Morgunblaðið - 20.04.1963, Síða 21

Morgunblaðið - 20.04.1963, Síða 21
Laugadagur 20. apríl 1063 MORGU1SBL.4Ð1Ð 21 Klerkur í SUMAR verður hátíð að Hól- uin. Hóladómkirkja 200 ára. Það verður mikill minningar- dagur. Menning íslands á svo margt gott, sem við Hóla er tengt. Jón Arason, Guðbrandur Þorláksson, Guðmundur Arason, Þótt ekki væru fleiri nefndir, stafar af hverju þessara nafna, birtu gegnum aldirnar, allt til þessa dags og svo mun æ verða meðan íslenzkt hjarta slær. En þá er sú spurning í huga, hvað er hægt að gera til þess að þessi afmælishátíð heilagrar Hóladómkirkju mætti bera ó- komnum kynslóðum sýnilegt tákn þeirrar virðingar, sem nú- lifandi kynslóð telur skylt að gjalda minningu og áhrifum þessara stórménna andans í ís- lenzkri sögu og kirkju? Nú vill svo vel til, að ein af listakonum þessa lands og þess- arar aldar hefur gjört höggmynd, sem hún nefnir: „Klerkur á bæn“, og hefur hún einmitt haft Guðmund biskup hinn góða í huga, sem nokkurs konar fyrir- mynd, þannig að „Klerkur á bæn“ eigi að vera mynd hans eins og listakonan hugsar sér hann, er hanm með bæn sinni blessar björg og brunna á Is- landi, svo að við eigum í sann- leika margar helgar lindir. því að vart mun það hérað á land- inu, að ekki eigi það sinn Gvendarbrunn. Og tæpast mun sú höfuðborg í heimi önnur en Reykjavík, að fólkið sé drykkjað vígðu og helguðu vatni hvern dag. Þannig hefur kynslóðum ís- lands verið veitt blessun þessa biskups með uppsprettum lif- andi vatns allt fram á þennan dag. Og ekki ætti það að gleym- ast, að hann gekk um til að líkna og hjálpa hinum bágstöddu í á bœn anda og fótspor Franz frá Assisi, einn allra íslenzkra biskupa, og veitti þannig blessunarstraumum síns kærleiksríka hjarta um allt land sitt til að svala, hugga og styrkja og fylgdi þannig öðrum fremur dæmi meistarans mikla. Það væri því mikils um vert, að minnast hans sérstaklega við 200 ára hátíðina á þessari öld efnishyggjunnar og flytja mynd hans heim til Hóla í sumar og setja hana þar á verðugan stað. Vanti til þess peninga mætti segja að litið legðist þar fyrir kappann, ef aliir, sem áhuga mættu hafa á þessu máli, tækju höndum saman. Vil ég þar tilnefna þrjá aðila: Skagfirðinga, heima og heiman, sem láta sig einmitt sæmd Hóla og héraðs síns miklu skipta og hafa sýnt það í mörgu. Ætti ein- mitt Skagfirðingafélagið í Reykja vík að hafa þarna forgöngu um þetta mál. íslenzka ríkið mætti gjarnan leggja þarna eitthvað af mörk- um, svo mikils er vert um þann heiður, sem þarna gæti veitzt helgistað Norðurlands í anda sögunnar og ætti menntamála- ráðherra að leggja þarna lið sitt af þeim alkunna skilningi, sem hann hefur á hugsjónum og minningum íslenzkri menningar til framgangs. Þjóðkirkjuma sjálfa undir for- ystu biskups mundi ég svo telja þriðja og stærsta aðila þessa máls og þarf þar engin rök að færa, en mikið skilningsleysi á annan veg, ef ekki yrði hafizt handa í þessu efni. Um myndina sjálfa má segja, að hún sýnir vel hreinleika, tign, viðkvæmni, mildi og blíðu í karl- mannlegum svip hins blessaða biskups. Þar hefur listakonunni, Gunnfriði Jónsdóttur, tekizt að móta andlit, sem við fyrstu sýn virðist oí milt og blítt til þess að túlka