Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 17
Miðvíkudagur 17. apríl 1963 MORCl'NBLABIÐ 17 Anton Heiller MIG langar til að vekja athygli tónlistarunnenda á því, að hing- að til lands er kominn einn mesti og frasgasti organleikari Evrópu, Anton Heiller frá Vín. Hann heldur organtónleika í Kristskirkju í Landakoti í kvöld kl. 8. Anton Heiller er víðfrægur sem organleikari, cembalóleikari og tónskáld. Að- eins 23 ára gamall varð hann prófessor við Músikakademíuna í Vín. Það yrði of langt mál að telja hér upp alla verðleika hans, en hann hefur hlotið margskonar viðurkenningu og fyrstu verðlaun fyrir verk sín og organleik. Heiller hefur ferð- ast um Evrópu þvera og endi- langa og haldið tónleika; einnig í Ameríku, þar sem hann hefur haldið námskeið fyrir organ- leikara við marga háskóla. Tónleikar Heillers í kvöld verða helgaðir minningu dr. Victors Urbancic, hins mikil- hæfa tónlistarmanns, sem einnig var mjög snjall organleikari, fæddur í Vín eins og Heiller, en gerðist íslenzkur ríkisborgari og vann hér ómetanlegt starf' í þágu íslenzkrar tónlistar, eins og öllum er kunnugt. Vil ég eindregið ráða mönn- um til að hlusta á tónleika Heillers. Hann mun í lok tón- leikanna flytja af fingrum fram (improviséra) fantasíu og fúgu um íslenzkt lag, sem hann fær fyrst að sjá á tónleikunum, en allir íslendingar kunna. Heiller er víðfrægur fyrir „Improvísatí- ónir“ sínar, en sú tegund tón- listar hefur rutt sér mjög til rúms I seinni tíð, en var, svo sem kunnugt er, á mjög háu stigi á dögum Bachs. Verður hér um merkilega tónleika að ræða. Páll ísólfsson. iÞRÓTTIR Framhald af bls. 22. ■mót að undanteknum einum leik, Sem ekki var að kenna kunn- láttuleysi heldur taugum, sem ekki voru nógu sterkar. í síðari hálfleik notaði Helgi Jóhannsson, þjálfari ÍR tækifær- ið og kynnti hluta af framtíðar meistaraflokki félagsins. Hann lét tvo leikmenn úr öðrum flokki leika með sterkustu mönnunum, «n það hafði engin áhrif á skor- tinina, hún hélzt ekki minni en áður. Fjórir stigahæstu menn I mót- Inu eru Guðmundur Þorsteins- Bon, ÍR, sem hefur skorað 152 stig, Þorsteinn Hallgrímsson ÍR, 141 stig, Einar Bollason, KR, 139 Istig og Guttormur Ólafsson KR, 130 stig. Það er athyglisvert að ÍR og KR eiga stighæstu menn í mótinu, og þessir menn eiga það vel skilið, því þeir skora fekki á kostnað1 liðsins. — Anna Borg Fr-amih. af bls. 6. blíðlegum ljóðrænum næmleik Önnu EVarg kom nýr tónn í daniskt leiklistarlíf. í rödd henn ar var bæði djúpur skáldlegur hljómur og Ijós þaninn strengur. Leikur hennar sameinaði djúpa viðkvæmni og ástríðufullan styrk hins innra elds.. .* ★ Loks er þess að geta, að Stefán Jóhann Stefánsson, sendiherra, flutti ávarp í danska útvarpið á mánudagskvöld. Sagði sendiherr- ann þar m. a., að íslenzka þjóðin hneigði höfuð í innilegri sorg og djúpum sársauka við fregnina um iráfall Önnu Borg. „Hún var á leið til íslanás að heimsækja fjölskyldu sína“, sagði sendiherr ann“. Hún var á leið til fóstur- jarðar sinnar, þar sem hugur hennar dvaldist svo oft í gleði og í sorg, þau mörgu ár, sem hún var búsett í DanmÖrku, — þar sem hún ávann sér mikinn orð- stír sem leikkona og lifði í ham- ingjusömu hjónabandi með Poul Reumert, hinum mikilhæfa danska leika og sanna íslandsvini. Listrænir hæfileikar Önnu Borg voru kunnir og það gladdi hana að listasigrar hennar vörpuðu einnig ljóma á ísland, — landið, sem hafði fóstrað hana og sem hún elskaði. Ég minnist þess, er hún sagði mér eitt sinn á heimili sínu, að oft hefði hún á myrkum vetrarkvöldum styrjaldaráranna, setið þar með systur sinni, Ás- laugu Borg, — og þá lesið og lært íslenzk ljóð. Hugsanir'Önnu Borg leituðu til heimahaganna og sú.