Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 8
8 VORCVNBLABIB MiðvikudagUr 17. apríl 1963 FRAMKVÆMDAÁÆTLUN ríkis stjómarinnar, sem var til um- ræðu á fundi sameinaðs alþinjis í gær, hlaut heldur daufar undir tektir hjá talsmönnum stjóraar- andstöðunnar, Eysteini Jónssyni og Lúðvík Jósepssyni. Héldu þeir því báðir fram í ræðum sinl um, að framkvæmdaáætlunin væri fyrst og fremst „kosninga- áætlun“ og þar væri ekki að finna þann stórhug, sem hefði mátt vænta. Ólafur Thors forsætisráðherra gerði á fundinum grein fyrir að- alefni áætlunar ríkisstjórnarinn- ar, og birtist ræða hans á öðrum stað í blaðinu. Er þeir Ejysteinn Jónsson og Lúðvík Jósepsson höfðu gert grein fyrir viðhorfi stjórnarandstöðuflokkanna til málsins, svaraði forsætisráðherra gagnrýni þeirra, en síðan var umræðunni frestað. Höfuðatriðin í gagnrýni þeirra Eysteins og Lúðvíks voru þessi: Þeir fundu að því hvað áætl- unin kæmi seint fram og töldu það vera gert af ásettu ráði. Þetta væri kosningaplagg, sem ætti að veifa framan í kjósend- ur, en hinsvegar látið koma svo seint fram, að menn gætu ekki ásakað um vanefndir áður en framkvæmdir byrjuðu. í áætlun- inni fælist ekkert nýtt. Þar væri ekkert nema það sem alþingi væri búið að samþykkja. Það væri eftirtektarvert að alls staðar væru fyrirvarar varðandi allar fyrirætlanir stjórnarinnar. Stjórnin ætti að vera ærleg og segja þjóðinni hreinlega að hún gæti ekki neitt um það sagt hverjar framkvæmdirnar myndu verða. Öll málsmeðferðin væri þessvegna vítaverð, sagði Ey- steirrn Lúðvík hafði sérstaklega á orði að auðséð væri að almenn- ingur ætti að minnka við sig neyzluna og ennfremur væri fjárfestingin minni en hún hefði mest verið áður. Ólafur Thors svaraði þeim nokkrum orðum. Taldi málflutn- ing þeirra bera vott um að þeir hefðu lítið kynnt sér málið. Kvaðst hann ekki gera þá kröfu að þeir á stuttum tíma hefðu kynnt sér málið til hlítar, en hins hefði þá líka mátt vænta að þeir töluðu minna um það á meðan þekkinguna skorti. Báðir mynd’u ræðumennirnir vita hvers vegna málið er ekki f,yrr lagt fyrir Alþingi. Hér væri um algert nýmæli að ræða á íslandi og sannleikurinn væri að enginn hefði í öndverðu gert sér grein fyrir hvað færzt væri í fang. Okkur vskorti nægilega greini- lega þjóðhagsreikninga Og upp- lýsingar um atvinnulíf þjóðar- innar. Ailt hefði þetta þess vegna orðið seinunnara en gert var ráð fyrir. Það væri mikill misskilningur að stjórnin hefði hag af því hvað málið kæmi seint frarri, Henni hefði verið miklu meir til framdráttar að málið hefði legið skýrt fyrir í fyrra, þannig að hún hefði getað hrósað sér af verkum sínum við kosninggrnar, en þyrfti ekki að liggja undir ámæli ósanngjarnra andstæðinga um -að hún ætlaði að vanefna! fyrirheitin. Þá bað Ólafur andstæðingana, sem sagt höfðu að ekkert væri í áætluninni annað en það sem þingið væri búið að samþykkja, að upplýsa hvenær Alþingi hefði tekið ákvörðun urA og afl- að fjár til að Ijúka við lands- hafnirnar í Njarðvíkum-Kefla- vik, á Rifi og í Þorlákshöfn, eða t. d. hvenær hefði verið aflað fjár til Reykjanesbrautar, Ennis- vegar og Strákavegar. Þá sagðist Ólafur verða að láta í ljósi undrun yfir þvi'að sömu menn, sem væru að brýna fyrir stjórninni að koma „heiðar- lega“ fram gegn þjóðinni skyldu jafnframt ásaka hana fyrir að gera fyrirvara um það að fram- kvæmd áætlunarinnar væri háð aflabrögðum, verðlagi 0. s. frv. Þá sagði Ólafur að ummæli Lúðvíks um minnkaða einka- neyzlu og minnkaða fjárfestingu bentu til þess að hann hefði ekki einu sinni lesið skýrsluna. 