Morgunblaðið - 20.04.1963, Side 1

Morgunblaðið - 20.04.1963, Side 1
%(/ apríl 1963 FYLGJUM V KUNARSTEFN- UNNI VEL FRAM Ræða Ólafs Thors, forsætisráðherra við útvarpsumræðurnar HÉR fer á eftir ræða forsæt- isráðherra, Ólafs Thors, sem liann flutti í útvarpsumræð- unum á miðvikudagskvöld. Hv. 1. þm. Austf. hefir nú lýst stjómmálaviðhorfinu, eins og hann langar til að það sé. Ég skal lýsa því eins og það er: Sá stutti tími, sem ég hefi hér til umráða, endist að sjálfsögðu ekki til að draga upp skýra xnynd af stefnu og starfi núver- andi ríkisstjórnar frá því hún tók við völdum í nóvember 1959 og fram á þennan dag, og þaðan ai síður til að lýsa aðkomunni. Að þessu sinni læt ég nægja að minna á, að vinstri stjórnin skildi við þjóðarbúð í upplausn. í augum nágrannaþjóðanna var ísland. sem máttvana, heillum horfinn og trausti sviptur vesa- lingur, sem þrátt fyrir mesta góðæri aldarinnar stóð svo tæpt á barmi greiðsluþrots og glötun- ar, að sjálfur formaður vinstri stjórnarinnar lýsti því yfir hinn 4. des. 1958, að vegna sundur- lyndis og ráðleysis ríkisstjórnar hans gæfist hann upp í miðri gullnámu ársns 1958. Jafnframt tilkynnti hann, að yfir vofði óðaverðbólga, sem að mati vitrustu sérfræðinga vinstri stjórnarinnar myndi með öllu ó- viðráðanleg, ef ekki yrði tafar- laust spyrnt við fætL Tekið við þrotabúi I>að var þetta þrotabú, sem núverandi stjórnarflokkar tóku við í árslok 1958. Stjórn Emils Jónssonar tókst að stöðva þjóðina é feigðargöngunni. Sjálfur aðal- vandinn beið núverandi stjórnar. Varnir sínar gegn greiðsluþrot- inu og glötun, sem leitt hefði af óðaverðbólgunn leggur hún nú ótrauð undir dóm kjósenda og æskir þess, að þeir láti ekki blekkjast af öfgum og ósannind- um stjórnarandstöðunnar, heldur kynni sér a.m.k. allra stærstu xnálin og reyni að gera sér grein fyrir bvað það sé, sem straum- hvörfum hefur valdið og örlög skapað. Hvað veldur? Hvað það sé, sem þvi veldur, eð éitt mesta velferðarmál þjoð- airinnar, landhelgismálið, var leyst með svo glæsilegum sigri íslendinga, að illgjarnri sijórnar- andstöðu varð orðfall, týndi glæpum og gafst upp. Hvernig á því standi, að íslenzkir bank- ar, sem í ebrúairlok 1960 skuld- uðu erlendis 216 millj. króna, akuli á réttum þrem árum hafa bætt gjaldeyrisaðstöðuna um 1408 millj. fcróna. Hvað því valdi, að sparifjáraukning á þessum fáu árum skuli vera meiri en allt það sparifé, sem íslendingar höfðu dregið saman frá upphafi byggðar og fram á þann dag. Hvaða Aladínslampi það sé, sem nú allt í einu virðist hafa opn- að á víðagátt þœr dyr erlendra fjárhirzlna, sem áður voru ís- lendingum harðlæstar. Hvernig auðnast hafi að rétta nú sjúkum, gömlum, öryrkjum og öðrum, er aðstoð verðskulda og þurfa, fjórar krónur í stað hverrar einnar áður en viðreisnin hófsb Hvernig á þvi standi, að hrak- spár vitrustu stjórnarandstæðinga um allsherjar atvinnuleysi, hrun og öngþveiti eru nú eitt mesta gamanmál þjóðar, sem aldrei líefir búið við aðra eins velsæld og nú og það einmitt vegna þess hversu mikil og almenn atvinn- an er. Hvað því valdi, að nærri megi segja, að sama sé hvert litið er, allsstaðar sé vorhugur í mönnum og allsstaðar sjái á- vextina af bjartsýni, framtaki og dug fólksins. Af hverju það muni starfa, að á þessum síðustu árum hafi verið sett svo mikil, margvísleg