Morgunblaðið - 20.04.1963, Qupperneq 7
Laugadagur 20. apríl 1963
MORGU NBL 4Ð1Ð
7
Framkvæmdir aidrei meiri en nú
Ræða Ingólfs Jónssonar landbúnaðar-
ráðherra í úfvarpsumræðunum
Herra forseti, Heiðruðu áiheyr-
endur!
Útvarpsumræður þær, sem
fram fara að þessu sinni, bera
stjórnarandstöðunni ekki gott
vitni, sem heldur er ekki við
að búast eftir því sem hún hef-
ur hagað sér að undanförnu. Erf-
itt er að gera upp á milli stjórn-
arandstöðuflakkanna. Báðir
leggja þeir kapp á að blekkja
áheyrendur og segja það svart,
sem er hvítt, og sjá ekki nema
svart. Vonandi er þó að þeir sjái
til sólar. Stjórnarandstaðan reyn-
ir að kenna ríkisstjórninni um
þær verðhækkanir, sem orðið
hafa á ýmsum vörum og þjón-
ustu. Stjórnarandstaðan ætlaðist
til að þjóðin hafi gleymt því að
vinstri stjórnin var við völd á
árunum 1956 til ’58 og skóp þé
dýrtíð, sem andstæðingar stjórn-
arinnair tala nú mikið um.
Gleggsta vitnið í þessu máli er
fyrrverandi forsætisráðherra,
Hermann Jónasson, sem lýsti því
yfir að verðbólgualda væri risin,
alda sem hlyti að falla, en vinstri
stjórnin réð ekki við. f>essi verð-
bólgualda ógnaði atvinnuvegun-
um og öllijm almenningL Ljóst
var að þjóðin hefði orðið gjald-
þrota og fátækt og atvinnuleysi
leitt yfir almenning, ef ekki
hefði verið spyrnt við fótum og
viðreisnarráðstafanir gerðar,
sem dugðu. Þegar þessar stað-
reyndir eru hafðar í huga, má
það heita undur mikil, að stjórn
arandstaðan skuli hafa uppi á-
sakanir á hendur ríkisstjórn og
stjórnarflokkunum fyrir það að
hafa unnið björgunarstörfin og
bætt úr því böli, sem vinstri
stjórnin hafði leitt yfir þjóðina.
Það er augljóst að ef stjórn-
arandstöðuflokikarnir kæmust aft
ur til valda, mundu þeir rýra
krónuna þar sem þeir margsinnis
hafa lýst því yfir, á óbeinan hátt
að þeir muni kippa stoðunum und
an efnahagslífinu. Til dæmis með
J>ví að heimta 130% launahækk-
un fyrir opinbera starfsmenn
sem ekki gæti verið kjarabót.
Stjórnarandstaðan telur einnig
að varasjóður sá, sem geymdur
er í Seðlabankanum, um 600
millj. króna, eigl ekki að geym-
ast, heldur beri að láta þetta fé
út í viðskiptalifið og nota það
fyrir neyzluvörur og til aukinn-
ar fjárfestingar.
Myndi ýta undir
verðbólguna.
