Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 17. apríl 1963
MORGU1SBLAÐ1Ð
13
Ræða forsæfisa*áðlierra um framkvæmdaáætlunina á Aiþingi í gær:
kki tylliboi
raunhæft mat
Framkvæmdaáætlunin markar heilbrigða stefnu
til aukningar þjóðarframleiðslu og bættra lífskjara
ÁÆTXiUNARGERÐ LIÐUR f
STEFNU RÍKISSTJÓRN-
ARINNAR
í YFIRLÝSINGU þeirri um
stefnu ríkisstjórnarinnar, sem
ég flutti ADþingi hinn 20. nóv-
emiber 1959, var skýrt frá því,
að ríkisistjórnin mundi taka upp
samningu þjóðhaigsáætlana, er
verða skyldu leiðarvisir stjórn-
arvalda og banka nm markvissa
etefnu í eifnahagsmálum þjóðar-
innar, beita sér fyrir áframhald-
endá uppbyggingu atvinnuveg-
anna um land allt og undirbúa
nýjar framkvæmdir til hagnýting
ar á náttúruauðlindum landsins.
Fyrst í stað varð ríkisstjórn-
in, eins og kunnugt er, að ein-
beita sér að lausn þeirra brýnu
efnahagsvandamála, sem fyrir
3águ, þegar hún tók við völdum.
í>að var ekki fyrr en seint á ár-
inu 1960, að unnt var að snúa sér
að athugun á gerð þjóðhags- og
framkvæmdaáæ'tlunar, sem upp-
haflega var ætlunin að gilti fyr-
ir tímabilið 1962 ti'l 1966. Um
algera nýjung var hér að ræða,
og kom það fljótlega í ljós, að
á þessu starfi mundu verða mikl
ir erfiðleikar. í fyrsta la.gi var
engin stofnun til í landinu, er
starfað gæti að sl’íku verkefni
undir forustu ríkisstjórnarinnar.
í öðru lagi voru þeir íslenzku
eérfræðingar, sem kunnáttu og
reynslu höfðu á þessu sviði, önn-
um kafnir við önnur störf. í
þriðj a lagi skorti margvíslegar
upplýsingar um atvinnulífið,
fullkiomna þjóðhagsreikninga og
óætlanir og athuganir á einstök-
iim greinum framkvæmda og at-
vinnulíifs, sem nauðsynlegar eru
við gerð þjóðlhags- og fram-
kvæmdaáætlana. Ríkisstjórnin
taldi þvi ekki, að unnt væri að
framkvæma þetta verk, nema til
kærni i upphafi tækniaðstoð er-
lendis frá. Snéri ríkisstjórnin sér
í þassu skyni til Efnahags- og
framfarastofnunarinnar í París,
sem m.a. hefur það verkefni að
veita aðildarrílkj um sínum að-
stoð af þessu tagi. Jafnframt leit-
aðist ríkisstjórnin fyrir um það
hjá norsku ríkisstj órninni, hvort
tök mundu á því að fá norska
eérfræðinga tiil þessara starfa, en
gera mátti ráð fyrir. að reynsla
Norðmanna í þessum efnum
myndi geta komið að meira
gagni hér á landi en reynsla
axuiarra þjóða.
STÖRF NORSKU HLA.G-
FRÆÐINGANNA
Efnahags- og framfamstofnun-
in og norska ríkisstjórnin tóku
þessari málaleitan af miklum vel
vilja og varð það úr, að þrír
norskir hagfræðingar, sem þá
höfðu nýlokið störfum við und-
jrbúning að norskri fmmkvæimda
áætlun, komu hingað til lands
é miðju ári 1961 og dvöldu hér
um hálfs árs skeið. Höfðu þeir
aðsetur í Framkvæmdabanka
íslands, en með þeim starfaði
nefnd íslenzkra embaettismanna.
