Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 23
Miövikudagur 17. aprn 1963 MORGUrSBLAÐIO 23 Þ E G A R, er starfsmönmun Fomebuflugvallar við Osló varð ljóst, að Viscount-flug- vélin „Hrímfaxi" hafði farizt á Nesöy, í aðflugi, var norska „Havari Fly Kommisionen“ kvödd til starfa. „Havari Fly Kommisionen" er rannsóknarnefnd loftferða eftirlitsins norska, og hefur með höndum rannsókn flug- slysa. Formaður nefndarinn- ar er Gunnar Halle, ofursti í norska flughernum. Auk hans eiga tveir menn aðrir fast sæti í nefndinni. Allir eru mennirnir sérfræðingar á ýms um sviðum flugmála. Mbl. hefur reynt að afla ná- kvæmra upplýsinga um störf nefndarinnar. Það, sem fyrir Iiggur um störf hennar, og fer hér á eftir, er úr einka- skeytum og frá fréttastof- unum Associated Press og Norsk Telegrambyrá, auk þess, sem Mbl. ræddi í gær við Sigurð Jónsson, forstöðu- mann Loftferðaeftirlits ísL Þessa mynd fékk Mbl. ar athuga aðflugslínu „ símsenda frá Osló í gær. Sýnir hún meðlimi rannsóknamefndar- Hrímfaxa". Myndin er tekin í flugturninum i Fornebu. Frá vinstri: E. Tjensvold, Gunnar Halle, formaður, og Nyhus. Rannsóknin beinist að tæknilegum atriðum enn hefur ekkert komib í Ijós, sem bendir til Jbess, hvað valdið hafi Hrimfaxa-slysinu ríkisins. Sigurður dvelst nú í Osló, og fylgist með störfum nefndarinnar. Á annan páskadag, daginn eftir að slysið varð, beindust störf nefndarinnar einkum að rannsókn fjarskipta þeirra, sem fram höfðu farið milli flugmanna „Hrímfaxa“ og flugturnsins á Fomebu. Þau samtöl, sem hér um ræðir, vom tekin á segulband, svo sem venja er til. Af þessum samtölum þykir ljóst, að því er Halle, form. nefndarinnar, sagði við Mbl., að í aðfluginu hafi allt geng- ið eðlilega fyrir sig, framan af. Aðflugið fór fram með að- stoð blindflugstækja. Er starfsmenn flugtumsins höfðu síðast samband við „Hrímfaxa", vora flugmenn- irnir inntir eftir skýjahæð. Var því svarað til, að þeir sæju ekki enn til jarðar. Þótti það eðlilegt, með tilliti til veðuraðstæðna. Nokkrum augnablikum síð- ar sáu menn frá flugtumin- um, hvar mikill eldur gaus upp. Þá var þegar reynt að kalla til flugvélarinnar, en ekkert svar kom. Voru þá að- eins liðnar nm 20 sekúntur frá því, að síðast var haft samband við „Hrímfaxa". Nákvæm athugun á samtöi- um þeim, sem fram fóru, allt frá því að flug fyrst hófst og þar til síðast heyrðist til flug- vélarinnar, bendir ekki til þess, að flugmennimir hafi orðið neins óeðlilegs var- ir. Engin aukahljóð hafa heldur heyrzt, sem bent gætu til þess, hvað að höndum bar, og orsakaði slysið. Rannsóknarnefndin gekkst fyrir því, að sjónarvottar að slysinu, þ.e. því, er flugvélin sást steypast til jarðar, voru yfirheyrðir. Framburði þeirra virðist bera saman um, að er flug- vélin hafi komið niður úr skýjaþykkninu, yfir Nesöy, hafi hún stefnt mjög niður á við, og myndað um 40—45 gr. horn við jörðu. Nokkrir sjón- arvottanna bera, að rétt áð- ur en flugvélin rakst í jörðu, hafi hún aðeins rétt við. Áreksturinn varð hins veg- ar mjög harður, og sundrað- ist þá flugvélin, og eldur gaus upp um leið. Mbl. ræddi við Sigurð Jóns son í gær, en hann fylgdist með störfum rannsóknarnefnd arinnar, skv. alþjóðasam- þykkt. Þar kveður svo á, að fulltrúi þess lands, sem flug- vél, er verður fyrir slysi, kem ur frá, skuli hafa rétt til að vera áheyrnarfulltrúi. Sagðist Sigurður hafa setið fyrsta fund nefndarinnar, en hann var haldinn snemma að morgni