Morgunblaðið - 21.03.1963, Qupperneq 17
Fimmtudagur 21. marz 1963
MORCVISBLAÐIÐ
17
Breyting á lögum um
tekjustofna sveitar-
félaga
Á FUNDI efri deildar á þriðju-
dag mælti Jón Þorsteinsson al-
þingismaður fyrir frumvarpi sínu
um breytingar á lögum um tekju
stofna sveitarfélaga.
1 fyrra horf.
Kvað alþingismaðurinn ýmis
nýmaeli og róttækar breytingar
hafa verið gerðar með hinum
nýju lögum um tekjustofna siveit-
arfélaga. Og þó að löggjöf sú
hafi í heild ver-
ið til mikilla
bóta, sé e.kki við
því að búast, að
öll nýmæli lag-
anna fengju
staðizt til lengd-
ar. -
Nú hefur
reynslan leitt í
Ijós, að reglur
laganna um það, að ekki megi
leggja tekju- og eignaútsvör á
félcig og einstaklinga, sem at-
vinnurekstur stunda, nema í einu
sveitarfélagi, eru mjög öheppi-
fegair og hafa leitt af sér margs
konar misrétti. En samkvæmt
lögunum skal leggja á einstakl-
ing aðeins þar, sem hann á lög-
heimili, en á félag skal einvörð-
ungu leggja þar, sem aðalstarf-
semi þess fer fram. Þegar ein-
etaklingur eða félag rekur at-
Sveinn
Bjarnason
Vinnu í ffleiri sveitarfélögum en
einu, er nauðsynlegt að heimild
sé fyrir hendi til þess, að við-
komandi sveitarfélög geti lagt
tekju- og eignaútsvar á atvinnu-
reksturinn. Frumvarp þetta mið
ar að því að bæta úr þessum
annmaxka með því að taka upp
í grundvallaratriðum, en þó í
einfaldara formi en áður, reglur
útsvarslaganna gömilu á þessu
sviði.
Verður að gera breytingu
á lögunum.
Magnús Jónsson (S) sagði
m.a., að eins og mönnum væri
k'unnugt, hefði risið upp vanda-
máil vegna laga um tekjustofna
sveitarfélaga, sem ifienn gerðu
sér ekki grein fyrir, þegar lög-
gjöfin var sett. Er þar fyrst og
fremst um að ræða það mál,
sem risið hefur á Akureyri í
sambandi við útsvarsálagningu
á verksmiðijurekstuir SÍS þar.
Um það gekk
sá úrskurður,
að þessi atvinnu
rekstur væri
samkv. hinum
nýju lögum ekki
útkvarskyldur á
Akureyri, hvað
tekjuútsvar
snerti. Þessu
vildi bæjar-
stjórn Akureyrar ekki una og
hefur því áfrýjað málinu til ríkis
skattanefndar og ríkisskattstjóra.
En ljóst er, að hvernig sem sá
úrskurður fer, verður að gera
einhverja breytingar á útsvars-
lögunum til að koma í veg fyrir,
að slík vandamál' rísi.
Lausn mjög vandfundin.
Allt frá því í haust hefðu þing-
menn Norðurlandskjördæmis
eystra rætt þetta vandamál og
m.a. rætt það við formann þeirr-
Framh. á bls. 23
n
Fæddur 30. mal 1927.
Dáinn 21. janúar 1963.
Kveðja frá foreldrum.
Eins og hendi væri veifað
varð að nóttu bjartur dagur.
Dró á himin dimman skugga
dó þar geisli skær og fagur.
Góðan mann á morgni lífsins
moldin kalda örmum vefur.
Höfum varla áttað okkur
enn á því, hvað valdið hefur.
Þú varst okkar einkasonur,
æskuvon, svo hlýr og góður.
Systur þínar syrgja og gráta
eannan vin og horfinn bróður.
Þó mun konan þín og börnin.
þyngstan söknuð fá að bera.
Aumt er fyrir aldurs sakir
engum neitt til styrktar vera.
Kveðjum við þig, kæri sonur,
klökk og beygð með þakklát
hjörtu.
fyrir okkar mörgu myndir
minningarnar hlýju og björtu.
Þær fá okkur hresst og huggað
hinztu fram til lífsins stundar.
Gegnum tár við bæði brosum
bíðum örugg næsta fundar.
Efill Jónasson.
— Listasjóður
Framhald af bls. 13.
Matisse, og svo um Henrik Sör-
ensen.
Við blöðum í gegnum úrklippu
bunka með umsögnum og frá-
sögnum um sýninguna, sem
Valtýr hefur haft heim með sér,
en dönsKU og sænsku gagnrýn-
endurnir áttu í erfiðleikum með
að koma frá sér skrifum sínum
strax veg'na verkfallax í Finn-
landi. Dcmarnir eru allir mjög
vinsamlegir í garð íslendinga.