í>ví miður gat dvöd þeirra ekki
orðið lengri en þetta sökum anna
heima í Noregi. Norsku hagfræð-
ingarnir unnu hér ágætt starf,
ekki sízt þegar tilli't er tekið til
þevss, að bér var um brautryðj-
endastarf að ræða. Vegna þeirra
erfiðleika sem ég áðan nefndi,
reyndist tíminn hins vegar of
ekammur til þess að unnt væri
að Ijúka áætlunargerðinni áður
en þeir færu. íslenzkir sérfræð-
ingar urðu að halda starfinu á-
fram. Til þess að þetta væri
unnt, þurfti að setja á fót stofn-
un, er heigað gæti sig þessu
gtarfi og stæði i nánum tengsl-
um við ríkisstjórnina og þær
opinberu stofnanir, sem eiga
mestan hluit að stjórn efnahags-
mála. Varð það úr að ríkisstjórn-
in, Framkvæmdabankinn og
Seðlabankinn komu sér saman
um að setja á fót slíka stoifnun,
Efnaihagsstofnunina. Tók hún til
starfa í ágústmánuði síðastliðn-
um og hefur síðan unnið að því
undir forustu ríkisstjórnarinnar
að fullgera þjóðhags- og fram-
kvæimdaáætlun fyrir árin 1963-
1966. Er grein gerð fyrir þess-
ari áætlun í þeirri skýrslu rík-
isstjórnarinnar, sem lögð var
fyrir Al.þingi hinn 10. apríl s.l.
HVERS EÐLIS ER ÁÆTLUN
RÍKISST J ÓRNARINNAR?
Gerð þjóðhags- og fram-
kvæmdaáætlana hefur rutt sér
til rúms víða um heim á und-
anförnum árum. Litið er á slíkar
áætlanir sem þýðingarmikið tæki
við i stjórn efnahagsmála, er sé
gagnlegt bæði til þess að stuðla
að örum vexti þjóðarframleiðslu
og eðlilegu jafnvægi í efnahags-
lifinu. í Vestur-Evrópu hafa
Frak'kland, Holland og Noregur
stuðzt við áætlanagerðir í stjórn
efnahagsmála síðan skömmu eft-
ir að styrjöldinni lauk, og nú
nýlega hefur áætlunargerð ver-
ið hafin í Bretlandi.
★
Áæitlanagerð hér á landi hlýt-
ur að mótast af sérkennum ís-
lenzks atvinnulíðs og því stigi,
sem þekking okkar á efnahags-
máluim hefur náð. Sú þjóðhags-
og framkvæmdaáætlun, sem nú
hefur verið gerð, er frumsmíð,
sem er um margt ófulikomin, en
er jafnframt vísir að nákvæmari
og víðtækri áætlunuim, sem
væntanlega verða gerðar síðar
meir.
Áætlunin er í fyrsta lagi al-
menn þjóðhagsáætlun, sem ger-
ir grein fyrir þvi, hver þróun
þjóðarbúskaparims geti verið á
árunuim 1963-66, hve mikið þjóð-
arframleiðsa geti vaxið, hrve
mikið neyzla geti aukizt, og hve
miklu fjárfesting geti numið.
Jafnframt sýnir áætlunin þau
markmið í þróun þessara megin-
þátta þjóðarbúskaparins. sem
æskilegt er að ná og gerir í
stóruxn dráittum grein fyrir þeim
leiðum, sem hægt er að fara til
þeas að ná þeim markmiðuim.
Ríkisstjórnin telur, að áætlun
af þessu tagi sé þýðingarmikið
tæki í stjórn efnahagsmála,
vegna þess að hún sýnir á skýr-
aii og einfaldan bátt það svig-
rúm til vaxtar og aukningar,
sem um getur verið að ræða í
hverri grein þjóðarbúskaparins,
og það samhengi, sem er á
milli þessara greina.
í öðru lagi er áætlunin fram-
kvæmdaáætlun, sem sýnir þau
markmið, sem ríkisstjórnin vill
stenfa að í framkvæmdum hins
opinbera og í stuðningi hins op-
inbera við framkvæmdir einka-
aðila á áætlunartímabilinu. í
þessu eflni hefur að svo komnu
máli ekki reynzt kleift að leggja
fram sundurliðaðar og nákvæm-
ar áætlanir fyrir allt áætlunar-
tímabilið, né gera grein fyrir
þeim sérstöku ráðsitöfunum, sem
nauðsynlegar kunna að verða til
þess að hinum settu markmið-
um sé náð á tímabilinu í heild.
