Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 2
2 MORCVNBT.AÐ1B Miðvfkudagur 17. apríl 1963 Þórunn og Vladimir Askenazy fá dvalarleyfi í BretEandi Dveljast á ónafngreindum stað i Bretíandi — einkasamtal IMorgixnbOaðsins við þau Askenzy, Þórunn og sonur þeirra, 16 mánaða. Myndina fékk Mbl. símsenda frá Bret« landi í nótt, en hún er tekin fyrir 4 dögum. HINN heimsfrægi rússneski píanóleikari Vladimir Aske- nazy og Þórimn Jóhannsdótt- ir, kona hans, hafa beðið um dvalarleyfi í Bretlandi og ferðast nú um Mið-England án þess að nokkur viti um dvalarstað þeirra. Mál þetta hefur vakið gíf- urlega athygli og fjöldi frétta manna reynt að komast í samband við þau hjón, en án árangurs. Jóhann Sigurðsson, frétta- maður Mbl. í Lundúnum, átti símtal við þau í gærkvöldi, og var hann þá staddur á heimili Jóhanns, föður Þór- unnar. Þá hafði fjöldi hlaða- manna nýverið komið í heim sókn og reynt að ná sam- handi við Þórunni og mann hennar, en ekki tekizt. Að því er Jóhann skýrði Mbl. frá í gærkvöldi var hann sá eini, sem náði sam- bandi við þau. Ákveðið var, að þau hringdu til foreldra Þórunnar frá þeim ókunna stað, þar sem þau þá dvöld- ust ásamt 16 mánaða gömlum syni þeirra. Jóhann sætti þá lagi og náði einnig tali af þeim. Fer samtal hans við þau hér á eftir, en þess má geta, að Þórunn skýrir m. a. frá því, að hún hafi löngum beðið eftir að geta setzt að einhvers staðar á Vesturlönd um, helzt í Bretlandi, því að hún hefði aldrei fellt sig við að búa í Sovétríkjunum. Maður hennar sagði, að hann elskaði land sitt og for- eldra, sem byggju í Sovét- ríkjunum „og ég vil ekki gera neitt til þess að gera að- stöðu þeirra erfiðari“, eins og hann komst að orði. Mbl. er kunnugt um, að þau hjón höfðu einnig sam- hand við ísl. sendiráðið í Lundúnum fyrir hálfum mán uði til skrafs og ráðagerða, en að öðru Ieyti heyrir mál þetta ekki undir íslenzka sendiráðið þar í borg. Loks má geta þess að Mbl. náði í gærkvöldi tali af Hen- rik Sv. Bjömssyni, sendi- herra íslands í Bretlandi, og spurði hann um mál þetta. Sendiherrann sagði: „Það, sem ég veit, er þetta: Þór- unn og Askenazy hafa sótt um dvalarleyfi í Bretlandi og eru búin að fá það. Gildir það jafrilengi og þeirra rússnesku vegabréf gilda. Geri ég fast- lega ráð fyrir því, að dvalar- leyfi þeirra verði framlengt þegar þar að kemur.“ Samtalið Samtalið, sem þau Þórunn og Askenazy áttu við Mbl. fer hér á eftir. Þórunn sagði: — Við fórum frá Lundúnum sL fimmtudag og reiknum með því að vera í burtu þar til í lok þessa mánaðar. Við erum nú í Mið-Englandi og veit enginn inn dvalarstað okkar nema foreldrar mínir, og geri ég ekki ráð fyrir, að við látum hann uppi, fyrr en við komum aftur til Lundúna. Eins og þú veizt, kynntist ég manni mínum, þegar ég dvald- ist í Rússlandi á sínum tíma og lagði stund á píanóleik. Síðan höfum við búið þar, en ég hef ekki fellt mig við það og hef eiginlega vonazt til þess frá önd- verðu að komast ásamt fjöl- skyldu minni til Vesturlanda, og þá fyrst og fremst til Englands. Einnig langar okkur að dveljast einhvern tíma á íslandi og vildi ég mjög gjarna fá íslenzkan rík- isborgararétt aftur. Askenazy sagði m.a.: — Við urðum að taka þann kost að fara úit á land, til þess að fá frið fyrir blaðamönnuim og öði-uim þeim, sem vildu ná tali af okkur. Eg verð að æfa mig eins og ég get og helzit á hverjum degi. Ég er Rússi og elska föðurland mitt og foreldra mína, sem eru heima í Sovétríkj unum, og vil ekikert gera til þess að aðstaða þeirra verði erfiðari en skyldL Þórunn sagði ennfremur: — Rússaa* hafa af sinni hálfu veitt oklkur dvalarleyfi í Bret- landi uim óákveðinn tíma og fyrir tveimur vikum gaf innanríkis- ráðuneytið brezka okkur leyfi til að dveljast þar í landi, þann- ig að ekkert virðist mæla gegn því að við getum dvalizt hér áfrom. Ég fór sjálf á fund innanríkis- ráðuneytisins. Við vorum hér á hljómleikaferð og skýrði ég frá því, að ég hefði búið í Englandi, frá því að ég var 6 ára gömul og gengið hér í skóla. Var þá málið tekið til vinsamlegrar at- hugunar. — Nú er þetta komið í blöðin, sagði ég við Þórunni. — Já, ég skil ekki hvemig stendur á því. Ég hélt, að innan- ríkisráðuneytið mundi ekki gefa neitt upp, en þó áttum við ein- hvern vegin von á því, að blöðin kæmust í málið, og þess vegna fórum við frá Lundúnum síðastl. fimmtudag og ætlum að vera burtu meðan aðalhrinan gengur yfir, eins og ég sagði. — Og hvemig líður ykikur? — Okkur líður vel, en við er- um bæði mjög þreytt. Við höfum vonazt til þess að komast til ís- lands með