Morgunblaðið - 19.04.1963, Side 2
2
r
MORGl’NBL AÐID
Fðstudagur 15. april 1563
Tveir dæmdir fyrir
landhelgisbrot
DÓMUR var kveðinn upp í Vest
mannaeyjum í gær af Freymóði
Þorsteinssyni, bæjarfógeta, yfir
íkipstjórum togbátanna Maggy,
VE 111 og Magnús Magnússon,
VE 112, sem staðnir voru að ó-
löglegum veiðum innan land-
helginnar undan Eyjafjallasandi
13. apríl sl.
Hlutu báðir skipstjórarnir 20
þúsund króna sekt og afli og
veiðarfæri bátanna voru gerð
upptæk. Hjá báðum var um
I fyrsta landhelgisbrot að raeða.
Maggy, VE 111, er 43 tonn að
stærð. Skipstjóri er Sigurður
Guðnason,^
Magnús Magnússon, VE 112,
er 47 tonn að stærð. Skipstjóri
er Ingvar Gíslason.
Það var gæzluflugvélin SIF,
sem stóð bátana að togveiðum 8
—9 sjómílur innan fiskveiðimark
anna undan Eyjafjallasandi 13.
apríl sl.
Kardinálarnir König og
IMindszenty ræðast við
Vínarborg, 18. apríl.
NTB-AP.
FRANZ König, kardináli í Vín-
arborg heimsótti í dag ungverska
79 ai stöðinni
— dæmigert
byrjondnverk
New Yorlc, 17. apríl (AP)
t LEIKLISTARTÍMARIT-
INU „Variety“, sem kom
út í dag er skrifað um ís
lenzku kvikmyndina „Go-
go“ (79 af stöðinni). Segir
tímaritið, að myndin sé
„dæmigert byrjandaverk"
og bætir við: „Þar eru ó-
sköpin öll af átakanlegum
leik, siðaprédikunum, bif-
reiðaakstri, leiðinlegu
landslagi — og allt of mik-
ið af sígarettureykingum
og vískídrykkju.“
kardínálann Mindszenity, sem
dvalizt hefur í bandaríska sendi-
ráðinu í Búdapest frá þvi árið
1956, er Rússar börSu niður bylt-
inguna í Ungverjalandi. Talið
er, að König ætli sér að leita
upplýsinga um það, hver skil-
yrðl ungverska stjórnin setji
fyrir þvi, að Mindszenty fái að
fara frjáls úr sendiráðinu.
König hafði dvalizt hjá
Mindszenty í hálfa fimmtu
klukkustund og síðar ætlað að
heimsækja biskupinn af Scanad,
monsignore Endre Hamvas, og
ræða við hann um örlög kardí-
nálans. Einnig mun hann hafa
í hyggju að ræða við fulltrúa
ungversku stjórnarinnar, þar á
meðal Joszef Prantner, forstjóra
skrifstofudeildar þeirrar, er
fjallar um trúarleg efni.
Skilyrði ungversku stjórnar-
innar fyrir brottfararleyfi Minds-
zentys eru með öllu ókunn, en
menn leiða að því getur, að hún
krefjist þess, að hann fari annað
hvort til Rómar eða fái dvalar-
leyfi í Ungverjalandi með þvi
skilyrði, að hann segi af sér
þeirri tign að vera æðsti maður
rómversk kaþólsku kirkjunnar
í landinu.
Skot gegnum lungað
— en slapp lifandi yfir niúrinn
Berlín, 18. apríl. — NTB-AP
AUSTUR-ÞÝZKUR tæknifræðing
ur, 19 ára að aldiri, flýði í gær-
kvöldi frá Austur-Berlín vestur
yfir borgarmörkin með djarfleg-
um hætti. Pilturinn hafði stol-
ið brynvarinni bifreið og reyndi
að aka henni í gegnum 30 om
þykkan múrinn, steinsteyptan.
Múrinn gaf eftir en ekki gadda-
vírinn, sem strengdur var ofan
á honum. Varð pilturinn að fara
út úr bifreiðinni og kilifra yfir
Béðast inn í sendiráð
Spánar i Brussel
Briissel, 17. apríl.
