Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 21.03.1963, Blaðsíða 8
morcvnblaðið Fimmtudagur 21. marz 196i Hafnargerð hundruð A FUNDI sameinaðs þings í gær svaraði Emil Jónsson sjávarut- vegrsmálaráðherra svohljóðandi fyrirspurn frá Karli Guðjónssyni: „Hvað líður framkvæmd þings- ályktunar um athuganir á hafnar- framkvæmdum við Dyrhólaey í Vestur-Skaftafellssýslu og í Þykkvabæ í Rangárvallasýslu, sem samþykkt var á Alþingi á öndverðu ári 1961? Allmiklar upplýsingar fyrirliggjandi Sagði ráðherrann, að óskað hefði verið eftir umsögn vita- málastjóra um fyrirspurnina og las ráðherrann hana upp, en i henni kom m. a. fram, að nokkr- um sinnum hefði farið fram at- hugun á hafnargerð við Dyrhóla- ey og væru því allmiklar upp- lýsingar fyrirliggjandi. Benda þær til þess, að tæknilega sé hafn argerð möguleg þar, en fram- kvæmdir erfiðar og kostnaðar- samar. Veldur því fyrst og fremst, að staðurinn er mmm fyrir opnu At- lantshafi, svo að ekki er skjól fyr- ir nokkurri haf- átt, svo að út- hafsaldan kemst óhindrað inn, en auk þess er fyrir Suðurlandi gífur legt magn af lausamöl og sandi á stöðugri ferð, sem hlýtur að valda miklum erfið leikum,- Dr. Trausti Einarsson komst að þeirri niðurstöðu 1950, að magnið næmi nokkur hundr- uð þúsundum rúmmetra á ári, en auk þess sagðist hann hafa séð brotsjóabelti um 100 m breitt, og var þó að sögn kunnugra ekki um tiltakanlega mikið brim að ræða. Árið 1957 fór fram allnákvæm dýptarmæling á svæðinu rétt fyrir austan Vík og vestur fyrir Dyrhólaey og 1861 fóru fram mælingar og bormælingar og var varð niðurstaðan sú, að hafnar gerð væri tæknilega möguleg, en bæði erfið og kostnðarsöm. Engar athuganir hafa hinsvegar farið fram við Þykkvabæ, síðan þings- ályktunin var samþykkt, og kem- ur þar hvort tveggja til, að skort- ur á sérfræðingum er mikill, en auk þess vitað, að til eru áætl- anir og athuganir á vegum banda ríska varnarliðsins um hafnar- gerð við Þykkvabæ og varð nið- urstaðan þar hin sama, að tækni- lega væri mannvirkið mögulegt en bæði kostnaðarsamt og erfitt. Sandflutningarnir atliugaðir í sumar Hins vegar segir í bréfi vita- málastjóra að alveg skorti rann- sókn á hinni hagrænu hlið máls- ins og fjárhagsgrundvelli hafnar við Dyrhólaey, en nú sem stend- ur virðist hann ekki vera fyrir hendi, þar sem um er að ræða framkvæmdir sem skipta ekki tug um heldur hundruðum milljóna króna, ef gera á mannvirki, sem að nokkru gagni má verða. Hins vegar verði að halda áfram rann- sóknunum fyrir Suðurlandi, sem án efa munu taka mörg ár, og kynnu ný viðhorf í atvinnuhátt- um þar, t. d. með tilkomu stór- virkjana og stóriðju, að skapa fjárhagsgrundvöll hafnargerðar- innar. Loks segir í bréfi vitamála- stjóra, að hingað til landsins sé kominn dr. Per Brun, prófessor við háskólann í Florida, en hann er sérfræðingur í efnisflutning- um, og mun hann rannsaka sand- flutningana við Dyrhólaey í sum- ar. Sjálfur kvaðst ráðherrann um skeið hafa verið með í athugun- viö Dyrhóiaey kostaöi milljóna um við Dyrhólaey á sínum tíma og þá sannfærzt um, að allar framkvæmdir væru þar mjög erfiðar og dýrar. Dr. Per Brun mun í sumar halda áfram verki dr. Trausta