annars páskadags. í nefndinni eiga sæti, auk Gunnars Halle, Nyhus, frá lög reglunni i Osló og E. Tjens- vold, sérfræðingur. Nefndin hefur auk þess sérstakan rit- ara. Eitt af fyrstu verkum nefnd armanna var að kveðja sér tii aðstoðar tvo sérfræðinga, F. Olsen, frá norsku flugmála stjórninni og annan sérfræð- ing, Sten Berg. Að auki tek- ur þátt í rannsókninni H. Michelsen, starfsmaður flug- umferðaeftirlitsins. Eins og fyrr segir, þá rann sakaði nefndin á annan páska dag samtöl þau, sem til eru á segulbandi. í gærmorgun um kl. 9 kom nefndin enn saman til fundar, og lá þá fyrir að athuga tæki þau, sem notuð em í aðflugi við blind- flugsaðstæður. Um kl. 13.20 1 gær var far- ið til þeirra athugana í flug- vél frá SAS, en þá flugvél hafði norska flugmálastjórn- in tekið á leigu. Var þetta önnur prófunin, sem gerð var, en sú fyrri fór fram, strax eftir að slysið varð. í gær voru gerð mörg að- flug, og sjálfritandi mælar hafðir um borð í flugvélinni. Skýrði Sigurður svo frá, að ekkert hefði enn komið fram við þessar athuganir, er leitt hefði í Ijós bilanir tækja flug vallarins, eða á annan hátt varpað ljósi á slysið. Þá er Mbl. kunnugt um, að tilkynning var send til flug- manna, þremur klukkustund- um eftir að slysið varð, þess efnis, að aðflugsvitinn við Fornebu, kallaður ILS-viti, væri ekki í notkun. Þess má einnig geta, að viti þessi er nýr, og hefur verið í reynslu undanfarið. Á páskadag og annan páska dag var erfitt um vik við at- hugun á slysstað, vegna snjó komu og slyddu. Rannsókn þar hefur þó verið haldið á- fram, og stóð enn yfir í gær, er síðast fréttist. Sérfræðingar, sem þar hafa verið að verki, hafa enn ekki fundið neitt, er gefið geti vís- bendingu nm orsök slyssins. Ljóst er þó af fréttum, að rannsóknin mun mjög bein- ast að tækniatriðum. Sigurður Jónsson tók þó fram, að rannsókn af þessu tagi væri tímafrek, og þess því ekki að vænta, að niður- staða lægi fyrir strax. Þeir menn, sem kvaddir hefðu ver ið til, væru þeir sérfróðustu, sem völ væri á. Sigurður gat þess að lokum, að ekki væri loku fyrir það skotið, að norsku rannsókn- arnefndinni bærist aðstoð frá Bretlandi. í athugun væri, að senda á vettvang sérfræðinga Vickers-verksmiðjanna, sem framleiða Viscount-flugvél- arnar, og sérfræðinga RoIIs Royce verksmiðjanna, sem framleiða hreyflana. Endan- leg ákvörðun hefur þó ekki enn verið tekin. Enn hefur því ekki tekizt að upplýsa orsök slyssins. Þess má að lokum geta, að í fréttaskeyti, sem Mbl. barst í gærkvöld frá fréttaritara sínum í Noregi, Skúla Skúla- syni, segir, að e.t.v. verði aldrei hægt að upplýsa, hvað gerzt hafi. Kemur þetta álit fram í ummælum eins af meðlimum rannsóknamefnd- arinnar við fréttaritarann. Flugfélagið verd ur að fá nýja vél FLUGFÉLAG fslands mun geta Btaðið við sumaráætlun sína næstu vikur, þrátt fyrir missi Hrímfaxa, eða a.m.k. fram í maí- lok, að því er Öm Johnson, for- stjóri, sagði Morgunblaðinu í |ær. Sumaráætlunin hófst 1. apríl tog eru áætlunarferðir til útlanda toú 5 á viku, en þeim fjölgar í feföngum, verða t. d. 6 á viku í maí ea 12 þegar mest er um hásumarið, auk hins fyrirhugaða Færeyjaflugs. Flugfélagið hefur nú tvær flugvélar, sem notaðar eru til utanlandsflugs, Viscountvél og Cloudmcistervél. Þessar flugvél- ar nægja til þess að halda áætl- unarfluginu uppi næstu vikur, en F. I. verður að £á nýja vél, fyrir mesta annatímann. Að því er örn Johnson sagði þlaðinu í gær hafa