Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 1
2 44 síður með BarnaSesbók r Hiín hlýtur nð bætn iyrir mistökin m.o. með viðeignndi róðstöfnnam gegn brezkn skipherrnnum Segir Bjarni Benediktsson, dómsmdlordðh. MORGUNBLAÐIÐ átti í gær samtal við Bjarna Benedikts- son, dómsmálaráðherra, í til- efni af deilu þeirri, sem ris- in er, vegna þess að brezka herskipið Palliser kom af- brotamanninum John Smith undan. „Af hálfu landhelgisgæzl- unnar var,“ sagði ráðherrann, „haldið á málinu af festu og varúð og þeim tilætlaða árangri náð að stöðva skipið og koma því í íslenzka höfn. Skipstjóri þess hefði einnig fylgt, ef skipherra herskips- ins hefði ekki komið honum til hjálpar. Aðgerðirnar tók- ust án þess að beita vopna- valdi, sem enginn veit til hvers hefði getað leitt. Er þetta enn augljósara eftir á, þegar fyrir liggur, í hvaða hugarástandi skipstjóri tog- arans var. Hins vegar heppnaðist ekki að ná skipstjóranum, en þar virðist vera um augljós mis- tök skipherrans á brezka her- skipinu að ræða. Á þeim mis- tökum hlýtur brezka ríkis- stjórnin að bera ábyrgð gagn- vart íslandi og bæta fyrir þau, m.a. með viðeigandi ráð- stöfunum gegn brezka skip- I herranum, sem þau framdi.“ Blaðið spurði Bjarna Bene- diktsson, dómsmálaráðherra, hver yrði framvinda málsins. Hann svaraði: „Heildarskýrsla um málið frá landhelgisgæzlunni liggur enn ekki fyrir, en nú síðdegis barst mér í hendur skýrsla Þórarins Björnssonar, skipherra, um skipti hans við skipherrann á brezka herskipinu varðandi ráð- gerða handtöku togaraskipstjór- ans og flótta hans. í sambandi við málið er ým- issa lagalegra atriða að gæta, og eru þau nú í athugun, jafnframt því sem rannsókn fer fram hjá sakadómara. Fyrri mótmælum utanríkisráðuneytisins mun fylgt eftir með nánari greinargerð og kröfum, svo fljótt sem unnt er.“ Ráðherrann áréttaði að lokum, að einmitt vegna þess að fyllstu varúðar hefði verið gætt af okk- ar hálfu væri málstaður okkar sterkari út á við og augljósara hverjir misgert hefðu. ★ Um þetta mál er eínnig rætt í ritstjórnargrein Mbl. í dag. Skemmdirnar á Oðni metnar SKEMMDIRNAR á stefni varð- skipsins Óðins, sem hlutust af árekstrinum við togarann Mil- wood, voru metnar í gær. Niðurstöður matsins liggja ekki fyrir ennþá, en nauðsyn- legt var að matsmenn litu strax á skemmdirnar til þess að við- gerð gæti hafizt. í GÆR kl. 17,40 var fyrsta réttarhaldið vegna töku skozka togarans Milwood frá Aberdeen. Logi Einarsson yfir saksóknari stýrði réttinum, en meðdómendur voru Hannes Pálsson og Halldór Gíslason báðir fyrrv. togaraskipstjórar. Mættir voru af hálfu togara- eigandans þeir Geir Zoéga forstj., Brian Holt sendiráðs- ritari og Gísli ísleifsson verj- andi í málinu. Fulltrúi sak- sóknara ríkisins var Hallvarð- ur Einvarðsson og réttarritari Ólafur Þorláksson fuUtrúi yfir sakadómara. Fyrir réttinn kom skipherr^ ann á Óðni Þórarinn Björns- son og var tekin af honum skýrsla um atburðinn í stór- um dráttum, en allt, sem hann sagði, hefir áður komið