að gera eins nákvæma grein og mögulegt er fyrir sand- flutningunum við suðurströndina, en það er eitt grundvallaratrðiið, að það verði gert, og þýðir ekki um mannvirki að hugsa á þessum stað, án þess að slík athugun hafi farið fram. Bréf stjörnufræðingsins Karl Guðjónsson (K) kvaðst ánægður yfir því, að ráðherra hefði umbúðalaust játað, að ekk- ert hafi verið gert. Fagnaði hann komu sérfræðingsins, en taldi ekki fara milli mála, að ' engin raunveruleg rannsókn hafi farið fram. Kvaðst hann óánægður með það í svari vitamálastjóra, að hann skyldi láta þá skoðun í ljósi, að hann sæi engan hag- rænan grundvöll á þessari hafnar gerð, en með því taldi alþingis- maðurinn vita- málastjóra Svara Alþingi út úr og bæri ráðherra því að vita hann en ekki lesa gömul bréf, sem stj örnufræðingur hafi skrif- að fyrir rúmum áratug um sand flutning út af suðurströndinni. Fullkomnust hafnarskilyrði frá hagrænu sjónarmiði Óskar Jónsson (F) kvaðst feginn því, að málið hefði borið á góma, þar sem hann frá fyrstu tíð hefði verið mikill áhugamað- ur um hafnargerð á Suðurlandi og gjarna stefnt að Dyrhólaey. En frá sínum bæjardyrum séð er hafnarstæði þar eitt hið fullkomn asta hér á landi frá hagrænu sjónarmiði. Þar er stytzt til lands ins frá Evrópu, gjöful fiskimið fyrir utan og síld allt árið um kring, auk þess sem það væri einn þátturinn í því að stuðla að jafnvægi í byggð landsins. Lagði hann því mikla .áherzlu á, að athugunum yrði hraðað ný tækni kominn til sögunnar, svo og til- tölulega auðveldara yrði um hafn argerð í Dyrhólaey, en þar kvaðst hann eiga við hin stóru sand- dæluskip. Sennilega yrði sandur- inn því ekkert vandamál innan skamms tíma. Þorlákshöfn mikils virði , Sjávarútvegsmálaráðherra Emil Jónsson, kvað ræðu ÓJ mjög hafa borið keim af óskhyggju, sem væri skiljanlegt, þar sem hann frá blautu barnsbeini hefði alið þá von í brjósti, að unnt mætti reynast að byggja höfn í Dyrhólaey og það vildu sjálfsagt allir. En menn yrðu að horfast í augu við skilyrðin og með 20 ára reynslu sem hafnarstjóri í landinu kvaðst ráðherrann ætla að hvergi væru skilyrði erfiðari bæði frá tæknilegu og hagræna sjónarmiði. Eða hvers vegna hefði höfnin annars ekki verið byggð? Hins vegar taldi hann hafnar- framkvæmdirnar í Þorlákshöfn mikils virði fyrir Suðurland, en það væri eini staðurinn á Suður- landi, þar sem fjárhagsgrund- völlur var fyrir slíku mannvirki og mun það þó kosta 40—50 millj., þótt algjört skjól sé þar fyrir haföldunni og efnisflutmng- ar tiltölulega litlir. Þá mótmælti ráðherrann þeim orðum KG að ekkert hefði verið gert. ítrekaði hann, að öll strönd- in hefði verið mæld og boranir farið fram. Hið eina, sem eftir væri, væru sandflutningarnir, en dr. Brun mundi gera athuganir á þeim í sumar. Þá veik ráð- herrann að þeim ummælum KG að ekki þyrfti að lesa gömul bréf stjörnufræðings frá 1950 um sand flutninga við suðurströndina. Kvað ráðherrann dr. Trausta einn mesta jarðeðlisfræðing hér á landi og væru slík ummæli þvl hvorki makleg né réttlátt. Hitt væri annað mál, þótt hann treysti niðurstöðum dr. Trausta vel, þá treysti hann niðurstöðum dr. Brun betur. Þá mótmælti ráðherr Halda þarf starfsfrœðslu- daga sem víðast á landinu Á FUNDI sameinaðs þings í gær svaraði Ingólfur Jónsson at- vinnumálaráðherra svohljóðandi fyrirspurn Valtýs Kristjánssonar, sem Karl Kristjánsson gerði grein /yrir: 1. Hvað hefur atvinnumálaráð herra gert til þess að tryggja, að unglingar í dreifbýlinu eigi hið fyrsta kost á nauðsynlegri starfs fræðslu, sem þegar hefur verið hafin í Reykjavík? 