T.d. skrifar Preben Wilman í
Aktuelt:
íslenzku sýningarmyndirnar
gætu veitt tilefni til að nefna
nöfn, því þar er líka ýmislegt að
gerast. En fyrir utan þá sem ég
hef þegar nefnt (Guðmundu
Andrésdóttur, Hafstein Aust-
man og Guðmund Benediktsson)
læt ég mér nægja að benda á
hrynjanda í lit og formi í af-
strakt-myndum Valtýs Péturs-
sonar. Hann mynd.-r ásamt Svav-
ari Guðnasyni, sem ekki er með
á þessari sýningu, nýtt tímabil í
íslenzkri listasögu.
Sænsku blöðin skrifuðu einnig
lofsamlega. T.d. Stockholms-
Tidningen:
Sterklegasti þráðurinn í sýn-
ingarvefnum eru verk íslending-
anna, — frá myndrænu sjónar-
miði.
í verkum Valtýs Péturssonar,
Sigurðar Sigurðssonar, Steinþórs
Sigurðssonar og Kristjáns Davíðs
sonar er fersk og skýr hugsun
og einbeittni til sjálfstæði í tján-
ingu.
Á fyrstu sýningum norræna
listbandalagsins, bar íslenzk list
merki kynslóðamóta. Þar var
gamall akademískur landslags-
skóli án tengsla við hina ab-
ströktu og frumstæðu stefna í
málaralist og höggmyndalist. —
Myndhöggvararnir virtust þá
snjallari og siðmenntaðri en mál-
ararnir. Nú virðist þetta allt að
því gagnstætt.
Dagens Nyheter segir m. a.:
íslenzk list er jafn mótuð af
æsku sinni og hefðleysi. Höggvið
hefur verið á böndm við Dan-
mörku og listamennirnir sækja
áhrif sín meira til meginlands-
ins. Enn er ekki svo komið að
um neinn listamann sé að ræða,
sem er sannfærandi kennivald í
verkum sínum, en leitin og hin
opni hugur fyrir utanaðkomandi
áhrifum er ferskur og aðlaðandi.
Kristján Dagvíðsson, sem raunar
hefur birzt á hverri norrænu sýn
ingu í nýjum og mest megnis
lánuðum fötum, er þó í þetta
sinn meira sannfærandi en áður.
Sama er að segja um Valtý Pét-
ursson, sem hefur tileinkað sér
ágæta og persónulega litameð
ferð. Flestir hinna sýna talsvert
litskrúðugan tachisma af óá-
kveðandi tegund
Fyrir opnun sýningarinnar
skrifaði Valtýr kjallaragrein í
Hufudstadsbladet í Helsinki um
strauma í íslenzkri málaralist.
Einnig talaði hann um sama efni
í sænska útvarpið í Finnlandi og
kom líka fram í sjónvarpinu. Svo
íslenzk list var talsvert kynnt í
sambandi vi ðsýninguna.
Næsta sýning í Osló
Aðalfundur Norræna listbanda
lagsins var svo haidinn eftir opn
un sýningarinnar. Þar var ákveð-
ið að næsta sýning verði haldin
í Osló éftir tvö ár. Áætlanir voru
um að næsta sýning yrði í Gugg-
enheimsafninu í New York, og
höfðu Svíar haft um það samráð
við Hjörvarð Árnason, en meðan
fundurinn stóð yfir bárust frétt-
ir um að Hjörvarður væri á för-
um frá safninu og af sýningunni
gæti ekki orðið.
— Annað mjög athyglisvert
kom fram á þessum fundi, segir
Valtýr. Danirnii og Norðmenn-
irnir létu í ljós mikinn áhuga á
því að íslenzkir listamenn gætu
fengið aðgang að dönskum og
norskum sjóðum, því engir slík-
ir sjóðir eru hér til. Þeir hófu
máls á þvi hvort ekki væri hægt
að gera eitthvað fyrir íslenzka
listamenn, þar eð þeir væru út-
undan hvað þetta snertir og'ættu
erfitt uppdráttar. Ég held að þeir
hafi kynnzt þessu máli talsvert
er þeir komu á sýning hér í
fyrra. Þeir urðu satt að segja
hissa á að listamenn hefðu aðeins
aðgang að þessum einu litlu lista
mannalaunum og að útilokað er
fyrir nokkurn mann að lifa á
listum hér. Var á fundinum á-
kveðið að athuga málið, hvað
sem úr þessu verður nú. En vilj-
inn til að bæta eitthvað úr, er
fyrir hendi hjá listamönnum í
Danmörku og Noregi.
