Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 15
Miðvikudagur 17. apríl 1963 MORCV'NBL 4 DIÐ 15 — Ræða Ólafs Thors Framhald af bls. 13. að velja í þessu efni og um leið skýra helztu þætti áætlunarinn- ar. STAÐA LANDSINS ÚT Á VIÐ Á undanförnum þremur árum hefur verið lögð á það mikil á- herzla, að styrkja stöðu landsins út á við. Sú aukning þjóðarfram- leiðslunnar, sem orðið hefur á þessu tímabili, hefur að verulegu leyti verið hagnýtt í þessu skyni. Stórkostlegur árangur hefur náðst í þessu efni, og batnaði gjaldeyrisstaða bankanna um tæpar 1300 millj. kr. á árunum 19'60—1962. Þótt enn sé mikil- vægt, að gjaldeyrisforðinn haldi áfram að aukast, telur ríkis- stjórnin ekki nauðsynlegt, að leggja á þetta sömu áherzlu Og gert þefur verið á undanförnum árum, vegna þess mikla árang- urs, sem þegar hefur náðst. Verð- ur því á næstu árum meira svig- rúm til aukningar neyzlu og fjár festingar en verið hefur undan- farin ár. AUKNING NEYZLU Ríkisstjórnin telur þýðingar- mikið, að aukning þjóðaríram- leiðslunnar leiði fljótlega til betri lífskjara og þar með auk- innar einkaneyzlu. Hins vegar "telur hún, að einkaneyzlan geti ekki til lengdar vaxið hraðar en þjóðarframleiðslan í heild, án þess að það leiði til skerðingar á stöðu landsins út á við og til minni fjárfestingar, er fljótlega mundi sýna sig í hægari hag- vexti. í áætluninni er því gert Táð fyrir því, að einkaneyzla vaxi lítið eitt hægra en þjóðar- framleiðslan, eða um 3,8% á ári. Jafngildir þetta því, að einka- neyzla á mann aukist um 2% á ári að meðaltali. Með þéssu móti skapast grundvöllur fyrir tiltölu- lega örum vexti sparnaðar Og fjárfestingar, og þar með fyrir traustari og örari vexti þjóðar- teknanna, þegar fram í sækir. Hins vegar er gert ráð fyrir því, að samneyzlan, þ.e.a.s. sú þjón- usta, sem hið opinbera lætur al- menningi í té, vaxi um 5,7% á ári eða 3,8% á ári á mann. AUKNING FJÁRFESTINGAR Þær forsendur, sem ég hef nú lýst varðandi þróun neyzlu og gjaldeyrisstöðu, munu leyfa veru lega aukningu fjárfestingar á næstu árum. Stefnir ríkisstjórn- in að því, að fjárfesting geti auk izt á ári um 6.1% að meðal- tali, en þetta mundi ásamt auk- inni samneyzlu, stuðla að örari og traustari hagvexti, þegar fram í sækir og hjálpa til að full- nægja hinum miklu sameigin- legu þörfum þjóðarinnar. Fjár- festingin verður þó ekki meiri en svo, að það samrýmist jafn- vægi í efnahagslífinu út á við og inn á við, og er gert ráð fyrir því, að fjárfestingin nemi í mesta lagi 26% af þjóðarfram- leiðslunni á tímabilinu öllu að meðaltalL í fjárfestingaráætluninni er cérstök áherzla lögð á aukningu fjárfestingar í rafvæðingu, veg- um, höfnum og opinberum bygg ingum, svo sem skólum, og er gert ráð fyrir að fjárfesting í þessum og hliðstæðum greinum aukizt um 60%. Þótt fjárfesting á þessum sviðum hafi verið til- tölulega mikil hér á landi, blasa hvarvetna við verkefni, sem eru þess eðlis, að þau verða ekki leyst nema með miklu átaki. Batnandi lífskjör og aukinn bíla kostur krefst stórátaks í vega- málum. Sístækkandi floti