Morgunblaðið - 20.04.1963, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 20.04.1963, Qupperneq 4
4 MORCVKnr ÍÐJÐ Laugadagur 20. apríl 1963 Viðreisnin er öllur atvinnu- vegum til hagsbdta Ræða Magnúsar Jónssonar við útvarpsumræðurnar FYRIR vorkosningarnar 1956 var hleypt af stokkunum hinum öfga fyllsta kosningaáróðri, sem heyrrt hefur á íslandi. Því var haldið fram, að með fyrirhugaðri kjördæmabreytingu væri bein- línis að því stefnt að leggja heil héruð landsins í auðn. Og í mál- gagni hinna æstustu framsóknar- manna, Kjördæmablaðinu, var jafnvel staðhæft, að kjórdæma- breytingin gæti tortimt íslenzkri tungu og gróðurmætti íslenzkrar moldar. Fyrir þessum furðulega áróðri stóðu þeir menn, sem nokkrum mánuðum áður böfðu gefizt upp við að stjórna landinu eftir að hafa hleypt af stað óða- verðbólgu, framkvæmt ítrekaðar dulbúnar gengislækkanir, grafið undan trausti íslenzks gjaldmiðils hæði innan lands og utan og vald ið efnahagslegu upplausnar- ástandi á góðæristimum, en síðan en ekki sizt haidið þannig á binu mesta hagsmunamáli þjóðarinn- ar, landhelgismálinu, að hernað- arástand var rikjandi á miðunum kringum landið. Þótt ýmsir létu moldviðrið blekkja sig, lét þorri þjóðarinri- ar ekki villa sér sýn, og kjör- dæmamálið væri farsællega til lykta leitt og eftir hinn ömur- lega stjórnarferil og uppgjöí vinstri stjórnarinnar fór það svo, að það var hlutverk Sjálfstæðis- flokksins, sem vinstri stjórnin hafði að meginstefnu máii að klekkja á, að hafa forustu um að bjarga þjóðinni út úr ógöng- unum í samvinnu við Alþfl., sem Framsókn hafði með Ilræðslu- bandalaginu ætlað sér að inn- lima. Samhent stjórn Síðan eru liðin nær 4 ára tíma- bil styrkrar og samhentrar stjórn ar. Auðvitað er þessi stjórnar- stefna ekki alfulikomin fremur en önnur mannanna verk, en hún hefur verið heilsteyptari en stefna flestra eða allra annarra samsteypustjóma í landi voru. Þegar í upphafi var af festu tek- ið á vandamálunum og stjórnar- flokkarnir hafa ekki látið kjós- endahræðslu fæla sig frá að gera nauðsynlegar ráðstafanir, þó að óvinsælar hlytu að verða í bili. Og það er fyrst og fremst af þess- um sökum að tekizt hetur að ná þeim ótrúlega árangri til við- reisnar efnahagskerfi þjóðarinn- ar, sem nú blasir við hverjum sjáandi manni. Þessi merkilega þróun, sem nú þegar genr þjóð- inni kleift að leggja út i stór- felldari framkvæmdir og um- bætur á flestum sviðum þjóðfé- lagsins en áður hafa þekkzt, skal ekki rakin hér í einstökum atrið um, enda gerist þess ekki þörf, því að þessar staðreyndir blasa við augum allra, sem vilja sjá. Hvað um eyðingu landsbyggðarinnar ? Mig langar hins vegar til að við íhugum í nokkrar mínútur sameiginlega, hvað hefur orðið raunin um eyðingu landsbyggðar- innar, sem framsóknarmenn boðuðu fyrir síðustu kosningar. 1 kauptúnum og kaupstöðum hvarvetna um landið má heita, að hver vinnufær hönd sé að starfi allan ársins hring, þar sem víða var áður tímabundið at- vinnuleysi mánuðum saman, og mjög víða vantar fólk ekki hvað sízt til framleiðslustarfa og nú er það framleiðslan, fyrst og fremst sjávarútvegurinn, sem sogar lil sín vinnuaflið. Fleiri og stærri skip eru nú í smíðum fyrir útvegs menn víðs vegar um landið en áður hefur verið, og þó að vissu- lega verði að fara að með gát að aukningu skipaflotans, meðan vinnuafl skortir svo mjög, þá sýn ir þessi þróun traust manna á framleiðslunni og framtíðinni. Mikil átök hafa verið gerðfil efl- ingar síldariðnaðinum, og enn meiri framkvæmdir víða um land fyrirhugaðar á því sviði í sumar, en þessar framkvæmdir, sem raunar margar aðrar, takmark- ast