Stafar þetta af því, að áætlunar-
gerð hér á landi er enn á frum-
stigi, og að mikið vantax á, að
nægilegar upplýsingar og sérá-
ætlanir liggi fyrir um einstakar
framkvæmdir og einstakar grein
ar efnahagslífsins. Slík sundur-
liðuð áætlun uim framkvæmdir
og fjárhagslegar aðgerðir hefur
hins vegar verið gerð fyrir
fyrista ár tímabilsins, árið 1963,
og fylgir hún skýrslunni sem sér-
stakit fylgiskjal. Ætlunin er, að
sams konar áætlanir verði síð-
ar gerðar fyrir árin 1964-66.
★
Ég kem þá að því að ræða
áætlunina sjálfa og forsendur
hennar. Eins og óhjákvæmilegt
er um allar áætlanir varðandi
þróun mála fram í tímann,
byggist sú þjóðhags og fram-
kvæmdaáætlun, sem ríkiastjórn-
in hefur lagt fram, á náinni at-
hugun á reynslu fortíðarinnar
og þeim lærdómum, sem af hénni
megi draga um framtíðina. Á
undanförnum tveimur árum hef
ur verið lokið við að semja þjóð-
hagsreikninga fyrir árin 1945—
1960 og bráðabirgðareikninga fyr
ir árin 1961 og 1962. Mynda þess-
ir þjóðhagsreikningar þann tölu-
lega grundvöll, sem áætlun rikis-
stjórnarinnar er reist á.
Síðustu tveir áratugirnir hafa
verið mikið umbrotatímabil í
þjóðarbúskap íslendinga og hef-
ur þar mjög gætt á'hrifa utaá
að, sem íslendingar hafa sjáifir
getað lítt við ráðið. Á styrjald-
arárunum jókst þjóðarframleiðsla
og þjóðartekjur mjög mikið, en
sú aukning byggðist að mestu
á sérstökum tímabundnum að-
stæðum, en átti sér ekki eðli-
lega stoð í framleiðslukerfi lands
manna sjálfra. Áherzla var því
á það lögð í lok styrjaldarinnar,
að búa landið nýjum framleiðslu-
tækjum, svo að hægt væri að
halda hinum háu tekjum styrjald
aráranna við nýjar og erfiðar að-
stæður. Árangur þessarar mi’klu
uppbyggingar varð þó minni en
vonir stóðu tii, þar sem afla-
leysi og verðfall úfflutningsaf-
urða lögðust á eitt að þrengja
'hag þjóðarbúsins. Um skeið læikk
uðu tekjur þjóðarinnar á mann
ár frá ári. og það var ekki fyxr
en um það bil tíu árum eftir
lok styrjaldarinnar, eða á árinu
1954, sem þjóðartekjur á mann
höfðu aftur náð sinu fyrra há-
marki. Segja mó, að um það
leyti væri lokið hinni erfiðu
aðlögun íslenzka efnahagskerfis-
inis, eftir umbrot styrjaldarinnar
og fyrstu áranna efitir stríðið.
VÖXTUR ÞJÓÐARFRAM-
LEIÐSLU Á UNDAN-
FÖRNUM ÁRUM
Síðan á árinu 1954 hefur þjóð-
arframleiðslan vaxið að meðal-
tali um 4,1% á ári, en meðal-
vöxtur á mann hefur verið uim
2%. Hins vegar hefur þjóðar-
framleiðslan vaxið mjög misjafn-
lega ört á þessu tímabili. Þegar
aflabrögð óg viðskiptakjör hafa
verið hagstæðust eins og árin
1955, 1956 og 1962 hefur vöxtur-
inn verið all hraður, en mjög
hægur þass á milli, og eitt ár,
1957 minnkaði þjóðarframleiðsl-
an lítið eitt. Það verður að telja,
að vöxtur þjóðarframleiðslu á
Íslandi á þessu árabili, þ.e. frá
1954 til 1962, hafi verið fremur
hægur. Hann var t.d. hægari en
í flestum iðnaðarlöndum Vestur-
Evrópu. sérstaklega ef tillit er
tekið til hinnar öru fólksfjölgun-
ar.