stórra og glæsilegra fiskibáta ásamt uppgangi útgerðar um land allt, kallar á stærri og öruggari hafn- ir. Fjölgun þjóðarinnar og síauk- in þörf fyrir þekkingu og tækni krefst stóraukinna framkvæmda í skólamálum. Og loks bíða í íslenzkum fallvötnum og iðr- um jarðar orka, sem nýta þarf, til að færa yl og birtu inn á öll íslenzk heimili, en sem get- ur um leið orðið grundvöllur nýrra atvinnuvega þjóðinni til hagsældar í framtíðinni í atvinnuvggunum er stefnt að því, að fjárfesting aukizt um 13% miðað við árin 1957 til 1961, en jafnframt verði unnið að bættum rekstri og bætt um vinnubrögðum. Er þannig stefnt að heldur minni aukningu fjárfestingar í atvinnuvegunum en nemur heildaraukningu fjár- festingarinnar, enda hefur fjár- festing á þessu sviði verið mjög mikil að undanförnu, ekki sízt vegna hinna miklu skipakaupa. Varðandi byggingu íbúðar- húsa, stefnir ríkisstjórnin að því, að byggðar verði á árinu 1963 1300 íbúðir en 1500 íbúðir að meðaltali á ári á árunum 1964 til 1966. Þetta samsvarar því, að fjárfesting í íbúðarhúsum verði svipuð á áætlunartímabilinu og hún var á árunum 1957—1961 að meðaltali, en með þessari á- ætlun er stefnt að því, að full- nægja þeim þörfum, sem aukin fjölskyldumyndun skapar, jafn- framt því sem haldið sé áfram að útrýma lélegu húsnæði og bæta húsnæðisástandið méð lík- um hætti og gerzt hefur undan- farinn áratug. FRAMKVÆMD ÁÆTLUNARINNAR Ríkisstjórnin telur, að þau markmið þjóðhags- og fram- kvæmdaáætlunarinnar, sem ég hef nú lýst í aðalatriðum, séu þau, sem æskilegast sé fyrir þjóð ina að keppa að á næstu árum. Telur ríkisstjórnin því rétt, að stefnan í efnahagsmálum miðist við það í aðalatriðum að ná þess* um markmiðum .Á hitt er rétt að leggja áherzlu, að í áætluninm felst ekki nein fullyrðing um það, að þróunin verði sú, sem þar er gert ráð fyrir. Breyttar aðstæður geta gert aðra þróun óhjákvæmilega eða æskilega, auk þess sem frávik frá áætluninni geta átt sér stað á einstökum árum tímabilsins. Til þess að þróunin geti í aðal atriðum orðið sú, sem ríkisstjórn in gerir ráð fyrir í áætluninni, þarf nokkrum meginskilyrðum að verða fullnægt. í fyrsta lagi þarf árferði innanlands að hald- ást tiltölulega gott, svo að at- vinnpvegirnir geti þróast með eðlilegu móti. Sömuleiðis þurfa markaðsaðstæður erlendis að haldast sæmiléga góðar, enda er í áætluninni gert ráð fyrir því, að tekjur af útflutningi þurfi að aukast um 5% á ári, ef tryggja^ á 4% vöxt þjóðarframleiðslunn- ar. í öðru lagi þarf jafnvægi að haldast í efnahagsmálum, svo að nægur sparnaður geti myndast innanlands til þess að standa undir þeim framkvæmdum, sem ráðgerðar eru, og svo að hægt sé að beina þeim sparnaði þang- að, sem áætlunin gerir ráð fyrir. í þriðja lagi þurfa skilyrði að vera fyrir hendi til þess að afla nægilegs lánsfjár erlendis með hagstæðum kjörum, en áætlun- in gerir ráð fyrir, að teknar verði um 600 millj. kr. að láni erlendis til langs tíma á hverju ári, en lántökur að þessu marki eiga ekki að hafa í för með sér aukna greiðslubyrði_ frá því sem nú er. Á hinn bóginn