NTB-Reuter.
í DAG var gerð árás á sendiráð
Spánverja í Brússel og voru þar
að verki Spánverjar, er vildu
mótmæla réttarhöldum, sem eru
að hefjast gegn verkalýðsleiðtog-
anum Julian Grimau Garcia.
Hann hefur setið í fangelsi í
Madrid frá því I nóvember sl. og
er talið, að yfir honum vofi
dauðadómur.
í mótmælaaðgerðunum tóku
þátt um þúsund Spánverjar, en
tuttugu þeirra réðust til inn-
göngu í aðsetur sendiráðlsins,
María Maack endur-
kjörin form. Hvatar
MÁNUDAGINN 8. apri/I s.l.
hélt sjálfstæðiskvennafél.'Kgi
„Hvöt“ aðalfund sinn í Sjáll-
stæðihúsinu.
Formaður félagsins María
Maaok sebti fundinn, er hófst kl.
8,30 e.h.
Formaður gaf ýtarlega skýrslu
um störf félagsins á liðnu starfs-
ári. Störf félagsins á árinu voru
með ágætum, margir fundir haldn
ir, bæði fræðslu og skemmti-
fundir. Einnig var farin mjög
ánægjuleg þriggja daga skemmti
ferð á s.L sumri. Gjaldikeri gaf
yfirlit um fjárhag félagsins,
böfðu konur unnið ötullega að
fjársöfnun, með bazar og hluta-
veltu.
Þá gáfu starfandi nefndir inn-
sín, höfðu þær allar starfað af
miklum dugnaði.
Þá var gengið til stjórnarkjörs.
María Maack var einróma end-
urkjörinn formaður félagsins.
Einnig var öll stjórnin endur-
kjörin í einu hljóði, en hana
skipa: Ásta Björnsdóttir, Ásta
Guðjónsdóttir, Auður Auðuns,
Gróa Pétursdóttir, Guðrún Ólafs-
dóttir, Helga Marteinsdóttir, Jór
unn ísleifsdóttir, Kristín Magn-
úsdóttir, Kristín Sigurðardóttir,
Lóa Kristjánsdóttir, Ólöf Bene-
diktsdóttir, Ragnhildur Helga-
dóttir, SofEia Jacobsen, Valgerð-
ur Jónsdóttir.
Endurskoðendur voru kosnir
Brynhildur Kjartansdóttir og
wa. félagsins skýrslur um störí i Sesselja Konráðsdóttir,
eftir að hafa brotið allar rúður
á fyrstu hæð byggingarinnar.
Fljótlega höfðu þeir sig á brott,
er lögregla kom á vettvang og
dreifði hópnum.
Lögreglan í Madrid segir
Garcia aðila að miðstjórn
spánska kommúnistaflokksins, en
starfsemi hans er bönnuð. Her-
dómstóll tekur mál hans fyrir
á morgun og er haft eftir áreið-
anlegum heimildum að krafizt
verði dauðadóms yfir honum
fyrir meint afbrot á tímum
borgarastyrjaldarinnar á Spáni.
Þá er einnig sagt, að rikissak-
sóknarinn muni krefjast 30 ára
fangelsisdóms fyrir meintar sak-
ir á síðustu árum.
Útvarpið í Brússel skýrði frá
því í dag, að amma Baudouins
konungs, Elisabeth drottning,
sem er 86 ára að aldri, hafi sent
Franco hershöfðingja símskeyti,
og mælzt til þess, að Garcia verði
ekki dæmdur til dauða.
Garcia slasaðist alvarlega í
nóvember sl., er hann stökk nið-
ur af svölum í aðalbækistöð
lögreglunnar í Madrid.
gaddaivSrinn. Meðan þessu fór
fram rigndi yfir hann skothríð
austur-þýzkra hervarða. Hann
náði þó að komaist lifandi vest-
ur yfir en var alvarlega særður,
því skot hafði farið gegnum ann-
að lunga hans. Pilturinn liggur
nú í sjúkrahúsi í Vestur-Berlín
og er talinn úr lífshættu.
