Morgunblaðið - 20.04.1963, Síða 16
VORCl'N m. 4 fílB
Láúgardaglxr 20. apríl 1963.
lf?
iiarl Magnússon
Bakkagerði
Monika Sigurðar-
dóttir, Reynistað
Þriðjudaginn 16. þ.m. fór fram
frá Innrahóimskirkju í Innri-
Akraneshreppi útför Karls
Magnússonar, verkamanns í
Bakkagerði, nú Suðurgata 104
í Akraneskaupstað.
Karl hafði ekki gengið heill til
skógar það sem af ei þessu ári.
Hafði hann kennt nokkurs sjúk-
leika er hann gat ekki til hlítar
fengið bót á ráðna. Gekk hann
þó til vinnu sinnar næstum dag-
lega. Hafði hann nú um nokkurt
árabil verið að störfum hjá Akra.
nesbæ og meðal starfa hans þar
var að taka grafir í Garðakirkju
garði og ganga frá legstað þeirra
sem þar eru jarðsettir. Snyrti-
legt handbragð hans, alvöru-
gefni, hógvært og siðprútt dag-
far hentar vel þeim, sem með
umbúnaði slíkum sem í starfi
þessu felst, flytur hinum dána
hinztu kveðjuna hér á jörðu.
Þriðjudaginn 9. þ.m. var Karl
þar síðast að verki. Þegar hann,
ásamt öðrum manni, sem var
honum til aðstoðar, var að ganga
frá leiði konu, sem hafði verið
jarðsett þar um daginn, varð
hann bráðkvaddur á grafarbakk-
anum. Læiknisskoðun, sem fram-
kvæmd var að heita mátti sam-
stundis, staðfesti hið skyndilega
fráfall hans.
Þannig endaði lífsferill þessa
geðþekka og háttprúða sæmdar-
manns.
Framh. af bls. 15
gekk hann með lærisveinum sín-
um. Hinn aldni Davíð konungur
fór þessa leið með sorg í sefa,
er hann flúði undan Absalon
syni sínum. Þessa leið gekk her-
leidd þjóð komin austan að, til
að taka að nýju við þvx landi,
sem hún vissi að Guð hafði gefið
henni í öndverðu og endurreisa
hina heilögu borg. Og þessa leið
fór rómversk hersveit á hrað-
göngu með rómverskan örn, sem
tákn í fylkingarbrjósti, tíunda
hersveitin rómverska, sem dvald-
ist í Jeríkó, og nú hélt upp til
Jerúsalem, til þess að leggja
borgina í eyði. Ég hugsa um alla
þá mörgu pílagríma, sem stefnt
hafa upp til þessarar borgar á
umliðnum öldum og loks náð
settu marki eftir margvíslegar
þrengingar á langri og torsóttri
leið. Sumir létu jafnvel lífið
vegna hugsjónar sinnar, áður en
settu marki var náð og dóu eins
og hetjur Guðs. Það fer ekki hjá
því, að samanburður læðist inn
í hugann á þeim kjörum, sem
þeip Jórsalafarar áttu við að búa
á sinni ferð og þeim, sem við ís-
lenzku Jórsalafararnir búum við
á vegum Ferðafélagsins Útsýnar:
Þeyst um loftið í hraðskreiðri
flugvél, svo vegalengdir allar
verða hverfandi smáar, búið í
þeim beztu gistihúsum, sem völ
er á, og hægt að lifa áhyggju-
lausu lífi í trausti þess, að séð
sé fyrir öllum þörfum á þann
hátt, sem hagkvæmast má verða.
