Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 10
10 M ORCTJ Nfíl 4 r>l Ð Miðvikudagur 17. apríl 1963 Herbergi óskast Ofnasmiftjan óskar eftir herbergi handa reglusöm- um eldri starfsmanni, helzt í Hlíðunum eða Norð- urmýri. — Upplýsingár á skrifstofunni. — Sími 12287. Vélrifun - Símavarzla / Innflutningsfyrirtæki vantar stúlku til vélritunar og símavörzlu. Reynsla í vélritun verzlunarbréfa og einhver enskukunnátta nauðsynleg. Nöfn ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf leggist á afgr. Mbl., merkt: „Vélritun, símavarzla — 6777“. Iðnaðarhúsnæði Óska eftir 60—80 ferm. húsnæði fyrir léttan iðnað. Tilboðum sé skilað á afgr. Mbl. fyrir 20. þ. m., merkt: „Maí — 6778“. Fatabreytingar Breytum tvihnepptym jökkum Þrengjum buxur. í einhneppta. Klæðaverzlun BRAGA BRYNJOLFSSONAR Laugavegi 46. — Sími 16929. Sendisveinn með skellinöðru óskast strax. Gott kaup. JJpplýsingar í síma 17104. íbúð - íbúð UNG ÍSLENZK HJÓN, sem flytjast hingað til lands frá Danmörku í næsta mánuði vilja taka á leigu 2ja—3ja herb. íbúð frá 14. maí eða 1. júní n. k. — Ákjósanlegt að íbúðin yrði í Vogunum. Upplýsingar veittar í dag í síma 14664. Björn Pálsson kaupir einkavél íranskeisara UM KL. 20,10 á páskadag kom Björn Pálssson til Reykjavíkur með hina nýju flugvél sína TF- LÓA af gerðinni Prestwick Twin Pioneer. Björn hafði verið veð- urtepptur í Stornoway á Ytri Hebrideseyjum í 5 daga, enda var veðrið milli íslands og Skot- lands undanfarna daga það versta sem komið hefur um ára- bil. Með Birni í flugvélinni var enskur flugstjóri, William Bright og tveir íslendingar. Lögðu þeir félagar af stað frá London sunnu- daginn 7. apríl og flugu til Prest- víkur, en þar hafa Scottish Aviation verksmiðjurnar, sem vélin var framleidd í, bækistöð sína. Þegar haldið var frá Lond- on var klukkan 13,13 og sagði Rjörn Pálsson við fréttamann Morgunblaðsins sem var með í förinni: — Þrettán hefur alltaf verið happatala mín. Ég hef oft tekið eftir því, að þegar lánið leikur við mig er talan þrettán eitthvað við það riðin. í Prest- vík var flugvélin vigtuð eftir þær breytingar, sem gerðar voru á henni í London eftir að Björn festi kaup á henni. Frá Prestvík var haldið á þriðjudagsmorgun áleiðis til Stornoway. Flugið tók eina og hálfa klukkusund. Þegar til Stornoway kom var skollið á hið versta veður á flugleiðinni til íslands og hélzt það allt fram á þáskadagj en þá flaug Björn til íslands með viðkomu á Vogö í Færeyjum, þar sem vélin var fyllt af benzíni. Mikill mótvind- ur var á leiðinni og tók flugið frá Stornoway til Færeyja 3 klst. og frá Færeyjum til Reykjavík- ur 4 V2 klst. TF-LÓA var áður í eigu írans- keisara, sem er sjálfur flugmað- ur og hefur flogið vélinni næst- um allan flugtíma hennar. Flug- vélin var smíðuð sérstaklega fyr- ir keisarann árið 1957, en þótt hann hafi átt hana i u.