yfirbragð þess manns, sem ekki lét bugast fyrir alls konar ofsóknum og ofbeldi, en sé betur að gætt koma fram þeir drættir og heildaráhrif, sem verka líkt og myndir snillinga af meistar- anum mikia frá Nazaret, sem oft hefur einmitt verið mótaður með blæ hins milda og fíngerða. En verður ekki kærleikur og góð- vild alltaf ósjálfrátt með þeim heildarsvip, þótt bak við búi hetjuþróttur þeirra karlmennsku, sem bregður sér hvorki við sár né bana. Handstilling myndarinnar af „Klerki á bæn“, er sígild mótun auðmýktar, lotningar og til- beiðslu í senn. Þar við bætist að þessi mynd er hin fyrsta kirkjulegra högg- mynda íslenzkra allt frá 1931 og einmitt gerð af skagfirzkri konu. Og ekki mun ofmælt að þessi mynd sé þrekvirki um leið og hún er listaverk, sem komandi kynslóðir eiga eftir að meta miklu betur og meira en við, sem líklega stöndum of nærri. Gunnfriður er sérstæð og þróttmikil listakona, myndmót- un hennar tær og fersk og minn- ir á gríska fornlist fremur en af- strakt nútímans, en samt er eitt- hvað íslenzkt og fínlegt yfir list hennar, sem ekki er sótt til forn- aldar né fegurðar hins liðna, heldur lífsins sjálfs. Þeirra linda, sem Guðmundur góði helgaði andlegum þrótti Islendings allra alda. Tökum því öll höndum saman, einstaklingar, sem áhuga hafa á kirkjulegri menningu, Skagfirð- ingar, biskup og ráðherra og vinnum að því með skilningi og samstilltum átökum, að á 200 ára afmæli Hóladómkirkju komist „Klerkur á bæn“ eða Guðmund- ur góði heim að Hólum, sem ævarandi tákn um hollustu þjóð- arinnar við einn fyrsta og bezta foringja íslenzkrar alþýðu og ís- lenzkrar líknarstarfsemi í anda hins miskunnsama Samverja. Kunnir listagagnrýnendur á Norðurlöndum, eins og Vánner Virtta og Altonen hafa farið lof- samlegum orðum um þessa mynd Gunnfríðar Jónsdóttur og eink- um dáðist hinn síðarnefndi að handstillingu klerksins og hinni Bridge HtHtHlHtHtHtHtHÍHtHÍHQ Spilið, sem hér fer á eftir, er frá leiknum milli sveita Einars og Þóris. A öðru borðinu sátu Einar og Gunnar N-S, en Þor- geir og Símon sagnir þannig: A-V. Þar gengu Suður Vestur Norður Austur 2 ¥ pass 3 * pass 3 ♦ pass 4 ¥ pass 4 gr pass 5 ♦ pass 6 ¥ pass pass pass A K 3 2 ¥ K 4 2 ♦ 83 A AG 10 6 3 A A 10 7 5 A D 9 8 6 4 ¥ G96 ¥ 87 ♦ D 10 ♦ G 5 4 2 ♦ D 5 4 2 ♦ 87 A G ¥ AD1053 ¥ A K 9 7 6 * K 9 Vestur lét út hjarta 6, sem sagnhafi drap heima með tíunni. Nú voru ás og kóngur í tígli karlmannlegu mildi yfir svip hans. Sannarlega væri ánægjulegt, ef stað og kirkju yrði nú færð þessi mynd við þessi merku tímamót í sögu dómkirkju Norð- urlands og „Klerkur á bæn“, Guðmundur góði hennar Gunn- fríðar fluttur heim að Hólum í sumar. Rvík, 21. marz 1963. Arelíus Níelsson. teknir og tígull látinn í þriðja sinn. Vestur kastaði spaða og trompað var í borði með hjarta 4. Sagnhafi lét þvínæst út lauf úr borði, drap heima með kóngi og lét út tígul og trompaði með hjartakóng í borði og þar með var tígullinn orðinn góður- Nú var laufaás tekinn, lauf látið úr borði, austur trompaði, en sagn- hafi trompaði yfir, tók síðan trompin og síðasta tígulinn og fékk þannig 12 slagi. Fyrir spil- ið fengu þeir 980. Augljóst er, að spilið verður erfiðara fyrir sagnhafa, ef vestur trompar