Vestur-þýzkir verðir svöruðu
skothríð ‘hinna austur-þýzku með
an piltuirinn skreið af þaki bifreið
arinnar yfir vírinn og stökk nið-
ur í fang tveggja manna er biðu
hanis vestan megin. Ljósmynd-
ari og blaðamenn horfðu á at-
burðinn, en austur-þýzku verð-
irnir beindu óspart að þeim vatns
slöngum.
Eftir atburð þennan var hafizt
handa við að styrkja múrinn enn
betur en áður.
;■!
Myndin hér að ofan var
tekin við kveðjuathöfn, sem
fram fór í gær við kistu Önnu
Borg, leikkonu, í Ríkisspítal-
anum í Osló. Þar voru meðal
viðstaddra, sendiherra íslands
í Osló, Iíaraldur Guðmunds-
son og Margrét kona hans,
Gerda Ring leikstjóri, Solveig
Christov rithöfundur, Torben
Henning Rönnow, sendiherra j
Dana í Osló, Gunnar Olram, i
formaður norska leikarasam- ,
bandsins og Harald Grieg,
bókaútgefandi.
Kistan var flutt flugleiðis
til Kaupmannahafnar í gær-
kvöldi.
íslenzk deild í I. P. A.
FIMMTUDAGINN 28. marz
sl. var stofnuð íslenzk deild í al-
þjóðasamtökum lögreglumanna:
International Police Association,
(IPf).
Nokkrar bréfaskriftir höfðu
átt sér stað, á undanförnum mán
uðum, milli nokkurra manna inn
an lögreglunnar í Reykjavík, og
yfirstjórnar IPA í Genf í Sviss,
og hafði Sigurður M. Þorsteins-
son, varðstjóri, aðallega haft á
hendi allan undirbúning að stofn
un deildarinnar.
Markmið IPA er fyrst og
fremst að stuðla að nánari og
gagnkvæmari kynnum lögreglu-
manna um heim allan, t.d. með
bréfaskiptum hópa og einstakl-
inga, og fyrirgreiðslu í ferðalög-
Verðhækkun á sláli
í Bandaríkjunum
Pittsburg, 18. apríl —
NTB-Reuter — AP.
TÍU bandarísk stálfyrirtæki hafa
tilkynnt verðhækkun á fram-
leiðslu sinni, — þar á meðal næst
stærsta fyrirtækið, „Bethlehem
Steel Company". Stál hefur ekki
hækkað í verði frá því árið 1958.
Mönnum er það í fersku minni
hvernig Kennedy forseti brást
við sl. ár, er fyrirtækin reyndu
að hækka verð á stáli. Bandaríkja
stjóm hefur hinsvegar látið að
því látið liggja að undanfömu,
að hún muni ekki beita sér gegn
verðhækkunum nú, svo fremi
þær verði innan ákveðinna tak-
marka — enda þótt þær kunni
að hafa nokkur áhrif á almennt
verðlag.
um á sama hátt.
Samtökin eru ópólitísk, og
engu skiptir litarháttur, trúar-
brögð eða tunga.
í stjórn deildarinnar vom
kjörnir: Sigurður M. Þorsteins-
son, varðstjóri, formaður; Ing-
ólfur Þorsteinsson, yfirvarðstj..
varaformaður; Jón E. Halldórs-
son, varðstjóri, ritari; Ólafur Guð
mundsson, varðstjóri, gjaldikeri;
og Kristinn Hákonarson, yfirlög-
regluþjónn, meðstjórnandi. Til
vara Ingibergur Sæmundsson,
yfirlögregluþjónn, og Benedikt
Þórarinsson, yfirlögregluþjónn.
Starfssvið deildarinnar verður
landið allt. Stofnendur em um
70.
Undirbúningur
þegar hafinn í
hvalstöðinni
AKRANESI, 18. apríl. — Á þriðja
í páskum var hafizt handa I
bvalstöðinni í Hvalfirði, bæði
á plani og verksimiðjuhúsum,
að kippa öllu í lag sem á vantar
um undirtbúning áður en hvai-
vertíðin hefst, en veiðamar
munu hefjast að rúmum mán-
uði liðnum. — Oddur,