Það er mikilvægt atriði, að
reynt sé að gera sér grein fyrix
því, hvað hafi valdið hinum til-
tölulega hæga vexti þjóðarfram-
leiðslunnar á þessu tímabili.
Orsakanna virðist ekki vera að
lei’ta í lítilli fjárfestingu. Þvert
á móti var fjárfesting í atvinnu-
vegunuim hér á landi heldur
meiri að tiltölu en víðast hvar
annars staðar, en fjárfesting í
íbúðarhúsum og byggingum og
mannvirkjum hins opinbera
miklu meiri. Fámenni þjóðar-
innar, víðátta landsins og óblíð
náttúruöfl hafa áreiðanlega átt
isinn þátt í því, að íslendingar
hafa ekki fengið sama ávöxt af
erfiði sínu og aðrar þjóðir. Þetta
er þó varla meginskýringin á hin-
um tiltölulega hæga vexti þjóð-'
arteknanna hér á landi.
Flest bendir til þess og þá ekki
sízt samanburðurinn við reynslu
annarra þjóða, að orsakanna til
hins tiltölulega hæga vaxtar
þjóðarframleiðslunnar hér á
landi sé að leita í þeirri almennu
stefnu, sem fylgt hefur verið í
efnahagsmáluim. í nágrannalönd-
um okkar, þar sem tekist hefur
að viðhalda jafnvægi í efnahags-
málum samfara fullri atvinnu en
um leið hefur verið dregið úr
vernd og hvers konar höftum
og verðkerfið leiðrétt eftir af-
lögun styrjaldaráranna hefur
náðzt tiitölulega ör vöxtur þjóð-
arframleiðslunnar. Hér á landi
hefur hins vegar á sama tíma-
bili ríkt jafnvægisleysi í efna-
hagsmálum, jafnframt því sem
höftum og tollvernd og annarri
aflögun verðkerfisins, sem til
kom á kreppu- og styrjaldarár-
unum, hefur verið haldið við
lýði að miklu leyti. Þetta ástand
hefur ekki verið ti'l þess failið
að hvetja atvinnurekendur eða
starfsfóik til að vinna sem skyldi
að umbótum í rekstri, og það
hefur beint þróun atvinnulífsins
að nokkru inn á aðrar brautir
en æskilegt hefði verið og orðið
til þess að miður hagkvæmar
framkvæmdir hafa oft á tíðum
setið í fyrirrúmi fyrir þeim, sem
miklivægari voru.
Lítill vafi er á að það er ein-
■mitt þetta. sem því veldur hversu
hægfara hagvöxturinn hefur ver-
ið á íslandi.
SKYLIRÐI TIL AÐ NÁ
ÖRUM VEXTI ÞJÓDÁR-
FR AMLEHJ SLU
Höftin, tollverndin og önnur
aflögun verðkerfisins hér á landi
varð að mes'tu leyti til á kreppu-
árunum fyrir stríðið og á tím-
urn efnahagserfiðleika eftir styrj-
öldina. Þá voru þassar ráðstafan-
ir tilraun þjóðar, sem átti efna-
hagslega í vök að verjast, til
þess að verjast áföllum og við-
halda sæmilegum lífskjörum. En
eins og oft vill verða, hefur geng-
ið seint að breyta þeim hugsun-
arhætti, sem mótaðist að hinni
erfiðu reynislu þessaxa ára. At-
vinnurekendur hafa haft til-
hneigingu til þess að vantreysta
getu sinni til að standast sam-
keppni á erlendum og inniend-
um mörkuðum, og almenningur
hefur óttast um otf um lífskjör
sín og atvinnuöryggi. Þjóðin hef-
ur í efnáhagsmáluim verið of mik-
ið í vörn í stað þess að vera i
sókn, fýlgt verndarsitefnu, en
ekki vaxtarstefnu. Hér þarf að
verða breyting á, en það er ein-
mitt einn megintilgangur þeirr-
ar framkvæmdaáætlunar, sem
riikisstjórnin hefur nú lagt fram,
að stuðla að því, að hún geti
átt sér stað.
