Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 12
12
MORCVHBL4ÐIÐ
Miðvikudagur 17. apríl 1963
Útgefandi: Hf. Arvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Auglýsingar: Arm Garðar Kristinsson.
Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson.
Ritstjórn: Að\)stræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480.
Askriftargjald kr. 65.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 4.00 eintakib.
SLYS OG SORG
ITið hin hörmulegu slys sem
* dundu yfir hvert af öðru
um páskana sló óhug á
landsmenn. Eftir langvar-
andi veðursæld reið óveður
yfir landið og margir vaskir
sjómenn létu lífið við skyldu-
störf.
Við íslendingar vorum enn
á það minntir að allra veðra
getur verið von á íslenzkum
vetri og máttur mannsins
nær skammt í fangbrögðum
við höfuðskepnumar.
Og þegar óveðrið loks var
gengið yfir bámst önnur
voveifleg tíðindi. Hrímfaxi,
önnur Viscountflugvél Flug-
félags íslands, hafði farizt í
Osló og með henni 12 manns.
Gæfan hefur lengi verið ís-
lenzku flugfélögimum hlið-
holl, en á einu augabragði
hafði stórslysið hent.
Þær fjölskyldur voru því
margar, sem sorgin sótti heim
um páskana og hjá þeim
dvöldu hugir íslendinga.
STJÓRNMÁLA-
DEILUR HARÐNA
lAfeðan veðurhæð og stór-
slys gengu yfir var hlé
á hinni pólitísku baráttu.
Blöðin komu ekki út í marga
daga en þjóðlífið heldur á-
fram þrátt fyrir áföll.
KQsningar til Alþingis nálg
ast nú óðum, útvarpsumræð-
ur em fyrirhugaðar í vik-
unni, stjórnmálaflokkarnir
ráða ráðum sínum og marka
stefnu, og kosningabaráttan
mun á næstu vikum harðna.
Að þessu sinni verður kosn
ingabaráttan skemmri en oft
áður. Margir munu þeir sem
ekki syrgja það, en menn
verða að hafa hugfast að lýð-
ræðið verður því aðeins varð-
veitt að deilt sé um mismun-
andi skoðanir, og stefnur út-
skýrðar svo að menn geti
gert sér grein fyrir því hvað
kosið er um.
Að þessu sinni er auðveld-
ara ert oft áður að átta sig
á stefnumiðum og starfsað-
ferðum flokka. Nú verður í
rauninni um tvær megin fylk
ingar að ræða, annars vegar
þá flokka sem vilja áfram-
haldandi viðreisn og velmeg-
im og hins vegar hina sem
segjast á ný vilja innleiða
hér svipað stjórnarfar og áð-
ur ríkti og aró úr framför-
um þjóðarinnar. Þetta val
ætti að reynast auðvelt.
ÁTÖKIN í
KOMMÚNISTA-
FLOKKNUM
Tj’in undantekning var frá
^ því að menn fengju frí
frá stjómmálunum í páska-
vikunni. Kommúnistar áttu
þá mjög annríkt, klíkufundir
voru haldnir frá morgni til
kvölds og magnaðar deilur
ríktu.
Var hér um að ræða á-
framhald þeirra átaka sem
einkennt hafa flokkinn að
undanfömu. Að þessu sinni
endurspeglaðist hinn djúp-
stæði ágreiningur í flokkn-
um í afstöðu til samvinnu við
leifar Þjóðvamarflokksins.
Urðu deilurnar svo magnað-
ar að það er nú mál manna
að kommúnistaflokkurinn sé
endanlega klofinn þótt reynt
verði að breiða yfir það fram
yfir kosningar.
í deilunum um páskana
náði Lúðvík Jósepsson og
hans menn undirtökunum,
enda neitaði hann og fleiri að
taka lengur þátt í störfum
flokksins, ef ekki yrði samið
við Þjóðvarnarmenn. Einar
Olgeirsson varð að lúta í
lægra haldi en mun hafa tal-
ið hyggilegt að draga í land
fremur en láta kenna sér um
endanlegan klofning flokks-
ins. Telur hann aðstöðu sína
réttilega styrkari ef upp úr
sýður á þann veg að Lúðvík
verður um kennt.
Þess vegna mun nú ráðið
að enn einu sinni verði boðið
fram í nafni Alþýðubanda-
lagsins svonefnda með Þjóð-
varnarmenn innanborðs. Hef
ur þeim verið heitið fyrsta
sæti í Reykjaneskjördæmi,
öðru sæti í Norðurlandskjör-
dæmi eystra og einu eða
tveimur vonlausumi sætum
þar sem því verður við kom-
ið. Loks hafði svo Bergur Sig
urbjörnsson fram kröfu sína
um það að fá fjórða sæti í
Reykjavík, en sú krafa stóð
lengst í kommúnistum og er
það að vonum.
Meira en tveir áratugir eru
síðan jafn fullkomið vonleysi
hefur ríkt í röðum kommún-
ista og nú. Þar er engin
samhent stjórn, enginn bar-
áttuvilji og engin stefna, held
ur er þar hver höndin upp á
móti annarri, rógur og illgimi
ræður ríkjum og allir sitja á
svikráðum við aðra.