fyrst og fremst af vinnuaflinu. Vegna hinnar miklu aukningar fiskiflotans og hinna nýju stóru skipa eru hafnargerðimar víða mesta vandamálið. Miklar fram- kvæmdir hafa víða verið á því sviði, og í ár er gert ráð fyrir að verja miklu meira fé til hafn- argarða en nokkru sinni áður eða um 120 millj. kr., en á s.l. ári var unnið fyrir um 70 millj. kr. í framkvæmdaáætlun ríkisstj. er ráðgert að vinna með þeim hraða, sem auðið er að nauðsyn- legum hafnargerðum. Er þetta eitt mesta hagsmunamál útgerð- arinnar víðs vegar um landið. Árið 1958 fluttum við nokkrir þm. Sjjálfstfl. þál. um gerð fram- kvæmdaáætlunar um hafnar- gerðir og endurskoðun ákvæða um greiðslu kostnaðar við þær. Var svokallaðri atvinnutækja- nefnd falið að gera 10 ára aætlun um framkvæmdir þessar og end- urskoða lögin. Er ekki sízt nauð- synlegt að gera sér grein fyrir getu hinna einstöku byggðariaga til að standa undir kostnaði og haga skiptingu kostnaðar í sam- ræmi við það, svo að ekki þurfi að koma til stórfelldra vanskila á ríkisábyrgðarlánum, sem er við- komandi sveitarfélögum sízt til gleði. Vegna meiri aflabragða á næstu miðum hefur útgerð smá- báta víða um land aukizt mjög mikið. Öll þessi hagstæða þróun í útgerðinni segja stjórnarand- stæðingar nú, að sé fyrst ög fremst landhelginni að þakka. Sú staðhæfing stingur illa í stúf við fullyrðinguna um það, að Land- helgissamningurinn við Breta mundi eyðileggja árangurinn af stækkun landhelginnar. Það er vissulega ánægjuleg staðreynd, að í flestum kaupstöðum og kaup túnum landsins býr almenningur nú við betri lífskjör en áður. og aðstaða til allrar lífsbjargar og atvinnureksturs fer batnandi. Á mörgum stöðum hefur atvinnu- bótafé komið að góðu haldi til uppbyggingar atvinnuiifinu með löggjöfinni um atvinnuöótasjóð, sem fyrst tókst að fá samkomu- lag um í tíð núv. ríkisstj. Er stefnt að því að koma föstu skipu iagi á þá starfsemi. / Hvað um sveitirnar? En hvað þá með sveitirnar? Hafa þær þá ekki lagzt í auðn, úr því að framsóknarverndma vantaði? Ég held, að fátt sé iand- búnaðinum nauðsyn'.egra en að losna undan áhrifum og hugs- unarhætti Framsóknarflokksias. Samvinnuhreyfingunni hafa íram sóknarmenn stórspilit með þvi að gera hana að flokkslégu áróðurs- tæki, og virðulegar stofnanir eins og Búnaðarþingi eru þeir að gera að marklausri samkundu síðustu árin, þar sem fiokkspóli- tísk sjónarmið eru sett ofar hags- munum bænda og landbúnaðar- ins. Merkilegast er í rauninni það, að framsóknarmenn með Tímann í broddi fylkingar skuli ekki vera búnir að tæma sveitir landsins með þessum sifellda áróðri ár og síð ekki aðeins í tíð núv, ríkisstj., heldur um ára tugi, að bændur byggju við lök- ust kjör allra í þjóðféiaginu. Mér dettur ekki í hug að liaida því fram, að Framsóknarflokkurinn hafi ekki ýmislegt gert til hags- bóta fyrir bændur, en sem sveit- armanni hefur mér oft sári»að það, að í orðræðum sinum og skrifum hafa framsóknarmenn oft talað í þeim dúr, að latidbúnað- urinn væri atvinnuvegur, sem gæti ekki bjargað sér sem jafh- oki annarra atvinnuvega. Mín skoðun er sú, að með skynsam- legum starfsháttum geti iandbún- aðurinn staðið fullkomlega jafn- fætis öðrum atvinnuvegum, og bændur þurfi ekki að vera háðir neinu náðarbrauði, hvorki frá framsókn eða öðrum. Hagur bænda traustari nú Undir farsælli og einbeittri for- ustu núv. hæstv. landbrh. hefur mikilvægum hagsmunamálu-n landbúnaðarins þokað það rnjög í jákvæða átt síðustu árin, að hag- ur bænda er áreiðanlega að ýrnsu leyti traustari nú en var á tím- um vinstri stjómarinnar. Verð- lag landbúnaðarvara er nú þannig, að