er aug- ljóst, að ekki verður unnt að afla svo mikils lánsfjár með eðli legum hætti og sæmilegum kjör- um, nem.a fylgt sé jafnvægis- stefnu í efnahagsmálum og gjald eyrisforðinn haldi áfram að auk ast og þar með traust þjóðar- innar út á við. í fjórða og síðasta lagi er nauð synlegt, að þau ráðuneyti og stofnanir, sem standa fyrir opin- berum framkvæmdum, taki, und- ir forystu ríkisstjórnarinnar, smátt og smátt upp þau vinnu- brögð, sem framkvæmd áætlun- arinnar krefst. Líta ber á þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun ár- anna 1963—1966 fyrst og fremst sem yfirlitsáætlun, er hafi þann tilgang að marka höfuðlínurnar í þróun þjóðarbúskaparins. Hún hefur hins vegar ekki að geyma sundurliðaðar áætlanir um fram kvæmdir hins opinbera á þessu tímabili né um fjárhagslega að- stoð þess við framkvæmdir einka aðila. Á grundvelli þeirrar heild- arstefnu, sem mörkuð er í áætl- uninnþ þarf síðan að gera sér áætlanir bæði um þróun og framkvæmdir á einstökum ár- um áætlunartímabilsins og um þróunina í einstökum atvinnu- vegum og mikilvægum þáttum þjóðarbúskaparins. Fyrsta skref- ið hefur verið stigið í þessa átt með áætltín þeirrþ sem samin hefur verið fyrir árið 1963, og að nokkru leyti árið 1964, um helztu tegundir opinberra fram- kvæm,da og starfsemi opinberra fjárfestingarsjóða og fjáröflun vegna þeirra. Jafnframt hefur verið hafinn undirbúningur að slíkum séráætlunum til lengri tíma. FJÁRFESTING OG FJÁRÖFL- UN Á ÁRINU 1963 Áætlun ríkisstjórnarinnar um fjárfestingu og fjáröflun á árinu 1963 er birt í sérstöku fylgiskjali með heildaráætluninni. Þar er gert ráð fyrir því, að fjárfesting á árinu 1963 verði 3220 millj. kr., en það er um 19% hækkun frá árinu 1962. Hækkun verður í öllum aðalgreinum fjárfesting ar, í atvinnuvegum, íbúðarhús- um, mannVirkjum og byggingum hins opinbera, en rúmur helm- ingur hækkunarinnar stafar þó æingöngu af aukningu á inn- flutningi fiskiskipa. Til þess að þesisi fjárfesting verði fram- kvæmd á skipulegan hátt og sam- fara jafnvægi í efnahagsmálum, hefur ríkisstjórnin gert marg- víslegar ráðstafanir varðandi öfl- un fjármagns á heilbrigðan hátt og skiptingu þess milli einstakra þarfa. Þær ráðstafanir, sem gerð- ar hafa verið til fjáröflunar vegna framkvæmda á árinu 1963, eru fyrst og fremst fólgnar í tvennu. Annars vegnar hefur ver- ið tekið stórt framkvæmdalán með lánsútboði á fjármagnsmark aðnum í London i desember s.l., en hins vegar hefur verið sam- ið við innlendar peningastofnan- ir um að þær leggðu hluta af þeirri sparifjármýndun ársins, sem þær ráða yfir, til þeirra þarfa, sem áætlun ríkisstjórnar- innar gerir ráð fyrir að leysa. Hefur þegar verið samið við banka og helztu sparisjóði um, að þeir láni 15% af aukningu inn stæðna á árinu til þessara þarfa. Ennfremur hefur verið lokið samningum við Atvinnuleysis- tryggingasjóð, en viðræður við tryggingafélög og lífeyrissjóði eru um það bil að hefjast. Þessi fjáröflun ásamt framlög- um á fjárlögum, eigin tekjum fjárfestingalánastofnana Og láns- fé, sem fyrir var, hefur gert