Morgunblaðið - 20.04.1963, Qupperneq 2
2
Laugadagur 20. april 1963
- Ræða Ólafs Thors
Framhald af bls. 1.
vinnurekendur fengju að hækka
verðlagið vegna kauphækkan-
anna. Var hagur og afkoma hvers
einstaks fyrirtækiis rannsakað
áður en leyft væri að hækkun
kaupgjaldsins fengist að ein-
hverju eða öllu tekin upp í verð-
lagið. Niðurstaða þessara rann-
sókna sýndi, að langfest fyrirtæk-
in gátu sannað, að ef þau ættu að
forðast hallarekstur, væri ohjá-
kvæmilegt að heimila verðhækk-
anir, er sem næst námu kaup-
hækkununum.
Rétt er að upplýsa, að flest
fyrirtæki S.Í.S. stóðu engum að
baki í kröfunum um verðhækk-
anir, sem sannar, að þau voru
ekki fær um að standa undir
samningunum við kommúnistana,
án þess að færa afleiðingarnar
yfir á bök almennings.
Það liggur þannig alveg ljóst
fyrir, að það eru Framsóknar-
menn og kommúnistar, sem alla
sök eiga, jafnt á hinni fyrri
gengislækkun sem hinni síðari,
og þar með þeim verðhækkunum
sem þeir ásaka okkur fyrir.
Með þessu er stjórnaTand-
staðan rekin út úr síðasta víginu.
Þeim er því hentast að þagga
niður í grátkerlingum sínum.
Auðvitað er það rétt, að af verð
lækkun krónunnar leiða margvís-
leg vandkvæði og misrétti. En
hitt er jafn satt og víst, að það
er ekki við þann, sem viður-
kennir verðfallið að sakast, held-
ur við hinn, sem því veldur.
Afstaða Framsóknar
ta EBE
Þeir, sem skyggnast bak við
forhengi stjórnmálanna, skilja án
efa flestir, að stjórnarandstaðan
veit, að hún beitir rangindum
og treystir því ekki málstað sín-
um. Það sést m.a. á því, að þegar
til orustu dregur, gripur Fram-
sókn til þess óyndisúrræðis að
skapa ágreining við hina lýðræð-
isflokkana um Efnahagsbanda-
lagið og færa með því kosninga-
baráttuna yfir á vettvang við-
kvæmra utanríkismála. Nú hefir
Framsókn að vísu fyrr gerst sek
um slík glapræði, en alltaf sér
til lítils sóma og oftast líka til
tjóns.
Brennt bam forðast eldinn og
fullvíst er, að Framsókn gerir sér
grein fyrir, að hún teflir á tæpt
vað með þessu athæfi. Að flokk-
urinn samt sem áður skuli freista
þessa vekur sérstakan grun og
kallar á skýringar. Skal ég ekki
að þessu sinni fjölyrða um þetta
mál, heldur aðeins minna á
þrennt:
1. Til skamms tíma voru allir
lýðræðisflokkamir sammála um
afstöðu íslands til Efnahags-
bandalagsins.
2. Þegar kosningaskjálftinn
færðist um Framsókn, skarst
flokkurinn úr leik og hóf ógeð-
þekkan, tilbúinn ágreining milli
sín og stjórnarflokkanna um mál-
ið.
3. Að þegar svo þróun málanna
varð sú, að allir valdamenn Efna-
hagsbandalagsins virðast sam-
mála um, að málið sé úr sögunni
um fyrirsjáanlega framtíð, þá
kvað Framsókn sjálf upp Saló-
monsdóm yfir sjálfri sér, með
því að taka fréttinni ekki fegins
bendi og láta úlfúðina niður falla.
Nei, alls ekki, heldur gerist Fram
sókn úfin og geðill og magnar
því meir áróðurinn sem ákvörð-
un okkar í málinu í hvaða forml
sem er færist fjær.
Þegar þetta er athugað og því
ar, skjalfestar sannanir fyrir því,
að fram til hins síðaista stefndi
Framsókn beint að aukaaðild, og
jafnframt hinu, að stjómarflokk
arnir hafa aldrei bundið sig við
aukaaðildina fremur en t.d. tolla
leiðina, þá er ekki til nein skýr-
ing á þessu athæfi Framsóknar
önnur en sú, að Framsókn treysti
sér ekki að berjast við stjómar-
liðið á vettvangi innanlandsmál-
anna.