og merk löggjöf, sem raun ber vitni, jafnframt því sem útvegað hefir verið fé til fleiri nauðsynlegra framikvæmda en nokkru sinni fyrr og um leið ráðin bót á fjármálaóreiðu hins opinbera og þegnarnir verndaðir gegn ríkisræningjanum með vit urlegri skattalöggjöf o.s.frv. Um allt þetta er spurt og margt fleira. Að sjálfsögðu verða svörin nokkuð eftir því hver spurður Svar mitt np linmur biófSarinníir Mitt svar er þetta: í>ótt fleira komi til, þá veldur það miklu, að allt þetta kjör- tímabil hafa Alþýðuflokkurinn og Sjálfstæðisflokkurinn borið gæfu til að leggja ágreiningsmál- in á hilluna, en einbeina getunni að því að reisa úr rúst og byggja upp að nýju svo veglega, að þar verði húsrými og athafnasvæði fyrir stórhuga, dugmikla æsku örtvaxandi þjóðar. Ég þykist mega staðhæfa, að rílkisstjórnin hafi verið miklu samhentari en dæmi eru til um samsteypustjórnir hér á landi, og að hún og flokkur hennar hafi af einhug og undirhyggjulaust alltaf stefnt að einu marki, því — að rétta við og reisa við, og alltaf af fullum drengskap látið þjóðarheill sitja í fynrrúmi fyrir stundarhagsmunum flokka sinna. , Vildi ég mega vona, að ferill viðreisnarstjórnarinnar megi verða þeim til lærdóms, sem allt- af virðast hafa verið óheilir í samstarfi, svo ekki sé sterkara að kveðið, og með þeim hætti stór- spillt árangri þess samstarfs, sem þeir hafa tekið þátt í. Væri það út af fyrir sig mikill ávinn- ingur. Mér þykir ekki ólíklegt, að yfir leitt játi menn, að samstarf við- reisnarflokkanna hafi verið ó- venju heilsteypt. Ágreiningur- inn verður um hitt, hvort upp- skeran hafi verið jafn mikil og góð sem af er látið í stjórnar- herbúðunum. Stjórnarliðið bíður rólegt dóms þjóðarinnar við kosningarnar í vor. Hver hefur valdið verðhækkununum ? Stjórnarandstaðan gerir sér ljóst, að ekki muni sigurstrang- legt að leggja til orrustu við stjórnarliðið, ef deilt verður um það, hvort viðreisnin sjálf hafi tekizt betur eða ver. Fyrir því er það nú orðið viðkvæðið hjá Ólafur Thors forsætisráðherra andstæðingunum, að enda þótt rétt kunni að vera, að stjórnin hafi eitthvað vel gert, þá sé það léttvægt og lítils virði borið saman við þá ógæfu, sem stjórn in hafi leitt yfir þjóðina með gengisfalli, fyrst í febrúar 1960 og síðan í ágúst 1961, sem því valdi, að verðhækkunaraldan flæði nú óhindruð yfir landið. Sé nú svo komið, að menn geti ekki lengur reist bú, byggt sér bát, eignast þak yfir höfuðið o. s.frv. Óþarft er að deila um, hvort dómar manna um skaðræði verðbólgunnar eru eitthvað ýktir eða ekkL En um hitt skal spurt: hver valdi þessum verðhækkunum. Er það viðreisnarstjórnin eða er það vinstri stjórnin og ef til vill fleiri, sem gengisfallinu valda? Á svarinu veltur við hvern ber að sakast um verðbólguna Ef til vill yrði svarið skýrast, ef rifjuð væri upp saga vinstri stjórnarinnar, raupsöm og van- hugsuð fyrirheit og fálmkenndar athafnir hennar og óbxotinn slysa og vanefndaferill, allt þar til hún geispaði golunni af pólitiskum vanmætti og ófeiti. En þessi saga er svo margsögð, að ég hlífi mönnum við að hafa hana yfir að nauðsynjalausu, af því líka að út af fyrir sig er hún ekkert gamanmál, þótt ýmsir kaflar hennar séu svo spaugileg- ir, að menn fá ekki varist brosi, svo sem t.d. tjáningar þeirra Hannibals og Hermanns um svo heitar gagnkvæmar