ríkisstjórninni kleift að leysa fr%%%%%%%%%%% íjr %%%%%%%%%%% ÍSLANDSMÓTINU í bridge lauk um páskana. íslandsmeistari í sveitakeppni varð sveit Þóris Sigurðssonar, en auk hans eru í sveitinni Eggert Benónýsson, Hallur Símonarson, Símon Sím- onarson, Stefán J. Guðjohnsen og Þorgeir Sigurðsson. — Röð sveitanna varð þessi: á heilbrigðan, en stórhuga hátt úr fjárþörf til f járfestingarlána- sjóða og framkvæmda hins opin- bera. Tryggt hefur verið nægi- legt fjármagn til starfsemi Fisk- veiðasjóðs en auk þess hefur ríkisstjórnin aflað 55 millj. kr. til áframhaldandi uppbyggingar í fiskvinnslu og fiskiðnaði. Iðn- lánasjóður hefur nú verið efldur, bæði með nýrri löggjöf og fjár- öflun innan áætlunarinnar, svo að hann mun nú í fyrsta sinn verða sambærileg lyftistöng fyr- ir iðnaðinn og aðrir fjárfesting- arsjóðir hafa reynzt fyrir þá at- vinnuvegi, sem þeir hafa þjónað. Stofnlánadeild landbúnaðarins hefur verið tryggt meira lánsfé en nokkru sinni fyrr, og hagur hennar stendur nú á traustum grundvelli eftir þá fjárhagslegu endurskipulagningu, sem ríkis- stjórnin beitti sér fyrir á sl. ári. Á vegum ríkisins verður um margar mikilsverðar fram- kvæmdir að ræða á árinu. Hafn- ar verða framkvæmdir við lands hafnirnar í Keflavík-Njarðvík og á Rifi, en jafnframt verður hald- ið áfram miklum hafnarfram- kvæmdum í Þorlákshöfn og víðs vegar um landið. Auk þeirra framkvæmda, sem ákveðnar eru í fjárlögum, verður í vegamálum unnið að byggingu Reykjanes- brautar, Ennisvegar á Snæfells- nesi og Strákavegar við Siglu- fjörð. Haldið verður áfram fram- kvæmdum í raforkumálum sam- kvæmt 10 ára áætluninni, lokið verður stækkun írafossstöðvar og hafizt handa um nýja virkjun fyrir Suð-Yesturland, en tc:kni- legum athugunum í því máli er enn ólokið. Loks hefur verið tryggt miklu meira lánsfé til íbúðalána en nokkru sinni fyrr, og er gert ráð fyrir, að hið al- menna veðlánakerfi hafi til út- lána á árinu 110 millj. kr., auk stóraukinnar fjáröflunar til Byggingarsjóðs verkamanna. Ég mun nú ekki rekja fjár- öflunaráætlun ársins 1963 frekar, en ég vil fullyrða, að með henni, eins og þjóðhags- og fram- kvæmdaáætluninni í heild, sé brotið blað í stjórn efnahagsmála hér á landi og tekin upp betri og skipulegri vinnubrögð en áð- ur hafa þekktzt. EKKI TYLLIBOÐ — HELDUR RAUNHÆFT MAT Ríkisstjórnin leggur þá þjóð- hags- og framkvæmdaáætlun, sem ég hef hér lýst í megin- atriðum, ótrauð undir dóm þjóð- arinnar. í henni eru engar gyll- ingar um framtíðina eða tylli- boð. Þvert á móti felur hún í sér raunhæft mat, ég mundi jafnvel segja varlegt mat, á því, hver framleiðslugeta íslenzku þjóðar- innar verði á komandi árúm og 1. sveit Þóris Si'gurðssonar 26 stig 944:619 2. sveit Einar Þorfinnssonar 21 stig 628:551 3. sveif Agnars Jörgenssonar 20 stig 751:660 4. sveit Ólafs Þorsteinssonar 11 stig 621:783 5. sveit Jóns Magnússonar 8 stig 618:755 6. sveit Laufeyjar Þorgeirsdóttur 4 stig 626:820 Tvær neðstu sveitirnar flytj- ast niður og spila í meistara- flokki næsta ár. í meistaraflokki kepptu 11 sveitir og að undankeppni