ást er hún ætíð bar til þeirra minnkaði ekki þrátt fyrir listasigra og ham- ingjusámt fjölskyldulif. í því, sem öðru, átti hún að fagna skilningi eiginmanns síns. Hann tengdist íslandi sterkum böndum. Anna Borg og Poul Reumert áttu mikinn þátt í því að tengja íslendinga og Dani fastari bönd- um því munu íslendingar ekki gleyma. Við hina sorglegu fregn um lát einnar af beztu dætrum Islands skulu fluttar innilegustu hluttekningarkveðjur ísland- inga“. — Minning Framhald af bls. 14. á þessa'árs þorrablóti hjá starfs- mönnum Héðins fór hann með sigur af hólmi í vísnakeppni er þar fór fram. Jón starfaði mikið í ýmsum nefndum hjá Starfsmannafélagi Héðins h/f og þó sérstaklega á sviði skáklistarinnar og í því sam bandi má geta þess að þremur dögum fyrir andlát hans var hon- um veittur verðlaunapeningur fyrir sigur á hraðskákmóti sem nýlega var haldið innan félags- ins. Fyrstu kynni mín af þessum heiðursmanni voru þau, að hlýða á hann flytja stökur við borð- hald á þorrablótsskemmtun í Héðni fyrir nokkrum árum því það var orðinn fastur liður í skemmtanahaldinu að Jón Einars son flytti þar nokkrar tækifæris- vísur. Með fráfalli Jóns fellur í gleymsku ýmiskonar skemmti- efni svo sem gamlar gátur og lausavísur sem hann flutti af hug arfjórri smekkvísi sinnL Mér til óblandinnar ánægju urðu kynni okkar lengri en ein kvöldstund í Héðinsnausti og fyrir þau vil ég þakka þér Jón minn og þó sérstaklega allar skemmtilegu vísurnar sem þú lofaðir mér að heyra. Nú ertu horfinn en minningin lifir fyrir hugskotssjónum okkar Héðinsmanna sem þér kynntust. Skyldfólki þínu votta ég hlut- tekningu mína og bið því bless- unar Guðs. Hvíl þú í friði. Síðasta kvöldið komið er, kveð þig hinzta sinni. Vísurnar ég þakka þér,, og þessi góðu kynni. Sv. P. Axel M. Þorbjörnsson F. 15. 4. 1910. D. 8. 4. 1963. FÁEIN MINNINGARORÐ Þ E IM , sem svo er til aldurs kominn, að honum þykir sem efri ár nálgist hröðum skrefum, fer svo, að einmanakennd fer um hug hans, því áð vinum hans' fækkar og fjöld þeirra fer „allr- ar veraldar veg“. Þeim mcnnum fækkar ört, sem voru honum gleðiflytjendur og hamingju um liðið æviskeið. — Röddunum fækkar, er skópu ævikviðuna, því að nú gjörist sól snemm- gengin til viðar. Og þá taka lauf að falla af hverjum viði, og sú þöll að hrörna, sem eftir stendur. Þegar unaðsdegi námsáranna á Akureyri lauk, og ég kom hing að suður til náms, fann ég brátt samfélag tryggðavina og vanda- fólks, sem jafnan hafa staðið tryggan vináttuvörð um sæmd okkar hjóna, og varðveitt hefur vinagleði ávallt til þessa dags. En sárt hefur maður stundum tregað sem Davíð Jónatan, þeg- ar röddum þeirrar sveitar hefur fækkað, og nú síðast heyri ég ekki lengur hina fögru rödd Axels vinar míns í þeirri vina- sveit. Axel Marel, svo hét hann fullu nafni, var fæddur 15. apríl 1910 að Mjósundi í Flóa. Voru foreldrar hans særndarhjón mikil, þau, Þórunn Jónsdóttir og þorbjörn Sigurðsson. Var það fyrsta hamingjuraun hins unga sveins, þegar „spánska veikin“ krafðist föður hans að fórn. Ólst hann síðan upp með móð- ur sinni, en gekk