Morgunblaðið - 19.04.1963, Side 5
Föstuðagur 19. apríl 1963
MOPCl'lSBL 4 ÐIÐ
5
Aldarafmœli íslenzks listamanns
I' OPNUÐ hefur verið í sýn-
ingarsalnum við Freyjugötu
sýning á verkum eins elzta
listmálara landsins, Einars
Jónssonar frá Fossi í Mýrdal,
en um þessar mundir eru 100
ár liðin frá fæðingu hans.
Einar lauk nánti í húsasmíð
um en hélt að því loknu til
Kaupmannahafnar, þar sem
hann nam teikningu og mál-
araiðn í sama skóla og sam-
tímis Einari Jónssyni, mynd-
höggvara, árin 1894—96.
Þegar hann kom heim frá
Höfn settist hann að á Sauð-
árkróki og langaði mikið til
að helga sig málaralistinni, en
treysti sér ekki til þess fjár-
hagslega. Vann hann síðan
mikið að húsamálun, fyrst á
Sauðárkróki, en fluttist
skömmu síðar til Akureyrar.
Einar lagði rækt við list
sína jafnframt vinnunni, en
í Oddeyrarbrunanum 1906
missti hann mikið myndasafn,
sem hann hafði unnið að um
árabil. Fluttist Einar skömmu
siðar til Reykjavíkur og
byggði sér lítið en vinalegt hús
við Skólavörðustíg 27, sem
enn stendur, og lengi gekk
undir nafninu „Hús málar-
ans.“
Málaraiðn var í þá daga
með nokkuð öðrum hætti en
nú í dag, mikið var um við-
arskreytingar og svo kallaðar
„marmoreringar", og notaði
Einar iðulega þessar aðferðir
til veggskreytinga og felldi
þá inn í þær ýmsum vegg-
myndum. Til dæmis sézt enn-
þá veggskreyting sem hann
gerði í Húsmæðraskóla
Reykjavíkur, er hann felldi
margar fossamyndir inn í
„marmoreringu“ í forstofunni
þar.
Ein myndin á pýningunni er J
máluð úr íslenzkum litum,
sem leitaði að í leir við Geysi,
þegar hann skreytti konungs-
húsið þar, og beitti hann sér
mikið fyrir að athugaðir væru
möguleikar á að vinna liti úr
íslenzka leirnum. Er einnig-
á sýningunni litaspjald, sem
hann gerði úr íslenzkum leir-
litum.
Til sýningarinnar er sem
fyrr segir stofnað vegna þess
að um þessar mundir er liðin
öld frá fæðingu hans, en að
sýningunni standa tvö börn
hans, Ragnhildur, sem gift er
Bjarna verkstjóra í Hamri, og
Hjalti, sem er málari hér í
bænum. Annar sonur Einars
er nú létinn, Gunnar, sem
var vélfræðingur og kvæntur
Þóru Borg. Sýningin verður
opin næstu 10 daga kL 14—22.
Tilkynningar, sem eiga
að birtast í Dagbók á
sunnudögum verða ‘ að
hafa borizt fyrir kl. 7 á
/
föstudögum.
Laugardaginn 13. apríl síðast-
liðinn votu gefin saman í hjóna-
banda af séra Ingólfi Ástmars-
syni ungfrú Helga Ragnhildur
Sverrisdóttir, bankaritari í Út-
vepsbankanum, og Marínó Sveins
son bankaritari í Landsbankan-
um. Heimili ungu hjónanna er
að Tjarnarstíg 10. Seltjarnar-
nesi.
Nýlega hafa opinberað trúlof-
un sína Sunna Emanúelsdóttir,
Borg í Ólafsvík, og Gísli Gunn-
arsson, Langholtsveg 32 í Rvik.
Ennfremur Sólrún Gunnarsdótt-
ir, sama stað, og Þórður Pálma-
son, Austurbrún 29.
Á páskadag opinberuðu trú-
lofun sína ungfrú Sigríður.Th.
Mathiesen, Hallveigarstig 8 a,
og Viktor Ingi Sturlaugsson,
Grundarstíg 2.
Um páskana opinberuðu trú-
lofun sína Hrafnhildur Ingva-
dóttir, Sogaveg 172, og Sigurður
Jónsson, Gnoðavog 38.
Á páskadag opinberuðu trú-
lofun sina ungfrú Elisabet Magn
úsdóttir, Bergstaðastræti 30, og
Baldvin Einarsson, Hverfisgötu
Nýlega opinberuðu trúlofun
sína í Danmörku Vigdís Erlends-
dóttir, Barðavogi 24, og Steinar
H. Geirdal, Melhaga 4.
Laugardaginn 13. apríl opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú Alda
Bragadóttir, Goðheimum 16, og
Björn Ingi Björnsson, Breiða-
bliki á Seltjarnarnesi.