2. Hvernig er áformað að verja fjárhæð þeirri, sem 16, gr., IX. liði, íjárlaga 1963 er ætluð til starfsfræðslu utan Reykjavík- ur?“ Loks spurði Karl svo, hvort fyrirhugað væri að koma á kenn aranámskeiði í starfsfræðslu. Til styrktar starfsfræðslu utan Reykjavíkur. Ingólfur Jónsson atvinnumála- ráðherra kvaðst straz GETA svar að því, að ákveðið hefði verið að stofna til starfsfræðslunámskeiðs fyrir kennara á hausti komanda. Einnig hefði menntamálaráðCherra beitt sér fyrir því, að starfs- fræðslukennsla verði tekin upp í Kennaraskóla íslands, svo að kennaraefnin læri sérstaklaga að fara með þau mál, og loks að starfsfræðsla verði tekin upp í skólunum í 12—13 ára aldurs- flokkum. Starfsfræðsludagar hefðu ver- ið haldnir 1 Reykjavík síðan 1951 eða ’52 og kvaðst ráðherrann byggja, að þeir dagar heifi haft ýmisiegt igott í för með sér og rnargir unglingar fengju þar tals verða fræðslu um hin ýmsu störf og hinar ýmsu starfsgreinar. Kvaðst hann því geta tekið undir það með KK, að þar hafi Ólafur Gunnarsson sál- fræðingur unnið þarft og gott verk. Slíkir starfs- fræðsludagar hafa oftast ein- göngu verið haldnir 1 Reykja- vík sem varð það tilefni þess, að í gildandi fjárlöigum er í fyrsta skipti fjárveiting sérstaklega ætl uð til starfsfræðslu utan Reykja víkur. Og þó hér sé ekki um háa upphæð að ræða, 30 þús. kr., sé það þó byrjunin. Kvaðst ráðherrann ekki hafa hugsað nægilega mikið um það, hvernig hún mætti koma að sem beztum notum, en hins vegar hefði hann rætt það við Ólaf Gunnarsson og þeim komið sam an um, að í þetta skipti yrði þeim bezt varið með því að styrkja starfsfræðsluna utan Reykjavík- ur. Starfsfræðsludagur á Sauðárkróki. Um næstu mánaðamót verður haldinn starfsfræðsludagur á Sauðárkróki sem Ólafur Gunnars son mun annast, og hefur ungl- ingum í Skagafjarðar- og Húna- vatnssýslu sérstaklega verið boð ið þangað. Kvaðst ráðherránn telja eðlilegt að styrkja þann starfsfræðsludag að einhverju leyti, en einnig væri sér kunnugt um, að ýmsir fleiri aðilar hefðu óskað eftir heimsókn Ólafs, oig væri sjálfsagt að styðja það, svo lengi sem það væri unnt, að gera hinum ýmsu. stöðum mögulegt að koma á starfsfræðsludegi hjá sér. Næstkomandi sunnudag verður starfsfræðsludagur í Reykjavík Og er þess vænzt, að unglingar á Suður- og Suðversturlandi komi á hann. Kvaðst ráðherrann vænta þess, að sér yrði ekki talið til ámælis þótt enn hafi ekki verið hafðar uppi miklar áætlanir í þessu sam bandi, enda Ijóst, að ekki var mikið hægt að gera fyrir fjár- veitinguna. Hins vagar taldi hann, að starfs fræðsla í skólum og ekki síður starfsfræðsludagarnir hefðu sína miklu þýðingu og væri því ekki nóg að halda þá í Reykjavík, heldur yrði einnig að halda þá sem víðast á landinu. Þar væru til sýnis hin ýmsu atvinnu