1 henni stæði, að ríkisstjórnin teldi ekki þurfa að auka veru- lega gjaldeyrissjóðina og sam- eiginlega neyzlan væri ekki mjög aukin. Eftir væri þá aðeins einkaneyzlan og fjárfestingin. í þetta tvennt ættu allar aðrar tekjur þjóðarinnar að fara. Á þessu sýndist Lúðvík ekki hafa áttað sig. Hitt væri svo annað mál eins og marg væri tekið fram af hálfii stjórnarinnar, að áætlunin væri varfærin. Þar væru engar gyllingar gerðár, enda væri tilgangurinn ekki sá að fegra sig í augum þjóðarinn- ar, heldur að leggja fram skyn- samlegar áætlanir um meðferð þjóðarteknannaj Loks sagði Ólafur, það er ekki málsmeðferðin, sem stjórnarand- stæðingar eru geðillir út af held- ur það að efni áætlunarinnar sýnir bjartsvni og stórhug. Eggert Gíslason í brúnni a hinum nyja Sigurpah (Ljósm. Sv. Þ.) FRÉTTAMENN blaðsins brugðu sér til Hafnarfjarð ar í gær og hittu sem snöggvast að máli Eggert Gíslason fyrrum skipstjóra á Víði II, urrt borð í hinu nýja skipi Guðmundar á Rafnkelsstöðum, Sigurpáli, sem Eggert er nýkominn með frá Svíþjóð. Verið var að búa hið nýja skip á veiðar. Skipið er 204 rúmlestir að stærð með 600 ha. Lister-vél, sjálfleitandi asdictæki, dýptar mæli, radar og japanskri mið- unarstöð auk venjulegra fjar- skiptatækja. Annars sagði Eggert okkur að í þessu nýja skipi væra engin önnur tæki, sem önnur fullkomustu veiðiskip okkar hefðu ekki. Það væru ekki framkomnar neinar sérstakar Sigurpáll kemur af hafi og siglir inn á höfnina í Sandgerði. (Ljósm. Heimir Stígsson). Ætli við reynum ekki við síldina segir Eggert Gíslason við heimkomuna Stjðrnarandstæðingar sýna að þeir skilja ekki þjððhagsáætlunina Ætluðu að fara með Hrímfaxa heim f FRÁSÖGNUM dönsku hlað- anna um Hrímfaxaslysið kem- ur fram, að íslenzk kona, ásamt tveim böraum hennar, hafi hætt við að fara með flug vélinni til íslands. Morgunblaðið hringdi í gær til skrifstofu Flugfélagsins í Kaupmannahöfn og fékk þær upplýsingar, að íslenzk kona hefði átt pantað far fyrir sig og tvo syni sína með Hrím- faxa á páskadagsmorgun, en hún hefði ekki mætt í flugvél- ina. Konan er skráð hjá Flug- félaginu sem Aðalheiður Ingv- arsson og synir hennar heita Guðjón Magnússon og Ingvar í Magnússojn. Líklega er Ingvar- I son nafnið föðurnafnið eigin- 1 manns hennar. Ekki er vitað hvers vegna ' konan mætti ekki í flugvél- ina og hefur skrifstofa Flug- félagsins í Kaupmannahöfn ekkert heyrt frá henni. Ekki er vitað hvar hún býr og þrátt eftirgrennslanir hafa nánarl deili ekki fengizt á konunni. PYRAVÖRÐ URINN HRINGDI TIL LOFTLEIÐA Fyrir tilviljun eina hættu tveir íslendingar í Hamborg viá að fljúga heim með Hrím faxa á páskadag. Þeir eru Haukur Jacobsen og Kristinn Finnbogason, sem komu til Reykjavíkur á páskadagsmorg un með Loftleiðavél. Morgunblaðið hefur snúið sér til Hauks Jacobsen og beðið hann að skýra frá því, hvernig það atvikaðist að þeir félagarnir fóru ekki heim með Hrimfaxa og fer frásögn hans hér á eftir: Ég og Kristinn Finnboga- son félagi minn vorum á ferða lagi í