Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 02.04.1963, Blaðsíða 3
morcutsblaðið Þriðjudagur 2. april 1963 BÆ, HÖFÐASTRÖND. — Sem betur fer er það ekki dagleg- ur viðburður að lifa mikinn jarðskjálfta, og því get ég ekki neitað, er ég "er beðinn að segja frá viðþurðum og viðbrögðum fólksins. Klukkan var uim 20 mánútur gengin í 12, ég var að skrifa við borð mitt, krakkar háttaðir og sofn aðir en fullorðið fólik í þann veginn að taka á sig náðir. Ðíelsel ijósavél var þó ennþá Björn Jónsson í Bæ. Eins og þrumur úr noröri Björn í Bæ lýsir jarðskjálftcinum 27. marz í gangi, en þá dundi þetta ofviður yfir. Það var eins og allt' færi ai stað, húsið, ljós- hjáknar, myndir og allt laus- légt, brothljóð, skruðningar, og borðið sem ég sat við tók sinn andadans. Sem snöggvast varð ég lamaður, ég skammast mín ekkert fyrir að segja af hræðslu og er varla búinn að ná mér ennþá eftir þetta. Fyrsta hugsun mín var að komast út, en þá heyrði ég sárt vein uppi á lofti en þar sváfu börnin. í þessu dóu ljós- in og gerðu ástandið ennþá verra. Nú reið mest á að ná börnunum og komast með þau út. Hægt var að afstýra að drengur í algjöru æði steypti sér út um giugga ca. 4—5 metra hæð, kornbörn voru tekin og borin út í bil. Allar þessar eiginlegu ósjálfráðu athafnir voru næstum búnar, þegar þessi kippur, sem stóð' yfir í um eina mínútu, hætti, en svo rak hver hreyfingin aðra svo að fólkið hafði raun- ar litinn tíma til að jafna sig. Þegar ég stóð úti á tröpp- um heyrið ég þegar hræring- arnar voru að koma eins og þrumur úr norðri. tJm nótt- ina var ég eitt sinn að tala í síma við bóndann á Höfða, sem er um 5 km hér norðar, sagði hann mér þá að nú væri einn kippur að koma en ca. 20—30 sekúndum síðar kom hann hér. Fóikið var yfix sig spennt og vitanlega hrætt, þvi að aldrei var að vita hvað næst gerðist. Svipað þessu get ég 'fullyrt að gerðist á hverju einasta heimili. Misjafnt var þó hvað eyðilagðist eða skemmdist, og vitanlega eitt- hvað misjafnt hvernig fólk tók þeissu. Sumsstaðar viar næstum allt fólk veikt af in-- flúenzu og stökk fáklætt út í næturkulið, börn hlupu út næstum allsber, fólkið jafn- vel villtist í sínum eigin hús- um, er það ætlaði út. Þeir sem í svona ástandi lenda geta einir dæmt um og ímyndað sér hvernig ástand er þar sem virkileg alvara og voði steðjar að við eldgos og alvar- lega jarðskjálfta. Allir eru sammála um að hér hafi ekki í manna minn- um komið eins harðir jarð- skjálftar, og líklega má þakka hvað vel og traustlega er nú orðið byggt að ekki varð meira tjón og þó skemmdust fjöldi húsa, miðstöðvar stór- skemmdust, dyraumbúningar skemnfdust, myndir, klukkur og annað lauslegt duttu nið- ur og brotnuðu. Einna mest- air skemmdir munu hafa orð- ið í læknisbústaðnum, þar sem veggir og loft sprungu illa; gólflistar losnuðu frá veggj- um, veggflýsar hrundu niður í eldihúsi, miðstöð bilaði. Úr sumum hillum í apoteki var næstum sópað niður á gólf og bækur úr bókaskápum út um gólfin. Við getum hugsað okkur hvernig er að vera í hús um, þegar slikt og þvíiíkt geng ur á. Sem betur fór var lækn- ir heima hjá konu sinni og tveim litliim dætrum. í Kaup- félaginu hafði furðanlega litið brotnað og skemmzt nokkrar sprungur sáust þó í veggjum og ljóshjáknar brotnuðu. Á skrifstofugólfi Kaupfélagsins stóð skjaiaskápur ca. 2—300 kg að þyngd, hann færðist til um 15 cm. Á nokkrum stöð- um voru konur einar heima ^með smábörn. Það er ekki hentugt þegar svona vill til. Á einum bæ hér ytra var konan heima með smábörn, maðúr hennair syðra í at- vinnu, hún er nú mjög mikið miður sín og eru líkur til að taka verði þetta heimili upp fyrir fullt og allt. Eins og áður segir er þessi jarðskjálíti tvímælalaust tal- mn sá harðasti, sem hér hefir komið í manna mmnum. Ekki er fullikannað ennþá um skemmdir. Talið er víst að mikið hafi hrunið í eyjunum á Skagafirði, en eitt er víst að þeir, sem þetta lifðu, raunu minnast þessa atburðar