síðan — sem ungur sveinn — í þjónustu Hin- riks Bierings við verzlun hans á Laugavegi 3 hér í borg. Vann hann þar um margra ára skeið. Mun mörgum hinn hugþekki sveinn og góðyrti enn í minni, hinn lipri afgreiðslumaður og trúi þjónn. Er mér enn í minni, hversu hann ávarpaði gamalt fólk og umkomulítið, er kom að búðar- borðinu. Var það góður kaup- bætir mörgum verzlandi manni og konu að eiga skipti við hinn prúða svein á Laugavegi 3. En svona reyndist hann, og svona var hann, hvar sem hann verzlaði og vann. Ávallt búinn til þjónustu og ávallt reiðubú- inn til góðra svara og hjálpfýsi. Síðan verziaði hann í eigin búð vestur á ísafirði, en hvarf þaðan og gjörðist aftur annarra þjónn í- verzlunum hér í bæ við sama orðstír sem áður og sömu ástsæld, nú siðast í Heildverzlun Asbjarnar Ólafssonar. Voru þau tvö fyrirtækþ er ég hef nefnt, "sem framast áttu umhyggju hans og hann hafði mestan unað af að þjóna. Enda elskaði hann húsbændur sína þar báða bg samstarfsfólk sitt öðrum vanda- lausum fremur. Hann kvæntist 17. júní 1938. En það hjónaband rofnaði. En með þeirri )conu sinni eignaðist hann dreng, Ólaf að nafni. Unni hann barni sínu mjög af þelm hugarhita, sem honum var eig- inlegur og í brjóst laginn. En nú kem ég að þeim þætti sögu hans, sem ég veit, að hann sjálfur sízt myndi dylja, ef sjálf- ur segði frá. Veit ég eigi öllu meiri baráttu verið háða eða valdið hafa örlagaríkari sigri. Ég hef áður reynt að gjöra ljóst, hve vel hann þjónaði öðr- um, og hve mjög hann lagði hug sinn í það starf. Er og eigi að dyljast, að hann gekk í annarlega þjónustu þess konungs, er krafðist stöðugrar fylgdar og mikillar tilbeiðslu. Snemma á starfsdegi tók hann að lyfta þeim bikar, er sá vold- ugi fursti krafðist ti. hylli sér, í gáleysi þó í fyrstu, en helzti margir urðu þeir. Og þar kom, að þeir báru vilja hans ofurliða. En drengskap sínum við aðra menn gat hann aldrei af hendi látið né sitt góða þel burtu selt. í þeirri baráttu studdu hann ýmsir til sigurs þess, er hann vann. Er þar fyrst og fremst að minnast móður hans. Um eitt mikilmenni sögunnar var eitt sinn sagt: „Þessi tára- sonur getur ekki glatast“. Axel vinur minn átti móður, sem sí- fellt bað, og oft með tárum, og lyktaði því með sælum sigri. í öðru lagi éiga vandamenn og vér vinir Axels, mjög að þakka AA-samtökunum, og þó einkum ráðsmanninum í Víðinesi og konu hans fyrir önn hans og kærleika og sívökula kærleiks- þjónustu, þegar baráttan var sárust og þörfin brýnust á skiln- ingi og samúð, sem elskar mann og sýknar á réttri stund. „í Kristi krafti“ var sagt „verði ljós“, og aftur kom dagur í sál og anda þessa kæra vinar okk- ar. Og þegar andi móður hans „fór til Guðs, sem gaf hann“, var líf þessa sonar leyst úr viðj- um hinnar ströngu ástríðu, og fögnuðurinn orðinn ríkur yfir þessum sæla sigri. Eftir þetta liðu þrjú ár rúm, hamingjurík og full unaðar fyrir oss unnendur hans og nánustu vandamenn. Beitti hann sí-u hugþekka fasi og þeli til þess að mýkja örlög þeirra, sem haldnir voru hinu sama fári og hann áður. En þá kom hinn voldugi sláttu maður. Viðuréign við hann fer ávallt á eina lund. En í þeirri baráttu var honum ríkast í hug örlög þeirra, sem enn háðu stríð við hinn volduga og lævísa kon- ung, er hann ágiur var háður og bað þeim líknar og ásjár. Nú, þegar hann er ' allur og andi hans „fer til Guðs, sem gaf hann“, minnist ég í hans