, líkt og tíðkast í lélegum glæpareyfur- um: Hver skyldi verða sá næsti eða sú næsta? Hvernig fer þetta? Þessi þáttur er gamanleikurinn á undan hinum mikla harmleik, sem þjarmar að áhorfendum í síð ari þætti, — en vekur ef til vill einnig nokkra kæti. Nú fá áhorf endur að vita ástæðurnar fyrir morðunum og fyrir bjálæði eðlis fræðinganna. í þessum síðari þætti tekur Friedrich Dúrren- matt afstöðu til aðkallandi nú- tímavandamáls. Til skýringar verðum við að athug-a nánar mik- ilvæga staði í aðalatriðum leikrits ins, þegar eðlisfræðingarnir þrír halda, að enginn hlýði á mál þeirra. Grímur þeirra Newtons, Einsteins og Salomons konungs (:Möbius eðilsfræðingur) eru fallnar. Andlega heilbrigðir menn halda uppi samræðu. Rætt er um ébyrgð eðlisfræðinga. (Möbis:) „Vísindi okkar eru orðin ógn- þrungin, rannsóknir okkar háska- legar, þekking okkar banvæn. Okkar eðilsfræðinga bíður upp- gjöfin ein frammi fyrir veruleik- anum. Hann er ekki vaxinn okk- ur. Hann tortímist fyrir okkar eök. Við verðum að afturkalla þekkingu okkar, og það hef ég gert“. . . . „Aðeins í vitfirringa- hæli erum við frjálsir. Aðeins í yitfirringahæli megum við hugsa, eins og nú er komið. í frelsinu eru hugsanir okkar tundur“. . . . »1 dag er það skylda hugvits- mannsins að öðlast enga viður- kenningu .... Annaðhvort dvelj umst við áfram í vitfirringahæl- inu eða heimurinn verður eitt allsherjar vitfirringahæli. Annað hvort afmáum við okkur úr minni mannanna eða mannkynið afmá- ist af jörðinni". í gervi vitfirringa ætla eðlisfræðingarnir að varð- veita leyndarmál vísinda sinna og breyta sér því aftur í vitstola menn. Newton: „Vitstola en vitr- ir“. Einstein: „Fangar en frjáls- ir“. Möbius: „Eðlisfræðingar en saklausir". í þessum setningum felst þegar túlkun á leikritinu: 1) í dag knýja skynsemi og á- byrgðartilfinning eðlisfræðingana til þess að fela sig í vitfirringa- hæli. 2) Eðlisfræðingar geta aft- urkallað þekkingu sína. Þeir verða að afturkalla hana vegna ábyrgðar gagnvart mannkyninu. En þessi túlkun er aðeins að hálfu leyti rétt, því að hún nær hvorki til hinnar hrikalegu koll steypu eftir að grímurnar falla né til hinna „21 athugasemda við Eðlisfræðingana“, sem Dúrren- matt lætur fylgja gamanleik sín- um. Hin hrikalega kollsteypa: í þessu augnamiði notar Dúrren- matt í gamanleikjum sínum hið leikræna listbragð hendingarinn- ar, sem dæmir skipulagða at- höfn manna til að sigla í strand og snýr markmiði þeirra í and- hverfu þess. Þessi hrottalega koll- steypa rekur einnig hér hið skyn- samlega áform eðlisfræðinganna í strand, og liggja til þess tvær ástæður. Hin fyrri er, að „yfir- stéttarslæpingjar, æðakalkaðir stjórnmálamenn — séu þeir ekki enn við völd — hrumir milljón- erar, geðklofnir rithöfundar, hug- sjúkir stóriðjuhöldar o. s. frv., í stuttu máli allt hið andlega trufl aða úrval helmings Vesturlanda- búa“ eru stjúklingar vitfirringa- hælisins. Hin ástæðan er, að for- stöðukona stofnunarinnar, frk. dr. h.c. dr. med. Mathilde von Zahnd, síðasti umtalsverði ættliður áður voldugrar, innfæddrar ættar, pip- armey með herðakistil, er valda- sjúk og vitstola. Hún gerir hina mannúðlegu fórn eðlisfræðing- anna gagnslausa, gerir að engu, að Möbius hefur afturkallað þekk ingu sína, knýr hinn hugvits- sama eðlisfræðing til skilnings á því, að „það verður ekki aftur kallað, sem einu sinni hefur verið hugsað“. Ekki skal fjalla hér um hið vin- sæla yrkisefni nútímabókmennta, að menn innsæis, skilnings