Morgunblaðið - 20.03.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 20.03.1963, Blaðsíða 1
24 síður með BarnalesSjók 50. árgangur 66. tbl. — Miðvikudagur 20. marz 1963 Prentsmiðja Morgurblaðsins ' '' ■'* Pessa mynd tók einn af skipverjum Gullfoss, meðan afturhluti skipsins brann. Sýnir myndin mjög vel, hve gífurlegar skemmdir urðu á skipinu. — Fieiri myndir á baksíðu. Bravo sá flugvélina í radar í 27 mílna fjarlægð Leitarflugvélar fundu ekkert er benti á hvarf vélarinnar LAUST fyrir kl. 10 í gær- kvöldi í kom Loftleiðaflug- vélin, Snorri Þorfinnsson, eftir að hafa leitað 5 klukku stundir í gær og í fyrrakvöld að hinni týndu Piper-Apache vél, sem ekkert hefir til spurzt frá því kl. 7.35 að morgni mánudags. í leitarvélinni voru 9 manns, þar af tveir frá flugumferða- stjórninni hér. Þeir félagar sögðu að leitinni hefði verið mjög rögg- samlega stjórnað frá veðurskip- inu Bravo og hefðu vélarnar, sem að leitinni stóðu, flogið fram og aftur frá skipinu og haft tvaer mílur á hvort borð og mætti því segja að leitarsvæðið hefði verið „kembt“ og því nær engar líkur til að neitt það, er á sjónum hefði getað flotið, hefði farið fram hjá þeim. Þeir kváðust hafa séð spýtur á floti á sjónum, sem þeir töldu lestarborð úr togara, en ekkert það hefði sést er bent gæti til að væri úr flugvélinni. í gær var lokið að leita á svæði, *em mögulegt hefði verið að gúmbát hefði rekið frá því talið var að vélin hafi horfið. Þeir félagar af Snorra Þorfinns •yni hittu í Gander flugmann, sem var um 100 mílum á eftir íslenzku Apaehe-vélinni og var hann á samskonar vél og hugðist fara sömu leið og vél Flugsýnar. Radiótæki vélar hans biluðu og neyddist hann því til að snúa við til Gander aftur, en sá áður ský stíga upp fyrir framan sig, sem hann taldi að gætu verið hættu- leg. Flugstjórinn, Hodgins, var enn á Gander í gær er Loft- leiðavélin f ór þaðan. Fjórar flug vélar tóku þátt í leitinni í gær eða jafnvel fleiri, því þær skipt- ust á um að leita. í fyrrinótt kl. 3.15 eftir ísl. tíma kom skeyti frá Gander er nánar skýrði síðustu fjarskipti Apache vélarihnar. Vitað er að hún hafði samband við Bravo tæpri klukku stund áður en hennar var sakn- að. Skeyti það, er stöðin Lake Eon heyrði, var ekki frá flug- vélinni, eins og ráða mátti af skeytum til flugumferðarstjórn- arinnar hér í gær, heldur var þar um að ræða neyðarskeyti, sem Bravo sendi út á 500 kílól riðum eftir að skipið hafði haft samband við flugvélina á 126,7 megariðum, sem er mjög hátíð bylgja en dregur stutt, nefnd á máli flugmanna VHF. Blaðinu er ekki kunnugt um hvað nákvæmlega fór á milli vélarinnar Og skipsins, en eftir skeytum má ráða að vélin bað Framh. á bls. 23 NATO ræðir kjarnorku varnir Home lávarður i Paris | París, 19. marz (AP). HOME lávarður, utanrikisráð- herra Breta, kom til Parísar í dag, en þar mun hann sitja ráð- stefnu Atlantshafsbandalagsins, sem hefst á morgun (miðviku- dag). Báðherrann sagði frétta- mönnum við komuna til Le Bourget flugvallarins að hann hefði ákveðnar tillögur varðandi kjarnorkuvarnir bandalagsríkj- anna, sem lagðar yrðu fyrir fund inn á morgun. Ráðstefna þessi er haldin til að undirbúa ráðherrafund banda lagsins, sem haldinn verður í Ottawa í maí. Ýms fleiri riki senda utanríkis eða varnarmála- ráðherra á ráðstefnuna, oig aðal- umræðuefnið verður sameigin- legur kjarnorkuher