Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 24
Auglýslngarábífa
Utanhúss-auglýsincsar
allskonar skilti ofL
rtfTv
iaaáMMB aaJ
AUGLYSINGA&SKILTAGERÐIN SF
Bergþorugötu 19__Snni 23442
Orsaksr sEyssins ókunnar
Þ E G A R Mbl. hafði í gær tal af Sígurði Jónssyni, yfirmanni loftferðaeftirlitsins, sem
nú er staddur í Osló, og spurði hvort nokkrar niðurstnður lægju fyrir af rannsóknum
vegna Hrímfaxaslyssins, kvað hann nei við. Enn er allt á huldu hvað gerzt hefur síðustu
sekúndurnar sem flugvélin var í loftinu. í samtali við fréttamann Mbl. sagði Halle of-
ursti, formaður rannsóknarnefndarinnar norsku m.a. að rannsóknin á samtölum við flug-
manninn sýni að innan við 20 sekúndur hafi liðið frá því starfsmenn flugturnsins í Forne-
bu hafi síðast haft samband við flugmenn Hrímfaxa og þar til þeir sáu eldblossa í að-
flugslínu þar sem flugvélin kom til lendingar. Hins vegar er óhætt að fullyrða að aðflug
flugvélarinnar á flugvöllinn hafi verið í alla staði eðlilegt.
Þetta hörmulega flugslys sem vakið hefur sorg í hjörtum íslendinga og frændþjóða
þeirra austan hafsins, varð á páskadagsmorgun kl. 11.19 eftir íslenzkum tíma. Flugvélin
kom frá Kaupmannahöfn og var á leið til Reykjavíkur með viðkomu í Osló og Bergen.
Sjónarvotta greinir á í lýsingum þeirra á því hvernig flugvélin steyptist til jarðar. Sumir
þeirra segja m. a. að hún hafi komið mjög bratt niður og lent í 45 gr. horni á hæð einni
um 3 km frá flugvellinum, en rétt í sömu mund hafi sprenging orðið í henni og eldur gos-
ið upp. Einn sjónarvottur telur að sprenging hafi orðið í vélinni áður en hún lenti á jörð-
intii og fullyrðir að urgað hafi í hreyflunum þegar flugvélin steyptist til jarðar.
Eins og kunnugt er af fréttum fórust 12 manns með Hrímfaxa, 5 manna áhöfn og 7 farþegar. Voru
flest líkin mjög sködduð. Flugvélin splundraðist algjorlega þegar hún kom til jarðar nema hvað
stélið var nokkuð heillegt eins og sjá má á einni þeirra mynda sem birtist í blaðinu af slysstaðn-
um. Þegar Mbl. spurði Sigurð Jónsson, hvað hefði slegið hann mest þegar hann kom á slysstaðinn,
svaraði hann hiklaust: „Hvað vélin var gjörsamlega sundurtætt".
Ekki er Mbl. kunnugt um hver brezki farþeginn, Baume að nafni, var, en þess má þó geta að
samkvæmt upplýsingum sem blaðið hefur fengið var bróðir hans á skíðum einhvers staðar í Noregi.
Ungfrú Ilse Hochaphel var þýzk að ætt og hafði verið ráðin bréflega til heilsuhælisins í Hvera-
gerði. Rakst hún á auglýsingu í þýzku blaði þess efnis og sendi inn umsókn og var ráðin. Hún var
því þegar hún fórst að taka við starfi í ókunnu landi. Hún var dóttir borgardómarans í Hilders í
Þýzkalandi. Þorbjörn Áskelsson útgerðarmaður var á leið frá Hollandi þar sem hann var að ganga
frá kaupum á nýjum báti fyrír h.f. Gjögur í Grenivík. Báturínn hélt heimleiðis á laugardag.