og þekkingar taki á sig þá ónáttúru af fúsum og frjálsum vilja, að einangra sig frá umheiminum að meira eða minna leyti (sbr. m.a. G. Grass: „Die Blechtrommel“). Aðeins skal athuga nánar vanda- mál „afturköllunarinnar", sem einnig felur í sér spurninguna um ábyrgð, því að þetta vandamál gerir kleift að varpa ijósi á þær ályktanir, sem gamanleikur Dúrrenmatts krefst að dregnar séu. „Afturköllunar“-hugtakið er einnig að finna hjá öðrum þýzk- um nútímahöfundum. Sögu- persóna hjá Thomas Mann varð fyrst til að bera sér þetta orð í munn. Tónskáldið Adrian Lever- kúhn í „Dr. Faustus", sem einnig er á mörkum skyggnigáfu og vit- firringar, vildi afturkálla „Ní- undu sinfoníu“ Beethovens, sem sé verk sígildrar mannúðar, og setja í hennar stað „Níundu sin- foníu mannúðarleysisins“, sínar eigin biblíutónsmíðar, sem opin- bera ógnartíðindi. Thomas Mann og Friedrich Dúr renmatt er hugleikið að skýra söguleg viðhorf. Hjá Mann er um að ræða „afturköllun" hinnar sí- gildu fagurfræði, hjá Dúrrenmatt um „afturköllun“ hinnar hefð- bundnu vísindahugsjónar, að vís- indarannsóknir séu aðeins rann- sóknanna vegna, en áhrif þeirra séu ekki á ábyrgð vísindamann- anna. Við finnum þetta vandamál „afturköllunar“ á enn öðrum stað í bókmenntunum, nefnilegá hjá Bertold Brecht í leikriti hans „Ævi Galileis". Einnig í augum eðlisfræðinga Brechts getur það haft fullan tilgang og verið óhjá- kvæmilegt að snúast gegn því, að vísindarannsóknir þeirra verði notaðar í þágu þess að tortíma mannkyninu. En stjórnmálaleg hlutdrægni leiðir Brecht til ósam- Frederich Diirrenmatt kvæmrar hugsunar og tvískinn- ungssiðfræði: Það, sem kann að vera viturlegt og óhjákvæmilegt í augum vestrænna eðlisfræðinga, þarf ekki að vera viturlegt og óhjákvæmilegt í augum kommún- istískra eðlisfræðinga. Með rökréttum ályktunum kom ust eðlisfræðingar Dúrrenmatts að þeirri niðurstöðu, að viljaátak einstaklings gæti því til leiðar komið, að þekking yrði aftur- kölluð. En gamanleikurinn end- ar ekki méð sigri hins góða mál- staðar, heldur með sigri hinnar gömlu kryppuvöxnu meykerling ar, sem krefst heimsyfirráða. Gamanleikurinn endar á aftur- hvarfi eðlisfræðinganna þriggja til vitfirringar og þessarar niður- stöðu: „Það verður ekki aftur- kallað, sem einu sinni hefur ver- ið hugsað“ (Möbius). Niðurstaða leiksins er því afturköllun fyrri afturköllunar. Gamanleikurinn endar sorglega, sjálfsfórn eðlis- fræðinganna reynist tilgangslaus. Þar er hin „21 athugasemd við Eðlisfræðingana" eru skýringar Dúrrenmatts á þessu verki hans og lykillinn að heildarverkum hans, skal vitnað hér í hinar mik- ilvægustu og hafa þær að grund- velli frekari skilgreiningar. „Menn, er ganga til verks sam- kvæmt áætlun, vilja ná ákveðnu takmarki. Hendingin leikur þá verst, þegar þeir ná takmarki þveröfugu við það, er að var stefnt, — því sem þeir óttast, sem þeir reyna að forðast (athuga semd 9). Slík saga er að vísu af- skræmisleg, en ekki fjarstæð (10). Hún er þverstæð (11). Leik- rit um eðlisfræðinga hlýtur að verða þversögn (14). Það getur ekki stefnt að inntaki eðlisfræð- innar, heldur að áhrifum hennar (15). Inntak eðlisfræðinnar varð- ar eðlisfræðinga, áhrif hennar varða alla menn (16). Það, sem alla varðar, verður aðeins leyst af öllum í sameiningu (17). Hver tilraun einstaklings að leysa af eigin rammleik það, sem alla varðar, hlýtur að mistakast (18). í þversögnunum birtist veruleik- inn (19). Sá, sem stendur and- spænis