Morgunblaðið - 19.04.1963, Síða 3
Tostudagur 19. aprft 1963
MORCVwnr 4 ntfí
3
MEÐAN flestir Reykvík-
ing-ax nutu páskaleyfisins og
hvíldu sig frá daglegri önn
heima fyrir eða úti í náttúr-
unni, vann hópur áhugasamra
leikara baki brotnu niðri í
Tjarnarbæ við æfingar á
þremur einþáttungum eftir
Odd Björnsson, sem Gríma
mun frumsýna á næstunni. Er
þetta í fyrsta sinn, sem leikrit
eftir Odd Björnsson eru. sýnd
á sviði, en í vetur var leikið
eftir hann verk í Ríkisútvarp
inu, og fyrir tveimur árum
var hann einii fjögurra höf-
unda, sem verðlaun hlutu í
leikritasamkeppni Menningar
sjóðs.
Þegar blaðamaður Mbl. leit
inn á æfingu í Tjarnarbæ,
laugardaginn fyrir páska, var
uppi fótur og fit. Hópur leik-
Valdimar Lárusson og Sveinbjörn Matthíasson i hlutverkum kyndaranna.
Gríma frumsýnlr
3 ísl. elnþáttunga
enda og aðstoðarmanna sat
niðri í salnum, meðan tveir
leikarar áttu einkennilegar
samræður uppi á sviðinu. Þeir
voru kyndarar og röbbuðu
saman á kúnstugu hrognamáli
milli þess sem annar las upp-
hátt kafla úr gamalli fram-
haldssögu Morgunblaðsins.
Þetta var sérkennileg smá-
mynd úr lífi tveggja félaga,
einföld en þó m.eð einhverjum
hætti mögnuð.
Höfundurinn var viðstadd-
ur, en vildi ekki láta neitt
uppi um „boðskap" eða „til-
gang'í einþáttunganna. „Þeir
eru bara tjáning á vissu sálar-
ástandi,“ sagði hann, og meira
var ekki hægt að toga upp úr
honum. Kannski fer líka bezt
á því, að áhorfendur túlki
þessi verk hver fyrir sig.
Helgi Skúlason setur þátt-
inn um kyndarana á svið, og
sömuleiðis einþáttung frá
endurreisnartímanum á Ítalíu
þar sem Alexander páfi
6. og þrjú börn hans koma
fram. Helgi var hrifinn af
verkefnunum, kvað hér vera'
um að ræða algera nýjung í
íslenzkum leikbókmenntum.
Þættirnir váeru í senn djarfir
og mjög skemmtilegir viður-
eignar.
Þegar kyndararnir höfðu
lokið sér af, fór hópur leikara
upp á sviðið, og Gísli Alfreðs-
son tók við stjórninni. Ein-
þáttungurinn sem hann setur
á svið nefnist „Partí“, og er
paródía af nútímasamkvæmis
háttum íslendinga, í senn
smellin og hárbeitt. Leikar-
arnir eru flestir ungir. og lítt
reyndir, en fullir af áhuga og
leika hlutverk sín af hjartans
lyst. í partíinu koma m.a. við
sögu hross og sveitabóndi,
ráðherra og starfsmaður hins
opinbera, súperboj og svítí
pæ, gæi og pæja, allt skopleg-
ir persónugervingar ýmissa
fyrirbæra í borgarlífinu, en
bak við grínið er einhver á-
■ leitinn sviði og tómleikatil-
finning.
Gisli Alfreðsson tók undir
þau ummæli Helga Skúlason-
ar, að einþáttungar Odds
Björnssonar væru nýstárleg
og skemmtileg verkefni. Þeir
væru þannig skrifaðir, að leik
stjórinn hefði mun meira
frjálsræði og miklu meiri
möguleika en í hefðbundnum
leikritum. Þð^sir þættir köll-
uðu fram alls konar hugmynd
ir og örvuðu leikstjórann til
sjálfstæðra vinnubragða.
Blaðamanninum gafst því
miður ekki kostur á að sjá
„Kóngulóna" á æfingunni á
laugardaginn, þar eð Harald-
ur Björnsson, sem leikur Alex
ander páfa, var úti á landi, en
í þessu verki fara reyndir
leikarar með aðalhlutverkin;
Erlingur Gíslason leikur Sesar
Borgía, og Helga Bachmann
fer með hlutverk Lúkreziu.
Ekki er enn fullráðið hve-
nær Gríma frumsýnir þessa
þrjá einþáttunga, en senni-
lega verður það einhverntíma
i næstu viku.
Haraldur Björnsson í hlutverki Alexanders páfa.
Hjónabandið og fjölskyidumól
rædd í Gullbringu- og Kjós
Á FUNDI í Kvenfélagasanr.bandi
Gullbringu- og Kjósarsýslu, sem
nýlega var haldinn, voru tekn-
*r ýmsar ákvarðanir um starf-
semi sambandsins framvegis.
Var ákveðið að leggja enn aukna
rækt við ýmsa fræðslustarfsemi,
til dæmis í garðrækt og handa-
vinnu, svo eitthvað sé nefnt.