Skilyrði eru nú á ýmsan hátt
betri en áður til þeas að unnt Sé
að ná tiltölulega örum vexti þjóð'
arframleiðslunnar. Tekizt hefur
á undanförnum þremur árum að
koma á sæmilegu jafnvægi í efna
hagsmálum og styrkja stöðu þjóð
arbúsins út á við. Þekking og
ski’lningur á vandamálum efna-
hagslífsins hefur aukizt og meiri
reynsla fengizit í .stjórn efna-
hagsmála. Svo mikil trygging á
nú að hafa fengizt fyrir því, að
full atvinna og almenn velmeg-
un geti haldiat, að þau vernd-
ar og öryggissjónarmið, sem eiga
rætur sínar í reynslu kreppuár-
anna og erfiðleikaáranna eftir
styrjöldina, þunfi ekki lengur að
verða eins þung á metaskálunum
og áður. Það á því að vera unnt
að móta heilsteypta stefnu í efna
hagsmálum, er miði að örum
vexti þjóðarframileiðslunnar, án
þess að tefla öryggi og lífskjör-
um í tvísýnu, eins og menn hafa
áður óttazt.
Það er þó engu að síður ekki
hægt að búast við því, að breytit
stefna í efnahagsmálum beri full-
an ávöxt tafarlaust. Sama máli
gegnir um aukna viðleitni at-
viinnure/kenda, starfsfólikis og
samtaka þeirra til þass að örva
þjóðarflramleiðsluna. Þegar við
þetta bætist, að horfur í viðskipta
málum eríendis eru að ýmsu
leyti iskyggilegar fyrir aðalút-
flutningsframleiðslu okkar, hef-
ur ekki verið talið rétt að gera
ráð fyrir því, að vöxtur þjóðar-
framleiðslunnar verði meiri að
meðaltali á áætlunartímabilinu
en hann hefur verið á undanförn-
um árum, þ.e.a.s. 4% á ári.
RÁÐSTÖFUNARFÉ
ÞJÓÐARINNAR
Þessi áætlun um aukningu
þjóðarframleiðslunnar um 4% á
ári gefur til kynna, hve mikið
búaist megi við, að þjóðin hafi
til ráðstöfunar til að mæta dag-
legum þörfum sínum. búa í hag-
inn fyrir framtíðina og styrkja
stöðu þjóðarbúsins út á við. Jafn-
framt því að meta, hve mikið
ráðstöfunarfé þjóðarinnar verð-
ur, er það megintilgangur þjóð-
hags- og framkvæmdaáætlunar-
innar, að marka ákveðna stefnu
varðandi það, hvernig hagstæð-
ast sé að nota þau verðmæti,
sem til ráðstöfunar verða til þess
að bæta hag þjóðarinnar í bráð
og lengd. Það er þýðingarmikið
atriði framþróunar, að eðlilegt
samræmi sé á milli vaxtar ein-
stakra þátta þjóðarbúskaparins.
Þeir höfuðfþættir, sem táka verð-
ur til athugunar, eru gjaldeyris-
staða þjóðarinnar, einkaneyzla,
samneyzla og fjárfesting. Að
hverju ber að stefna varðahdi
hvern þassara þátta á næstu ár-
um? Ber að leggja mesta á-
herzlu á eflingu gjaldeyrisstöð-
unnar, aukningu einkaneyzlu,
samneyzlu eða fjárfestingar? Ég
mun nú gera grein fyrir niður-
stöðum ríkisstjórnarinnar varð-
andi það, hvernig þjóðinni beri
Framhald a bLs. 15.