eigi aðeins hafa verið bættar verðhækkanir í tíð núv. ríkisstj. heldur einnig hluti verð- hækkana frá fyrri tíð, sem bænd- ur voru sviknir um í tíð vinstri stjórnarinnar, þótt enn vanti á. að bændur hafi viðunaodi tekjur. Hækkun tilkostnaðEir kemur nú fram 4 sinnum á ári í stað einu sinni áður, og síðast en ekki sízt má nefna þau réttindi, sem eru einstæð, að ríkissjóður verðbæt- ir nú allar útfluttar landbúnað- arafurðir til jafns við söluverð innanlands. Styrkir vegna byggingar íbúð- arhúsa hafa verið hækkaðir og hin sérstaka aðstoð ríkisins við ræktun nær nú til 15 hektara tún-_ stærðar í stað 10 hektara. Eitt merkilegasta átakið til efiingar uppbyggingu landbúnaöarins, er endurskipulagning stofnlánasjóða hans, sem vinstri stjórnin skildi við gjaldþrota. Samhjáip ríkisins, framleiðenda og neycenda er byggðu upp stofniánadeild íyrir landbúnaðinn, sem á að geta orð- ið fær um að veita smárn sam- an í auknum mæ'.i stofnlán til þeirrar eflingar í iarvdbúnaðinum, sem nauðsynlegí er í framtíð- inni. Með þessari nýju löggjöf eru stóraukin framlög ríkissjóðs og tii viðbótar kernur 1% íram- lag frá bændum og 0,75% frá neytendum. Margir frarnsýnir bændaleiðtogar hafa fagnað þess- ari löggjöf, sem ómetanlegu hags munamáli landbúnaðarins, þótt í þeirra hópi sé þvi miður ekki hv. 1. þm. Vesturl., sem fiuttí hér áðan dæmalausar, toiulegar Magnús Jónsson blekkingar um stofnlánadeildina. Það er ömurlegt dæmi um ógiftu- samlega forustu Framsóknai i bændasamtökunum. þegar síðasta búnaðarþing mófmælir framlagi til stofnlánadeildar landbúnaðar- ins og gefur jafnve'. í skyn, að það sé stjórnarskrárbrot, en bið- ur um svipað leyti Alþingi að lög festa gjöld á bændur til hótel- byggingar í Reykjavik, sem vit- anlega er þá ekki síðUr stjörn- arskrárbrot. Og það er næsta kaldhæðnislegt, að framsóknar- forustan í bændasamtökunum skuli hamast gegn bæði gjaldi bænda og neytenda í stofnlána- deildina, en engin neytendasam- tök hafa haft uppi nein mótrnæli og þann möguleika að stofna líf- eyrissjóð bænda i sambandi við Stofnlánadeildina minnist fram- sóknarforustan ekki á, en það merkilega mál er nú l sérstakri athugun. Fyrst og fremst vegna löggjafarinnar um Stofiiiánadeild ina hefur verið hægt að auka verulega lánveitingar til ýmissa framkvæmda bænda og nú fyrst hefur verið talið auðið að hefja lánveitingar til kaupa á dráttar- vélum og í athugun eru lán til súgþurrkunar, en það er einnig til athugunar fyrir forgöngu landbrh., hvort ekki sé auðið að veita styrk til súgþuirkutiar. Stofnlánin hækka um 50—100% Síðustu 3 árin hafa stofnlán til landbúnaðarins yfirleitt hækk- að um 50—100%, en hækkuðu ekkert, þegar vinstri stjórnin lagði á 55% yfirfærslugjaldið. Með lögum um Stofnlánadeildina var gert ráð fyrir að leysa fjár- þörf veðdeildar Búnaðarbankans með því, að Stofnlánadeildin keypti vaxtabréf veðdeildarinn- ar. Því miður hefur veðdeildin alla tíð verið of mikið vanrækt hverjir, sem í stjórn haía verið. en nú hafa verið gerðar ráð- stafanir til að afla veðdeildinni nokkurs fjár, svo að auðið er að hækka verulega lán úr veðdeild- inni til jarðakaupa. Rafvæðing- in hefur gengið samkv. áætiun og hefur ríkisstj. ákvéðið að stefna að því að ljúka fram- kvæmd 10 ára áætlunarínnar á tilsettum tíma eða árið 1964 þrátt fyrir stórkostlega aukinn til- kostnað. Loks má nefna breyt- ing 65 millj. kr. lausaskulum bænda í 20 ára lán, sem er bænd- um mikil stoð, en því miður ýmsir misstu af, þar eð þeir hlust uðu á áróður framsóknarmanna. En hvað þá um vextina? Víst eru þeir tilfinnanlegir, en þeir eru þáttur í