fram hér í fréttum blaðsins. Að lok inni skýrslunni sór skipherr- ann eið að framburði sínum og er þessi mynd tekin við það tækifæri. Lengst t. v. Þór- arinn Bjömsson skipherra en t. h. Logi Einarsson yfirsaka- dómari milli þeirra sést HaU- dór Gíslason skipstjóri og með dómandi. Ljósm. Sv. Þ. Alþýða Reykjavíkur fjölmennir á Lækjartorg Hafnar kosningabrölti kommúnista HEILDARSAMTÖK verka- lýðsins í Reykjavík, Fulltrúa- ráð verkalýðsfélaganna, gang ast fyrir hátíðahöldum í dag eins og þau hafa gert undan- farna áratugi. Hefjast þau kl. 14,15 á Lækjartorgi. Þar verða fluttar ræður, lista- menn koma fram og Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur milli atriða. 1. maí merki Fulltrúa- ráðsins og nýtt tímarit, Frjáls verkalýðshreyfing, verður selt á götum borgarinnar. Skipstjórinn ekki framseldur SAMKVÆMT upplýsing- um Agnars KI. Jónssonar, ráðuneytisstjóra í utanrík- isráðuneytinu, gekk brezki sendiherrann, Boothby, í gærmorgun á fund utan- ríkisráðherra, Guðmundar í. Guðmundssonar, og af- henti honum skriflega orð- sendingu frá Edward Heath, varautanríkisráð- herra, sem nú gegnir störf- um utanríkisráðherra í fjarveru Home, lávarðar. í orðsendingunni var skýrt frá því, að herskipið Palliser hefði lagt af stað til Orkneyja til að sækja eldsneyti. Um borð í her- skipinu væri Smith, skip- stjóri brezka togarans Mil- wood. Þcgar til Orkneyja kæmi gæti skipstjórinn farið frjáls ferða sinna, og brezk yfirvöld gætu ekki hindrað hann í því. Þá var sagt, að brezka stjórnin harmaði, að þann- ig skyldi hafa til tekizt, jafnframt því, sem ánægju var lýst yfir því, að fram að þessu skyldi ekki hafa komið til alvarlegra á- rekstra, frá því samkomu- lagið var gert í landhelg- isdeilunni. I orðsendingunni lýsti brezka ríkisstjórnin því yfir, að hún hefði falið lög fræðilegum ráðunautum sínum að athuga, hvað hægt væri að gera, skv. brezkum lögum, vegna framferðis skipstjórans á Milwood. Þau tíðindi hafa gerzt, að kommúnistaflokkurinn hefur ákveðið að kljúfa hátíðahöld verkalýðsfélaganna með því að efna til pólitískrar kröfu- göngu og útifundar. Er það gert í nafni örfárra einstakl- inga, sem kalla sig „1. maí nefnd“, enda þótt þeir hafi ekki til þess umboð frá stjórn, félagsfundi eða nokkrum öðr- um lögmætum aðila innan verkalý ðshreyf ingarinnar. Á aðalfundi Fulltrúaráðs verka lýðsfélaganna í Reykjavík, en í því eru 38 verkalýðsfélög, var samþykkt einróma að fela stjórn Fulltrúaráðsins undirbúning há- tíðahaldanna 1. maí. í samráði við þá ályktun hafa hátíðahöld- in verið undirbúin og verður til- högun þeirra þessi: Kl. 14,15 verður safnazt saman á Lækjartorgi. Þá mun Lúðra- sveit Reykjavíkur leika ættjarð- ar- og baráttulög undir stjórn Páls Pampichlers Pálssonar. KI. 14,45 hefst útifundur, sem formaður Fulltrúaráðsins, Óskar Hallgrímsson, stjórnar. Ræður flytja þeir Pétur Sig- urðsson og Eggert Þorsteinsson. Framh. á bls. 2 Pétur Sigurðsson Eggert G. Þorsteinsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.