Morgunblaðið - 24.03.1963, Blaðsíða 12
12
MORCVNBLAÐIÐ
Sunnudagur 24. marz 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Útbreíðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að\lstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakih.
LANDIÐ ER BETRA
EN VIÐ HÉLDUM
¥ samtali því, sem blaðið átti
í gær við Hákon Bjama-
son, skógræktarstjóra, um
áhrif tíðarfarsins í ár á skóg-
ræktina í landinu, ræddi hann
m.a. um innflutning trjáfræs.
Eins og kunnugt væri hefð-
um við aðallega sótt fræ
til suðurstrandar Alaska og
vesturstrandar Noregs. Skóg-
ræktarstjóri komst síðan að
orði á þessa leið:
„Þessi innflutningur hefur
fært okkur heim sanninn um
það, að hinar gömlu skoðanir
manna um gróðurskilyrði ís-
lands voru rangar. Menn
töldu landið vera heims-
skautaland, eða því sem næst.
Nú vitum við, að gróðurskil-
yrðum hér svipar til þeirra,
sem eru á suðurströnd
Alaska og í norðurhéruðum
Noregs. Landið er lítið eitt
betra en menn héldu“.
Það er vissulega ástæða til
þess að gefa þessum orðum
gaum. Vantrúin á landið hef-
ur um aldir verið íslenzkri
þjóð fjötur um fót. Menn
töldu til dæmis í nokkur
hundruð ár, að ekki væri
hægt að rækta kartöflur á ís-
landi. Svipuðu máli gegndi
um skóginn. Forfeður okkar
eyddu að mestu þeim skógar-
gróðri, sem hér var fyrir,
þegar land byggðist. Þeir
brenndu hann og beittu á
hann fénaði. Þegar svo merki
skógræktarinnar var hafið, í
þann mund sem þjóðin var að
öðlast sjálfstæði og rétta efna
hagslega úr kútnum, var van-
trúin á hana svo rík að þorri
landsmanna leit á hana sem
óraunhæft föndur.
★
En síðan skógræktin tók
hin hagnýtu vísindi og þekk-
ingu í þjónustu sína hafa við-
horf íslendinga til hennar
gerbreytzt. Menn vita nú, að
hér er hægt að rækta nytja-
skóga og gild rök hafa verið
færð að því að eftir hundrað
ár munu íslendingar full-
nægja timburþörfum sínum
af eigin skógi.
Þetta er vissulega merki-
leg vitneskja um framtíðar-
möguleika landsins. ísland er
betra en við héldum. Við
skulum ekki vanmeta þá
erfiðleika, sem leiða af hinni
norðlægu hnattstöðu lands-
ins. En það er ástæðulaust að
láta hana byrgja sér útsýn til
framtíðarinnar, og viðhalda
þeirri vantrú, sem byggðist á
vanþekkingunni á eðli gróð-
urmoldarinnar.
Skógræktarstjóri minnti í
ummælum sínum hér í blað-
inu í gær á þau orð Valtýs
Stefánssonar á aðalfundi
Skógræktarfélags íslands fyr-
ir 10 árum, að það væri synd
að láta sólina skína á ísland
á hverju sumri, og fá ekki
annan gróður upp úr mold-
inni en grös, sem koðnuðu
niður og yrðu að Sinu á hverju
hausti til lítils eða einskis
gagns. Hitt væri sönnu nær
að nýta sólarorkuna betur,
safna henni saman með því að
láta hana skína á lauf og barr
trjánna, sem ykju við vöxt
sinn á hverju ári og yrðu
þannig að fjársjóðum, er
nota mætti um alla framtíð.
Það er þessi trú á landið og
þessi skilningur á möguleik-
um þess í skjóli nýrrar þekk-
ingar og hagnýtra vísinda,
sem verður að móta líf okkar
og starf í vaxandi mæli. Þá
mun það sannast svo að eigi
verður um villzt, að ísland
er betra en við sjálfir og for-
feður okkar héldu.
GÆFUMAÐUR
■VTaumast getur nokkrum
-*■ ’ manni fallið meiri gæfa í
skaut en sú að bjarga manns-
lífum. Það má því með sanni
segja, að Stefán Stefánsson,
skipstjóri á Halkíon, sé gæfu-
maður. Það hefur atvikazt
svo, að hann hefur þrívegis
bjargað mönnum úr sjávar-
háska á skömmum tíma.
Skipstjórinn á Halkíon og
menn hans hafa samtals
bjargað 25 mönnum. Um það
sagði hann við Morgunblaðið:
„Það er eins og hvert ann-
að lán að geta orðið til að
bjarga mönnum í sjávar-
háska. Það er eins og að fá
stóra vinninginn í happ-
drættinu“.