Þýzkalandi. Við ætluð- um að fara heim um páskana. í Hamborg bjuggum við á Metro hótelinu. Um kl. 4 á laugardag báð- um við dyravörð hótelsins að hringja til skrifstofu Flugfé- lags fslands í borginni, þvi við hugðumst fljúga með SA3 eða Lufthansa til Kaupmanna hafnar og taka þar Flugfélags vél heim á páskadag. Dyrvörðurinn misskildi okk ur_og hringdi í skrifstofu Loft leiða, enda ef til vill ekki furða því hin ensku nöfn flug- félaganna eru mjög lík og út- lendingar gera lítinn greinar- mun á félögunum. Loftleiðaskrifstofan skýrði okkur frá því, að þá um kvöld ið færi vél frá Loftleiðum beint frá Hamborg til Reykja- víkur. Við höfðum ekki hug- mynd um þetta áður. Við áttum margt ógert áður en við héldum heim, en það var samt freistandi að fljúga beint í stað þess að hafa við- komu í mörgum borgum á leiðinni. Ég var á því að fara heldur til Kaupmannahafnar og taka Flugfélagsvéiina þar og taka lífinu með ró. Við félagarnir ræddum mál- ið mikið og var Kristinn ein- t dreginn fylgjandi því að fara / með Loftleiðum þá þegar um 1 kvöldið. Lagði hann fast að I mér að fallast á það. Að lokum ákváðum við að fara strax, þótt við ættum margt ógert, enda gaf skrif- stofa Flugfélagsins í Hamborg okkur þær upplýsingar, að ekki væri fullákveðið, hvort flogið yrði á páskadagsmorg- J un. 1 Við félagarnir flýttum okk- ur eins og hægt var við að ljúka erindum okkar, svo við næðum flugvélinni, en við gerðum ráð fyrir því, að henni mundi seinka eitthvað. Treyst um á það. Við Kristinn vorum komnir út á flugvöll kl. 10.15 um kvöldið. Þá var okkur sagt, að flugvélinni hafi seinkað og ekki flogið fyrr en kl. 2 um nóttina, en því var enn frestað til kl. 4. Þannig atvikaðist það, að við hættum við að fara með Hrímfaxa á páskadagsmorg- un. Upphafið var mistök dyra varðarins og svo var Kristinn undarlega ákveðinn í því að breyta áætlun okkar og fara heim strax um kvöldið. Manni hrýs hugur við því, hversu litlu munaði að við færum heim með Hrímfaxa þennan örlagaríka i>áskadags- morgun. nýjungar, sem við gætum til- einkað okkar. Um siglinguna heim sagði Eggert að hún hefði gengið að óskum, þeir hefðu í nokkr- ar klukkustundir fengið óveður, en skipið hefði stað- ið sig vel, og ekki virtist ann- að en það væri gott sjóskip. Það eina sem getur talizt ný næmi í Sigurpáli er kraft- biökkin, sem fengin er frá Noregi, er nokkru stærri en þær sem fyrir eru í bátunum hér. Sagði Eggert það eðlilegt því næturnar eru alltaf að stækka, eða verða viðameirí, mætti segja að þær hefðu stækkað og aukist að efnis- magni allt að þriðjungi frá því fyrst var farið að nota hér kraftblökk. Um viðbrögð skipsins á veið um vildi Eggert lítið segja, Það tæki sinn tíma að venjast nýju skipi eins og öðrum tækj um. Sigurpáll væri 54 tonnum stærri en Víðir II. Það þyrfti þó ekki að koma að sök, þegar hann færi að venjast skipinu. Á Ságurpáli verður sama áhöfn og verið hefir á Víði II, að undanskildu því að stýri- maðurinn Víðir Sveinsson er nú skipstjóri á nafna sínum, í hans stað kemur Ásmundur Böðvarsson sem stýrimaður á Sigurpál, : — Og hvað er svo ætlunin að fara að gera, þegar lokið er við að búast á veiðar? — Ætli við reynum ekki eitthvað við síldina til að byrja með, sagði Eggert.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.