Morgunblaðið - 02.04.1963, Page 24

Morgunblaðið - 02.04.1963, Page 24
plar?0UttMíifoi!Si ^jmaJeruósgjafi^ 77. tbl. — Þriðjudagur 2. aprfl 1963 Islendingur kom af tauga- veikisvæðinu í Sviss þegcr í sóttkví 1' GÆRKVÖLDI kom til landsins íslendingur, sem dvalizt hefur í svissneska bænum Zermatt, þar sem taugaveiki kom upp fyrir skömmu. Það er Óskar Guð- mundsson, sem var þar á skíð um í þrjár vikur, fór þaðan sL laugardag. Óskar kennir Enn finnast B • • kippir Hofsósi, 1. apríl. ENN heldur jarðskjálftinn áfram hér nyrðra. í dag laust eftir hádegið fannst hér kippur. Var hann all- snarpur og titruðu rúður og leirtau glamraði í skápum. Fólk er enn ótta slegið af þessum sökum. — Björh í Bæ. Kippur þessi fannst víðar, bæði á Skagaströnd og á Akureyri, en mun ekki hafa valdið tjóni. sér einskis meins, en féllst fúslega á tilmæli borgarlækn- is, sem beið hans úti á flug- velli, að fara beint í sóttkví til vonar og vara, í Borgar- sjúkrahúsið, en heilbrigðis- yfirvöld hafa ekki lagalega heimild til að leggja slíka kvöð á heilbrigt fólk. Óskar kvaðst hafa dvalizt í Zermatt frá 10. marz og búið í nýju hóteli, sem heitir Atlantá. Hann varð ekki var viá nein veik indi þar á hótelinu og vissi ekki að alvarlegur faraldur var á ferð inni fyrr en þremur dögum áður en hann fór þaðan. Þá sá hann að verið var að rifa upp holræsi Freyr Sigurðsson Dauðaslys í Keílavík Keflavík, 1. apríl. AÐFARANÓTT s.l. sunnudags, um kl. 1.00 varð dauðaslys í Keflavík á þann hátt að skot hljóp úr byssu með þeim afleið- ingum að 14 ára piltur, Freyr Sverrisson, Túngötu 13 í Kefla- vík beið þegar bana. Nánari tildrög slyssins, eftir því sem komið hefur fram í skýrslum lögreglunnar, eru þessi: Laust fyrir kl. 1.00 var hringt á lögreglustöðina og var þá grát- andi piltur í símanum, sem tjáði lögreglunni að einn af vinum hans hefði orðið fyrir voðaskoti. Þegar lögreglan kom að húsinu, þar sem þessi atburður hafði átt sér stað, voru þar fyrir 4 piltar og einn þeirra þegar dáinn af völdum skots, sem hlaupið hafði hafði úr byssu, sem einn piltanna hafði verið að handfjatla. Riffill þessi mun hafa verið í herbergi þar í húsinu í eigu annars manns. Piltar þessir eru allir 14 til 15 ára og skóla- og leikfélagar. Pitarnir voru einir heima, því foreldrar piltsins, sem fyrir óhappinu varð, voru fjarverandi, stödd í öðru húsi skammt frá. Frumrannsókn lögreglunnar á þessu slysi, er þegar lokið og hefjast réttarhöld hjá bæjarfó- geta í dag. Skólastjóri Gagnfræðaskólans kallaði alla nemendur skólans saman á mánudagsmorgun og skýrðu skólastjóri og sóknar- prestur frá þessum sorglega at- burði sesm þessir nemendur skól- ans voru viðriðnir. Var kennsla síðan felld niður í skólanum. — HSJ. Alvarlegt umferð- arslys í Keflavík Keflavík, 1. marz. Á laugardagskvöld laust fyrir kl. 21.00 varð alvarlegt slys á Hríhgbraut í Keflavík. Kolbrún Árnadóttir, 14 ára stúlka var á leið yfir götuna, varð hún fyrir fólksbil og hlaut mjög slæman höfuðáverka, beinbxx>t og önnur meiðsli. Kolbrún var þegar flutt á sjúkralhiúsið og var ekki kom- in til meðvitundar á mánudags- morgun. Dimmt var og stúlkan dökk- klædd og varð bílstjórinn henn- ar ekki var fyrr en áreksturinn varð. Engir sjónarvottar voru að slysinu en lögreglan vinnur að nánari rannsókn þess. — hsj —• og var mikið af hermönnum og Rauða Kross bílum í kring. Ekki vissi hann þó hvaða sjúkdómur þetta var, því hann kvaðst ekki vera það góður í tungumálum að hann hefði þekkt heitið á tauga- veiki, enda hefði hann litið lesið blöðin. Drakk ekki