Það má því fullyrða, að þessi
óheillavænlegi leikur Framsókn-
ar er ekkert nema sultarvæl
valdahungraðra en málefna-
snauðra manna, sem að lokum
verður til þess eins að svipta
þá traustL
Ilvað getur orðið?
Eftir fáar vikur ganga íslend-
ingar til kosninga.
Án efa verður kosningabarátt-
an hörð. Sýnt er, að Framsókn-
arflokkurinn er illa haldinn,
valda- og áhrifalaus. Ber öll mál
færsla Framsóknarmanna þessu
órækt vitni, ekki sízt það, sem
lesa má milli línanna, svo sem
þegar þeir á aha lund beint og
óbeint róa undir og spana laun-
þega til kröfuhörku, í því skyni
að brjóta viðreisnina á bak aftur.
Jafnframt virðist Framsókn, jafn
vel venju fremur, leitast við að
espa til úlfúðar og beinna illinda.
Ber sú iðja sannarlega nokkum
árangur, þegar meinlausir menn
úr trúarflokki Tímans Iáta sér
um munn fara, að heldur 'vilji
þeir hungra en þola þá raun, að
viðreisnin lánist, þ.e.a.s. að fóst-
urjörðin bjargist.
Sýnir þetta nokkuð hvemig
barizt er.
En til hvers er svo barizt? Hvað
er það, sem Framsókn sækist eftir
og hverjar eru sigurhorfumar?
Við skulum aðeins staldra við
og gera okkur grein fyrir, hvað
komið getur upp á teningnum.
1. Ef stjórnarflokkarnir halda
meirihlutanum, sem flestir munu
telja sennilegast, munu þeir
halda viðreisninni áfram. Það
samstarf hefir gengið vel og
myndi hvorki styrkjast né batna
þótt Framsókn bættist í hópinn,
heldur alveg það gagnstæða.
Framsókn yrði því ekki hleypt
inn fyrir.
2. Ef Framsókn og kommún-
istar næðu þeim meirihluta, sem
með þarf til að geta stjómað, er
að sönnu alveg ástæðulaust að
ætla, að Framsókn gengi ekki að
þeim skilmálum, sem kommún-
istar setja þeim, svo náið sem
samstarfið er orðið, bæði ljóst
og leynL Myndu utanríkismálin
alls ekki standa á milli, enda
hefir Tíminn síðustu árin í vax-
andi mæli verið að undirbúa ein-
mitt slíka hraðferð á vængjum
kommúnista frá vestrænni sam-
vinnu til Moskva-þjónustu.
Óhætt mun vera að treysta þvi,
að dómgreind þjóðarinnar girði
fyrir, að slikt ólán hendi íslend-
inga.
3. Þá er eftir þriðji möguleik-
inn og sá, sem Framsókn heldur
að lánast megi, en hann er, að
Framsókn éflist svo, að stjómar-
ílokkamir neyðist til að leyfa
þeim þátttöku í stjóminni. í
þessu skyni leita Framsóknar-
menn fylgis hjá öllum rauðliðum
og hika þá ekki við að bregðast
kommúnistum og öðrum þeim,
sem þeir jöfnum höndum hyggja
á samstarf við, allt eftir því hvað
kosningateningamir færa þessum
áhættuspilurum.
Það er ekki líklegt, að þetta
hendi þjóðina. En ef svo færi,
hvað tekur þá við?
Eitt er víst. Viðreisnarstjómin
mun aldrei hvika frá stefnu sinni.
Framsókn yrði því að renna niður
fullyrðingunum og gleypa i sig
árásimar. Þetta er svo sem ekkert
útilokað, það vita þeir, sem vel
þekkja til, og að fremur fyrir
það, að fullvíst er, að Framsókn
hefir allt kjörtímabilið talað um
hug sér og myndi í öilum aðal-
efnum hafa farið eins að og við,
ef þeir hefðu setið í stjóm. Nei,
þetta er sannarlega ekki útilokað,
heldur fremur sennilegt og myndi
þá Framsókn skilja það eitt til,
að þess yrði ekki krafist, að hún
gleypti stærri bita í einu en kok
víddin þyldi, en það er nú sjálf-
sagt heldur ekki svo lítið.
