Morgunblaðið - 24.03.1963, Page 1

Morgunblaðið - 24.03.1963, Page 1
24 siður og Lesbók 56 árgangnr 70. tbl. — Sunnudagur 24. marz 1963 . Prentsmiðja Mcrgunblaðsins Framboðslisti Sjáifstæðisflokks- ins í Vestfjarðakjördæmi KJÖRDÆMISRÁÐ Sjálfstæðisflokksins í V estfjarðakjördæmi samþykkti. framboðslista flokksins í kjördæminu við alþingiskosninga rnar í sumar sl. fimmtudag. Listinn er þann- ig skipaður: 1. Sigurður Bjamason, ritstjóri frá Vigur, Reykjavík. 2. Þorvaldur Garðar Kristjánsson, framkvæmdastjóri, Reykjavik. Lesbókin fylgir blaðinu í dag og er | 1 efni hennar m.a.: I Bls. 1 Rembrandt, bókarkafli eftir ' Hendrik Willem Van Loon.' 2 Svipmynd: Harold Wilson. 3 Maðurinn sem ég skaut ekki, smásaga eftir André Chamson. TJngur, ljóð eftir Jónás Guð laugsson. 5 Bókmenntir: Pár Lager- kvist, eftir Xom Kristensen. 7 Daglegt líf og heimilishætt ir, f jórði og síðasti hluti frá sagnar Jónasar Magnússon- ar, Stardal, af búskap Egg- erts Briem í Viðey. 8 Hinn þolgóði leitandi, Le Corbusier, eftir Wolfgang Pehnt. 10 Fjaðrafok. 12 Bréf úr leiðindum, frá Úlfari Ragnarssyni. 15 Krossgáta. 16 Göngur fiskanna, eftir A. D. Woodhead. 3. Matthías Bjaraason, framkvæmdastjóri, ísafirði. 4. Ari Kristinsson, sýslumaður, Patreksfirði. 5. Kristján Jónsson, kennari, Hólmavík. 6. Einar Guðfinnsson, útgerðarmaður, Bolungarvík. 7. Rafn A. Pétursson, framkvæmdastjóri, Flateyri. 8. Aðalsteinn Aðalsteinsson, bóndi, Hvallátrum. 9. Séra Andrés Ólafsson prófastur Hólmavík. 10. Marzelíus Bemharðsson, skipasmíðameistari, tsafirðL Utför Valtýs Stefáns- sonar gerð í gær Skógræktarmenn bera kistu Valtýs Stefánssonar síðasta spöliun að gröfinni í Fossvogskirkjugarði. ÍJTFÖR Valtýs Stefánssonar, ritstjóra, fór fram frá Dóm- kirkjunni í gær og hófst at- höfnin kl. 10:30 fyrir hádegi. Ráóherrar og miðstjórnar- menn Sjálfstæðisflokksins báru kistuna í kirkju, en á meðan lék dr. Páll ísólfsson á orgel sorgargöngulag eftir Beethoven. Að því biinu söng Dómkirkjukórinn „Hærra minn guð til þín", en þá flutti séra Jón Auðuns líkræð una. Hann sagði í upphafi máls síns: ' „1 einum safnaða Páls postuia höfðu menn um það rætt og deilt, sem menn ræða og deila enn í dag: Hvað er dauðinn? Gg þegar þeir beina til Páls þessari spurn, verður hann ekíki ceinn Ui svars. Hiikiaust og um- búðalaust svarar bann þeim þess um orðum: „Eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, mun- um vér einnig bera mynd hins himneska.1 Umibreyting frá einu lífsformi til annars, afklæðing jarðneska holdsfatsins og íklæðing annars líkama sém er ójarðneskur og samsvarar því lífi, sem lifa skal næst í ójarðneskum heimi. Þessi var skoðun Páls og þó að sjálfs hans dómi miklu meira en skoðun ein, sem um mætti deila. Hann kvaðst boða það sem hann sjálf- ur hefði séð og reynt. Eins ör- ugglega sannfærður var hann um að hafa séð ójarðneska líkami og jarðneska. Þessvegna vefst honum sízt tunga um tönn, þegar vinir hans í Korintuborg spyrja hann um dauðann, hver hann sé. Hann svarar þeim afdráttarlaust: „Eins og vér hiöfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig l bera mynd hins himneska. Jarðneska myndin sem við ber- um er stöðugt að breytast, og sá sem háum aldri nær er marg- sinnis búinn að íklæðast jarð- neskri mynd, margsinnis búinn að skipta um líkamsgervi. Að lokum fellir sálin foldarhaminn að fullu en lífið prjónar sér nýjan ham, sem fellur að nýj- um aðstæðum í nýjum heimi. Jarðneska myndin sem Valtýr Stefánsson hafði borið í 70 ár, var glæsileg umgjörð gáfaðri mannssál. Hún er hniginn og þvi erum vér hér saman, nem- um staðar á krossgötum og lit- um um öxl yfir leiðina, sem hann lætur að baki.“ Síðan minntist séra Jón Auð- uns á bernsku- og æskuár Val- týs Stefáinssonar og sagði, að það hefði verið mikil gæfa gáf- uðu baani að alast upp á jafn- Framhald á bls. 3.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.