meðan lífið endist. Færeyskir skútukariar í fiskvinnu í Eyjum Mikill skortur a vinnuaíli er þar nú — Islendingur Framhald af bls. 24. ið þar, sagði hann strax hvaðan hann væri að koma, en fólkið virtist ekkert hrætt við það. Af greiðslustúlkan hafði bara orð á því hve hann væri brúnn og hraustlegur og hefði áreiðanlega haft gott af fjallaverunni. í gær kom Óskar svo alla leið heim írá Genf, skipti um flugvél í Imndon og aftur í Glasgow, þar sem hann tók flúgvél Flugféiags íslands. Borgarlæknir vissi af Óskari i Zermatt og fylgdist með ferðum hans. Hann var mættur úti á flug velli' og lagði fyrir Óskar beiðni um að hann kæmi með honum í athugun og sóttkví, allt að 2—3 vikur Óskar féllst strax á það, kvaðst vilja gera það sem borgar læknir teldi rétt. í húsinu þar sem hann byggi væri fólk, sem hann vildi ekki gera hrætt. Þótt það væri ólán að koma heim og fara beint í sóttkví, þá beygði hann sig að sjálfsögðu undir það. Borgarlæknir gaf síðan starfs fólki Flugfélagsins fyrirmæli um sotthreinsunarmeðferð varðandi flugvélina, og fóru þeir Óskar siðan af flugvellinum. Maga ekki hefta för farþega í þessu sambandi er rétt að geta þess, að heilbrigðisyfirvöld bafa enga lagalega heimild til að hefta för farþega, sem eru heilbrigðir, Og skv. alþjóðalög- um hafa yfirvöldin í Zermatt ekki heldur heimild til að kyrr 6etja heilbrigt fólk. Aðeins ef um er að ræða ákveðna sjúkdóma svo sem Svarta dauða, kóleru, kúabólu og gulusótt, mega heil- brigðisyfirvöld hafa eftirlit með hraustu fólki, sem kemur af smit svæðum, en geta ekki tekið það í sóttkvi Meðgöngutími 2—3 vikur Varðandi sjúkdóm þann sem upp kom í Zermatt, bacillus typhi eða salmonella typhi, veik- ist fólk 1—3 viKum eftir smitun. vart í blóðinu eða á 2. viku, og upp úr því einnig í saur og þvagi. En sjúkdómur þessi getur verið mjög þrálátur og jafnvel fundizt mörgum mánuðum seinna og örfá % sjúklinga verða smitberar alltaf síðar, ef ekkert er að gert. Sumir sjúklingar geta smitast án þess að veikjast, aðrir verða lítið veikir, en langflestir fá mikla og langvinna hitasótt, sem getur orðið lífshættuleg. Fúka- lyfin hafa þó reynzt mjög vel við þessum sjúkdómi. Smitun er aðal lega við beina eða óbeina snert- ingu. Faraldrar verða oftast þannig að sjúkdómurinn berst með vatni, mjólk eða annarri, fæðu, sem ekki er vel soðin. Ann- ars er bakteríuna að finna hjá manninum sjálfum og smitast einkum með saur. Þessvegna er brýn nauðsyn að þvo sér vand- lega eftir notkun salernis og áður en matast er, þegar slíkt er á ferðinni. Loks má geta þess . að ekki er vitað til að aðrir íslendingar hafi verið í Zermatt. Skógræktarfélag- ið heldur skemmtun SKÓGRÆKTARFÉL. Reykjavík ur heldur skemmtifund næstk. þriðjudagskvöld og verða þar mörg ágæt skemmtiatriði. Leik- ararnir Árni Tryggvason og Klemenz Jónsson munu skemmta og ennfremur verður getrauna- keppni. Að loknum skemmtiatrið unum verður stiginn dans. Allir skógræktarmenn og aðrir er hafa áhuga á skógrækt éru velkomnir á fagnaðinn. Vestmannaeyjum, 27. marz: — í vetur hefur verið hér skortur á verkafólki eins og undanfarnar vertíðir, einkum hefur þó skort sjómenn. Mjög erfitt hefur verið fyrir báta að komast á línuveiðar og hafa þeir orðið að notast við íhlaupamenn í akkorði við beit- ingu, Hins vegar voru vinnslu- stöðvarnar allvel settar með fólk í byrjun vertíðar. Nýr bátur Akureyri, 1. marz VÉLBÁTURIN N Pálmi EA 21 hljóp af stokkunum í Slippstöð inni hf. á Akureyri á laugardag inn. Eigendur eru: Georg Vig- fússon og Gunnlaugur Sigurðsson Valves Kárason og Stefán Snæ- laugsson til heimiiis á Árskógs- strönd og Litla-Arskógssandi, en þaðan verður báturinn gerður út. Pálmi er 18 smálestir á stærð teiknaður af Þorsteini Þorsteins- syni skipasmíðameistara og smíð aður undir hans stjóm. Aflvél er Volvo-Penta 134 ha dieselvél. v Báturinn er búinn dýptarmæli Og línuvindu af nýrri gerð, sem dregur línuna sjaif og hringar hana niður. Vinda