vorinu, en vegna anna hér í Bretlandi er sýnilegt, að ekkert getur orðið úr því. Þó er það einlæg ósk okkar, að ekki líði langur tími, þar til við kom- um heim til Islands. Við biðjum kærlega að heilsa heim, og máttu vel segja, að okk- ur líði sérstaklega vel. Litii drengurinn er sofnaður. Við erum hér í Mið-Englandi í ró og næði, og að sumu leyti góð tilfinning að enginn skuli vita um dvalar- stað okkar. Og við eigum von á öðru barni. ★ Eins og sést af því, sem að framan greinir, er þeim hjónum mikið í mun, að ekki verði árekstrar við rússneska sendi- ráðið í Lundúnum eða rússnesk yfirvöld út af máli þessu, og vilja halda öllum dyrum opnum eins lengi og unnt er. Hingað til hafa fáir vitað um máhð, en nú má búast við blaðaskrifum um það, eins og fyrr getur. Þess má loks geta að Mbl. hefur fregnað, að þau hjón hafi í hyggju að dveljast áfram í Bretlandiþótt dvalarleyfið sé einungis til bráða- birgða, en auðvitað er ekki á þessu stigi málsins unnt að segja, hver úrsUtin verða. ★ Það var fyrir tveimur vikum sem innanríkisráðuneýtið til- kynnti þeim að dvalarleyfið væri fengið. Ekki er Mbl. kunn- ugt um, að Rússar hafi í annað skipti veitt rússneskum manni heimild til að dveljast í öðru landi á þeim forsendum sem fyrr greinir þ. e. um óákveðinn tíma, en þess er að gæta að Akenazy er dáður um heim allan og einn þekktasti listamaður Sovétríkj- anna, sem nú er uppL Komu til íslands Þórunn og maður hennar komu í heiimsókn til íslands í miðjum desember s.L og unnu þau hugi allra, sem þeim kynntust. Hann hlaut Tchaikovsky verð launin á s.l. ári. Hingað komu þau úr hljómleikaferðalagi um Bandaríkin og fékk hann hvar- vetna mjög lofsamlega dóma. Hér hélt hann þrenna tónleika. Morgunblaðið skýrir svo frá komu þeirra í desember s.l„ að fjórir starfsmenn rússneska sendi ráðsins hafi verið viðstaddir er þau stigu út úr flugvélinni á Reykjavíkurflugvelli. Síðan segir blaðið: — Hvað verða þau lengi heima? spyr fréttamaður. — Þau fara 24. des. segir Pétur Pétursson (umboðsmaður þeirra hér heima). — Hver segir það, segir Missura (sendiráðsstarfsmaður). — Ég veit það ekki segir Pétur. En þau ætla að vera í London hjá föður Þórunnar yfir jólin. — Ég efast um að þau geti farið 24. segir Missura. Hér á eftir fara fréttaskeyti sem Mbl. bárust í gærkvöldi um mál þetta. Fréttaskeyti frá (AP) í Moskvu. VLADIMIR Askenazy, píanóleik arinn, sem beðizt hefur hælis í Bretlandi, er rólegur ungur maður, grannur og dökkur yfir- iitum. Þegar hann tók þátt í hinnj alþjóðlegu Tschaikovsky-sam- keppni í Moskvu í maí s.l. var kona hans, sem er íslenzk, Ijós- hærð og mjög lagleg í hljóm- leikasalnum hvert einasta kvöld, sem maður hennar lék. Askenazy talar fremur góða ensku og hefur fágaða framkomu. Hann er vinsæll meðal keppi- nauta sinna, píanóleikaranna, annarra listamanna og blaða- manna. Trúlegt er, að ákvörðun Ask- enazys um að yfirgefa Sovétrík- in verði til þess að hert verði eftirlit með því hvaða sovétlista menn fá að ferðast til útlanda. Nú þegar hafa nokkrir rithöfund- ar, þar á meðal Evgení Évtú- senkó, hætt við áður ákveðnar utanferðir vegna árása hins opin- bera á verk þeirra. Á fundum listamanna í Moskvu að undanförnu hafa hinii eldri og íhaldssamari krafizt þess að hinum frjálslyndari félögum þeirra, sem getið hafa sér frægðar og vinsælda erlendis, verði ekki leyft að ferðast. Nokkr ir listamenn, sem hafa ekki getið sér nægilegrar frægðar utan So- vétríkjanna til þess að þeim sé boðið að heimsækja önnur lönd, lögðu til að hinum frægari lista- mönnum væri haldið heima I Rússlandi við nám í sósíalreal- isma. Rudolf Nureyev, ballettdansar inn, sem dvelst nú í Englandi, sætti harðri gagnrýni í blöðum í Moskvu fyrir skömmu. Senni- legt er að Askenazy hljóti sömu útreið, því að í Sovétrikjunum er ekki þagað, þegar mikilhæfur iistamaður kýs fremur að búa á Vesturlöndum. Einkaskeyti frá Associatcd Press í Lundúnum. BREZKA innanríkisráðuneytið skýrði frá því í gærkv., að hinum heimskunna sovézka píanóleik- ara, Vladimir Askenazy, og konu hans, hafi verið veitt hæli í Bretlandi sem pólitískum flótta- mönnum. Askenazy er einn af snillingunum meðal ungra sov- ézkra píanóleikara. Hann kom til Bretlands í hljómleikaferð í byrjun marz sl. Kona Askenazys, sem er ís- lenzk, bjó í Bretlandi áður en hún giftist. Hún fór þess á leit við brezka innanríkisráðuneytið að hún fengi að setjast að í land- inu á ný oig var veitt heimild til þess. Talsmaður innanríkis- Framh. á 20 bls.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.