En allt er þetta ósköp ógeð-
þekkt og myndi án efa tefja fram
kvæmdir og eitthvað spilla ár-
angrinum. Hinu verður ekki neit-
að, að mörgum myndi til gamans
að láta þá Eysitein og Þórarin
stíga nýjan dans eftir viðreisn-
arlaginu og þá ekki síður hitt,
að sýna þjóðinni, að þegar
Skuggasveins-gæran er af köpp-
unum dregin, er ekkert nema
Ketill inni fyrir. Það er nú allt
og sumt.
Tvö höfuðskilyrði
Enginn réttdæmur maður neit-
ar því, að viðreisnarstjómin hefir
bætt við, að fyrir hendi eru skýr-
margt vel gert og orðið furðu vel
ágengt, þrátt fyrir harðan and-
róður stjórnarandstöðunnar. Er
þetta að sönnu gleðilegt. En í
aví felst auðvitað engan veginn,
að hættan sé liðin hjá, hvað þá
heldur að allt sé nú sem bezt
verður á kosið.
Að sjálfsögðu verða alltaf nýir
og nýir örðugleikar á vegi sér-
hverrar ríkisstjórnar, jafnt á ís-
Iandi sem annars staðar, enda er
>að hlutskipti valdhafanna að
ráða fram úr aðsteðjandi vanda,
sem hitt að feta sig jafnt og þétt
áfram á framfarabrautinni. En-
varðandi þá sérstöku örðugleika,
sem viðreisnarstjómin hefir átt
og enn á við að etja, þ.e.a.s. kaup
gjaldsmálin og verðbólguna, þá
verður adrei fram úr þeim ráðið
í eitt skipti fyrir öll og aldrei
heldur svo að til nokkurrar íram
búðar sé fyrr en tveim höfuðskil-
yrðum er fullnægt:
1. Að launþegar öðlist fullan
skilning á því, að það er ekki
eingöngu atvinnurekendur, held-
ur einnig og engu síður þeir
sjálfir og þjóðin öll, sem á því
skaðast, ef greitt er hærra kaup-
gjald en þjóðarframleiðslan og
atvinnureksturinn þolir — og
2. Að komið verði á fót stofn-
un, sem launþegar ráða yfir, sem
sé fær um að karma og meta
allar upplýsingar, sem opinberar
stofnanir leggja fram og safni
eiinnig sínum eigin gögum, eftir
því sem ástæða reynist til, en leið
beini síðan launþegum og láti
þeim í té öll nauðsynleg gögn í
málinu. Verður kaupgjaldsbarátt
an þá tæplega hörð af hálfu laun
þega nema kjarabætur séu tíma-
bærar, þ.e.a.s. þegar þær leiða
ekki til gengisfalls, heldur til
raunverulegra kjarabóta, en þá
ætti líka oftast að vera óhætt að
hækka kaupið. 1
Takist þetta, takist að eyða tor-
tryggninni og skapa traust laun-
þega á því, að ítrustu hagsmuna
þeirra sé gætt, þá er bægt frá
dyrum þjóðarinnar þeim bölvaldi,
sem ógnað hefir heilbrigðu efna-
hagslífi hennar tvo síðustu ára-
tugi, þá hefir viðreisnin sigrað og
þá verða engir farartálmar á
brautinni til bættra lífskjara aðrir
en þeir, sem illt árferði og óvenju
Á TÍMUM vinstri stjórnarinnar senði félagsfundur í „Æskulýðs-
fylkingunni í Reykjavík“ ráðherrum kommúnista í stjórninni þá
köldu kveðju, sem hér fer á eftir:
,JFUNDUR, haldinn í ÆFR 9. okt. 1958, lýsir yfir óánægju sinni með
aðgerðarleysi ráðherra Alþýðubandalagsins í herstöðvamálinu og
telur furðu sæta, að ásökunum andstæðinganna um, að þeir hafi
ekki minnzt á herstöðvamálið í ríkisstjórninni í nálega 2 ár, skuli
ennþá ómótmælt af þeirra hálfu“.