þversögnum, er á valdi veruleikans (20). Leiklistin get- ur ginnt áhorfendur til að gefa sig veruleikanum á vald, en ekki knúð þá til að veita honum við- nám, hvað þá heldur að sigrast á honum (21). Einstaklingurinn getur því hvorki frelsað heiminn með fórn sinni né breytt honum frá grunni með hugsun sinni og breytni. Þannig er fórn einstaklingsins orðin tilgangslaps nú á tímum — gagnstætt hefð hinna sígildu leik- rita —. í þessu nútímaleikriti er ekki lengur um að ræða rétt- lætingu' einstaklingsins gagnvart efsta dómi eða friðþægingu fyrir yfirsjón gagnvart yfirskilvitlegri heimsskipan, heldur um virka at- höfn í veröldinni. En einnig slíkri athöfn vill Dúrrenmatt neita um hugsanlegan árangur, meðan um athöfn einstaklings er að ræða. Ekki skal hér rætt nánar, að hve miklu leyti skoðanir þessar séu réttar. Aðeins skal þessari spurningu varpað fram: Hvers vegna skrifar Dúrrenmatt eigin- lega gamanleiki? Eru ekki rithöf- undarlíf Dúrrenmatts sjálfs, tak- mark hinna grátbroslegu gaman- leikja hans sem og ályktanir af athugasemdunum 19—21 við þetta gamanleikrit í mótsögn við skoðanir hans á árangursleysi einstaklingsathafnar? Eða gilda kenningar Dúrrenmatts aðeins um raunvísindamenn? Eðlisfræðingarnir þrír gátu ekki sem einstaklingar afturkall að þekkingu sína með eigin vilja- átaki og breytt þannig sem stað- genglar alls mannkyns, aðeins megna allir menn í sameiningu að hindra uggvænlegar afleiðing- ar þessarar þekkingar. Með öðr- um orðum: Samvizka og breytni allra verður að svara til hins mikla þekkingarárangurs einstakl inga á sviði tækni og náttúruvís- inda, þar eð þekking þessara ein- staklinga verður að öðrum kosti öllum til ógæfu. Þessar ályktanir vill Dúrren- matt eftirláta áhorfendum, sem hann stefnir í leikhúsinu til móts við veruleikann. Með þessum leik húsveruleika fær hann áhorf- endum tæki til að skilja þá hættu, sem vofir yfir heiminum. Takmark Dúrrenmatts er, að mál efni hans og mótun þess svipti áhorfendum upp úr ábyrgðar- slappri einkaveröld sinni og bindi þá sameiginlegri stjórnmála- ábyrgð Hann eggjar menn til að gangast undir drengskap hvers- dagsins, því að stjórnmál skapa aldrei hið góða, ef við sjálf ger- um ekki hið góða. Dúrrenmatt kallar menn til athafna og hugs- unar, hugsunar sem einnig er ábyrgð á tímum, sem virðast ein- kennast af tilhneigingu til hugs- unarleysis og almenns ábyrgðar- leysis. Dúrrenmatt vill ekki skýra ver- öldina í verkum sínum, hann vill hins vegar reyna að birta á leik- sviði atburði og aðstæður þess heims, sem við þekkjutn í dag. En hægt er að skýra atburði þessa og aðstæður fyrir áhorfendum, svo að þeir skilji. í augum Dúrr- enmatts er það sjálfsagður hlut- ur, að áhorfendur setji atburði leiksviðsins og atferli leikaranna í samband við eigin veruleika. Mótun sorglegs efnis í búningi gamanleiks kemur hastarlega á óvart í hefðbundnum leikritum. Mannlegir árekstrar, einnig stjórnmálalegir, árangursleysi mannlegs vilja og mannlegar yfir sjónir hafa til þessa öðlast mótun sína í hefðbundnum hádrama- tískum stíl. B. Brecht snýr þegar baki við þessari hefð í verkum sínum. Dúrrenmatt ýtir henni alveg til hliðar. Leikrit sín — einnig „Eðlisfræðingana“ — nefn ir hann gamanleiki, og það eru þeir einnig. Að baki mótunar hins sorglega í búningi gamanleiksins stendur ákveðin listskoðun, en grundvallarkenningar hennar getum við séð í athugasemd 19 og 20 hinna áðurnefndu „21 aths. við Eðilsfræðingana“: í þversögnun- um birtist veruleikinn. Sá, sem stendur andspænis þversögnum, gefur sig veruleikanum á vald. Listform gamanleiksins er skil- yrði þess, að hægt sé að setja þversagnir á svið. Hugleiðingar um vandamál sviðsetningar veru leikans leiða Dúrrenmatt einnig til gamanleikritunar. í útgáfu óperunnar „Frank V.