ástir, að ekk- ert fengi skilið þá nema gröfin. >að fór nú sem fór, að fyrir- heitin, sem þeir gáfu hvor öðr- um, reyndist eins og önnur vinstri fyrirheitin: Tuttugu ára sambúðin entist ekki nema í rúm tvö ár og var báðum vorkunn. Læt ég útrætt um þetta og vind mér að því að upplýsa mál- ið. Uggvænleg arfleifð Þegar forsætisráðherra vinstri stjórnarinnar baðst lausnar 4. desember 1958, tilkynnti hann, að ný verðbólgualda væri að rísa, en engin samstaða væri í stjórn hans um varnir gegn henni. Hann sagði sjálfur: að yrði viðnám ekki tafarlaust veitt, myndi aldan flæða yfir landið. Þetta þekkja flestir jafn vel og það, sem eftir fór, að Alþýðu flokkurinn myndaði flokksstjórn, sem Sjálfstæðisflokkurinn varði vantrausti með vissum skilyrð- um, m.a. þeim, að fyrstu flóðgarð ar yrðu reistir til varnar gegn óðaverðbólgunni. Það var gert en aðalvandinn beið úrlausnar núverandi stjórnar. Eú rannsókn, sem viðreisnar- stjórnin lét fram fara strax eftir valdatökuna, leiddi í ljós svo að ekki varð um villst, að arfleið vinstri stjórnarinnar var miklu uggvænlegri en menn höfðu gert sér grein fyrir, svo að ekkert blasti við annað en glundroði innanlands og greiðsluþrot út á við, ef ekki yrði fast og rögg- samlega í taumana tekið. Tvær leiðir öllum varð ljóst, að við svo búið mátti ekki standa. En hvað átti nú til bragðs að taka? Aðeins tvær leiðir hafa verið taldar koma til greina. Stjórnarandstaðan, einkum Framsóknarmenn, hefir haldlið því fram, að auðveldast hefði verið að búa áfram við falskt gengi og útflutningsuppbætur. Þeir vita þó, að þetta var úti- lokað. Einhvers staðar varð að fá peningana í uppbæturnar og hafði það verið gert með tollum á innflutningsvöruna, sem runnu til útflutningssjóðs. En nú var löngu komið í ljós, að því fór svo fjarri, að þessar tolltekj- ur útflutningssjóðs nægðu til að standa undir útflutningsuppbót- unum, að tekjur sjóðsins námu aðeins 4 krónum af hverjum 5, sem honum bar að greiða. Þann- ig myndaðist halli, er nam nærri 1/5 af andvirði alls út- flutningsins. Reynt hafði verið í tvö ár í röð að bæta úr þessu með því að auka innfliþning á luxusvörunum, sem voru toll- hæstar, til þess með því að hækka tekjur útflutningssjóðsins og jafna hallann. Þetfca var auðvitað neyðarúrræði, sem auk þess mistókst einfaldlega vegna þess að fólkið vildi ekki kaupa nægilega mikið af rándýrum ó- þarfanum. Þar við bættist, að þessi óheilbrigða stefna varð að byggjast á erlendum lánum, en frumskilyrði fyrir því, að er- lend lán fengjust var einmitt, að algjörlega yrði breytt um stefnu. Kerfi, sem byggist á lán- um, sem ekki voru fáanleg nema gjörbreytt yrði um kerfi, bai dauðameinið undir hjartarótun- um og var því sjálfdautt. Þaé sjá allir. Um þetta þarf ekki frekar a2 ræða. Vinstri krónan tekin út Eftir stóð þá sá eini mögu- leiki, að gerbreyta um stefnu, viðurkenna rétt gengi krónunn- ar, en afnema uppbæturnar. Sá vandi, sem nú tók við, var að ákveða rétt gengi þeirrar vihstri stjórnar krónu, sem við- reisnarstjórnin tók við — að taka út vinstri krónuna, — ef svo mætti segja. Til þess vandaverks voru vald ir hinir hæfustu innlendu og er lendu sérfræðingar, sem völ var á. Er skemmst frá að segja, að eftir að þeir höfðu framkvæmt ýtarlegar rannsóknir urðu þeir allir sammála og gerðu því sam- eiginlega