Morgunblaðið - 19.04.1963, Page 8
8
UORCVNBL 4 RtB
Föstudagur 19. aprfl 1903
— Alþingi
Framhald af bls. 1.
hvar sem er og innflutningurinn
Orðinji frjáls að mestu leyti.
Síðan veik hann nokkuð að
'því að verðlag vöru og þjónustu
liefur hækkað um 36% frá 1958
til 1962, en meðaltekjur sjó-
manna, verkamanna og iðnaðar-
manna hins vegar aukizt um
48%. Afkoman hefur því með
öðrum orðum batnað um 10% í
heild hjá þessum þremur launa-
stéttum. í kjölfar aukinnar kaup
getu almennings hefur vöruúr-
val síðan aukizt.
Allir kannast við, að erfitt er
að láta tekjurnar hrökkva fyrir
útgjöldunum. Sem sannar að
sjálfsögðu ekkert annað en það,
að okkur langar til að kaupa
meira en við getum. Það er þess
vegna ekki óeðlilegt, þegar fjöl-
breytnin eykst og löngunin til
að kaupa hina ýmsu hluti styrk-
ist, þótt mönnum gangi erfiðlega
að láta tekjurnar hrökkva, þótt
þær hafi raunverulega batnað.
>á kom hann nokkuð að al-
mannatryggingunum, en þær
hafa vaxið úr 1148 kr. 1958 í
9.231 kr. nú á hjón með þrjú
böm. Til þess verður einnig að
taka tillit, þegar «fkoma er met-
in. Bætur almannatrygginga eru
mikil tekjubót, sem skapar aukið
réttlæti með því að lenda í
höndum þeirra, sem mest þarfn-
ast þess.
HH) VONDA,
SEM VIÐ VILJT7M,
GERUM VH) EKKI
Bjarni Benediktsson dómsmála
ráffherra hóf ræðu sína með því,
að enginn vefengdi, að íslenzku
þjóðinni hefði gengið flest í hag-
inn hin síðustu misseri. Auðvit-
að er þetta ekki eingöngu ríkis-
stjórninni að þakka, enda halda
stjórnarandstæðingar því fram,
að það hafi orðið þrátt fyrir
vondan vilja stjórnarinnar. Mál-
flutningur þeirra verður ekki.
skilinn á annan veg en þann, að
hið vonda, sem við viljum, ger-
um við ekki. Um okkur snúa
stjórnarandstæðingar því alveg
við lýsingunni, sem postulinn
Páll gaf á sjálfum sér: „Hið
góða, sem ég vil, gjöri ég ekki,
!hið vOnda, sem ég ekki vil, það
gjöri ég.“.
Eitt af hinu vonda, sem stjórn-
arandstæðingar segja, að við
'höfum viljað en ekki gert, er
að sækja um aðild að Efnahags-
bandalaginu og þar með ofur-
selja frelsi og lífshagsmuni þjóð-
arinnar. í veg fyrir þetta eiga
tvö eða þrjú stórmenni að hafa
komið, þar á meðal Adenauer
kanslari, en hins vegar þegja
framsóknarmenn um fjórða stór-
mennið, de Gaulle Frakklands-
forseta, sem þó hefur óneitan-
lega töluvert komið við sögu um
fjölgun bandalagsþjóða, þótt á
annan veg sé en Framsóknar-
menn telja henta kosningahags-
munum sínum. Kvað ráðherr-
ann fáa atburði eftir stríðslok
1946 hafa komið meira róti á
hiugi manna meðal lýðræðisþjóða
en þegar dé Gaúlle synjaði í
janúar sl. Bretum um aðild að
EBE. y
Að sjálfsögðu reyni talsmenn
aðildar Breta að gera sem
minnst úr þessu og leggja kapp
á að koma í veg fyrir að verra
hljótist af. Talsmenn fimmveld-
anna keppast við að fullyrða, að
allt muni þetta lagast, áður en
varir, og sjálfur tekur de Gaulle
undir það öðru hvoru. Hann
segir, að vandinn sé sá einn að
Bretar fallist skilyrðislaust á
Rómarsamninginn. 2. apríLfluttl
utanríkisráðherrann enn hinn
sama boðskap í Briissel og varð
þá skarpur skoðananvunur milli
hans Og talsmanna Þjóðverja.
Vitnaði BB til ýmissa ummæla,
sem öll voru á sama veg, en
niðurstaðan varð sú, að de
Gaulle segir, að. Bretar geti hve-
nær sem er fengið aðild að
bandalaginu, ef þeir falli frá
þeim skilyrðum, sem núverandi
ríkisstjórn í Bretlandi hefur
sett. Hún telur sig hins vegar
hafa teygt sig svo langt sem
frekast er unnt og hefur ekki
sízt ’fyrir þá undanlátssemi gold-
ið afhroð meðal kjósenda. Það
afhroð er hins vegar svo mikið,
að form. andstöðuflokksins er
þegar farinn að ferðast um til
að sýna sig sem væntanlegan for-
sætisráðherra Stóra-Bretlands.