En þrátt fyrir gæfu skip-
stjórans hefði honum sjálf-
sagt ekki auðnazt að bjarga
öllum þessum mannslífum, ef
ekki hefði notið við tækninn-
ar. Sjálfur segir hann um
björgun skipsmanna af Er-
lingi IV, að hann telji að hún
hefði verið útilokuð, ef ekki
hefði verið gúmmíbjörgunar-
bátur um borð. Algerlega
hefði verið vonlaust að nota
trébjörgunarbát.
Að því hefur stundum ver-
ið vikið, að útgerðar- og
skipstjómarmenn sýndu ekki
ætíð nægilega aðgæzlu varð-
andi björgunartæki og þau
væru ekki alltaf í eins full-
komnu lagi og kostur væri.
Ekki veit Morgunblaðið hvort
brögð eru að þessu, en ef svo
er, ætti þessi síðasta björgun
UTAN OR HEIMI
Fyrir nokkru voru flugvélar
úr bandaríska flughernum
við heræfinkar í Bandaríkj-
unum. Þá vildi það til að
sprengja, sem varpað var úr
einni flugvélinni, sprakk rétt
eftir að henni -var sleppt, og
stórskemmdi tvær flugvél-
anna. Áhafnir vélanna vörp-
uðu sér út í fallhlífum og
björguðust, en fluvélarnar
tvær eyðilögðust. Hér sjást
vélarnar hrapandi með reykj-
arstrók á eftir sér.
Kaupgjaldsmalin í IMoregi
Afvarlegar
ÁRFERÐIÐ hePur verið
fremur erfitt í Noregi upp á
síðkastið. Utanríkisviðskiptin
óhagsteeðari en áður, og veld-
uir þar mestu um verðfallið
og markaðstregðan, sem orð-
ið hefur á skógarafurðunum:
tréni og pappír. Sjávarútveg-
urinn er vandræðabarn, og
mönnuim kemur ekki saman
trn hvernig eigi að lækna.
hann. Óvissan um EEC —
Efnahagsbandalagið — veld-
ur því að menn þora ekki að
ráðast í nýjar stórframikvæmd
ir í iðnaðarmiálum. Og þann-
ig mætti lengi telja Þó væri
rangt að segja, að hagur Norð
mann væri bágur. Þeir hafa
m.a. 12.7 miiljón lesta ftota
til þess að bjarga hag sínum.
Þegar Karl Trasti, verðlags-
og kaupgjaldsmálaráðherra,
flutti greinargerð sína um
fjárhagsmálin á þingi í haust,
sagði hann skýlaust, að efna-
hagur þjóðarinnar þyldi ekki
nýjar kauphæikkanir, því að
gera mætti ráð fyrir að verð
á ýmsum helztu útflutnings-
vörunum færi fremur lækk-
andi en hækkandi. I sama
streng tók fjármálaráðherr-
ann. En nokkru síðar lét K.
Nordal framkvæmdastjóri LO
(Alþýðusamlbandsins) til sín
heyra, og þar kvað við annan
tón. Atvinnurekendur höfðu
áður látið í Ijósi að þeir
mundu vilja framlengja alla
samninga öbreytta, en Kon-
rad Nordal kvað verulegar
kauphækkanir óhjákvæmileg-
ar, þegar farið yrði að fjalja
um þá samninga, sem renna
út í vor. En þeir varða um
22Ö.000 kiauptaka hjá fyrirtækj
um sem eru I atvinnurekenda-
samibandinu og marga fleiri,
hjá fyrirtækjum utan þess
sambands, eða alls langt yfir
helming allra kauptaka í land
inu.
— Árið hófst með 9 daga
kaupdeilur
fiskimannaverkfalli, þvi
fyrsta í sögu Noregs. Og næst
hófst verkfaíl bílstjóra og
starfsmanna við áætlunarbif-
reiðar. Um báða þessa aðila
var það viðurkennt að þeir
bæru stórum minna úr býtum
en aðrir ka-uptakar og voru
bráðabirgðasamninigar gerðir
um kauphækkun, en endan-
lega verða málin ekki afgreidd
fyrr en gert er út um samn-
inga annara stétta.
Síðan hefur fjöldi stéttafé-
Jaga sagt upp samningum og
við flest þeirra hafa nýjar
samningatiiraunir farið út um
þúfur og félögin tilkynnt
vinnustöðvun um leið og nú-
gildandi samningar renna út.