Þeir vilja eyða öllu trygging-
arfénu. Þeir vilja nema í burtu
þá baktryggingu, sem gerir fært
að mynda gjaldeyrisvarasjóð og
tryggir gengi krónunnar. Aug-
ljóst er hvað áhrif það mundi
hafa á fjármálakerfið. Það mundi
ýta undir verðbólgu og grafa
undan krónunni með aukinni
þenslu og allt of mikilli eftir-
spurn eftir vörum og vinnuafli,
sem ekki er fyrir hendL Væri
þannig haldið á málum, mundi
gjaldeyrisvarasjóðurinn eyðast á
fáum mánuðum. Þá kæmu aftur
óskatímar Framsóknarmanna,
tímar skömmtunar, vöruskorts,
nefnda og hafta. Þegar stjórnar
andstaðan ræðir um það að
rrkisstjórnin búi ilia að ungu
fóikinu og atvinnuvegunum með
ráðstöfunum, sem óhjákvæmilegt
var að gera, þá er eðliiegt að
hugleitt sé hvað stjómarand-
stoouflokkarnir gerðu á meðan
þeu: voru við völd. Nauðsynlegt
er ennig að gera sér grein fyrtr
því, hvað skeður ef þjóðin yrði
svo ógæfusom að auka fylgi þess
ara flokka þannig að þerr fengju
völdin á ný. Eins og áður var á
minnzt, er sú dýrtíð, sem nú er
©ft um rætt, orsök mistaka
vinstri stjórnarinnar. Vélar,
byggingarefni og aðrar nauð-
synjavörur hækkuð í íslenzkum
krónum við það að gjaldmiðill-
inn var sikráður með eðlilegum
hætti eins og gerist hjá öðrum
þjóðum. Framsóknarmenn hafa
mikið talað um hækkað verð á
landbúnaðarvélum og fundið rík-
isstjórninni til foráttu, hversu
hækkunin hefur verið mikil.
Augljóst er að hækkun innfluttra
vara er ekki sök ríkisstjórnar-
innar nema ef hún hefir hækkað
tolla á vörum frá því sem áður
var. Samkvæmt nýju tollskránni
verður tollur á landbúnaðarvél-
um 10%. Er það miklu lægra en
áður hefur verið. Allt frá 1948
hefir tollur á landbúnaðarvélum
verið 20,7%, en 1957—’58 var
tollurinn hækkaður upp í 23,2%,
auk 55% yfirfærslugjaldsins.
Framsóknarmenn sáu ekki á-
stæðu til að lækka tolla á land-
búnaðarvélum eða öðrum nauð-
synjum meðan þeir voru í ríkis-
stjórn. Þáð var ekki fyrr en
núverandi rikisstjórn komst til
valda, að þeir fóru að ræða
um það. Engin vafi er á því að
með breytingum á tollum eins
og tollskráin nýja ber með sér,
er hagur bænda og reyndar lands
manna allra mjög mikið bættur.
Framsóknarmenn hafa gert sam
anburð á innkaupsverði á drátt-
arvélum 1958 og 1963. Sá saman-
burður er ekki réttur vegna
þess að nú er ekki um sambæri-
legar vélar að ræða. Þær vélar,
sem nú eru á boðstólum, eru
miklu vandaðri heldur en hinar
eldri gerðir. Vélaaflið er meira
og ýmis þægindi og tækniút-
búnaður fullkomnari heldur en
áður var. Sé miðað við aðstöðu
bóndans nú og 1958, má fullyrða
að ekki er erfiðara að eignast
landbúnaðarvélar nú heldur en
þá var. Landbúnaðarvörur hafa
hækkað í verði í hlutfalli við
hækkun á verði véla og annarra
rekstrarvara. Auik þess er
bændum nú veitt lán út á drátt-
arvélar en það gerðist ekki á
meðan Framsóknarmenn höfðu
með þessi mál að gera. Fram-
sóknarmenn hafa leikið þann
ljóta leik, að skrökva að bænd-
um og landsmönnum öllum. Einn
þingmaður Framsóknarflokksins
hefir fullyrt það í útvarpsumræð-
um að sauðfjárafurðir hafi hækk
að aðeins um 4% frá því 1958
til ársins 1962.
Bændum tryggt
sex-manna-nefndar vcrð.
Sami þingmaður hefir einnig
fullyrt að sölutrygging sú, sem
bændur nú hafa, á allri fram-
leiðslunni, sé ekkert betri held-
ur en þær útflutningsbætur,
sem bændur fengu þegar Út-
flutningssjóður starfaði, en það
var oft ekiki nema lítill hluti af
því sem vantaði á fullt verð.
Bændur töpuðu á þeim tímum
tugum milljóna árelag, vegna
þess að það vantaði á verðið.