Hann segir eins og de Gaulle,
að víst komi aðild Breta að EBE
til greina, og þá kemur það sem
skilur á milli: Ef Frakkar fallist
á ný viðbótarskilyrði af hálfu
Breta umfram þau, sem íhalds-
stjórnin hefur sett ogule Gaulle
þverneitað.
Framhjá þessum staðreyndum
verður ekki komizt. Nauðugir
viljugir verðum við að bíða og
-sjá hvað setur. Flest sýnist þarf-
ara en að eyða orku og tíma í
að þræta um það, sem liðið er,
hvað þá nú eftir á að vera að
■búa til ágreining um það, sem
aldrei var ágreiningur um að
efni til milli lýðræðisflokkanna.
Því að þegar menn tala um ann-
aðhvort aukaaðild að EBE eða
viðskipta- og tollasamning við
það, ef til hefði komið, þá er
það einungis ágreiningur um
form en ekki éfni.
MEGINSTEFNAN LJÓS
Veik ráðherrann síðan að því,
að aðild annarra Vestur-Evrópu-
ríkja að EBE mundi óhjákvæmi-
lega hafa skapað okkur mikinn
vanda. Frá þröngu eiginhags-
munasjónarmiði íslendinga get-
um við því grátið þurrum tárum
yfir því, að úr þessari stækkun
EBE virðist lítt ætla að verða í
bráð. Sagðist hann ekki segja
þetta vegna þess, að Sjálfstæðis-
menn hefðu skotið þessum vanda
fram af sér, ef hann hefði borið
af höndum. Slíkt væri ekki
þeirra háttur. Hins vegar geri
þeir sér fullljóst, að aukið sam-
starf þjóða í milli, einnig í efna-
hagsmálum, er fyrr eða síðar
mögulegt i einhverri mynd. Á
meðan með öllu er óvíst til
hverra það nær og hversu víð-
tækt það kann að verða er þýð-
ingarlaust að tala um einstök
efnisatriði, hvað þá form. En
meginstefnan er íjós. Það er
sama stefna og fylgt hefur verið
gagnvart EBE.
Vitnaði ráðherrann síðan til
ummæla sinna haustið 1961, sem
hann viðhafði sem forsætisráð-
herra og áður en þær umræður
•urðu í Bonn 28. sept. sama ár
sem stjórnarandstæðingar hafa
sagt að orðið hefðu til að breyta
stefnu ríkisstjórnarinnar í efna-
hagsmálinu. En allþ sem ráð-
herrann hefur síðan sagt I mál-
inu kvað hann í fullu samræmi
við þessar fyrstu yfirlýsingar.
Sýndu þessar tilvitnanir, að rík-
isstjómin hefur frá upphafi
fylgt í þessu vandasama máli
stefnu fyrirhyggju og varúðar.
Um lausn vandans verður ekki
dæmt, fyrr en sést, hvort hann
skapast og þá hvers eðlis hann
verður. Ef víðtæk efnahagsbanda
lög myndast, má svo fara, að
ákvarðanir þeirra ráði úrslitum
um okkar hag, svo smáir sem
Reynt að hraða samþykkt
um afgreiðslutíma verzí.
I GÆR voru lagðar fram á
borgarstjórnarfundi t il 1 ö g u r
þeirra Páls Líndal og Sigurðar
Magnússonar að samþykkt um
afgreiðslutíma verzlana í Reykja
vik og fleira ásamt umsögnum,
er borgarráði hafa borizt lun til-
lögurnar.
Geir Hallgrímsson borgarstjóri
sagði við það tækifæri að höf-
undum tillaganna hefði verið
falið að ræða við fulltrúa verzl-
unarfólks um breytingar þaer,
sem það óskar að fram/komi,
og er þannig komið til móts við
óskir launþega.
Borgarstjóri sagði að reynt
yrði að hraða þessum viðræðum
svo sem föng væru á og málið
tekið til afgreiðslu eins fljótt og
unnt va.._
Eins og skýrt hefur verið frá, hefur sir Winston Churchill verið gerður að heiðursborgara
Bandaríkjanna. Hann er fyrsti maðurinn, sem hlýtur þann heiður. Á myndinni, sem tekin er
fyrir nokkrum dögum, heldur Churchill á skjalinu, sem staðfestir útnefninguna.
við erum, jafnt, hvort sem við
verðum aðili eða ekki. Kynni þá
að vera eina ráðið til þess að
hagsmunir okkar verði ekki
þverbrotnir að við tengjumst
þessum samtökum með þeim
hætti, en þá má aldrei láta af
þeirri varúð, sem við Sjálfstæðis
menn höfum viljað gæta
EBE.