Sum félögin krefjast um 20%
kauphækkunar. IX) virðist
ekki kæra sig um að samn-
ingar verði gerðir í heild fyr-
ir allar stéttirnar, en að hvert
stéttarsamband semji fyrir
sig, en þetta hlýtur að tor-
velda samningana. Svo reynd-
iist það vorið 1061; þá urðu
langvinnar deilur í ýmsum
atvinnugreinum.
★
A.P. Östfberg, framkv.stj.
vinnuveitendasamtakanna hef
ur gert grein fyrir sjónarmiði
vinnuveitenda. Hann bendir á
að síðasta ár hafi aukning
þjóðarframleiðslunnar orðið
hálfu minni en næstu tvö ár-
in á undan, eða 3,4%, en með-
al'tal framleiðsluaukans 1050-
61 var 4%. Iðnaðarframleiðsl-
an jókst um 10% árið 1960 og
um 7% árið 1961, en aðeins
um 3% síðasta ár og fór sí-
lækkandi þegar leið á árið. í
nóv. og des. var hún aðeins
1% hærri en sömu mánuði árs
ins 1061. í sumum greimum
er um beina kyrrstöðu eða
afturför að ræða, svo sem í
tréni-vinnslu, aluminiumfram
leiðslu og skipasmíðum.
Kaupgj aldið hefur stigið
í aðsigi
hraðar en framleiðslan. Með*
al tímakaup fullorðinna karl-
manna mun hafa verið n-kr,
7.90 síðasta ár og er’það 9.4%
hærra en var 1961. Frá 1960-
62 hækkaði kaupið um 17,9%
en „real-launin“ um 9,2%. A
sama tíma hækkaði þjóðar-
framileiðslan nettó á íbúa un»
7,8% eða minna en helming
af kauiplhækkuninni og minna
en „real-launin“.
Bkkert land í Vestur-Evr-
ópu, nema Þýzkaland og Dan-
mörk, hafa haft jafn rnikl*
kauphækkun, segir Östberg.
Og þó var Noregur, fyrir þe&s-
ar hækkanir, það landið, sen»
borgaði næsthæst kaup raun-
verulega, í Evrópu (aðein*
Svíiþjóð var hærri). Ef vænta
má stöðugs verðlags í ár verða
launtakar betur haldnir en 1
fyrra þó samningar haldisl
óbreyttir (því að kauphækk*
anirnar giltu þá ekki nem*
hluta af árinu).
Og þó að samningarni*
verði framlengdir hækka kaup
greiðslur atvinnurekenda,
vegna þess að samkv. samn-
ingum hækka leyfispeninga*
og iðgjöld af tryggingum. En
fremur hækkar kaup kvenna
smámsaman, til samræmis við
kaup karla. Um þetta var
samið árið 1961, segir Östberg
að lokuim.
★
Atvinnurekendur bjóða
framlengingu á samningun-
um frá 1961. Launþegar gera
kröfu um allt að 20% hækk-
un, auk ýmissa fríðinda svo
sem aukins sumarleyfis og
sumir krefjast styttri vinnu-
tíma. Það er því mikið sena
skil'ur. Og það gengur áreið-
anlega ekki þrautalaust að
brúa bilið. En allir óska að
það takist samt, án verkfalla
og skaðlegrar framleiðslu-
stöðvunar.
Skúli Skúlason.
að minna menn á nauðsyn
þess að hafa á öllum skipum
fullkomnustu björgunartæki
og gæta þess vel, að þau séu
alltaf tiltæk og í fullkomnu
lagi.
TVÍSAGA
T^íminn ræðir oft um það, að
ísland sé ódýrt ferða-
mannaland og það gerir blað-
ið líka í ritstjórnargrein í
gær. En í sömu greininni er
talað um geysilega dýrtíð
hér á landi. Morgunblaðinu
er spum, hvemig þetta fáist
samrýmzt. Annars vegar seg-
ir blaðið að hér séu vörur og
þjónusta miklu ódýrari en
annars staðar. Þess vegna sé
landið ódýrt ferðamanna-
land, en í hinu orðinu segir
það að hér sé allt geysidýrt.
Eina skýringin á þessu væri
sú, að útlendingar fengju hér
allt miklu ódýrara en íslenzk-
ir menn, en ókunnugt er
Morgunblaðinu um að svo sé;
Þess vegna er rétt að benda
Tímanum á það í allri vin-
semd, að ef hann vill halda
fram báðum þessum kenning-
um, kenningunni um dýrtíð-
ina og kenningunni um ódýra
ferðamannalandið, þá sé
heppilegra að gera það sitt í
hvorri greininni en í sarna
orðinu.