Margrét Bárðardóttir, dóttir Bárðar Isleifssonar arkitekts fór utan i skóla í fyrrasumar og kynnt-
ist þar unnusta sinum, dönskum manni. Opinberuðu þau nýlega trúlofun sína. Að því er Mbl. hef-
ur fregnað hafði Margrét nokkrum sinnum frestað förinni heim til íslands þangað til nú að hún tók
sér far með Hrímfaxa. Westhjónin búa í Kaup mannahöfn, en voru á leið til íslands til að vera
við fermingu fyrsta barnabarns síns, dóttur-dóttur, 21. þ. m. Einkadóttir þeirra býr hér í bæ ásamt
manni sínum Marteini Frederiksen. Frú West er íslenzk en hefur um árabil veríð búsett í Dan-
*xmtt 9o(«3 rfoost tsatw ttart Pouí huttra. soototen <(•*, oo*»
po«<>9<trM tím kmtí i matk'm* i Knb*aht>xn i cjit for M flyvt tít fttyftjitttíí,
tífotMt 4o mpttjjo, tíot títtínrde fotyoí. vor Poví ffttotnttf. Kí. Í2.20 ttytlotív matíÖHKO ftotí po ttfí n
***** fttíootofot vtíon fcrr Ötítí. Att* Om bottí bhtt tírosbt. Híantít fHnsafjottttn* vot otgtttponnt Mtttftt
agjtarl Wo,(. Votívt.hovn ftvi mttúogon tcv fltí tom tnootí -5« mítíttído/no • 42 (4 tíiotjbo gtítíon
,r, ti? BJs iæs*re 5« sidle 32,34,47,52,56
amw,
Forsíðan á B. T. sl. mánudag.
a mmm
llli T ** • V -Æ
.. * S
i jn
mörku. Frú Anna Borg var á leið til íslands að því er dönsk blöð herma og hugðist m.a. heim-
sækja son sinn Stefán, sem er stýrimaður á togaranum Pétri Halldórssyni. Hann er nú í landi
og fer til Kaupmannahafnar á fimmtudag.
Þess má að Iokum geta að jafnframt því sem blöð á Norðurlöndum harma mjög Hrímfaxaslysið
láta þau óspart í ljós aðdáun á löngu og merkilegu starfi Flugfélags íslands sem hefur miðað að því
að brúa bilið milli frændþjóðanna á Norðurlönd um. Er augljóst af því, sem blöðin segja að starf
Flugfélagsins hefur notið mikilla vinsælda og er sérstaklega tekið fram hversu öruggir íslenzkir
flugmenn hafa ætíð reynzt og þjónusta góð í alla staði.
Hér á eftir fara fréttaskeyti sem Mbl. hefur fengið um Hrímfaxaslysið.
SKÚLI SKÚLASON, fréttaritari
Mbl. í Osló, hélt á sLýsstaðinn
strax og fréttist um flugslysið,
og fer fréttaskeyti hans hér á
eftir:
Nærri 300 metra löng og 30 m
breið rák nálægt Asker aðal-
járnibrautarstöðinni á Nesöya,
markar staðinn þar sem Hrím-
faxi fórst klukkan 13.19 á páska-
dag (11.19 .sl. tími). Fjórum
minútum áður hafði flugturninn
á Fornebu flugvelli samband
við vélina, og tilkynnti þá flug-
stjórinn að allt væri í lagi í vél-
ínni og aðflug eðlilegt. Talsvért
var skýjað yfir Nesöya og skýja-
hæð aðeins um 150 metrar, en
flugvélin var á réttrí aðflugs-
stefnu.
Vélin splundraðist
Knut Karlsen, sem var 150
metra frá slysstaðnum, segir svo
frá:
— Ég heyrði drunur í flug-
vél ofar skýjum, en veitti
þeim enga sérstaka athygli
Vegna þess að svo margar
flugvélar fara hérna yfir dag-
lega. En svo jókst hávaðinn
og varð óvenjumikill, sem
benti til að flugvélin væri
óvenjulega lágt á lofti. Seinna
grillti ég í vélina gegnum
skýjaþykknið. Kom hún mjög
bratt niður og lenti í um 45
gráðu horni á hæðinni hérna.