I EINNI af leyniskýrslum SÍA lýsir Skúli Magnússon, sem var við
nám í Peking, námshögum kínverskra stúdenta á þessa leið:
„KÍNVERSKIR stúdentar verða að eyða mestu af sínum tíma til að
læra pólitík og halda fundi, auk þess 2 mánaða líkamleg vinna á
ári, manni liggur við að segja, að þeir stundi námið í fristundum.
En ekki vantar þá viljann. Standardinn hefur lækkað hér, það eru
t.d. fáir, sem geta bjargað sér í erlendum málum, þó er það auð-
vitað helzt í rússnesku, en hana læra þeir í háskóla. Stúdentar verða
að Iæra pólitískar greinar óviðkomandi sérgreininni, t.d. pólitíska
hagfræði eða marxisma. Pólitískt uppeldi verður að ganga fyrir
öllu. Þeir eru t.d. að læra generallínuna eða samþykktir flokksins,
laugardagurinn fer yfirleitt í það, fundarhöld keyra fram úr hófi“.
Ieg óhöpp valda og sem okkar
dugmiklu þjóð er vorkunnar-
laust að fást við nú sem fyrr, nú
betur en nokkru sinni fyrr.
Velmegunarstefnan
Ríkisstjórnin hefir nú útbýtt
meðal þingmanna skýrslu um
hvað viðreisnarflokkarnir hyggj-
ast fyrir um helztu framkvæmdir
næstu árin, verði þeim falin völd-
ín áfram. Framfaramenn fagna
þeim stórhug, sem þar lýsir sér
og engu síður því, hversu traust-
lega er um hnútana búið.
Að þessu sinni vinnst ekki
tími til að rekja og skýra þetta
mikla mál. En meðal þess, sem
skýrslan sannar, er þetta:
1. Þjóðartekjur og atvinnu-
tekjur almennings fylgjast náið
að.
2. Af því leiðir að mestu varð-
ar að tryggja sem örastan vöxt
þjóðarteknanna.
3. Síðan i ófriðarlok hafa þjóð-
artekjurnar vaxið hraðar hjá ná-
granaþjóðunum en okkur.
4. Rannsókn leiðir í ljós, að
þetta stafar af því hversu lengi
við bjuggum við höft, bönn, út-
flutningsuppbætur og skakkt
gengi krónunnar, en nágrannirnir
tóku hins vegar fljótlega eftir
ófriðarlok upp viðreisnarstefn-
una
Verði viðreisnarflokkunum fal-
in völdin áfram, munum við
fylgja velmegunarstefnunni fast
fram og hagnýta okkur reynsla
annarra þjóða, til þess að leiðin
til bættra lífskjara allra þjóðfé-
lagsþegnanna verði sem greið-
gengust og tryggust.
Um þetta fjallar hin stórhuga
en varfæma framkvæmdaáætlun
okkar.
Andstæðingamir hafa tekið
skýrslunni illa, eins og allri við-
reisninni. f þetta sinn er þeitn
nokkur vorkunn, því aldrei fyrr
hafa jafn sterk rök verið fram
borin hérlendis fyrir ágæti við-
reisnarstefnunnar. En andstæð-
ingunum þýðir ekkert að reyna
að standa gegn straumi tímans.
Við eram á hraðri leið til bættra
lífskjara og megum ekkert vera
að sinna höldri þeirra. Menn,
sem heldur vilja hungra en horfa
á viðreisnina leiða til vel-
megunar, eru ekki til forystu
fallnir.
Ég bið menn að kynna sér
skýrsluna, gögn hennar og rök
sem bezt.
Ég bið alla þá, sem telja að
störf og stefna viðreisnarstjórn-
arinnar hafi verið til þjóðþrifa
og alla þá, sem nú telja sínum
eigin hag borgið en áður, að eíla
okkur til meiri valda, til þess að
við getum látið meira gott af
okkur leiða.
Látum viðreisnina leiða til vel-
megunar.