engar ráð- stafanir enn verið gerðar til að íá leigða eða keypta vél í stað Hrímfaxa. Einhver bið yrði á þvi. Morgunblaðið sneri sér í gær til Hannesar Johnson forstjóra 'hjá Trygging hf., en fyrirtækið annast tryggingar á öllum flug- vélum. Hannes sagði, að Hrímfaxi, sem aðrar flugvélar, væru end- urtryggðar hjá British Aviation, sem er stærsta Loyds fyrirtækið sem annast flugvélatryggingar. Hann sagði, að Trygging hf. tæki sjálft enga áhættu varðandi flugvélatryggingarnar, innlend áhætta væri engin. Þá skýrið Hannes frá því, að fulltrúi frá Loyds hefði farið sl. mánudag til Óslóar til að fylgjast með rannsókn á slysinu, en sá maður hefði oft komið hingað vegna sömu erinda þegar flugvélum hefði hlekkzt á. SJÁLFSTÆÐISFÉLAG Kópa- vogs heldur fund í Sjálfstæðis- húsi Kópavogs í kvöld kl. 8,30. Fundarefni: Kosnir fulltrúar á Landsfund Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Bragi Jónsson, hagfræð ingur flytur erindi um fram- kvæmdaáætlun rikisstjómarinn- ar. Fórast með Hrímfaxa FARÞEGAR: Anna Borg Reumert, 59 ára, sem var á leið til íslands í heimsókn til sonar síns, Stef- áns, sem búsettur er í Hafnar firði. Eiginmaður hennar, Poul Reumert, og yngri sonur þeirra, Þorsteinn, eru í Kaup- mannahöfn. Ilse Hochaphel, 24 ára nudd kona, dóttir borgardómarans í Hilders í ÞýzkalandL Hjónin María og Karl West. María var 69 ára og fædd í Reykjavík, en Karl West 63 ára. Margrét Bárðardóttir, 19 ára, dóttir Bárðar ísleifsson- ar arkitekts. Þorbjörn Áskelsson, 58 ára útgerðarmaður frá Grenivík. Hann lætur eftir sig eigin- konu og 6 börn, hið elzta 2i8 ára og hið yngsta 13 ára. Mr. Baume, brezkur kaup- maður. ÁHÖFN: Jón Jónsson flugstjóri 45 ára, kvæntur. Lætur eftir sig eitt barn. Hefir starfað hjá Flugfélagi slands síðan í árs- byrjun 1948. Ólafur Þór Zoéga flugmað- ur 27 ára, kvæntur og lætur eftir sig tvö börn. Hóf störf hjá F.í. 1. maí 1957. Ingi Guðmundur Lárusson, loftsiglingafræðingur 23 ára, kvæntur og lætur eftir sig 2 börn. Hóf störf hjá FÍ. 15. marz 1961. María Jónsdóttir, flugfreyja 30 ára. Lætur eftir sig dóttur. Hóf störf hjá FÍ. 1. maí 1956. Helga Guðrún Henckell flugfreyja 25 ára. Hóf störf hjá FÍ. 1. maí 1962. Tveir togbótor staðoir oð ólög- legum veiðum Landhelgisgæzluflugvélin TS SIF stóð tvo togbáta frá Vest- mannaeyjum að ólöglegum veið um innan fiskveiðalögsögunnar á laugardag fyrir páska. Bátarnir voru að veiðum und- an Eyjafjallasandi. Annar þeirra, Maggy VE 111, var 9.7 sjómílur innan lögsögumarka, en hinn, Magnús Magnússon VE 112, var 8.8 sjómílur fyrir innan. Mál þeirra var tekið fyrir hjá em- bætti bæjarfógeta í Vestmanna- eyjum í gær. Lík mnnnnnno ó vb. Magoa fundio ÞÓRSHÖFN, 16. apríl. LÖC mannanna tveggja, sem fór. ust með vb. Magna í sl. vifcu, fundust á föstudag og laugardag. Fundust þau í þarabrúki í fjör- unni, þar sem báturinn brotnaði í sjón, fram undan Sævarlandi í ÞistilsfirðL Mennirnir hétu Elías Gunnarsson og Þórhallur Jóhannesson, eins og áður hefur verið skýrt frá. — E. Ól. Tveir týndir o" fundnir UM páskana var auglýst efttr 14 ára telpu, sem ekki hafði gert vart við sig hjá aðstandendum í sólarhring. Hún fcom í leitirnar skömmu eftir að auglýst var eftir henni í útvarpinu. Á þriðjudag var auglýst eftir fimmtugum manni, sem ekki hafði spurzt til í hálfán mánuð. í Ijós kom, að hann hafði ráðið sig um borð í bv. Egil Sfcalla- grímsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.