vatn Óskar kvaðst ekki hafa drukk- ið heitt vatn. Það væri vani sinn að drekka sódavatn á ferðalög- um, þar sem vatn væri yfirleitt vont á bragðið annars staðar en heima. Einnig kvaðst hann lítið hafa verið á opinberum stöðum, nema á hótelinu sínu. Hann hafði verið á skíðum allan daginn og ekkert farið út á kvöldin síðustu vikuna. Þótt hann vissi ekki að alvarleg farsótt væri komin upp í bænum veitti hann því athygli síðasta daginn að ferðamenn voru næst um horfnir þaðan og veitinga- staðir upp í fjöllunum lokaðir, en enginn gaf honum neina að- vörun. Óskar fór frá Zermatt á laugar dagsmorgun og dvalizt á sunnu- dag í Genf. Er hann kom á hótel Framhald á bls. 3. Fulltrúaróðs- íundur um frum- boðslistunn FULLTRÚARÁÐ Sjálfstæðis félaganna í Reykjayík heldur fund annað kvöld 3. apríl kl. 20.30 í Sjálfstæðishúsinu. Fundarefni: Tillaga kjör- nefndar um framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykja vík við næstu alþingiskosn- ingar. Óskar Guðmundsson fer með borgarlækni, Jóni Sigurðssyni flugvellinum. (Ljósm. Sv. Þorm.) Tilkynnt um land- helgisbrot Hulltogara RÉTT fyrir hádegi í dag til- kynnti vélbáturinn ÓLAFUR TRYGGVASON SF-60 að brezki togarinn St. APOLLO H-592 væri að veiðum all-langt innan fiskveiðitakmarkanna í LÓNS- BUG. TF-SIF var send til at- hugunar, en þegar hún kom á vettvang var togarinn að toga við fiskveiðitakmörkin. Hætti hann þá strax veiðum og hélt til hafs. Jáfnframt var varðskip sent þangað til að taka skýrslu um atburðinn og var væntan- legt til vélbátsins síðari hluta dags í dag. Blaðið hafði tal af landhelgis gæzlunni í gærkvöldi og spurð- i$t nánari fregna af atburði þess- um, en þær lágu þá enn ekki íyrir. Fimmtíu ára gömul leyni- skýrsla frá Reykjavík varpar nýju Ijósi á Titanic-slysið NORSKA selveiðiskipið „Samson“ kom til Reykja- víkur vorið 1912, og þá fyrst komst áhöfnin að raun um það að ef til vill hefði hún getað bjargað hundruðum manna af stór skipinu „Titanic“ þegar það sökk eftir ásiglingu á ísjaka aðfaranótt 15. apríl það ár. Kemur þetta fram í trúnaðarskýrslu, sem Henrik Næss, 1. stýrimaður á „Samson“ gaf norska ræð imanninum í Reykjavík við komuna hingað. En skýrsla þessi hefur ekki fyrr en nú nýlega komið fyrir almenn ingssjónir, rúmum fimm- tíu árum eftir slysið, sem kostaði nærri 15 hunduð mannslíf. Næss stýrimaður 'segir í skýrslu sinni að nóttina sem Titanic fórst hafi skip hans verið skammt frá slysstaðnum. Hafi hann þá séð einhver ljós, sem hann taldi í fyrstu vera stjörnur, nema hvað staða þeirra var und arleg. Varðmaður var í „tunnu“ uppi í formastri, og bað Næss hann að athuga þessi Ijós nánar í sjónauka. Gerði varðmaðurinn það og skýrði Næss svo fná að þetta væru „ljósker og mikill fjöldi ljósa.“ Skömmu seinna sáu þeir Næss svo flugelda, en svo hurfu öll ljósin allt í einu. Ekki datt Næss í hug að urn sjóslys gæti verið að ræða. Hins vegar óttaðist hann að þarna væru amerísk strandgæzluskip á ferð, sem hefðu séð til ferða Norðmannanna. En „Samson“ mun hafa verið að veiðum ná- lægt landhelgislínunni við Ný- fundnaland, og stýrimaður ekkl öruggur um að þeir væru fyrir utan. Breytti hann því um stefnu og sigldi á brott í norðurátt með fullri ferð. Seinna, þegar „Samson'* kom til Reykjavíkur, frétti Næss um sjóslysið. Bar hann þá saman bækur „Samson" og upplýsingar um ferðir „Titanic" cxg komst að raun um að skip hans hafi verið aðeins tíu sjómílur fró stórskip- inu þegar það sökk. (Sjá nánar grein á bls. 13), '

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.