lok- inni kepptu 4 efstu sveitirnar saman. —■ Úrslit urðu þessi: 1. sveit Jóhanns Jónssonar hvað hún geti veitt sér til dag- legrar neyzlu og ráðist í af fram- kvæmdum. Áætluninni er hins vegar ekki ætlað að verða þröngt sniðinn stakkur, er hefti frjálsar athafnir manna eða þröngvi þeim í eitt mót. Hana ber öllu fremur að skoða sem leiðavísi og stefnumið fyrir alla þá, sem framkvæmdum ráða, hvort sem það eru stjórnvöld, atvinnurek- endur eða einstaklingar. Hún á með öðrum orðum að sýna þjóð- inni, hvaða markmiðum hún getur náð, ef hún sameinar krafta sína að einu marki. Og hún mun þannig ekki hindra menn eða hefta, heldur leysa öfl framtaks og dugnaðar úr læð- ingi með því að gefa þeim raun- hæft markmið að stefna að. Framkvæmdaáætlunin er þann ig eðlilegt framhald þeirrar stefnu, sem ríkisstjórnin hefur fylgt, síðan hún tók við völdum haustið 1959. Ríkisstjórninni hef- ur tekizt að sigrast á hinum stórkostlegu efnahagsörðugleik- um, sem þá steðjuðu að þjóðinni. Vofu gjaldeyrisskorts og greiðslu þrots erlendis hefur verið bægt frá dyrum, margvísleg höft og hömlur á athafnafrelsi manna hafa verið afnumin, komizt hef- ur á betra jafnvægi í efnahags- málum en þekkzt hefur um margra ára skeið og traust þjóð- arinnar út á við hefur verið end- urheimt að fullu. Með þessum mikla árangri hefur tekizt að leysa að miklu leyti vandamál, sem legið hafa eins og mara á stjórn efnahagsmála og á at- hafnaþrá þjóðarinnar um langt skeið, en jafnframt hefur með honum verið lagður raunhæfur grundvöllur að þeim miklu fram förum, sem áætlunin gerir ráð fyrir. Eftir lausn þeirra þrálátu efnahagsörðugleika, sem íslenzka þjóðin hefur átt við að etja, er nú hægt að beina huganum fram á við að þeim stóru og mikiu verkefnum, sem óleyst eru í ís- lénzku atvinnulífi. Óf lengi hef- ur kröftum þjóðarinnar verið eytt til ónýtis í þras og deilur um vandamál liðandi stundar, i stað þess að horfa til framtíðar- innar og sameinast um heilbrigða uppbyggingastefnu, er miðaði að aukningu þjóðarframleiðslunnar. og bættum lífskjörum. Þannig er heilbrigð stefna í efnahagsmál- um og skipuleg og traust upp- bygging atvjnnulífsins tengd órofa böndum. Það er því ætlun þeirra flokka, sem að ríkisstjórn inni standa, að fylgja á næsta kjörtímabili þeirri stefnu, sem mörkuð hefur verið af athöfnum ríkisstjórnarinnar á undanförn- um árum og þeirri þjóðhags- og framkvæmdaáætlun, sem ríkis- stjórnin héfur nú lagt frarrt. 14 stig 292:192 2. sveit Mikaels Jónssonar 8 stig 275:279 3. sveit Torfa Asgeirssonar 7 stig 278:316 4. sveit Ólafs Guðmundssonar ’' 7 stig 259:317 Sveitir Jólianns og Mikaels flytjast upp í landsliðsflokk og spila þar næsta ár. íslandsmeistarar í tvímenn- ingskeppni urðu þeir Asmundur Pálsson og Hjalti Elíasson, hlutu 1192 stig. í öðru sæti urðu Stefán J. Guðjohnsen og Lárus Karlsson með 1177 stig og þriðju þeir Símon Símonarson og Þor- geir Sigurðsson með 1161 stig. — Þessir spilarar mynda sveit þá, sem keppa mun á Evrópumót- mu í Þýzkalandi í sumar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.