Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.04.1963, Blaðsíða 14
14 M ORC 11 NBLAÐIÐ Fðstudagur 19. aprfl 1963 Hjartanlegar þakkir sendi ég söfnuði Kolfreyjustaðar- kirkju fyrir hina góðu gjöf og auðsýnda vináttu á fimm- tugsafmæli mínu. Einnig öllum er glöddu mig, með gjöf- Um, símtölum, skeytum og heimsóknum. Guð blessi ykkur ÖIL % Guðrún S. Bjamadóttir Lækjamóti, Fáskrúðsfirði. Knattspyrufélagið Víkingur 1 tilefni af 55 ára afmæli félagsins efnir stjómin til kaffidrykkju í Sjálfstæðishúsinu, laugardag- inn 20. apríl nk. kl. 3 síðdegis. Félagar velkomnir. Mætið stundvíslega. STJÓRNIN. Kaupmenn - FramKeiðendur Er að fara í söluferð umhverfis landið. Get bætt við mig vörum. — Sími 35721 e. h. í dag. Fyrirframgreiðsl u 1-2 ár Hjón með 1 bam óska eftir góðri 3—4 herbergja íbúð strax eða 14. maí. Upplýsingar í síma 23074. JörÖin Æsusfaðir í Austur-Húnavatnssýslu er til sölu. Kauptilboð- um ber að skila til dóms- og kirkjumálaráðu- neytisins fyrir 1. maí næstkomandi. Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 17. apríl 1963. Atvinna Vanar saumakonur geta fengið atvinnu nú þeg- ar. Upplýsingar í síma 38400. ' * Hrognakaupmenn - Utflytjendur Get lagt til miðsvæðisaðstöðu til kaupa og söltunar á grásleppuhrognum á einu af mestu hrognkelsasvæð- um Norðanlands. Fyrir hendi vinnuafl og lóð, en vant- ar skjól. Þeir sem vildu sinna þessu leggi tilboð sín inn á afgr. Mbl., merkt: „Næsta ár — 6832“ fyrir 1. maí 1963. Bróðir okkar, GUNNAR GUNNARSSON, bryti, lézt þann 5. þ. m. — Járðarförin hefur farið fram í kyrrþey, eftir ósk hins látna. Jóij. Gunnarsson, Óskar Gunnarsson. Sonur okkar, GUNNAR MÁNI GUNNARSSON, lézt að Landakotsspítala 11. apríl. — Útförin hefur farið fram. — SigTÍður Davíðsdóttir, Gunnar Magnússon. Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför litla drengsins okkar, GUÐMUNDAR. Helga Sigurðardóttir, Bjarni Helgason. Okkar innilegustu þakkir færum við öllum er sýnt hafa okkur hlýhug og samúð við andlát og jarðarför föður og fósturföður okkar, KRISTJÁNS MARKÚSSONAR, Nýlendugötu 19B. Gísla Kristjánsdóttir, Ester Hurle. — För til Lofoten Framhald af bls. 10. síður en aðrir samlandar þeirra, hvers virði það er að standa jafnan með útréttan faðminn gagnvart erlendum ferðamönnum, sem flytja ó- grynni fjármagns inn ,í landið. Það er margt að sjá í þess- um héruðum af náttúrunnar ósnortnu sköpunarverki, sem hinum erlendu ferðamönnum er harla hugleikið að sjá. ís- lenzk fjallanáttúra í byggð og óbyggð á í brúnum sínum og yfirbragði mikla töfra, sem hafa mikið aðdráttarafl, ef því er kænlega beitt. Þar getum vér mikið af Norð- mönnum lært. Snilligáfu af þessu tagi er þeim ekki síð- ur lagið að beita en við sigl- ingarnar um skerjagarðinn. Á þessum slóðum er lítil eyja yzt í skerjagarðinum, berskjölduð fyrir hafrótinu, þegar það fer í almætti sitt. Þar er hæsti viti Noregs, 184 metra hár og með sterkara ljósmagni en aðrir vitar þar- lendis. Á eyju þessari búa rúmlega tvö hundruð manns, og hjúfrar byggðin sig upp að trjágarði kirkju, sem er fjögur hundruð ára gömul og stendur þar föstum fótum. íbúarnir hafa nokkrum sinn- um orðið að hverfa úr eyj- unni, sökum þess að ham- farir náttúrunnar hafa vakið það hafrót, sem skolaði burt allri byggð annarri en þessu gamla guðshúsi, sem staðið hefir af sér öll náttúrufyrir- bæri, hversu hamrömm sem þau hafa- reynzt. Þannig var það 1640 og aftur 1802, að kirkjan stóð ein eftír. En byggðin reis upp aftur, þarna var guðleg forsjón að verki, sem hægt var áð halla sér að. Á fyrsta áratug aldarinnar fékk fólkið, sem þarna býr, sjálfsforræði í máiefnum sín- um, og þarna býr nú minnsta þjóðfélagsheild allra Noregs- byggða. KRISTIANSSUND Enn herðir skipið skriðinn. Hér er skammt á milli við- komustaða. Næst er siglt inn í höfnina í