Bændur fá nú örugglega umsamið
sex manna nefndar verð, en það
gerðist ekki fyrr en núverandi
ríkisstjórn breytti Framleiðslu-
ráðslögunum í árslok 1959. Þá
var tekin sölutrygging á útflutt-
um landbúnaðarvörum og þannig
tryggt, að bændur þyrftu ekki
lengur að bera hailann eins og
var á meðan Framsóknarmenn
stjórnuðu þessum málum, en þá
vantaði iðulega mikið til þess að
sammngsbundið grundvallar-
verð næðist. Eitt anð vantaði
hjá mjólkurbúi allt að 30 aur-
um á litra en það samsvarar
9000 kr. tapi hjá bónda, sem
framleiddi 30 þús. lítra yfir árið,
en það mun nálgast meðalfram-
leiðslu. Sumir Framsóknarmenn
eru svo langt leiddir, að þeir
Ingólfur Jónsson
geta ekki viðurkennt jafn aug-
Ijósar staðreyndir og hér er um
að ræða bændum til hagsbóta.
Annað mál er svo það, að af-
urðaverðið þyrfti að vera hærra,
en um það verður ríkisstjórnin
ekki borin sökum með réttu, þar
sem hún kemur ekki að verð-
lagningunni. Það mátti þó skilja
það á hv. 3. þm. NorðuL e., að
landbúnaðarráðherra stæði eitt-
hvað í vegi fyrir því, að þessi
endurskoðun gæti tékizt. En
bændur hafa skipað nefnd til
þess að endurskoða afurðasölu-
löggjöfina. Og ríkisstjórnin hef-
ir ekki staðið í vegi fyrir því
að sú endurskoðun geti hafizt.
Núverandi ríkisstjóm hefir
gert það, sem ekki hefur verið
gert áður, að tryggja bændum
það verð, sem á hverjum tíma er
samið um í sex manna nefnd-
inni.
Frmsóknarmenn hafa mikið
rætt um afurðalán landbúnaðar-
ins og halið því fram, að sjávar-
útvegurinn fái mun betri fyrir-
greiðslu í bönkunum heldur en
landbúnaðurinn. Þessi metingur,
sem Framsóknarmenn stöðugt
eru með á milli þessara höfuð-
atvinnuvega er hvimleiður og á-
stæðulaus. Landbúnaðurinn fær
ekki lakari fyrirgreiðslu nú í
bönkum landsins heldur en áð-
ur hefir verið. Bændur fá ekki
seinna útborgað afurðaverðið
nú heldur en áður. Þeir fá ekki
heldur greiddan lægri hundraðs-
hluta en var á meðan Framsókn-
armenn voru við völd. Víða mun
útborgun koma fyrr nú en áður
hefur verið og víðs vegar um
land er einnig greiddur hærri
hundraðshluti út heldur en verið
hefur. Þetta vita bændur og er
því áróður Framsóknarmanna
um afurðalánin út í hött og al-
gjörlega skotið fram hjá markL
Lánasjóðir landbúnaðar-
ins endurreistir.
í gærkvöldi fullyrti Framsókn-
arþingmaður að bændur borguðu
til Stofnlánadeildar landbúnaðar
ins tvær krónur á móti hverri
einni, sem Stofnlánadeildin fengi
annars staðar frá. Þingmaðurinn
skrökvar blygðunarlaust að
bændum og áheyrendum öllum
og má segja, að málflutningur
eins og þessi sé tæplega svara-
verður. Ekki er að efa, að Tím-
irm prentar upp þennan ósóma,
ekki einu sinni, heldur oft. Ætl-
ast er til að ýmsir landsmenn
lesi aðeins Tímann og trúi því,
sem þar stendur. Framsóknar-
menn fullyrða að þeir hafi skil-
ið vel við lánasjóði landbúnað-
arins. Sannleikurinn er sá, að
lánasjóðir landbúnaðarins voru
gjaldþrota, þegar núverandi ríkis
stjórn tók að sér að endurreisa
þá. Viðskilnaður Framsóknar við
sjóði landbúnaðarins var með
þessum hættL Það er staðreynd,
sem ekki verður á móti mælt.