tillögu til stjórnarinn- ar. Það er eftirtektarvert, að sér- fræðingarnir mátu krónuna tals- vert minna virði en stjórnin eftir atvikum taldi rétt að fall- azt á. Vildu þeir hafa 40 eða helst þó 42 kr. í bandarískum dollar. Stjórnin ákvað 38 krónur. G-erði hún sér þá auðvitað ljóst, að varfærnara var að meta krón una lægra, eða eins og serfræð- ingarnir ráðlögðu. Með því var hættan á nýju krónufalli, ef eitt- hvað gekk úr skorðum, minnL Höfuðsjónarmið okkar voru hins vegar þau, að vart væri bess að vænta, að skráð gengi krón- unnar yrði bráðlega hækkað aftur, þótt eitthvað batnaði í ári. Væri því réttmætt að tefla nokkuð á tvær hættur, til þess að halda krónunni uppi. Auk þess vildi stjórnin halda vísitölunni í skefjum af fremsta megnþ en vitað var að hún hækkaði um eitt stig fyrir hverja krónu, sem dollarinn hækkaði um. Og loks bættist það við, að stjórnin lagði höfuðáherzlu á, að auðsannað værL að ekiki hefði verið hallað á vinstri stjórnina við úttekt á búi hennar, svo ekki gæti leikið á tveim tungum, hver ábyrgð bæri á þeim verðhækkunum, sem í kjölfarið hlutu að sigla. Hér er því um ekkert að viliast. Viðreisnarstjórnin lét skrá 'krónu vinstri stjórnarinnar mikið hærri en sérfræðingarnir töldu hyggilegt eða jafnvel verjanlegt. Enginn getur því með rökum vé- fengt, að það er vinstri stjómin, en ekki viðreisnarstjómin, sem veldur þeim verðhækkunum, sem nú eru á orðnar og sem eru afleið ing af sæmilega réttri skráningu vinstri stjórnar krónunnar í fe- brúar 1960. Sök SÍS og kommúnista Varðandi síðari skráninguna í ágúst 1961 er það að segja, að enn valda þeir sömu og fyrr. Þar voru enn að verki Framsóknax- menn og kommúnistar. Fram að þeim tíma hafði verið föst venja, að vinnumálasamband S.Í.S. og Vinnuveitendasamband íslands kæmu fram sem ein heild í samningum við Al- þýðusamband fslands eða einstök verkalýðsfélög. En vorið 1961 skar S.Í.S. sig allt í einu út úr, gerði sérsamning við kommún- ista um kauphækkanir og neyddi með því aðra atvinnurekendur til þess að fylgja í kjölfarið. Námu kauphækkanirnar frá 13— 19%. Með þessu var nýtt gengis- fall ákveðið, svo sem m. a. sézt af þessu: Höfuðatvinnuvegur þjóðarinn- ar, sjávarútvegurinn, var illa far inn eftir langvarandi verðbólgu og hafði á undanförnu ári orðið fyrir meira verðfalli afurða sinna en dæmi voru til um langt ára- bil. Síldarvertíðin sumarið 1960 hafði brugðist og vetrarvertíðin 1961 var afleit, og togaramir áttu við meira aflaleysi að etja en nokkru sinni fyrr. Engum hugs- andi manni gat því dottið í hug, að þessi bágstaddi atvinnu- rekstur gæti allt í einu tekið á sig 13—19% kauphækkanir, jjafnt við sjálfa framleiðsluna sem alla verkun aflans. Stjórnarandstæðingar hafa að vísu tæpt á þvf, að gengisfelling hefði verið óþörf, ef vextir hefðu verið lækkaðir 'um 2%.- Hvílík endemis fjarstæða hér er á ferð sézt bezt á því, að slík vaxta- lækkun hefði aðeins létt af at- vinnurekendum 70—80 millj. króna, en kauphækkanirnar lögðu nýjar byrðar á þá, er námu 550—600 millj. kr. En hvað þá um aðra atvinnu- vegi? Gátu þeir tekið á sig kaup- hækkanirnar? Eftir gengisfallið reyndi ríkis- stjórnin til hins ýtrasta að vernda hagsmuni launþega með því að sporna af alefli gegn því, að at- Framhald á bls. 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.