þessi er framleidd í Vél smiðju Guðmundar J. Sigurðs- sonar á ÞingeyrL Þegar bátarnir fóru á netaveið ar vahtaði marga þeirra 2—3 menn til að hafa fulla skipshöfn og varð það helzt til bjargar að fara í stöðvarnar og tína þaðan þá menn, sem vantaði. Nú er svo komið, ef afli glæðist að ráði, að stöðvarnar verða mjög illa settar með fólk, þótt margir fari á kvöldin og vinni fram eftir nóttu, þrátt fyrir að þeir séu í annarri vinnu á daginn. Hér lágu í gær tvær eða þrjár færeyskar skútur, sem eru á handfæraveiðum, en gátu ejcki at hafnað sig vegna veðurs. Skips- menn fóru í gær í vinnu hjá fisk vinnstustöðvunum og verða þar einnig í kvöld. — Bj. Guðm. Kjósarsýsla SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ „Þor- steinn Ingólfsson,'“ heldur fund n.k. föstudag 5. apríl að Hlé- garði, kl. 21. Dagskrá: Kosning fulltrúa á Landsfund. Ávörp flytja, Sverrir Júlíus- son og Oddur Andrésson. AKRANES MUNIÐ spiiakvöld Sjálfstæðis- félaganna að Hótel Akranesi í kvöld kl. 8.30 (þriðjudag). SI/VKSTEIMAR Að greiða at’.væði með grjóti Moskvumálgagninu hér á ts- landi hefur enn einu sinni orðið á mikil skyssa. Sl. sunnudag birti það forystugrein um inn- göngu íslands í Atlantshafsbanda. lagið, sem Alþingi samþykkti 30. marz árið 1949. Við það tækifæri afhjúpuðu umboðsmenn Moskvu- valdsins hér á íslandi rækilega ofbeldiseðli sitt. Þeir hófu grjót kast á Alþingi þar sem það sat að störfum og ræddi öryggismál landsins. Kommúnískur skríll reif grjót úr fótstalli styttu Jóns Sigurðssonar á Austurvelli og lét hraungrýtið fljúga um borð og bekki Alþingis. Það hefur síðan verið kallað að „greiða atkvæði með grjóti“. Þegar kommúnista skorti rök og þeir sáu, að lýðræðis flokkarnir á Alþingi voru þess al ráðnir að ísland skyldi ganga i varnarbandalag vestrænna þjóða, þá gripu umboðsmenn Mosku- valdsins til grjótsins. En það dugði ekki. Alþingi sara þykkti inngöngu íslands í Atlants hafsbandalagið með lýðræðisleg um hætti og kommúnistar hluiu fyrirlltningu alþjóðar fyrir grjót- kastið og hina svívirðilegu árás á löggjafarsamkomu þjóðarinnar. Fólkið varði Alþingi Kommúnistar ætluðu sér að hindra það með ofbeldi, að AI- þingi samþykkti aðild íslands að varnarbandalagi hinna vestrænu þjóða. En ofbeldisárás þeirra strandaði ekki aðeins á fámennri lögreglu, sem varði löggjafarsam komuna, heldur einnig á nokkur hundruð ungum Reykvíkingum, sem skipuðu sér um Alþingishús- ið og vörðu það fyrir árásarskríl kommúnista. Þetta unga fólk hafði ekkert til þess að verja sig með. Það skipaði sér aðeins í þétt an hóp umhverfis Alþingishúsið og stóð þar og varnaði kommún- istum inngöngu. Grjóthríð og skít kast kommúnista dundi á þessu fólki, en það hopaði hvergi. Það var ekki hinum kommúnísku árás arseggjum að þakka að ekki urðu stórslys af grjótkasti þeirra og of beldisaðgerðum. Kommúnistar ættu að hafa vit á því að minnast ekki á atferli sitt 30. marz 1949. Árás þeirra á Alþing þá er gleggsta sönnun þess, að kommúnistar hér eru ná kvæmlega eins og skoðanabræður þeirra í öðrum löndum. Þeir svíf ast einskis og æðsta takmark þeirra er að „greiða atkvæði með grjóti“, þegar þeir þurfa á að halda og telja sér það henta. Sneru mynd Jóns Sigurðssonar Inni í einu herbergi Alþingis- hússins stendur lítil brjóstmynd af Jóni Sigurðssyni forseta. Að þessari mynd laumaðist einn af flugumönnum kommúnista 30. marz 1949 og sneri henni við, lét andlit forsetans snúa til veggjar. Þetta fanns Moskvumönnum mik ið afrek og lofsungu „afreksmann inn“ af miklurn móði. En íslendingum fannst þetta smánarlega tiltæki kommúnista táknrænt um eðli þeirra og inn- ræti. Þeir gátu ekki séð litla högg mynd af mestu frelsishetju þjóð- arinnar í friði. Þeir þurftu endi- lega að skeyta skapi sinu á brjóst mynd forsetans, eftir að þeir höfðu látið skril sinn greiða at- kvæði með grjóti úr fótstalli styttu hans úti á Austurvelli.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.