Þá var ákveðið að koma á
fyrirlestrarstarfsemi urn ýmis
málefni, sem ofarlega eru á
baugi hverju sinni. Munu þeir
prófessor Þórir Kr. Þórðarson
og Hannes Jónsson, félagsfræð-
ingur, flytja erindi, sem þeir
nefna „Hjónabandið og kristileg
siðfræði" og „Fjölskyldu- og
hjúskaparmálefni“, á vegum
sambandsins nú í aprilmánuði.
Fyrirlestrar þessir verða flutt-
ir i samkiomu'húsinu á Garða-
holti, að Hlégarði í Mosfellssveit
og í samkomuihúsinu í Njarðvík.
Ætlunin er að þeir séu ekki
eingöngu fyrir kvenfélagskonur,
heldur jafnt fyrir karla og kon-
ur. j
, HA /5 hnúiar
SV Súhnú/ar
Jí Sn/Moma * ÚSi \7 Skúrir E Þrumur 'Wmz Kutíathi/ ^ Hi/athH
H Hmi
L Lmai
GÆR á hádegi var A-átt austantil á landinu, en storm-
hér á landi, vægt frost fyrir hvassviðri á hafinu
« , „ . , ... , fyrir S og SA land. Trollafoss
norðan en 1—6 st. hiti fyrir
sunnan. Allhvast var suð-
er t. d. á kortinu með 9 vind-
stig út af Suðausturlandi.
STAK8TEIMAR
• VINSTKI STJÓRNIN
*OG HENGlF'LtJGIÐ.
Þegar vinstri stjórnin hrökklað
ist frá völdum í desember 1958,
lýsti bæði forsætisráðherra henn
ar og aðalefnahagsráðgjafi því
yfir, að ný verðbólgualda væri
skollin yfir og við værum að
ganga fram af brún hengiflugs-
ins. Hermann Jónasson, þáver-
andi forsætisráðherra, skýrði
líka frá því, að engin samstaða
væri í stjórninni um nein úr-
ræði til bjargar og þess vegna
yrði hún að fara frá. Það er eðli
legt, að menn rifji þessi
umimæli upp í sambandi við
þá kokhreysti Eysteins Jóns-
sonar, að halda þvi fram, að
ekkert hafi verið athugavert við
efnahagsástandið og þá þróun,
sem varð á tímum vinstri stjórn-
arinnar og fylgdi í kjölfar starfa
hennar. En í tilefni af orðum
Eysteins Jónssonar skal þetta
lítillega rifjað upp.
• SKEEDAAIKNING
1243 MILLJÓNIB
Miðað við núverandi gengi
voru erlendar skuldir íslendinga
umfram innstæður í ársbyrjun
1956 751.1 millj. kr. í árslok 1958
voru þessar skuldir orðnar
1994.7 millj. kr. eða höfðu auk-
ist um 1243,6 millj. En afleiðing-
arnar af því efnahagskerfi, sem
tildrast hafði upp á tímum vinstri
stjórnarinnar, bjargráðunum, yf-
irfærzlugjöldunum og alls sukks
ins, var þó aðeins að takmörkuðu
leyti komin í ljós. Minnihluta-
stjórn Alþýðuflokksins hafði
ekki bolmagn tii að gera rót-
tækar ráðastafanir, enda þurfti
mikla vinnu til að undirbúa var-
anlegar efnahagsráðstafanir og
gera þá gagngerðu breytingu á
efnahagslífi landsins, sem óhjá-
kvæmileg var eftir tímabil upp-
bótanna og spillingarinnar. Þess
vegna hélt óhjákvæmilega á-
fram að síga á ógæfuhlið-
ina, þar til róttækar efnahags-
ráðstafanir voru gerðar y og
þess vegna jukust skuldir ís-
lendinga enn á árinu 1959 og
nokkuð á árinu 1960, enda fóru
efnahagsráðstafanirnar ekki að
| bera árangur fyrr en á miðju því
ári og þar að auki var skipainn-
flutningur 1960 nær 600 millj.
kr. í árslok 1959 voru erlendar
skuldir umfram innstæður 2635,3
millj. kr. og í árslok 1960 2986,8
millj. kr.
# KÓTTÆK STEFNU-
BREYTING.
En á síðari hluta árs 1960 fóru
viðreisnarráðstafanirnar að bera
verulegan árangur og þó fyrst og
fremst á árunum 1961 og ’62. í
árslok 1962 var svo komið, að er-
lendar skuldir umfram innstæð-
ur höfðu lækkað niður í 2038,1
millj. kr., eða um hvprki meira
né minna en 948,7 millj. kr. frá
árslokum 1960. Þetta er sú upp-
þæð, sem sýnir þróunina á við-
reisnartímanum og á að bera
saman við þróunina á tímum
vinstri stjórnarinnar, en þá juk-
ust skuldir eins og áður segir,
um 1170,8 millj. Þó var aðeins
nokkur hluti afleiðinga óstjórn-
arinnar kominn í ljós og hélt á-
fram að dengjast yfir landslýð-
inn þar til hægt var að gera rót-
tækar ráðstafanir fyrri hluta árs
1960.