“ stendur þessi setning: Frjálsræði hefur áunnizt, sé sú krafa látin niður falla, að samræmi verði að ríkja milli veraldarleikhúss og veru- leika. Samkvæmt túlkun Dúrren- matts sjálfs þýðir þessi setning það, að hann treystir sér ekki til þess að lýsa veruleikanum í leik- riti. Til þess álítur hann veru- leikann of voldugan, of hneyksl- anlegan, of grimman, of vafasam- an og — framar öllu — of flók- inn. Þess vegna lýsir hann ekki veruleikanum í leikriti, heldur byggir upp veruleika fyrir áhorf- endur. Leikritaskáld nýtur þess frelsis að skapa eigin heima og notfæra sér þá. Hversu mikil spémynd sem leikrit kann að vera, hversu fjarri öllum veru- leika, — getur það ekki orðið óraunverulegt, því að sérhvert leikrit er innblásið af veruleika og nærist á honum. Takmark hvers leikrits er að leika sér að að veröldirini. Þannig er það sann færing Dúrrenmatts, að leikhús sé ekki veruleiki, heldur leikur að veruleika, myndbreyting veru leikans í leikhúsi. Áhorfendur geta aðeins skilið veruleikann í þessari myndbreytingu. En í aug- um Dúrrenmatts getur þessi um- breyting veruleikans aðeins ver- ið breyting 1 þversagnir. Þannig hníga þessar hugleiðingar um sviðsetningu veruleikans —, I sambandi við óperuna (Frank V.) — aftur að skýringum Dúrren- matts á „Eðlisfræðingunum". En Dúrrenmatt er fjarri skapi að semja aðeins fjarstæðukennt leik- rit, sem engu hlutverki gegnir. Þetta sjáum við á „Athugasemd- ir um gamanleiki“. (1952), þar sem hann rökstyður ósk sína um listform gamanleiksins. „Gaman- leikur er óþægilegur, en nauð- synlegur. Verk skáldanna koma ekki við kaun harðstjóranna á þessari reikistjörnu, þeir geispa yfir sorgarljóðum, hetjusöngva álíta þeir heimskulegan upp-" spuna, þeir sofna yfir trúarskáld- skap, aðeins eitt óttast þeir: Háð- ið“. Að áliti Dúrrenmatts býr að- eins gamarileikurinn einn enn yf- ir áhrifamætti, og því er hann það listform, sem okkur hæfir. 1 augum hans eru sígildu leikritin sótthreinsuð sýniform, af göml- um vana eru þau orðin leikhús- nautn ein í augum áhorfenda. Þau eggja ekki lengur til skilgrein- ingar, en um leið skortir þau mikilvægt einkenni lifandi leik- húss, því að lifandi leikrit verður aðeins skapað af tveimur öflum, skáldi og áhorfendum. Dúrren- matt heldur nú, að eina vopnið gegn hinum munaðarsjúku fag- urkerum leikhússins sé gaman- leikurinn með möguleikum mik- illar spennu, með umbrotum, sem vekja furðu, með sterkum straumi harðra, jafnvel hrika- legra andstæðna og með sann- færingarkrafti skopsins. Með hinni alvarlegu glettni gamanleiksins „Elisfræðingarnir" reynir Dúrrenmatt enn að móta það grundvallarlögmál, sem set- ur svip á heildarverk hans, leyni lögreglusögur, smásögur, útvarps leikrit og gamanleiki: Sem ein- staklingar getum við ekki bjarg- að heiminum . . . hann er ekki lagður í hendur okkar . . . Við getum aðeins hjálpað í einstökum atriðum, ekki heildinni ._. . Þann- ig eigum við ekki að leitast við að bjarga heiminum, heldur að halda velli, — þetta eina sanna ævintýr, sem við enn eigum eftir á þessum síðbúnu tímum. Þolum veröldina með karl- Framh. á bls. 14.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.