Þ J ÓÐ V ARNARSTÁLF J ÖÐUB
KOMMÚNISTA
Næstur tók til máls Hannibal
Valdimarsson og talaði af hálfu
Alþýðubandalagsins. Deildi hann
á núverandi stjórn fyrir slælega
framgöngu í efnahagsmálum og
líkti því við athæfi göt.ustráka
að kenna vinstri stjórninni um
ástandið í þeim málum. Taldi
hann það fjarstæðu að flokkar
'í stjórnarandstöðu gætu haft
‘áhrif á ástand efnahagsmála. Þó
'kvað hann það áhrifum Alþýðu-
bandalagsins að þakka, að fjár-
framlög almannatrygginga hefðu
aukizt eins mikið og raun ber
vitni um. Varaði Hannibal og
við því, að láta blekkjast af
„vinstri áróðri'* Alþýðuflokks-
ins.
Hannibal beindi þeirri spurn-
ingu til Framsóknarmanna,
hvort útilokað væri að þeir færu
'í stjórn með Sjálfstæðismönnum
ef þeir ættu þess kost. Hann
kvað það eina möguleikann til
að „vinstri sjónarmið" ríktu
eftir kosningar einnig i Fram-
sókn, að Alþýðubandalagið ynni
sem glæsilegastan sigur í þeim.
Næst réðist Hannibal harðlega
gegn ríkisstjórninni fyrir af-
stöðu hennar í Efnahagsbanda-
lagsmálinu Og sagði ekki koma
til greina annað en að full aðild
vekti fyrir henni, — eða að
minnsta kosti meira en auka-
aðild.
Hannibal kvaðst fagna mjög
innlimun Þjóðvarnar í Alþýðu-
'bandalagið og mundi það sækja
fram til sigurs og „spretta upp
eins og stálfjöður'* eftir næstu
kosningar.
„VIÐREISN
FORSJÓNARINNAR"
Þá tók til máls Hermann Jón-
asson. Kvað hann það hið mesta
stagl að vera ennþá að minnast
í vinstri stjórnina. Afkoman hefði
verið góð 1958, en Einar Olgeirs-
son hafi tekið höndum saman við
hægri öflin um að bjóða kaup-
hækkun, en óframkvæmanlegt
hafi verið að hækka launin og
því hafi farið sem fór.
Ekki taldi Hermann „neinn
geta ábyrgzt“ að ríkisstjórnin
mundi ekki framlengja samning-
inn um veiðar Breta innan 12
mílnia markanna og þá mundi
stjórnin afsala niðjum lands-
manna mögueikunum til að iifa
í landinu, þegar fólksfjöldinn yxi.
Einnig upplýsti Hermann kjós-
endur um að þeir mættu ekki
vera bundnir flokksböndum né
vana, heldur vera úhxæddir að
skipta um skoðun.
Síðari ræðumaður Framsókn-
arflokksins í 1. umferð, Gísli Guð
mundsson, kvað það ósennilegt að
stuðningur Þjóðvarnarmanna
yrði kommúnistum að liði.
Framsóknarflokknum og í sam
vinnu við hann sagði Gísli, að
heillavænlegast væri að vera til
að stuðla að „öruggum úrlausn-
um á örlagatímum'*. Kvað hann
það rangt að erfa „óhappaverk
liðins tíma“.
Viðreisnina taldi Gísli mis-
heppnaða, en forsjónin hefði sent
okkur mikinn fiskafla undanfar-
in 2 ár og sú bót á högum þjóð-
arinnar, sem átt hefði sér stað,
væri „viðreisn forsjónarinnar'*.
AUKNAR
ALM ANNATR Y GGING AR
Benedikt Gröndal (A) veik í
upphafi máls síns að því, að þjóð
hags- og framkvæmdaáætlunln
væri hið merkasta plagg. Sæist
bezt af viðbrögðum stjórnarand-
stöðunnar, að hún væri samin af
fyllstu ábyrgð og gætni, þar sem
Eysteinn gripi til þess að kalla
hana kosningaplagg, meðan Lúð-
vík kvartaði yfir of litlum fram-
kvæmdum, en það tvennt gæti
ekkii ferið saman. Þá minnti
hann á, að engin ríkisstjórn hef-
ur hækkað framlög til húsnæðis-
lána sem núverandi ríkisstjóirn,
sem m.a. hefði vakið verka-
mannabústaðakerfið frá dauðum.
Þá hafa almannatryggingar
aukizt meir en nokkru sinni.