Þannig breytast tímarnir, taka að
vísu margt, sem eftirsjón er að,
en hafa verið nútímamönnum
einkar gjöfulir. — Ég minnist
pílagrímanna sænsku, sem héldu
til Jerúsalem á síðasta tug 19.
aldar, Dalafólksins, sem yfirgaf
allt, til þess að geta þjónað Guði
og fetað í fótspor Krists í hinni
heilögu borg. Og átakanleg er
lýsingin hjá Selmu Lagerlöf í
skáldsögu hennar „Jerúsalem“ á
hinum deyjandi Dalamanni, sem
kemur til borgarinnar. Lýsingin
á hinni himnesku Jerúsalem Op-
inberunarbókarinnar tvinnast ó-
hugnanlegum staðreyndum hinn-
ar raunverulegu borgar. Hann
sér hvergi „veggi úr skíru gulli
og hlið úr brenndu gleri". Hinn
sóttveiki maður skynjar sína
þráðu borg í glóð sólarlagsins að
baki vesturfjalla. Upp í huga
Karl Magnússon var fæddur á
Sauðárkróki, 6. júní 1899, og ólst
hann þar upp með foreldrum sín
um, Guðnýju Jónasdóttur, ætt-
aðri úr Húnavatnssýslu, og Magn
úsi Benediktssyni, sjómanni, sem
var Borgfirzkur að ætt, fæddur
og uppalinn í Mýrarsýslu. Karl
fór ungur úr foreldrahúsum og
í vinnumennsku í Skagafirði.
Árið 1922 fluttist hann með
Borgfirðingi, Halldóri Jónssyni,
frá Ausu, sem kvæntur var Skag
firzkri konu og hafði búið í
Skagafirði um skeið, að Syðstu-
fossum í Andakil og var hann
þar hjá þeim hjónum í vinnu-
mennsku hin næstu ár. En frá
Syðstufossum fluttist Karl að
Ytra-hólmi, til þess er línur þess
ar ritar, og var þar vinnumaður
í nokkur ár, eða til þess, að hann
kvæntist Guðrúnu Sigurðardótt-
ur, frá Heynesi, mikilli myndar-
og dugnaðarkonu. Eftir að Karl
kvæntist flutti hann í Akranes-
kaupstað, keypti þar hús og hefir
búið þar síðan.
Guðrúnu konu sína missti
hann eftir 14 ára sambúð. Karl
unni konu sinni mjög, og var
honum fráfall hennar, á bezta
aldri, þungt áfall. Þeim hjónum
varð ekki barna auðið.
Nokkru eftir andlát Guðrúnar
tók Steinunn Skúladóttir, skag-
firzk að ætt, við ráðskonustörf-
um hjá Karli, og hefir hún gegnt
minn kemur brot úr gömlu, ís-
lenzku kvæði:
Ó, Jerúsalem, upp til þín
önd langar mín,
þú, sem í gullinu glóir og skín
með guðvefslín.
Alltaf er ekið á brattann. Sand
öidur rísa með skrælnuðum
gróðri, vatnslaus gil, ófærur. Mér
dettur í hug syndahafurinn, sem
árlega var rekinn út á þessa
hrikalegu eyðimörk til friðþæg-
ingar-fyrir syndir lýðsins. Okkur
nútímamönnum þykir þetta hafa
verið ærið barnalegar athafnir
hjá ísraelsmönnum, en því verð-
ur ekki móti mælt, að þetta hef-
ur ha;ft sín sálrænu áhrif á þá,
sem þessu trúðu.
Skuggarnir, sem höfðu skriðið
í leyni undir steina og í hellis-
skúta undan hádegissólinni og
látið sem minnst á sér bera,
koma nú fram úr leynum sín-
um og skríða lengra og lengra
fram, takandi á sig alls konar
kynjamyndir. Brátt eru þeir alls
ráðandi. Sólin hnígur í vestri og
dagurinn deyr. Hér ber nóttina
svo skyndilega að. Eftir stutta
stund höfum við tindrandi stjörn
ur yfir höfðum okkar. Sennilega
hafa þeir komið þessa leið vitr-
ingarnir úr Austurlöndum, sem
fylgdu stjörnunni, úr því þeir
héldu fyrst til Jerúsalem til að
halda spurnum fyrir hinum ný-
fædda konungi Gyðinga.