nafni þeirra og þess sem hann unni framast. Ef ástarkveðja hans má ná eyrum sonar hans og vitum, fylgir henni margra ára ást, slík, að ég hef engi heitari kynnzt. Þá minnist hann systra sinna, fóstursystra og vandamanna þéir-ra, æskuvinar og leikfélaga, Knattspyrnufélagsins „Vals“, og vinanna þar, félaganna í stúk- unni „Ingólfi“. húsbænda sinna og vinnufélaga, einkum þeim frá áhunum sem liðu hjá Biering á Laugavegi 3 og hjá fyrirtæki Ásbjarnar Ólafssonar, og síðast er að minnast og þakka læknum og hjúkrunarliði í handlækn- ingadeild Landsspítalans fyrir frábæra umönnun og hjúkrun síðustu ævistuhdirnar. Far þú svo í friði Drottins, Axel minn. Hafðu þökk fyrir alla þína Ijúfu vináttu. Ég og mitt fólk vill vera í þeirri söng- sveit, er syngur þig inn í frið Drottins og biður þér alls fagn- aðar „í Kristi krafti“. Gunnar Jóhannesson. Elísabet Guðmunds- dóttir frá Æðey LÁTIN er að heimili sínu, Bar- ónsstíg 61, frú Elísabet Guð- mundsdóttir frá Æðey, stórbrot- in kona og ættgóð. Jarðarför hennar verður gerð í dag frá Dómkirkjunni kl. 10,30. Elisabet var fædd í Æðey 3. febrúar árið 1880, eitt 13 syst- kina, er ætíð voru kölluð Æð-- eyjarsystkinin. Hún ólst upp með foreldrum sínum, er voru: Guðmundur Rósinkarsson bóndi þar og kona hans Guðrún Jóns- dóttir bónda í Arnardal. Guðmundur í Æðey, faðir hans og afli, bjuggu allir í Æð- ey. Sá staður hefur ekki úr ætt gengið síðastliðin 160 ár. ..... Guðmundur í Æðey lézt árið 1906 eftir 30 ára búskáp. En ekkja hans rak þar hið mesta rausnarbú til dauðadags, árið 1931, pg veittu yngri systkinin því forstöðu með móður sinni, unz hún lézt. En þá tóku þau við jörðinni. Elísabet giftist árið 1907, Jón- asi Jónssyni frá Svansvík. Eftir í>að bjuggu þau í eigin húsi í Æðey. Maður hennar stundaði sjóinn. Hann var formaður á báti sínum. Reri oftast frá Æðey sumar- og haustvertíðir, en frá Bolungarvík vetrar- og vorver- tíðir. Mann sinn missti Elísabet árið 1939. Þá voru þau flutt hingað til Reykjavíkur. Ekki varð þeim hjónum barna auðið. En þau ólu upp frá fæð- ingu tvær systurdætur Elísabet- ar: Olgu Valdemarsdóttur, nú húsfreyju á Kleppsvegi110 hér í Reykjavík, og Guðrúnu Lárus- dóttur, sem nú hefur tekið við Æðey, og gerir þar garðinn frægan með manni sínum og börnum. Náttúran er göfuð móðir og umhyggjusöm fóstra, maðurinn er eflaust óskabarn hennar, af því að hann hefur meiri hæfi- leika en allt annað líf jarðar, til þess að veita viðtöku gjöfum hinnar örlátu fóstru. En óvíða eða hvergi hygg ég að náttúran búi af slíkum innileika að fóst- urbörnum sínum sem í Æðéy. Þar er hvert hljóð músík, hvort heldur er ómur æðurinnar eða bárunnar, sem allt í einu verður viðkvæm, er hún nálgast strönd eyjarinnar. Þar verður sérhvað, er augað lítur, nær og fjær, því svo þekkt, að maður vill helzt ekki aftur af því líta. Jafnvel sjálf sólin, er hún rís úr hafi, virðist eiga aðeins eitt erindi: að gleðja auga og verma sálu þeirra, sem í ‘Æðey alast. Ástúð og örlæti, sem Æðéyj- arsystkini hafa átt við að búa af hálfu náttúrunnar, ásamt góðu ætterni ogVuppeldi, hljóta að kalla fram allt það bezta í eðli mannsins: Bjartsýni, mannvin- áttu og drengskap. Þetta voru líka leiðarstjörnur Elísabetar frá Æðey. Og munu verða eftirmæli hennar, meðan nokkur man Æðeyjarsystkini, sem lengi mun verða. Sigurdur Kristjánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.