bandalags- ins. Kvaðst Home lávarður vona að ráðstefnan í París leiddi til samkomulags, sem leggja mætti fyrir ráðherrafundinn í Kanada. Aðspurður kvaðst Home ekki bú. ast við deilum á ráðstefnunni. En spurning þessi var borin fram vegna þess að vitað er að Frakk- ar eru ekki áfjáðir í að sameina kjarnorkuvarnir NATO ríkjánna undir sameiginlega yfirstjórn. „í NATO“, sagði ráðherrann, „ræðum við ágreiningsmálin með kurteisi og vinsemd. Ég er kominn til að ræða við vini okk- ar og bandamenn í NATO, þar sem Frakkland er eitt mest virta aðildarríkið.“ í kvöld sat Home kvöldverðar- boð hjá brezka sendiherranum í París. Meðal gesta voru her- togahjónin af Windsor. HEIMDALLUR KYNNISFERÐ Nk. fimmtudag verður farill kynnisferð í Málningaverksmiðj- una Hörpu kl. 4 e. h. Farið verð- ur frá Valhöll. Félagar athugið, að þátttaka er mjög takmörkuð. „Tökum skip á leigu, ef með þarf — segir forstjóri Eimskips MORGUNBLAÐIÐ átti í gær samtal við Óttar Möller, for- stjóra Eimskipafélags íslands, sem um þessar mundir er staddur í Kaupmannahöfn, ásamt Viggó Maack, skipa- verkfræðingi félagsins. Óttarr fór til Ítalíu að líta á skip, sem félagið gæti e.t.v. fest kaup á, en er staddur í Kaupmannahöfn á heimleið. Morgunbl. spurði forstjórann, hvað félagið hyggðist fyrir í sumar, nú þegar Gullfoss hef- ur skemmzt svo mjög, að vafa mál, er hvort skipið verður siglingafært, þegar sumará- ætlun félagsins gengur í gildi. Óttarr Möller sagði við Morg unblaðið: „Við höfum ekki enn ákveðið, hvaða ráðstaf- anir við munum gera fyrir sumarið. Við vonumst til þess að fá fyrir helgina upplýsing- ar um, hversu langan tíma tekur að gera við skemmd- irnar í Gullfossi. Að sjálf- sögðu munum við svo reyna að leysa vandamálin, sem við blasa, eftir því sem efni og aðstæður leyfa. Ef nauðsyn- legt verður að fá skip til leigu í stað Gullfoss, munum við auðvitað reyna það, en búast má við að það geti reynzt erfitt. Svona skip eru ekki á hverju strái. Við mundum þurfa skip af sérstakri stærð, helzt svipað Gullfossi, byggt fyrir Atlantshafssiglingar og er hvorttveggja í senn far- þega- og vöruflutningaskip eins og Gullfoss. Sem sagt: við reynum að gera það sem hægt er til að firra vandræð- um og mæta þeim erfiðleik- um, sem krefjast úrlausnar. Ég hafði í hyggju að koma heim á þriðjudaginn, en nú dregst heimförin vafalaust eitt hvað, því ég þarf að athuga um leigu á skipi, ef sú verður raunin." Óttarr Möller sagði að lok- um: „Við viljum ekki leggja neinn dóm á það, hverjum um megi kenna, að svo slysa- lega hefur tekizt til, sem raun ber vitni. Það er lán í óláni að enginn skyldi slasast. Dauða hluti má gera við. Óhætt er að segja, að skipshöfnin á Gullfossi hafi gert allt sem unnt var til að koma í veg fyrir tjón og bjarga því, sem bjargað varð. Hún stóð sig í alla staði með prýði. Og eitt vil ég leggja áherzlu á: mér vitanlega hefur hvergi komið fram að neinn á skipinu hafi átt minnstu sök á því, hvernig fór. Það voru engin mistök af hendi skipverja, að olían fór í dokkina, og þeir marg- bentu á þá hættu, sem af henni gæti stafað. Ég hef hvergi heyrt getið um það, hvorki í blöðum né af hendi Burmeist- er & Wain, að okkar menn hafi átt minnstu sök á því, sem gerzt hefur. Og það er sannar- lega ánægjulegt út af fyrir sig,“ sagði forstjóri Eimskipa- félagsins að lokum. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.