Kristianssund. Þetta er fimmtan þúsund manna bær. Hann er reistur á þremur eyjum eins og Ála- sund. Hér er mikil útgerð, og mun bærinn í því efni ganga næst Álasundi. Hér er aðal- togaraútgerð Noregs. Héðan eru gerðir út nokkuð á annan tug stórra togara auk fjölda annarra smærri togskipa. Hér er mikil saltfiskverkun, bæði sólþurrkun á stórum reitum í bænum og við rafmagnshitun í húsum inni. Um 60% af salt fiskútflutningi Norðmanna er flutt út frá þessum bæ. Það fer ekki illa á því, að þessi bær sé stór í sniðum um salt- fiskútflutninginn, því hér er vagga saltfiakverkunarinnar í Noregi. Árið 1692 settist holl enzkur maður, að nafni Jappe Ippes, að í Lille Fossen, sem seinna sameinaðist Kristians- sund, og hóf þar fyrstux manna í Noregi saltfiskverk- un. Áður hafði ekki verið um að ræða annað en skreiðar- útflutning. Þessi maður gekk lengi síðan undir því nafni að vera faðir saltfisksins. Salt fiskútflutningur óx brátt hröð um skrefum í Noregi, því margir sigldu í kjölfar Hol- lendingsins. Sjálfur hefir mað ur þessi orðið fiskútflytjandi, því frá því er sagt, að hann hafi skirt eina af fiskflutninga skútum sínum Den gyldne klippfisk. Eins og að maðurinn lifir ekki á einu saman brauði, eins er það með Kristiansund, að bærinn hefur sér fleira til á- gætis en hið mikla atihafna- líf, sem tengt er fiskveiðun- um. Margt er gert til að fegra og prýða bæinn, og heyrði ég mikið dáðst að útliti hans að sumarlagi. Það verður náttúrlega ekki mikils mark- að um útlit hans, þegar allt er á kafi í snjó eins og nú. En svo mikið sást þó, að heildarútlit hans bar vott um hina mestu snyrtimennsku. Þá er í bænum mikið söng- líf og hljóðfærasláttur í heiðri hafður og margs konar erfið og vandmeðfarin tónverk sett þar á svið. í stríðinu beið Kristianssund mikið tjón. Sjöhundruð tutt- ugu og fjögur hús voru ger- eyðilðgð og var tjónið talið nema 30—40 millj. norskra króna miðað við verð fyrir stríð. Búið er að reisa allar þessar byggingar í nýjum stil, en þó án þess að breyta heild- arskipulagi bæjarins, en það var ibúunum viðkvæmt mál. ÞRÁNDHEIMUR Nú liggur leiðin til Þránd- heims. Þangað er mest vikið af siglingaleið á þessari ferð. Þetta er mikill krókur, þótt bærinn liggi utarlega við hinn stóra Þrándheimsfjörð. Þrándheimur er þriðji fólks flesti bær í Noregi, næst Berg en, með 60 þús. íbúa. f ná- grannasveitaþorpum, sem eru að verða sambyggð bænum, eru um 40 þúsund manns, og verður þess víst ekki langt að bíða, að þau sameinist bænum, en við það vex íbúa- talan upp í 100 þúsund. Þránd heimur er auk alls annars verzlunarstaður blómlegs land búnaðarhéraðs, Þrændalaga, sem eru þriðja stærsta land- búnaðarsvæði Noregs. Sam- hliða miklum framförum og beitingu nýrrar tækni í rækt- un, byggingum og búrekstri, stendur landbúnaður Þrænda á gömlum merg. Fornir siðir og venjur, sem gengið hafa að erfðum frá einni kynslóð til annarrar, eru þar í heiðri hafð ar og litið á það sem helga dóma. Þrándheimur stendur á bökkum árinnar Nið og hét að fornu Niðarós. Síðar var nafninu breytt til samræm— ingar við heiti nágrannabyggð arinnar. Miðbik bæjarins er á nesi milli árinnar og fjarðar- ins. Ólafur konungur Tryggva son er talinn stofnandi bæjar ins. Árið 997 lét hann reisa kóngsgarð og kirkju við ána Nið. Það var í ánni Nið, sem Kjartan Ólafsson þreytti sund við Ólaf konung Tryggvason, svo sem frægt er orðið. Um tveggja alda skeið var bær- inn aðsetur einvaldskónunga. Á miðöldum var Þrándheim- ur miðstöð andlegrar menning ar. Ollu því meðal annars helgir dómar Ólafs Haralds- sonar, sem voru varðveittir þar í 450 ár. Dómkirkjan í Þrándiheimi er mesta og veglegasta kirkja á Norðurlöndum. Hún er helgidómur, sem um margar aldir hefir verið leiðarljós norsku þjóðarinnar í trúar- efnum. En hún hefir ratað í margar raunir. Á