Við ökum fram hjá Betaníu,
sem er 2 km suðaustur af Jerú-
salem. Þá erum við búin að aka
30 km frá Dauðahafinu. Þetta
eru ekki miklar vegalengdir, og
styttri en ég hafði búizt við.
Þessum stað eru bundnar svo
margar fagrar frásagnir úr lífi
Jesú. Hér áttu vinir hans heima.
Þarna hafði hann setið í húsi
þeirra Mörtu og Maríu og Sím-
onar líkþráa. Enn í dag eru þessi
hús til sýnis fyrir auðtrúa erfða-
menn — jafnvel gröf Lazarusar.
Það er á öllum tímum reynt að
græða á sem flestu. Mér er nóg
að líta til Betaníu. Þarna áttu
atburðirnir sér stað.
Næsti áfanginn er hin heilaga
borg, harðneskjuleg á að líta,
eins og öldungur, sem býr yfir
biturri lífsreýnslu langrar ævi,
en tignarleg þarna uppi á 790 m
háum fjallseggjum, geymandi í
hjarta sér helgustu minningar
allra kristinna þjóða.
því starfi síðan af trú og dyggð.
Eftir að Karl fluttist á Akra-
nes, stundaði hann daglauna-
vinnu. En lengi fram eftir æfinni
var hann við sveitastörf á sumr-
in, þar á rneðal um tvo áratugi
hjá undirrituðum, næst eftir að
hann lét hér af vinnumennsku
og reisti sitt eigið bú.
Um nokkurt ■reið veitti Karl
forstöðu stóru kúabúi, sem Þórð-
ur Ásmundsson, útgerðarmaður
á Akranesi, rak. Þórður var mik-
ill jarðræktarmaður og í forystu
um bættar aðferðir við jarð-
vinnsluna. Það var hann og
Bjarni Ólafsson, skipstjóri, sem
fluttu til landsins frá Bandaríkj-
unum fyrstu stóru jarðvinnslu-
vélina.
Karli voru sveitastörfin eigin-
leg og hugstæð. Innsta eðli hans
var æfinlega mjög nánum tengsl-
um við hina gróandi jörð, enda
átti hann jafnan nokkurn kinda-
stofn, er hann aflaði heyja
handa og annaðist.
Einnig átti hann ávallt góð-
hesta, einn eða fleiri, því hann
var kær að góðum hestum, féll
þar í einn og hinn sama farveg
Húnverskur og Borgfirzkur upp-
runi hans.
í haust sem leið gaf hann síð-
asta reiðhestinn sinn frænda
sínum, sem stundar nám í bænda
skólanum á HvanneyrL
Karl var hinn mesti dugnaðar-
maður, og léku störfin í höndum
hans. Hann var húsbóndahollur
og grandvar til orðs og æðis.
Karl var hagsýnn maður, ráð-
deildarsamur og hinn mesti
rausnarmaður. Rækti hann vel
minningu konu sinnar. Lagði
hann jafnan blóm á leiði hennar
á hverjum afmælisdegi. Og nú á
þessu ári færði hann Innrahólms-
kirkju að gjöf rausnarlega fjár-
hæð, en sú kirkja hafði verið
sóknarkirkja Guðrúnar frá
blautu barnsbeini til þess er þau
hjón reistu bú í Akraneskaup-
stað. Hafði Guðrún kosið sér þar
hið síðasta leg, og þar var Karl
jarðaður við hlið hennax.
Karl var maður mjög trygg-
lyndur og vinfastur. Honum varð
því vel til vina um dagana. Eigi
líður okkur, heimilisfólkinu á
Ytrahólmi, úr minni trygglyndi
hans, því okkur öllum til mik-
illar ánægju taldi hann sig jafn-
an vera i ríkum tengslum við
þetta sitt gamla heimili.