efnahagsaðgerðum, sem ekki ei hægt að komast hjá og auðvitað er hér ekki um hrein útgjöld bóndans að ræða, því að í verðlagsgrundvellinum í úr er reiknað með 24 792 kr. vaxta- greiðslu en aðeins 8 188 kr. 1S58. Síðast en ekki sízt má svo nefna hinar miklu tollaiækkanir á land búnaðarvéium, er tollur á árátt- arvélum lækkar t. d. ur 34% í 10%. En auðvitað vilja bænáa- vinirnir í Framsókn gera enn betur. Dráttarvélar eiga að vera tollfrjálsar, hámark ræktunarað- stoðar á að vera 20 hektarar en ekki 15 hektarar og í stað gjalds bænda og neytenda til stofnlána- deildar, á ríkissjóður að leggja fram árlega 30 millj. kr. auk ann- arra framkvæmda ýmiss konar, sem hv. 1. þm. Vesturl. laldi hér upp áðan. Gallinn er bara sá, að þeim hefur ekki komið til hugar að beita sér fyrir neinu sliku, meðan þeir voru í stjórn. Það er ódýrt að vera öllum góður, þegar menn þurfa enga ábyrgð að beTa. Framsfl. er mikill umbótaflokk- ur, þegar hann er ekki í stjórn. Vegna réttrar skráningar á gengi krónunnar, hefur iðnaðui'inn nú fengið ný tækifæri, enda heíur margvíslegur iðnaður blómgazt og möguleikar því ýmiss konar útflutningsiðnaðar áreiðanlega miklir og fyrir forgöngu núv. hæstv. iðnmrh. hefur grundvöll- ur verið lagður að stúr.iulcnam stofnlánum iðnaðarins. Framlög til verklegra framkvæmda víðs vegar um landið hafa síðustu árin vaxið mun meira en verðhækk- unum nemur og í framkvæmda- áætluninni er sérstök áherzla lögð á bættar samgöngur. Lög- fest hefur verið stóraukin þátt- taka ríkissjóðs í löggæzlukostn- aði, sem hefur mikia þýðingu fyrir landsbyggðina, framiög stóraukin til margvíslegra menn- ingarmála, almannatryggingar auknar meira en dæmi eru til áður og afnumin verðlagssvæða- skiptingin, sem hafði áður í för með sér lægri lífeyri fyrir fóik utan Reykjavíkur. Þá er og vert að minnast hluta sveitaríélag- anna af söluskatti, sem fyrst var lögfest fyrir forgöngu hæstv. núv. fjmrh. og nemur í ár rurnlega 100 millj. kr. Er hlutur hinna minni sveitarféiaga þar hiutfalls- lega stærstur. Viðreisn örvar allt athafnalíf Hér er aðeins stiklað á nokkr- um atriðum, en nægilega mörg- um til að sanna það, að 3tjórnar- stefnan og þróun atvinnulírsins hefur eigi síður verið til hags- bóta sveitum og sjávarplássum viðs vegar um landið sn hófuð- borginni og þéttbýlinu. Ótalið er þó eitt, sem hefur verið mjög örvandi á allt athafnalif ekki síð- ur utan höfuðborgarinnar, en það er afnám haftakerfisins og allrar þeirrar spillingar, sem því fylgdi. Meðan haftakerfið var í al- gleymingi urðu menn utan af landi að sitja tímunum saman í Reykjavík til þess að fá nauð- synleg leyfi, en nú er það úr sögunni. Það er vissulega mál þjóðarinnar allrar, að byggoin ekki dragist of mikði saman og það er skylt að niiða aliar að- gerðir í atvinnu og f.ármáium við það, að eðlilegt jaínvægi sé í byggð landsins. Það er þvi nán- ast bEirnalegt að nalda því fram, að það geti verið vísvitandi áhugamál nokkurs flckks, að heil byggðarlög leggist í auðn og það er óvirðing við þjóðina að bjóðá henni slíkan málflutning. Reynsi- an hefur ótvírætt sannað, að auk þess, sem kjördæmabreytingin var lýðræðisleg nauðsyn, hefur hún á margan annan hátt verið til góðs og einkum til hagsbóta fyrir hin minni héruð, sem nú fá miklu fleiri talsmenn. í dag talar heldur enginn um, að hún muni leggja heilar byggðir í auðn. Það er aðeins um að ræða eitt hinna mörgu öfgayrða, sem stjórnarandstæðingar vilja gjarn an, að séu gleymd, svo sem móðutharðindalýsLngar hv. 1. þtm, NorðL e., spádómar Þjóðviijans Framihald á bls. 9

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.