Ég heyrði dynk mikinn, augna
'bliki seinna sprengingu og
eldurinn gaus upp. Svo heyrði
ég nokkrar minni sprenging-
ar þegar flugvélin splundrað-
ist og hlutar úr henni þeytt-
ust langar leiðir.
Annar sjónarvottur telur að
sprenging hafi orðið í vélinni
áður en hún lenti á jörðinni, og
segir að mjög hafi urgað í
hreyflunum í hrapinu.
Lögregla og sjúkralið frá
Asker kom fljótlega á vettvang.
Segja þeir að allir í vélinni hafi
Játizt samstundis. Voru mörg
líkin mjög illa farin og flutt í
sjúkrahús þar sem réttariæknar
fengu þau til rannsóknar til að
greina hver þau væru.
Aðeins stélið heilt
Á mánudagskvöld kom rann-
sóknarnefnd á slysstaðinn og
vann lengi að skoðun á brakinu.
En það er svo sundurtætt, að
varla verður unnt að komast að
orsök slyssins með þeirri rann-
sókn. Aðeins stél vélarinnar er
nokkurnveginn heilt þar sem
það liggur við tré, sem flugvélin
lenti á í fallinu.
Um miðja vegu í rákinni eftir
flugvélarbrakið lágu flest líkin,
en lengra í burtu brakið úr
hreyflunum. Eitt líkanna hafði
kastazt áfram og lá hjá hreyfl-
unum. Fréttin um flugsl-ysið hef-
ur vakið mikla samúð hér í
Noregi, og skýrði norska útvarp-
ið mjög ítarlega frá því. Hefur
öllum aðstandendum verið skýrt
frá slysinu nema bróður Bret-
ans P. A. Baume, en bróðirinn
er einhversstaðar uppi í fjöll-
um.
Allir hér hafa sýnt mikla hlut-
tekningu, ekki sízt þeir, sem um
árabil hafa fylgzt með þróun
Flugfélagsins og sívaxandi
trausti og áliti, sem það hefur
notið.
Hélt að flugvélin kæmi á húsið
í fréttaskeytum frá Associated
Hrímfaxi á flugL
Press segir m. a.: Frú Mary
Hassel, sem gift er verkfræðingi
frá Oslo, býr rétt við slysstaðinn.
'Hún stóð við stofugluggann
'heima hjá sér þegar hún sá flug-
vélina koma lágt á lofti yfir hæð
skammt frá flugvellinum. „í
fyrstu veitti ég henni enga at-
'hygli. Við erum vön að sjá flug-
vélar fljúga lágt hér yfir. En
skyndilega beindist nef vélarinn-
ar beint niður, og ég hélt að hún
ætlaði að lenda á húsinu mínu
og stökk frá glugganum. Þegar
ég kom að glugganum aftur, var
flugvélin lent á jörðinni og brak
Framh. á bls. 20.
Útvarpsumræð-j
ur í kvöld og
onnað kvöld
1 KVÖLD og annað kvöld
fara fram í Alþingi alm. stjórn
málaumræður, útvarpsumræð
ur. Hefjast umræðurnar kL
20.00 bæði kvöldin.
Ræðutimi hvers flokks
verður 50 mín. fyrra kvöldið,
sem skiptist á 2 umferðir. Röð
flokkanna verður þá: Fram-
sóknarflokkur, Sjálfstæðis-
flokkur, Alþýðubandalag og
Alþýðuflokkur.
Síðara kvöldið verður ræðu
timi hvers flokks einnig 50
mín., en skiptist þá á 3 um-
ferðir. Röð flokkanna verður:
Alþýðuflokkur Sjálfstæðis-
flokkur, Alþýðubandalag og
Framsóknarflokkur.