henni hafa skollið holskeflur eyðilegg- ingarinnar, hver af annarrL í hverjum eldsvoðanum á fætur öðrum eyddu æðandi eldtungur öllu, svo ekkert stóð eftir. En kirkjan var sá ríkjandi máttur í þjóðlífi Norð manna, að jafnan var hafizt handa á ný. Síðan 1869 hefir ekkert hlé orðið á endurreisn og fegrun þessa helgidóms. Það er sagt, að í dómkirkjunni í Þránd- heimi endurspeglist saga norsku þjóðarinnar. Þegar Norðmönnum vegnaði vel, hófu þeir kirkjuna til vegs og gengis, en þegar þjóðin rataði 1 raunir biðu kirkj- unnar sömu forlög. Enn er Norðmönnum ekki fullnægt með endurreisn og fegrun þessa húss, enda er sú þjóð- trú ríkjandi í Noregi, að eigi megi verða hlé á endurbótum á dómkirkjunni, því velferð norsku þjóðarinnar sé ná- tengd reisn hennar. Þrándheimur er mikið menntasetur. Þar er nú höfuð vígi tæknilegrar kennslu í Noregi. Þar er og háskóli í kennarafræðum. í verzlun, iðnaði og siglingum skipar bærinn veglegan sess. Hæst rís þar járnbræðslan og skipa smíðar. 40% bæjarbúa vinna við iðnað. Ein af stærstu höfn um Noregs er í Þrándheimi. Afgreiðslubryggjur í höfninni eru átta kílómetrar á lengd. Aðalútflutningur úr kopar- námum Noregs fer um Þránd heimshöfn. Flugvöllur er í Þrándlheimi stór og góður, og er mikil umferð um hann. Þar er mikil miðstöð járn- brautarsamgangna. Liggja leið ir þangað og þaðan um land- ið þvert og endilagt. Rögn- valdur jarl, sem við ferða- félagarnir fórum á norður í Lófóten, er í eigu útgerðar- félags, sem á heima í Þránd- heimi. Við komum á skrif- stofu þess, og var okkur sagt, að félag þetta hefði samskipti við ferðaskrifstofuna Sögu í Reykjavík. Lauk forstjórinn lofsorði á þau viðskipti. Bændur í Þrændalögum eru eins og fyrr er að vikið, stór huga menn í búskap sínum. En stórhugur þeirra lætur einnig til sín taka í Þránd- heimsbæ. Þeir hafa reist þar stórhýsi mikið, sem þrátt fyrir þá reisn, sem þar er í byggingum, setur svip sinn á bæinn. Þar er umfangs- mikill hótelrekstur og fjöl- margt annað, sem fellur inn í svið athafnalífs þess stór- bæjar. Það skortir allmikið á, að leiðin frá Bergen til Lófóten sé hálfnuð í Þrándheimi. AU- víða kom þó skipið við, eftir að Þrándheimi sleppti, en allt voru það minni og fólksfærri byggðarlög en þau, sem um getur hér að framan. En hvar vetna er sami myndarbragur á því, sem fyrir augun ber. Alls staðar blöstu við fram- , farir og uppbygging. Hvergi sýnileg kyrrstaða eða hrörn- un. Minjar eyðileggingarinnar frá síðasta stríði, en í flest- um bæjum á þessum slóðum áttu menn um sárt að binda af þessum sökum, sáust hvergi, en hús þau, sem reist höfðu verið á rústum eyði- leggingar, báru víða af. Sama er að segja um aðrar nýjar byggingar, sem þróunin hafði knúið fram. Fólkið er frjáls- mannlegt, með djarfan svip, sýnilega dugmikið og fram- takssamt. Bar okkur ferðafé- lögunum saman um það, að framtíð þessara norðlægu byggðarlaga stæði á traustum grunni og væri vel tryggð í höndum þessa fólks. Síminnk andi aflabrögð við Lófóten og í öðrum veiðistöðvum norð ur þar reynir að sjálfsögðu á þolrif manna, en manndóms fólk leitar ávallt nýrra úr- ræða, ef annað bregzt. Það er sýnilega sá efniviður í fólkinu, sem þarna býr, að það leggur ekki hendur í skaut, þótt mótbyr falli þvi fast í fang. BODÖ. Síðasti viðkomustaðurinn áður en lokatakmarkinu er náð, að stíga fæti á landi í Lófóteneyjum, er Bodö, sem er meginlandsmegin við mynni Vestfjarðar, en í þeim firði eru höfuðstöðvar fisk- veiðanna við Lófóten. Frá Bodö er fjögurra tíma sigling til Svolvær, sem er stærsti bærinn í Lófóteneyjunum. í Svolvær yfirgáfum við ferða- félagrnir Rögnvald jarl, sem hélt áfram leið sinni norður úr til Kirkenes. Hafði þá ferð in hingað með skipinu frá Bergen tekið rúma þrjá «ól- arhringa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.