tíg- ulinn, sem látinn er út i þriðja sinn. Verður sagnhafi þá að trompa yfir með kóngi og síðan að svína laufi, kasta niður spaða og gefa einn slag á tígul. A hinu borðinu sátu Eggert og Þórir N-S og Ásmundur og Hjalti A-V. Þar varð lokasögnin sú sama eftir svipaðar sagnir og á hinu borðinu. Útspil á þessu borði var spaðaás og síðan hjarta 6. Úrspil var svipað og á hinu borðinu, nema vestur trompaði þriðja tígulinn frá sagnhafa og kostaði það trompkónginn í borði. Sagnhafi tók þvínæst öll trompin og reiknaði með, að austur væri þvingaður með hæsta tígul og laufadrottningu og tók því ás og kóng í laufi. Þar sem drottningin féll ekki tapaðist spilið og fékk sveit Einars 50 á þessu borði eða sam- tals 15 stig fyrir spilið. LESBÓK BARNANNA Sagan af Vellýgna - Bjarna 1. Maður cr nefndur Bjarni. Hann bjó að Bjargi í Mið- firði. Kona hans hét Snælaug. Bjarni fór suður á hverjum vetri og var formaður í Garði, en vetur þann, er þessi saga heíst, var stirð tíð, svo að Bjaini fór af stað í verið í seinna lagi. Bjarni hafði með sér bleik an hest og Jarpa meri, góð- gcnga. Hann reið Jörp, en teymdi Bleik. Ekki er annars getið, sem Bjarni hafði í föggum sínum, en tveggja sýrukvartila, sem hann hafði lofað Þórði á Meiða- stöðum. 2. Þegar Bjarni kemur suð- ur í Norðurárdal, verður veðrið svo kalt og hvasst, að Bjami vissi ekki dæmi til slíks. Að stundarkorni liðnu, litiir hann aftur fyrir sig og sér þá, að ekki er annað eftir af Blcik en haus- inn; hafði veðrið slitið hann úr hálsliðnum. Bjarni sleppti hausnum, því að ekki var til neins að drusla honum með sér. Alitaf hvessti, og fauk Bjarni loksins af baki, en til allrar hamingju náði hann í hestfax og dinglaði þar eins og strá fyrir vindi í þrjú dægur. 3. Þá slotaði veðrinu. Ekki hafði sú jarpa þokast, þótt hvasst væri, og stóð hún í sömu sporum yfir Bjarna. Bjarni sezt nú á bak og heldur leiðar sinnar, eins og ekert hafi í skorizt, en þegar hann kemur niður á Akra- mes, verður fyrir honum annað sýrukvartilið. Það hafði tekið í loft upp á heið ftnni og komið þar svo nið- ur. Það var brunnið mjög að utan, enda hafði það kom ið mjög nærri sólunni á flug- inu. Bjarni tók sér far suður í Garð og tekur við formanns- störfum. 4. Á sumardagsmorguninn fyrsta réri Bjarni snemma dags. Ekki leið á löngu, áð- ur en skaJLl á stórniðaþoka. Þeir afla vel, þegar þeir ern komnir á mið, og hugsaði Bjarni sér að koma þangað aftur. Áður en hann héit í land, rak hann því flatn- ingssax sitt í þokuna. Bjarni reri nú sex daga sanifleytt og hafði hnífinn fyrir mið, en þegar hann var kominn út i mið sitt sjöunda daginn, tók að hvessa og ruddist þokan af hnífblaðinu. 7. árg. ♦ Ritstjóri: Kristján J. Gunnarsson ♦ 20. april 1963. GUNNAR var að leika sér við Kát í hlaðvarp- anum, þegar Jón, faðir hans kom út í dyrnar: „Gunnar minn, viltu sækja hann Grána fyrir mig; ég þarf að skreppa út að Bakka: „Já, pabbi sagði Gunnar, stóð upp og kallaði á Kát. „Það er annars bezt, að þú komir með öll hrossin. Það þarf kanski að nota þau á morgun og þá getur þú riðið Rauð heim, hann er svo þægur,“ sagði Jón, en viltu ekki fá þér mjólk ursopa áður en þú ferð?“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.