Þakkarávaxp
OKKAR beztu þakkir viljum
við færa öllum þeim, sem á einn
eða annan hátt hafa veitt okk-
ur hjálp í erfiðleikum okkar á
síðastliðnum vetri er brann hjá
okkur. Við vonum, að Guð
launi ykkur allt sem þið hafið
til þeirra mála gott lagt, hvort
sem það hefir komið fram í
vinnu, peningum, fatagjöfum eða
góðri aðhlynningu okikur veittrL
Guð blessi ykkur öll og veiti
ykkur hjálp og styrk í öllum
þrengingum lífsins.
Kristinn Sveinsson og
fjölskylda, Hólmavík.
Á páskadag voru gefin saman
í hjónaband í Kópavogskirkju
íif séra Gunnari Árnasyni ung-
frú Hansína Jóna Traustadóttir,
hárgreiðsludama, og Hóhngeir
Björnsson, nemandi í Stýrimanna
skólanum. Heimili þeirra er að
Urðarbraut 3 í Kópavogi. (Ljósm
Studio Guðmundar, Garðastræti
8).
Laugardag fyrir páska voru
gefin saman í hjónaband af séra
Jakob Jónssyni Rósa (Nanna)
Magnúsdóttir, hjúkrunarkona
frá ísafirði, og Tryggvi Jónsson,
yfirverkstjóri, Brekkugötu 9 í
Vestmannaeyjum.
Á páskadag voru gefin saman
í hjónaband af séra Þorsteini
BjörnssynL Hrafnhildur S. Steph
ens, og Halldór Hafsteinsson,
Efstasundi 56.
Opinberað hafa trúlofun sína
ungfrú Hólmfríður Haraldsdótt-
ir, Borgarholtsbraut 41 í Kópa-
vogi, og Kristján Jónasson, frá
Bolungarvík.
Nýlega voru gefin saman í
hjónaband af séra Braga Frið-
rikssyni ungfrú Helga Vilhjálms
dóttir og Sigurður Gústafsson,
Hörgatúni 7 í GarðahreppL
Sjötug er í dag
dóttir, Grænuhlíð 5.
Þú ert velkominn til mín . . .— Og þú líka til min . . .
lbúð til leigu
Ungur flugmaður óskar
eftir íbúð til leigu, strax
eða 14. maí. Uppl. í síma
50943 eftir kl. 5 e. h.
Herbergi
Ung raglusöm stúlka óskar
y eftir herbergi, helzt næst
Miðbænum. Barnagæzia
getur komið til greina. —
Uppl. í síma 32509 eftir kl.
5.
Barnlaus hjón
óska eftir 2ja—3ja herb.
íbúð frá 15. maí. Vinna
bæði úti. Góðri umgengni
heitið. Uppl. í síma 35892.
Fullorðinn maður
sem sjaldan er heima, ósk-
ar eftir herbergi nú þegar
eða 14. maí. Tilboð merkt:
„Fullorðinn — 6740“.
—t------------------------
Keflavík
Sem nýr Pedigree barna-
vagn til sölu. Uppl. í síma
1316.
Tóbaks- og sælgsetis-
verzlun á góðum stað í
bænum til sölu. Tilboð
merkt: „Söluturn — 6743“
sendist afgr. Mbl.
Austin 12—16
vél óskast keypt. Uppl. í
sima 23392 á kvöldin.
Leiguíbúð óskast
Ung hjón með tvö börn
óska eftir íbúð sem fyrst.
Upplýsingar í síma 20159.
Til sölu hrors
á öllum aldri að Fitjakoti
Kjalarnesi. — Sími 22060.
Til leigu
í Hafnarfirði 2 herb. og
eldhús frá 14. maí. Barn-
laust fólk gengur fyrir. —
Tilboð merkt: „íbúð —
6164“ sendist afgr. Mbl.
fyrir 1. maí.
2ja herb. íbúð
óskast handa tveim ungum
mönnum, sem eru í sigl-
ingum. Uppl. í síma 11152.
6 tonna dekkbátur
með Lister vél til sölu.
Lágt verð. Góðir skilmál-
ar. Verður til sýnis við
gömlu verbúðarbryggjurn-
ar í Rvík föstud. 19. apríl.
Piltur
Okkur vantar pilt til að-
stoðar í bakaríi nú þegar
eða sem allra fyrst. —
Gott kaup. Uppl. í síma
33435.
Drengja armbandsúr
tapaðist miðvikudaginn 10.
þ. m. Vinsamlega skilist
í auglýsingadeild Morgun-
blaðsins.
London
DÖMUDEILD
TIL FERMINGARGJAFA:
Nylonsloppar
Nylonregnkápur
Leðurhanzkar
Töskur
London
DÖMUDEILD
Austurstræti 14. Sími 14260
Á Prinzinum
sannast:
„Margur er knár,
þótt hann sé
smár“.
5 manna fjölskyldubifreið.
Komið. og
Bm skoðið
Prinzinn.
Verð kr: 119.700.
FÁLKIIMN HF.
'Laugavegi 24 — Reykjavík
Söluumboð á Akureyri:
.Lúðvík Jónsson & CO.