þ.b. 6 ár hefur henni aðeins verið flogið í rúmlega 200 klst. þar sem keis- arinn á einnig þotu, sem hann notar mikið. Vélin er innréttuð fyrir 16 Hin nýja flugvél Björns á Reykjavíkurflugvelli. farþega og hefur um 6 klst. flug- þol. Einn höfuðkostur hennar er að hún þarf mjög stutta braut til flugtaks og lendingar, — eða aðeins um 100 metra, og hyggst Bjöm fljúga henni til ýmissa staða, einkum á Vestfjörðum, sem aðrar stórar flugvélar geta ekki lent á, og liggja þegar fyrir margar pantanir. Húsþök fjúka vestra í mesta veðri þar síðan 1925 LÁTRUM, 15. apríl. — Norðan- stormurinn skall hér á mjög snögglega með frosti og snjó- korr.u. Aftakaveður gerði þó ekki fyrr en á skírdagskvöld og að- faranótt föstudags. Þá varð hér harðasta veður, sem komið hefur af norðaustri, síðan Halaveðrið gekk yfir, 1925, endu urðu víða skemmdir. Rúður brotnuðu, og ýmislegt fauk. Má segja, að víða hafi legið við stórskaða. í Breiðuvík fauk þak af hlöðu og 200 kinda fjárhúsum, sem munu að mestu til Parísar Ítalíu og Sviss SkernmVleg vorferð til nokkurra eftirsóttustu og fegurstu staða Evrópu. Tilvalin ferð fyrir þá, sem vilja lengja sumarið. Vika í París, hinni listelsku borg fegurðar og gleði. Vika í Feneyjum, töfraborgarinnar ítölsku við Adriahafið og baðströnd kvikmyndastjarn- anna á Lido. Vika í Sviss í ríki tignarlegustu fjallafegurðar Evrópu við fjallavötn Alpanna. Dvalið í Luzern. Skemmtiferðir fjölbreyttar frá öllum dvalarstöðum, en alltaf komið „heim“ á hótelið sitt að kyöidi. Róleg íerð, sem veitií- tækifæri til að sjá margt ólíkt í Frakklandi, Ítalíu og Sviss og njóta fjölbreyttrar skemmtunar. Flogið allar langleiðir, — Reykjavík — París — Ítalía — Sviss — og heim með viðkomu í London, eða Kaupmannahöfn eftir frjálsu vali. Hægt að dvelja á eigin vegum í allt að viku í London, eða Kaupmanna- höín að ferð lokinni og nota flugfarið heim. Ferðakostnaður kr. 17.800,- flugferðir, hótelkostnaður í þrjár vikur og flestar máltíðir. — íslenzkur fararstjóri alla ferðina á enda. Þriggja vikna ferð, 24. maí — 14. júní. — Athugið að ekki er hægt að taka nema 22 farþega í ferðina og þegar iiafa 10 pantað. Leitið upplýsinga og panítð strax. Ferðaskrifstofan SUINIIMA Bankastræti 7. Sími 16400. ónýt. Á annað hundrað kindur voru í fjárhúsunum, en svo vel vildi til, að enga þeirra sakaði, og ekki tapaðist heldur neitt telj- andi af heyi. Heimamenn komu fénu þegar fyrir í fjósi og fjós- hlöðu, sem hvort tveggja eru stórar byggingar, en fáir naut- gripir á bænum. Illt var að standa að slíkum fjárflutning- um í myrkrir og ofsaveðri, en engum varð neitt að meinj, hvorki mönnum né skepnum. —- Hús þessi voru gömul, en vel viðuð. í Hænuvík fauik hluti af þáki af tveimur hlöðum og nokkrar plötur af þaki á íbúðarhúsi Krist- ins Ólafssonar. Munaði minnstu að þakið færi allt. Síminn milli Látra og Breiðu- vílkur slitnaði, vegir lokuðust, og ^inhverjar smáskemmdir urðu hér. — Hér er nú komið bjart veður, en kalt, norðanátt með 8 stiga frostí. — Þórður. íbúð Óska eftir að taka á leigu íbúð, helzt 2ja herbergja. — Sími 36066 — 37940. Kennsla Læri0 ensku á mettíma í okkar þægilega hóteli viö sjávar- síðuna, nálægt Dover. Fámennir bekkir 5 tímar á dag. Kennt aí kennurum útlæröum frá Oxford. Engin aldurstakmörk. Nútíma aö- ferðir gefa skjótan árangur. Viö- urkenndir af Menntamálaráðuneyt- inu, THE REGENCY, RAMSGATE, ENGLANDI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.