Morgunblaðið - 17.04.1963, Blaðsíða 3
Miðvfkudagur 17. april 1963
tíORGVNBL4ÐIO
3
(
☆
U M kl. 8 á skírdagsmorg-
un tók brezka olíuskipið
British Sportsman niðri á
sandrifi við Eyri á Álfta-
nesi. Sikpið var á leið út úr
Skerjafirðiy þar sem það
hafði legið og losað 2400
tonn af flugvélabenzíni.
Ástæðan til þess að þetta
kom fyrir var sú að rétt í þann
mund er skipið kom að útsigl-
ingunni í firðinum skellti yfir
svörtu hríðaréli með allmikilli W
vindhviðu. Hjálpuðust þvi að
vindurinn og sortinn að svona
tókst tiL Innsiglingin í Skerja
.— ... ----------------------------- - v
Olíuskipið British Sportsman þar sem það stendur á sandrifinu við Eyri á Álftanesi.
Ljósm. Sv. Þ.
KOPAVOGUR
jr
Ibúðarhús og fjés brunnu
fjörð er mjög þröng og má
ekki muna nema sem svarar
skipsbreidd, þegar siglt er
fyrir eyrina.
Páll Björnsson hafnsögu-
maður var um borð í skipinu
og sagði hann skipið hafa
verið á réttum merkjum er
élið skall yfir. Hann var síð-
an um borð í skipinu þar til
það náðist út tveimur tímum
fyrir háflæði á föstudagskvöld
eða kl. 18.30.
Eftir að skipið tók niðri var
þegar dælt úr framtönkum
þess og aftur í afturtankana,
Skipsmenn af olíuskipinu at-
'huga hvað það stendur langt
uppi á landi við fjöru.
til þess að létta skipið að fram
an. Þetta dugði þó ekki til, því
útfall var. Það þótti, er á skír-
dag leið sýnilegt að ekki
myndi fært að losa skipið á
kvöldflóðinu, því veður var
svo slæmt. Var því ákveðið að
dæla fram í skipið á ný til
þess það sæti örugglega fast
á eyrinni, enda er þarna mjúk
ur sandur undir. Dráttarbátur
inn Magni beið allan tímann
í námunda við skipið ef til
þyrfti að taka. Hann tók síðan
í skipið er það fór á flot, enda
varð hann að aðstoða við að
stýra því í þeim þrengslum,
sem þarna eru.
Skipið var athugað og reynd
ist óskemmt og sigldi það
utan í fyrrakvöld um mið-
nætti.
Skipsmenn á Ieið frá borði
niður á sandrifið.
Enskt olíuskip tók
niðri i Skerjafirði
FNDUR verður í Tý FUS í Kópa
vogi fimmtudaginn 18. apríl kl.
20:30 í Sjálfstæðishúsinu í Kópa-
vogi. Þar fer fram kosning full-
trúa á landsfund. Áríðandi er að
félagar fjölmenni. — Stjórnin.
Vesbmannaeyjum, 16. apríl.
AÐFARANÓTT föstudagsins
langa var þýzkur togari, bv
Maria von Jever, 5—600 tonna
skip, að veiðum skammt frá Eld-
ey. Reið þá mikið ólag yfir skip-
ið. Þrjá háseta, sem voru við
vinnu á þilfari, tók út. Týndust
þar tveir þeirra, en einn náðist
aftur inn mikið slasaður, aðal-
lega í baki. Einn hásetinn kastað
ist upp að gálga og slasaðist tölu-
vert, og annar meiddist einnig
eitthvað.
Þykkvabæ, 16. apríl.
Á SKÍRDAG brann íbúðarhús
og viðbyggt fjór til kaldra kola
að önnuparti í Þykkvabæ. Eld-
urinn kom upp kl. 11 f. h. Ibúðar
húsið var gamalt timburhús og
brann allt, sem brunnið gat á
Skipið hélt þegar til Vest-
mannaeyja og kom þangað á
föstudag. Fóru hinir þrír slösuðu
menn í sjúkrahús, en togarinn
hélt aftur út um kvöldið. Mun
hann hafa ætlað að sigla í veg
fyrir þýzkan togara, sem var a
heimleið, og fá nokkra sjómenn,
til þess að geta lokið veiðiferð-
inni.
Tveir þeissara þriggja sjómanna
eru eins og fyrr segir allmikið
slasaðir, en líðan þeirra sögð
eftri atvikum. Hinn þriðji er
minna meiddur. — Björn.
um þremur stundarfjórðungum.
Heimiljsfaðirinn í Önnuparti
var ekki heima er eldsins varð
vart, en að 10 mínútutn liðnum
voru allir karlmenn í Þykkvabæ
komnir að húsinu til hjálpar við
björgun. í Önnuparti búa hjónin
Hörður Júlíusson og Eygló
Yngvadóttir með barn sitt á
fyrsta ári. Þau reka ekki sveita-
búskap, en Hörður vinnur á
vélaverkstæði staðarins.
Húsið varð samstundis alelda
og mátti heita mildi að kona og
barn komust út. Er þeim hafði
verið bjargað lokuðust allar inn-
gönguleiðir í húsið og varð því
litlu sem engu af innbúi bjargað,
en það var lágt vátryggt. Ekki
voru gripir í fjósinu, en það var
notað sem geymsla. Hörður
Júlíusson meiddist talsvert á
fæti við björgunartilraunir, er
fjósveggur hrundi yfir hann.