Það er mælikvarði á hina nei-
kvæðu stjórnmálahætti Fram-
sóknarmanna, að þeir hafa bar-
izt gegn því að Stofnlánadeild
landbúnaðarins væxi byggð upp.
Það hefur tekizt giftulega að
reisa við fjárhag búnaðarsjóð-
anna með innlendu fé og örugg-
um tekjustofnum. Stofnlána-
deildin mun innan fárra ára
verða mikilsmegnandi fyrir
landbúnaðinn og með hverju
ári mun eigið fé deildarinnar
aukast stórlega. Eftir fá ár mun
deildin hafa eigið fé til ráðstöf-
unar árlega um 100 millj. króna.
Eftir 10—12 ár mun deildin geta
lánað af eigin fé árlega um 150
millj. króna. Landbúnaðurinn
hefir löngum vantað fjármagn.
Þess vegna er það nauðsynlegt
fyrir framtíðina að byggja upp
örugga lánastofnun fyrir þennan
mikilvæga atvinnuveg. Fram-
sóknarmenn finna að því að
bændur skuli greiða 1% af bú-
vöruverðinu til Stofnlána-
deildarinnar. Framsóknarmönn-
um finnst eigi að síður sjálfsagt
að greiða sams konar gjald til
bændahallarinnar. Neytendur
greiða án möglunar tilskilið
gjald til Stofnlánadeildarinnar
með þeim skilningi að það sé
einnig hagur neytenda að land-
búnaðurinn eflist. En Framsókn
armenn berja höfðinu við stein-
inn. Þótt ekki sé nema ár liðið
síðan Stofnlánadeildin tók til
starfa í því formi, sem hún nú
er, hefir eigi að síður komið í
ljós góður árangur af starfsemi
hennar. Útlán hafa verið aukin
mikið frá því sem áður var.
Var því lýst hér í útvarpsum-
ræðunum í gærkvöldi og verður
því ekki endurtekið. Framsókn-
armenn ræða mikið um erfið-
leika ungs fólks að stofna heimili
í sveit. Skal ekki gért lítið úr
þeim erfiðleikum. Það er dýrt
að byrja búskap með fullkom-
inni vélvæðingu, góðum húsa-
kosti fyrir fólk og búpening,
mikilli ræktun og byggingum
yfir heyforða og vélar. En það
dugar ekki að tala eins og þess-
ir erfiðleikar séu nýtilkomnir.
Það dugar ekki fyrir Framsókn-
armenn að halda því fram að
þessir erfiðleikar hafi ekki ver-
ið fyrir hendi 1957—’58, þegar
þeir voru síðast við völd. Það
er gagnslaust að halda þvi fram,
að fólksflótti úr sveitunum hafi
aukizt á síðustu þremur árum.
Það er réttara fyrir Framsóknar
menn að viðurkenna það að síð-
ustu áratugina hefir fólk flutt
úr sveitunum og ekki siður þau
árin, sem þeir voru við völd.
Um margra ára skeið hefir Veð
deild Búnaðarbankans verið til
samkvæmt lögum, en lítt starfs-
hæf vegna fjárskorts. Nú er að
því unnið að efla Veðdeildina
til þess að hún geti veitt lán til
jarðakaupa og þannig gert ungu
fólki auðveldara að festa sér
bújörð. Hækkun útlána í Veð-
deild Búnaðarbankans mun koma
til framkvæmda ínnan tíðar.
Fólki auðvelt að stofna
bú í sveit.
Um áratugi hefur verið heimilt
samkvæmt lögum að lana aut að
75% af byggingarkostnaði íbúð-
arhúsa, útihusa og ýmissa fram-
kvæmda annarra í sveitum lands
ins. Vegna fjárskorts hefur ekki
verið unnt að nota þessa heim-
ild nema að takmörkuðu leyti.