Afíi Vestfj.báta í marz
Steinb'iturinn kom
ísafirði, 9. apríl. — Gætftir voru
góðar í marz. Steinbíturinn kom
nú fyrr á miðin en oft áður, og
var afli línubátanna í marz nær
eingöngu steinbítur. Fyrri hluta
mánaðarins var aflinn góður, en
þegar kom fram yfir miðjan
mánuðinn tók mjög áð draga úr
afla.
No'kkrir bátar tóku upp neta-
veiðar í byrjun mánaðarins og
voru 9 bátar komnir á netaveið-
ar um miðjan mánuð. Sóttu allir
suður í Breiðafjörð nema Einar
Hálfdáns og Gylfi, sem voru í
ísafjarðardjúpL Sá síðarnefndi
dró upp net sín um miðjan mán-
uðinn og flutti sig suður í Faxa-
flóa.
Smærri bátarnir byrjuðu marg
ir veiðar í byrjun mánaðarins og
fjölgaði þegar kom fram í mán-
uðinn. Var afli þ'eirra yfirleitt
góður, nema í Steingrímsfirði,
þar var algjör ördeyða. Er heild-
arafli allra bátanna þar innan við
10 lestir.
Heildaraflinn
Heildarafli Vestfirzku bátanna
í mánuðinum var 8973 lestir, og
er heildaraflinn frá áramótum þá
orðLnn 20.218 lestir. ^flahæsti
snemma á miðin
báturinn í fjórðungnum í marz
er Helgi Helgason með 587,5 lest-
ir. Er hann einnig aflahæsti bát-
urinn frá áramótum með 908 lest
ir. Mesti afli hans í einum róðri
í marz var 70 lestir. Afli Vest-
fjarðabáta var sem hér segir:
Patreksfjörður:
Helgi Helgason (net) 587,5
lestir í 20 róðrum; Dofri (net)
440,1 lest í 15 róðrum; Sæborg
196,6 í 21 róðri; Sigurfari 202,6 í
22 róðrum Dofri 96,6 í 18 róðr-
um; Freyja 40,6 í 9 róðrum; Val-
ur 32,3 í 7 róðrum; Mummi 26 í
6 róðrum.
Tálknafjörður:
Sæfari var með 174,8 Iestir í
21 róðri; Guðmundur á Sveins-
eyri 173,7 lestir í 22 róðrum;
Tálknfirðingur 152,5 í 22 róðrum
og Sæúlfur 48,9 lestir í 5 róðrum.
Bíldudalur:
Andri með 230,8 í 22 róðrum;
Pétur Thorsteinsson 197,8 í 22
róðrum.
Þingeyri:
Hrafnken (net) 339 lestir í 10
róðrum; Fjölnir (lína/net) 184
lestir í 12 róðrum; Þorbjðrn
(lína/net) 135 í 13 róðrum; Þor-
grímur 94 í 14 róðrum.
Flateyri:
Hinrik Guðmundsson (net)
256,5 lestir í 9 róðrum; Ásgeir
Torfason 202,7 í 24 róðrum,
Mummi 105,4 í 18 róðrum; Einar
Þveræingur 86,7 í 13 róðrum;
Helgi 38 í 11 róðrum; Vísir 14,9 i
8 róðrum.
Suðureyri:
Friðbert Guðmundsson 207
lestir í 23 róðrum; Gylfi 191,1 i
22 róðrum; Freyja 180 í 24 róðr-
um; Draupnir 159 í 22 róðrum;
Hávarður 140,9 í 18 róðrum;
Stefnir 139,8 í 23 róðrum; Kveld.
úlfur 17 í 5 róðrum.
Bolungarvík:
Einar Hálfdáns (net) 306,9
lestir í 24 róðrum; Þorlákur
217,1 í 23 róðrum; Heiðrún 169,3
í 20 róðrum; Hugrún 151,5 í 21
róðri; Hrímnir 41,4 í 16 róðrum;
Guðrún (færi/lína) 39,2 í 18
róðrum; Sædís (færi/net) 30,7 i
14 róðrum Húni 20,5 í 9 róðrum;
Þorvaldur (færi) 19,5 í 13 róðr-
um; Guðbjartur (færi/lína) 11,1
í 12 róðrum; Sigurfari (færi/
lína) 10,8 í 15 róðrum.
Framh. á bls. 23