Slökkviliðið á Hvolsvelli var
kvatt á vettvang, en er það kom
var allt brunnið, sem brunnið
gat, endá er 32 km leið niður i
Þykkvabæ. Norðan rok var er
eldurinn kom upp og því ógern-
r
A batavegi
SVERRIR Vil'hjáknsson, sem
slasaðist í bílslysinu við Rauða-
vatn é þriðjudaginn í dimil-
viku, er nú á batavegi, en dvelst
enn í sjúkrahúsi. Hann var rænu
laus í nokkra daga.
ingur að fást við björgun, enda
fuðruðu hin gömlu hús upp eins
og helit hefði verið í þau olíu.
Skammt frá stóðu fjárhús og
hlaða og tókst að verja þau.
— Magnús.
Páskahrotan í
Eyjuni brást
að mestu
Vestmannaeyjum, 16. apríl.
HIN sVonefnda páskahrota hér
í Eyjum var minni að þessu
sinni en til stóð, og var það
veðrinu að kenna.
Á skírdag var vitlaust veður
og enginn á sjó. Á föstudaginn
langa reru nokkrir, en ekki al-
mennt róið. Á laugardag réru
allir og komu með geysimikinn
afla í land, um 1400 tonn.
Fiskurinn var þá orðinn
þriggja nátta í netunum,
svo að hann var að miklu leyti
léleg vara. Mikil vinna var þá
í landi, allt fram til kl. níu á
páskadagsmorgun. Á páskadag
var enginn á sjó, en á annan réru
allir í versta sjóveðri. Gátu þeir
yfirleitt ekiki dregið allt, og var
afli mjög misjafn, góður hjá
sumum en enginn hjá öðrum. í
dag, þriðjudag, er ve\rsta veður
og landlega. — Björn.
Tveir þýzkir sjó-
menn drukkna
vid Eldey
Aðrir fluttir slasaðir til Eyja
STAKSTEINAR
Illa víð framkvæmda-
áætluiTÍna
Ljóst er, að stjórnarandstæð-
ingum er meinilla við fjárhags-
og framkvæmdaáætlunina, sem
ríkisstjórnin hefur lagt fram. Þó
hefur þeim brugðizt bogalistin i
hinum samræmda málflutningi
að þessu sinni. Þannig segir
Moskvumálgagnið um áætlunina:
„Hætt er við að ýmsum, sem
gert hafa sér háar vonir um þessa
síðbúnu áætlun, bregði nokkuð
i brún þegar þeir taka að kynna
sér plaggið. Aðalboðskapur þess
er, að fjárfesting í framleiðsluat-
vinnuvegum landsmanna eigi að
standa í stað á tímabiU áætlunar-
innar.“
En Tíminn segir m.a.:
„Þar (í áætluninni) eru settar
fram framkvæmdir samkvæmt
fjárlögum og öðrum lögum sem
ríkisstjórn og Alþingi hafa í vet-
ur verið að taka ákvarðanir um.
Eru þessar framkvæmdir mun
meiri en í fyrra, vegna enska
kosningalánsins, sem tekið hef-
ur verið af ótta við Framsóknar-
flokkinn.“
Siórhuga fyrirætlanir
Þjóðhags- og framkvæmdaá-
ætlunin er að sjálfsögðu engin
bylting. Ólafur Thors forsætis-
ráðherra lýsir henni þannig í
viðtali við Mbl. fyrir páskana:
„Það fer ekki á milli mála að
hér er um að ræða stórhuga
fyrirætlanir sem þó eru að sjálf
sögðu beint framhald af þeim
trausta grundvelli sem nú hefur
vei*ið lagður í íslenzkum efna-
hagsmálum. Þrátt fyrir hin miklu
Verkefni sem áætlað er að
hrinda í framkvæmd verður á-
herzla lögð á nauðsynlega var-
færni og framkvæmdaáætlunin
miðar einmitt að því öðrum
þræði að koma í veg fyrir að
allt fari úr böndunum. Henni er
að sjálfsögðu ætlað að bæta efna
hag þjóðarinnar en einmitt þess
vegna er áherzla á það lögð að
framkvæmdunum sé hagað
þannig að efnahagsjafnvæginu
sé ekki stofnað í voða heldur
byggist framfarirnar á traustum
grundvelli.“
Hér er fyrst og fremst um að
ræða áætlun um fjárfestingu og
framkvæmdir ríkissjóðs og mátt
þjóðarinnar til að efla framfarir.
Hins vegar eru þar ekki áætlan-
ir um framkvæmdir hverrar at-
vinnugreinar, heldur eru ein-
staklingarnir einráðir um sínar
framkvæmdir.
Eymd kommúnista
Kommúnistaioringjarnir hafa
orðið ásáttir um það að leitast
við að breiða á opinberum vett-
vangi yfir þann djúpstæða ágrein
ing sem í flokknum ríkir, þar til
að afstöðnum kosningum. Vera
má að þeim takist að halda hin-
um raunverulega klofningi
flokksins sem byggist á persónu-
legri valdstreitu, leyndum í
nokkra mánuði en þar með er
ekki sagt að raunverulegt ástand
innan flokksins sé betra. Þvert
á móti er ástæða til að ætla að
fláræði og svik aukist þar um
allan helming, því nú hafa
nokkrir þjóðvarnarleiðtogar ver-
ið innbyrtir í flokkinn og mark-
mið þeirra er einmitt að ýta
undir deilurnar í kommúnista-
flokknum og leggja sitt lóð á
vogarskálarnar til að kljúfa
hann. Það má því með sanni
segja að kosningahorfur komm-
únista séu ekki glæsilegar. Það
er varla von að fólk vilji kjósa
til forystu menn, sem það veit
að sitja á svikráðum hverjir við
aðra og eiga það eitt sameigin-
legt að vilja þjóna erlendu valdi
og komast til þeirra tignarem-
bætta í kommúnistaflokknum
sem bezt auglýsir þá þjónustu-
semi hér á landi og ekki síður
austan járntjalds.