Ekki er að furða þótt menn
undrist það að forystumenn
Þjóðvarnarflokksins skuli
hafa tekið þann kost að aflífa
flokk sinn á þann veg að
129 fórust með kjarnorku-
kafbátnum „Thresher"
f SÍÐUSTU viku fórst einn
af hinum ' kjarnorkuknúðu
kafbátum bandaríska flotans
um það bil 350 km austur af
Boston. Kafbáturinn, sem
nefndist „Thresher“ var þar
' að köfnunartilraunum og var
Sdýpið, þar sem hann er tal-
inn hafa farizt, nálægt þrjú
hundruð metrum. Með kaf-
bátnum fórust 129 menn og
hefur Bandaríkjaforseti lýst
yfir þjóðarsorg. Frá föstu-
degi, er kafbáturinn var opin-
berlega talinn af, þar til á
mánudag, voru fánar í hálfa
stöng á öllum opinberum
bandarískum hyggingum,
heima og erlendis, og öllum
bandarískum skipum. Kafbát
urinn „Thresher" var ekki bú
inn eldflaugum og ekki er
talin stafa reislunarhætta af
flakinu þar sem það liggur.
Hafa sýnishorn verið tekin af
sjónum umhverfis slysstaðinn
og af hálfu bandaríska flot-
ans segir, að geislunar hafi
ekki orðið vart. Að sögn Fred
Korth, ráðuneytisstjóra handa
ríska flotamálaráðuneytisins,
verður allt kapp lagt á að
finna flak kafbátsins.
>að var á mánudag, sem
kafbáturinn „Thresher“ hélt
úr höfn frá flotastöðinni í
Portsmouth. Um borð voru
129 manns, 112 manna áhöfn
undir stjórn John Wesley
Harvey og sautján sérfræð-
ingar um smíði kjarnorkukaf-
báta.
í fylgd með kafbátnum var
björgunarskipið „Skylark",
sem búið er köfunarútbúnaði
og tækjum til hlustunar og
leitar neðansjávar.
„Thresher“ hafði kafað
nokkrum sinnum á mismun-
andi dýpi, áður en hann fórst,
og þá allt gengið vel. í síð-
ustu ferðinni átti hann að
fara á allmiklu meira dýpi
en fyrr og þó grynnra en kaf-
báturinn átti að komast. Síð-
ast heyrðist frá „Thresher“
kl. 13.37 (ísl. tími) á miðviku
dag). Þá var hann enn á leið
niður og átti að hafa samband
við „Skylark" skömmu síðar
John Wesley Harvey
skipstjóri.
— en til hans heyrðist aldrel
meir.
Þegar voru gerðar ráðstaf-
anir til umfangsmikillar leit-
ar, sem fjöldi skipa og flug-
véla taka þátt L Á fimmtu-
dag sást olíubrák á þeim slóð
um, þar sem kafbáturinn fór
niður og einnig lausir mun-
ir, svo sem gúmmíhanzkar,
flöskur og ýmislegt smávegis,
sem hugsanlega er frá „Thres
hfer“.
Rannsókn er þegar hafin á
orsök slyssins, en haft er eft-
ir talsmanni rannsóknarnefnd
arinnar, Barnard L; Austin,
flotaforingja, að hún kunni
að standa yfir í margar vikur.
— ★ —•
Kafbáturinn „Thresher" er
hinn fyrsti af tuttugu og
tveim, sem fyrirhugað hefur
verið að smíða í Bandaríkj-
unum á næstu árum. Smíði
annars kafbáts, „Tinosa" af
þessari gerð, er langt komið
— átti að hleypa honum af
stokkunum í Portsmouth í
júní næstk. Haft er eftir tals-
manni flotans, að áætluninni
verði haldið, en allar teikn-
ingar er varða gerð kafbáts-
ins athugaðar gaumgæfilega.
Skipstjórinn á „Thresher",
John W. Harvey, var einn af
yfirmönnum fyrsta banda-
ríska kjarnorkukafbátsins,
„Nautilus" og tók meðal ann-
ars þátt 1 fyrstu ferð hans
undir Norðurpólinn. Harvey
átti að baki nær tiu ára
reynslu í meðferð kafbáta.
ganga til samstarfs við þessa
hjörð sem á ekkert sameig-
inlegt lengur annað en þjónk
unina við erlent vald. Ástæð-
an til þeirrar ákvörðunar er
hins vegar sú að Þjóðvarnar-
mönnum er fullljóst að komm
únistaflokkurinn getur hve-
nær sem er liðazt í sundur og
það er einmitt þetta sem þeir
munu vinna að. Þannig hefur
nýr hópur manna bætzt í hóp
þeirra, sem fyrir voru, og
hver um sig sat á svijcráðum
við samflokksmenn sína.
Óformleg innganga þessara
manna í kommúnistaflokkinn
er því sízt líkleg til að bæta
andrúmsloftið þar eða styrkja
flokkinn. Þvert á móti verð-
ur hann enn aumari ásýnd-
um og má þá segja að loks
hafi- Þjóðvarnarleiðtogunum
tekizt að vinna þarft verk.
Endurskoðim
girðingalaga
ALÞINGI hefur samþykkt svo-
hljóðandi ályktun samkvæmt til-
lögu Halldórs E. Sigurðssonar og
Gunnars Gíslasonar: „Alþingi
ályktar að skora á ríkisstjórnina
að láta, með hliðsjón af endur-
skoðun veðlaga, endurskoða girð
ingarlöig, nr. 24 1. febr. 1952.
Endurskoðun þessari skal lokið
það tímanlega , að hægt sé að
leggja niðurstöður hennar fyrir
næsta reglulegt Alþingi.
Endurskoðun
veðlaga
ALÞINGI hefur samþykkt svo»
hljóðandi ályktun samkv. tillögu
Ólafs Jóhannessonar: Alþingi á»
lyktar að fela ríkisstjórninni að
láta endurskoða ákvæði löggjaf-
arinnar um veð, sbr. lög nr. 19
4. nóvember 1887, ásamt síðari
breytingum þeirra laga, og undir
búa nýja heildarlöggjöf um það
efni. Jafnframt verði endur»
skoðaðar reglur um sölu muna
með eignarréttarfyrirvara.