Framsóknarmenn kölluðu þær
styrk frá ríkinu, en með því
kæmu þeir fram eins og svairt-
asta íhald og skildu ekki eðli
almannatrygginganna. En þær
eru raimverulega ekkert annað
en skipulögð tekjuskipting milli
þegnanna og viðleitni þjóðfélags
ins til að sjá svo um, að enginn
þurfi að líða skort. Þær hjálpa
þeim, sem standa höllum fæti,
og koma í veg fyrir þann ótta
manna að þeir eigi ekki fyrir
nauðþurftum, ef eitthvað bjátaði
á.
HAGUR BÆNDA OG LANDS-
MANNA ALLRA BÆTTUR
Ingólfur Jónsson, landbúnaðar-
ráðherra, gerði landbúnaðarmál-
in almennt nokkuð að umtals-
efni. Veik hann m.a. að því, að
samikvæmt nýju tollskránni verð
ur tollur á landbúnaðarvörum
10%, en það er xniklu lægra en
áður hefur verið. Allt frá 1948
hefur tollur á þeim verið 20,7%,
en 1957—1958 var tollurinn hækk
aður upp í 23,2% auk 55% yfir-
færslugjaldisins. Þá sá Framsóikn-
armenn ekki ástæðu til að lækka
tolla á landbúnaðarvélum eða
öðrum nauðsynjum. Þeir fóru
ekki að ræða um það, fyrr en
núverandi ríkisstjórn kom til
valda. Enginn vafi er á, að með
slíkum breytingum á tollum og
nýja tollskráin ber með sér er
hagur bænda og reyndar allra
landsmanna mjög mikið bættur.
Veik hann síðan að því, að
einn af þingmönnum Framsókn-
arflokksins hefði fullyrt í út-
varpsumræðum að sauðfjáraf-
urðir hefðu aðeins hækkað um
4% frá 1958—1962. Sami þíng-
maður hefur einnig fullyrt, að
^ölutrygging sú, sem bændur nú
hafa á allri framleiðslunni, sé
ekkert betri en þær útflutnings-
uppbætur, sem bændur fengu
þegar Útflutningssjóður starfaði.
Námu þær þó oft ekki nema litl—
um hluta af því. sem vahtaði á
fullt verð. Nú fá bændur hins
vegar örugglega umsamið verð
sex manna nefndarinnar, en það
gerðist ekki fyrr en núv. ríkis-
stjórn breytti Framleiðsluráðs-
lögunum í árslok 1959. Þá var
tekin sölutrygging á útfluttum
landbúnaðarvörum ug þannig
tryggt, að bændur þyrftu ekki
lengur að bera hallann eins og
þegar Framsóknarmenn stjórn-
uðu þessum málum.
Annað mál er. svo, að afurða-
verðið þyrfti að vera hærra, en
um það verður ríkisstjórnin ekki
’borin sökum með réttu.
Framsóknarmenn hafa mikið
rætt um afurðarlán landbúnaðar
ins og haldið því fram, að sjáv-
ar útvegurinn fái mun betri
fyrirgreiðslu í bönkunum heldur
en landbúnaðurinn. Þessi met-
ingur, sem Framsóknarmenn eru
stöðugt með milli þessara höfuð-
atvinnuvega, er hvimleiður og
ástæðulaus. Landbúnaðurinn
fær ekki lakari fyrirgreiðslu i
bönkum landsins en verið hefur.
Bændur fá afurðaverðið ekki
seinna útborgað en áður. Þeir
fá heldur ekki greiddan lægri
hundraðshluta en meðan Fram-
sóknarmenn voru við völd. Víða
mun útborgun koma fyrr nú en
áður hefur verið og víðs vegar
um land er einnig greiddur
’hærri hundraðshluti út heldr.r
en verið hefur. Þetta vita bænd-
ur og er því áróður Framsóknar-
manna um afurðarlánin út í hött
og algjörlega skotið hjá marki.
Þá benti hann á, að þótt ekki
sé nema ár síðan Stofnlánadeild
landbúnaðarins tók til starfr
því formi, sem hún er núna, 1
ur eigi að síður orðið góður árang
ur af starfsemi hennar. Útlán
hafa verið aukin mjög, svo sem
áður hefur komið fram.
Loks veik hann að því, að
minnzt hefði verið á, að vega-
málin væru i miklum ólestri.
Ekki hefur þó verið leitazt við
að færa rök fyrir þeirri fullyrð-
ingu. í tíð núverandi ríkisstjórn-
ar hefur vegafé verið aukið hlut
fallslega mikið meira en nokkru
sinni fyrr. Þannig hefur við-
haldsféð verið hækkað um 90%
síðan 1958, fé til nýbygginga um
70%, til brúargerða um 62% og
til flugvalla um 99%. Talið er
að viðhaldskostnaður og vega-
gerðarkostnaður hafi aukizt á
þessu tímabili um 45%.
I
FRAMSÓKN TVÍSTÍGUR
Ræðumaður Alþýðubandalags
ins í 2. umferð var Lúðvík Jós-
Framh. á bls. 17. ,