Þegar Framsóknarmenn hækk-
uðu byggingarefni og rekstrar-
vörur landbúnaðarins um 55%
1957—’58, gerðu þeir engar ráð-
stafanir til þess að hækka út-
lán vegna bygginga og ræktun-
ar. Bændur söfnuðu því lausa-
skuldum á þessum árum og Borg
uðu víxilvexti af lánum vegna
þess að Framsóknarmenn van-
ræktu búnaðarsjóðina og skildu
við þá tóma og gjaldþrota. Með
uppbyggingu Stofnlánadeildar-
innar og eflingu Veðdeildarinn-
ar er að því unnið að auðvelda
fólki að stofna bú í sveit. Það
er öruggt, þótt Framsóknarmenn
vinni að því öllum árum að
telja kjark úr fólki, að hugur
og dugur mun hafa yfirhöndina
og sveitir landsins byggjast upp
með eðlilegum hætti. Framsókn-
armenn tala mikið um samdrátt
í sveitunum. Þeir segja að rækt-
un og byggingar hafi dregizt
saman seinni árin, en þetta er
ekki rétt eins og flestir vita,
sem lesa opinberar skýrslur um
þessi mál.
Jarðræktarlögin í
endurskoðun.
Jarðræktarlögin eru í endur-
| skoðun. Búnaðarþing skipaði
milliþinganefnd til þess að endur
s-koða þessa merfku löggjöf.
Nefndin skilaði áliti á s.l. árL
Þar sem hér eru um mjög mikil-
væga og merka löggjöf að ræða
en milliþinganefndin ekki stjórn
skipuð eða kosin af Alþingi,
þótti eðlilegt að nefndarálit bún-
aðarþingsnefndarinnar væri at-
hugað af stjórnskipaðri nefnd.
Sú nefnd er að Ijúka störfum
og hefir gert ýmsar breytingar
á frumvarpi því sem fyrir lá.
Breytingarnar munu tvímæla-
laust vera til bóta og er þar um
ýmis nýmæli að ræða til sam-
ræmis við breytta búnaðarhættL
Ætla má að ný jarðræktarlög
verði sett á næsta þingi, þar sem
frumvarp hinnar stjórnskipuðu
nefndar mun vera fullbúið á
þessu vori. Það var fullyrt í um-
ræðunum í gærkvöldi, að land-
búnaðarráðherra héldi jarðrækt-
arstyrknum niðri með því að
miða jarðræktarstyrkinn við
skakka vísitölu. Þessi ásökun er
ekki svaraverð. Þó þykir rétt
að geta þess að jarðræktarstyrk-
ur er greiddur nú eftir sömu
reglum og gilt hafa síðan 1948
og vísitalan er útreiknuð eftir
þeim reglum, sem í gildi eru
um útreiking hennar.
Jarðræktarstyrkur hækkar
verulega til þeirra, sem hafa
smærri tún með þeim lögum,
sem nú ganga í gildi um breyt-
ingu á lögum um Stofnlánadeild,
þar sem miðað er við hærri styrk
til þeirra, sem hafa tún undir
15 ha. í stað 10 ha. áður. í sömu
lögum er gert ráð fyrir að hækka
byggingarstyrk á íbúaðarhús í
sveitum. Á það var minnzt í
umræðunum í gærkvöldi að vega
málin væru i miklu öngþveitL
Ekki var leitazt við að færa rök
fyrir þessari fullyrðingu. Þess
ber að geta, að vegafé hefir á
undanförnum árum verið of lít-
ið til viðhalds og nýbygginga. í
tíð núverandi ríkisstjórnar hefir
vegafé verið aukið hlutfallslega
mikið meira en nokkru sinni
fyrr. Þannig hefir viðhaldsféð
verið hækkað um 90% síðan
1958, fé til nýbygginga um 70%,
til brúargerðar um 62% og til
flugvalla 99%. Talið er að við-
halds- og vegagerðarkostnaður
hafi aukizt á þessu tímabili um
45%. Samkvæmt þessu er mun
betur séð fyrir vegamálunum en
var á meðan Framsóknarmenn
fóru með þau mál.
Framkvæmdir aldrci
meiri en nú.
Eigi að síður geta menn verið
sammáia um að þörf sé á auknu
Framhald á bls. 9.