Þau voru fjögur systkinin,
börn Guðnýjar og Magnúsar:
Karl og tvær systur, Sigríður og
Unnur, báðar búsettar í Reykja-
vík. Þær eru báðar giftar og
eiga marga afkomendur. Bróðir
þeirra, Jón að nafni, fóx ungur
til Vesturheims, en engar spurnir
hafa þau systkinin haft af hon-
um nú um langt árabil.
Við hið skyndilega fráfall
Karls Magnússonar söknum við
hér á bæ vinar í stað. Hugheilar
kveðjur okkar fylgja honum yfir
landamærin.
Fétur Ottesen,
Fædd 2. ágúst 1894.
Dáin 30. marz 1963.
Monika var fædd á Spáná í
Unadal. Foreldrar hennar voru
Sigurður bóndi á Spáná og síðar
á Hugljótsstöðum á Höfðaströnd
Ólafssonar bónda í Bæ og siðast
á Spáná Ólafssonar, en hann var
bróðursonur Jóns prófasts Halls-
sonar í Glaumbæ, d. 1894. Kona
Sigurðar og móðir Moniku var
Margrét Baldvinsdóttir bónda
síðast á Stafnshóli í Deildardal
Gottskálkssonar, en móðir Bald-
vins var Þuríður dóttir séra Hann
esar Bjarnasonar prests og rimna
skálds á Ríp, d. 1838. Eru þetta
kunnir skagfirzkir ættstofnar.
Monika var elzt af 8 systkinum
Hún ólst upp í foreldrahúsum og
vann foreldrum sínum fram yfir
fermingaraldur. Vorið 1916 fór
hún í vist til frændfólks síns á
Reynistað og átti þar heimili
upp frá því óslitið til æfiloka,
eða í tæp 47 ár. Á yngri árum
gekk hún að útivinnu vor. og
sumarmánuðina, en starfaði ein-
göngu innanbæjar er á leið æf-
ina og var rösk til allra verka. Á
vetrum hafði hún lengst af nokk-
uð frjálsar hendur þannig dvaldi
hún vetrarlangt á Akureyri og
lærði þar fatasaum og varð mjög
vel fær í þeirri grein. Hún veitti
einnig í mörg ár forstöðu sauma-
námskeiðum, er kvenfélögin í
framhluta Skagafjarðar héldu
vetur eftir vetur fyrir félagskon-
ur sínar og voru mikið sótt. Þess
á milli vann hún Reynistaðar-
heimilinu. Monika var einnig
mikill og áhugasamur styrktar-
maður ungmennafélags sveitar-
innar sem á henni mikið að
þakka.
En stærstu þakkirnar til henn-
ar verða frá Reynistaðarheimil-
inu, þar starfaði hún undir
stjórn þriggja ættliða er tóku við
hver fram af öðrum og sá einnig
fjórðu ættliðina vaxa úr grasi.
Líklegt þykir mér að börnin á
ÉG ÞAKKA þeim ágætis mönn-
um, sem hafa skrifað skoðanir
sínar, um þéringar — því þær eru
talsvert áhugamál margra í á-
kveðnum tilgangi — og skiptir
engu hvort menn eru þar með eða
á móti. Allir hafa sitt þjóðlega
málfrelsi og vita að þéringar eru
hvorki lög né list, sem geti orð-
ið neinum til stuðnings og því
síður hagsbóta. Enda aldrei til
þess ætlast. Það gefst aldrei vel
að hertaka hugi manna, skipa
þeim að „standa fjær“ vegna em
hverra mismunandi lífskjara,
auðs og metorða. Nei, slík snjall-
ræði missa marks og endast illa:
Einn maður bar nýlega þá sök
á mig, að ég hefði gjört gys að
þéringum, og það er satt. Hefi
nefnilega ekki þann menningar
þroska að „snobba" fyrir þéring-
um. — En mér finnst að þeir sem
treysta svo mjög á öryggi þeirra,
ættu að geta skilið hund-greyið á
Bessastöðum, sem vildi auðvitað
ekki láta svifta sig þeirri virðingu
að vera þéraður. Og það eru fleiri
en Björn Gunnlaugsson sem vilja
sveigja eðli dýranna til mann-
legra hneigða. T. d. þéra Eng-
lendingar sína heldri hunda og
gjöra þeim góð skil í daglegri
háttvísi. Ég þakka Kristjáni
Albertssyni fyrir það að hann
tekur málstað bílstjórans, sem
kærði sig ekkert um að láta þúa
sig „eins og hund“. En skil ekki
hvers vegna hann tekur endilega
þá samlíkingu. Ekki verða ættingj
ar, ástvinir né aðrir jafn háir
menn — hundar þótt þúaðir séu
og sízt mun svo litið á þá.