tæki sem forstöðumenn atvinnu veganna skýrðu út fyrir ungling unum. En það er mikils um vert að æskan og unglingarnir kynn ist athafnalífinu. Engin vafi er á því, að mikill og góður efni- viður er í íslenzkri æsku og mik ilsvert, að hver og einn velji sér það starf, sem hann hefur áhufa á og er hneigður fyrir. A samieið með honum. Karl Kristjánsson (F) kvaðst geta lýst því yfir, að svo langt sem skoðun ráðherra hefði kom ið fram, ætti hann samleið með honum, og taldi hann 30 þús. vel varið með því að starfs fræðslufulltrú- inn hjálpaði þeim stöðum, sem þess ósk- uðu, til að skipu leSgja starfsfræðsludagana. En einnig væri heppilegt, að starfs fræðslufulltrúinn gæti heimsótt hina staðina og búið þá undir að halda slíka daga í framtíðinni. Þá kvaðst alþingismaðurinn hafa heyrt, að danskur sérfræð- ingur hafi verið fenginn til að standa fyrir starfsfræðslunám- skeiðinu fyrir kennara í haust. Kvaðst alþingismaðurinn þó hafa ætlað, að íslenzkur maður hefði verið betur til þess fallinn að standa fyrir slíku námskeiði. Stálu ekki af sulti Á MÁNUDAGSKVÖLD brutust sjö strákar inn í verzlun við Langholtsveg og stálu þar eggj- um. Ekki stálu þeir þó vegna sultar eða eggjahvítuefnaskorts, heldur gengu þeir með þýfið um Kambsveg og grýttu húsin með eggjunum. Lögreglan kom á vett vang kl. um hálftíu og náði strákunum öllum. ann árás KG á vitamálastjóra og benti m. a. á, að vitamálastjóri gæfi ráðuneytinu oft umsagnir um það, hvort líklegt væri, a<5 hafnir gætu staðið undir sér, eink um ef þær væru erfiðar og dýrar, svo að það væri ekkert nýtt. Loks endurtók ráðherrann, að hafnargerðin mundi kosta upp- hæð sem næmi hundruðum millj- óna nauðsynlegt væri, áður ea lengra væri haldið, að gera sér g'lögga grein fyrir sandflutning- unum út af ströndinni, og það yrði rannsakað í sumar. Nauðsynleg lífhöfn Guðlaugur Gíslason (S) kvaðst taka til máls, þar sem hann sakn- aði þess í umræðunum, að ekki hefði verið vikið að þvi, að við Dyrhólaey yrði eina lífhöfnin á á allri strandlengjunni frá Reykja nesi til Hornafjarðar, ef í hana yrði ráðist, en það mundi auka mjög á öryggi hinna fjölmörgu skipa, sem þar sjkla. Endurskoðun á reglum um unglingafræðslu utan kaupstaða ALÞIN GISMENNIRNIR Björn Pálssion og Gunnar Gislason hafa lagt fram þingsályktunartililögu á Alþingi um að fela ríkisstjórn- inni að gefa út nýja reglugerð um unglingafræðslu utan kaup- staða, þar sem m.a. sóu ákvæði um eftirtalin atriði: a. Aðstoð vegna ólögboðinnar unglingafræðslu utan kaupstaða verði aukin þannig, að kennarar við hana njóti svipaðra launa- kjara og við hliðstæða skóla í kaupstöðum, enda sé lágmarka tala nemenda ákveðin. b. Ákveðið verði um skiptingi* á kostnaði við milliferðir, hús- næði o.fl. milli nemenda, sveitar félaga og ríkissjóðs. c. Reglur verði settar um náma greinar og próf, sem tryggi það, að unglingaíræðslan í heima- gönguskólum sé hliðstæð og i tveimur fyrri bekkijum gagiv- fræðaskóla og miðskóla. dTCIRflARMEMIi Höfum fyrirliggjandi hin vinsælu Úm - ÞORSKAMET F R Á KRISTIANDS FISKEGARNS- F ABRIK L. ANDERSEN HF, Hafnarhúsinu. — Símar 13642 og 10671.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.