Norðurlöndin eiga öll nema
ísland hús fyrir listamenn á
Ítalíu og hús hvert hjá öðru, þar
sem listamenn geta dvalið um
stund, kynnzt og komizt inn í
hringiðuna. Vonandi verður þetta
haft í huga þegar Norræna húsið
verður reist í Reykjavík, segir
Valtýr. Norræna listbandalagið
hefur líka íbúð og vinnustofu í
Róm, þar sem listamenn geta bú-
ið fyrir um 1000 ísl. kr. á mán-
uði; Danir hafa hana þetta árið,
en næsta ár eiga ísiendingar að
fá hana.
Að síðustu rómaði Valtýr mjög
móttökur Finnanna, sagði að það
hefði verið sérlega ánægjulegt
að hitta fulltrúa listbandalags-
ins, sem komu hingað í fyrra og
finna hve hrifnir þeir höfðu orð-
ið af íslandi.
— En að 'koma heim úr ís,
frostum, kulda og bil á Norður-
löndum, var eins og að koma til
Suðurlanda, sagði hann að lok-
um.
Páskaferð til Kanari-
eyja og Mallorka
FERÐASKRIFSTOFAN Sunna
efnir um páskana til skemtiferð-
ar til Kanarieyja og Mallorca,
en hún hefur árlega efnt til
páskaferða til Suðurlanda, sem
samtals um 500 manns hafa tek-
ið þátt í. í fyrra var farið til
Kanarieyja með 80 manns, sem
margir hafa þegar pantað sæti
í ferðina í ár og er búið að ráð-
stafa uim helming sætanna, en
flugvél bíður farþeganna á báð-
um stöðum.
Ferðaáætlunin er skv. frétta-
tilkynningu frá Sunnu sem hér
segir:
Að þessu sinni verður Páska-
ferðin 13 dagar, eða einum degi
lengri en í fyrra. Verður flogið
með íslenzkri flugvél til Kanari-
eyja með viðkomu á írlandi eða
Lissabon og þaðan beint til Kan-
arieyja. Dvalið verður á stærstu
eýnni Tenerife, þar sem gróður
og náttúr.ufegurð er mest. Verð-
ur búið á glæsilegustu hótelun-
um þar, Valle-Max og Tenerife
Playa, sem hefir einkasundlaug
fyrir gestina, en hefir auk þess
nú látið breyta klettóttri strönd
í baðstað með hvítuxn sandi, auk
þess sem stórar sjólaugar eru
fyrir þá, sem eki vilja synda í
Atlantsihafinu. Þar er dvalið í
viku.
Síðan flýgur vélin til Mall-
orka, þar sem dvalið verður í
fjórar nætur á Hotel Bahia
Place, í Palma höfuðborg Mall-
orka, hótelið stendur alveg við
sjóinn í miðborginni en h<?fir
auk þess einkasundlaug. Þaðan
er svo flogið til London, þar
sem dvalið er einn sólarhring,
áður en flogið er til Reykjavík-
ur.
Meðan dvalið er á Kanarieyj-
um og Mallorka getur fólkið not-
ið sólar, sjóbaða og hvíldair að
vild, milli þess sem það tekur
þátt í skemmtiferðum á landi,
sem skrifstofan gengst fyrir, en
það er alveg frjálst ferða sinna
bæði þax eg eins í London, e£
það vill. Reikna má með um
30 stiga hita á Kanarieyjum og
24—28 á Mallorca.
Aðeins 5 vinnudagar.
Farið verður frá Reykjavík að
morgni skírdags, 11. april og kom
ið til Kanarieyja að kvöldi sama
dags, en til Reykjavikur verður
aftur komið 23. april, sem er
þriðjudagur, þannig að ekki
falla nema .5 vinnudagar í þessa
13 daga ferð.
íslenzkir fararstjórar verða
með í ferðinni, og flogið verður
með millilandaflugvél frá Flug-
félagi íslands sem býður eftir
farþegunum. Páskaferðin öll með
flug.ferðum og uppihaldi á dýr-
ustu hótelum kostax 14.900 kr.,
en 13.200 ef búið er á ódýrari
hóteluim.
Sunnudaginn 17. marz verður
haldið í Þjóðleikhúskjallaranum
skemtikvöld, þar sem sýndar
verða m.a. litkvikmyndir úr
páskaferð Sunnu til Kanarieyja
i fyrra og eru þangað velkomn-
ir allir úr þeirri ferð og öllum
páskaferðum Suirnu, og eins þeir
sem áhuga hafa á að kynnast
nánax þessum Paradísareyjium
hinna sólheitu Suðurlanda.
Afgreiðslumaður
P
Afgreiðslumann, helzt vanan afgreiðslu-
störfum, vantar í byggingaefnaverzlun,
sem fyrst. Umsóknir sendist í pósthólf 529
merkt: „Afgreiðslumaður — 6125“.