Svo Sxef ég tekið eftir því að
Reynistað, sem nú eru að vaxa
upp, eigi henni allra mest að
þakka. Umhyggja hennar fyrir
þeim var alveg einstök. Börnin
sem hafa verið á Reynistað til
sumardvalar eða um lengri tíma
eiga henni einnig mikið að
þakka og varð hún þess lika oft
vör.
Monika hlaut verðuga viður«
kenningu frá Búnaðarfélagi ís-
lands fyrir langa og dygga þjón-
ustu. Hún var eitt af þessum
tryggu hjúum, sem ávallt var
hægt að treysta og nú hverfa
sem óðast. Þetta fólk var sam-
gróið heimilum sínixm og hefir
frá öndverðu verið einn af horn-
steinum okkar gömlu og rót~
grónu sveitaheimila. Slíku heim-
ilisfólki hefir aldrei verið full
þakkað; það sést bezt nú, þegar
það er að hverfa úr sveitunum.
Hún var jarðsett á Reynistað,
miðvikudaginn 10. apríl sl., að
viðstöddu talsverðu fjölmenni,
þrátt fyrir óhagstætt veður.
J. Sig.
hámenntaðir menn þurfa alls ekki
þau hálmstrá að vera þéraðir —•
til að bera af öðrum. Það var t.d.
sagt að Magnús Stefenssen hefði
mætt fátækum alþýðumanni, rétt
honum hönd sína og talað við
hann án þéringa. Þá kom annar
höfðingi þar að og ávítaði mann
inn harðlega fyrir þann dónaskap
að þúa landshöfðingjann. Hina
svaraði honum og sagði að lokum
„mér finnst eiginlega að enginn
ætti að þéra neinn nema andskot-
ann og yður“.
Mig grunar að þeir sem berjast
mest fyrir menningarbáknmu
fræga, að þérast — muni þó vita
að þéringar eru brú, sem getur
bilað á miðri leið. Menn þéra oft
þá sem þeir hafa andstyggð á og
fólk er yfirleitt að uppgefast á
þeirri skynhelgi, sem hvergi hefur
sína næringu frá hlýhug og
bræðralagi.
Og svo skulum við athuga eina
rödd frá öðru sviði. Ég hef séð
það á prenti að Jón biskup Vída-
lín hafi sem ungur prestur verið
að messa í höfuðborg Dana. Þar
kom konungurinn inn í kirkjuna
með kórónu sína á höfðinu. Þá
leit presturinn við og sagði: „Ó,
þú syndugi maðurl Berð þú ekki
svo mikla respekt fyrir Konungi
þínum að þú takir ofan þitt höfuð
fat fyrir hans orði!“ Konungurinn
lagði kórónu sína til hliðar og
hlustaði með auðmýkt á framhald
messunnar: Þarna mætast tvö
mikilmenni, sem koma öllu sínu
fram — án þéringa.
Kristín Sigfúsdóttir,
frá Syðri-Völlum.
— Austurlandaför
Enn um þéringar