Morgunblaðið - 01.05.1963, Blaðsíða 6
6
rMORCVHBLAÐIB
Miðvikudagur 1. maí 1963
Fyrsta tækninámskeiðinu lokið
Veitir upptöku í danska
og norska tækniskóia
SL VETUR var í fyrsta skipti
starfrækt hér undirbúningsdeild
undir tæknifræðinám í erlend-
um tækniskólum og hafa nem-
endur nú lokið prófi. Við prófin
voru fulltrúar frá norskum og
dönskum tækniskólum, þeir
Egil Einarsen rektor við tækni-
skólann í Oslo og Paul Storck,
verkfræðingur, starfsmaður við
tæknimenntun í Danmörku. Hafa
þeir kynnt sér alla skólastarf-
semina til að kanna hvort deild-
in útskrifar nemendur er upp-
fylli skilyrði sem sett eru við
inngöngu í tækniskóla í löndum
þeirra og telja að námsefni og
kennslustundafjöldi standist fylli
lega samanburð við hliðstæðar
deildir í þessum löndum. I>eir
nemendur sem útskrifast nú fá
skírteini undirskrifuð af þessum
mönnum, sem veita þeim rétt-
indi til inntöku í tækniskóla
á Norðurlöndum.
Fréttamenn áttu af þessu til-
efni tal .við hina erlendu gesti
og íslenzku prófnefndina, en
hana skipa: Finnbogi R. Þor-
valdsson, prófessor, Axel Krist-
jánsson, forstjóri og skólastjór-
inn, Gunnar Bjarnason. Skýrði
Gunnar m. a. þannig frá skóla-
tilhögun og árangri:
Undirbúningsdeildin verði
tvö misseri
Á sl. sumri var undirbúin
stofnun undirbúningsdeildar í
Reykjavík, er búa skyldi menn
undir tæknifræðinám í erlendum
skólum. Leitað var hófanna í
Danmörku og Noregi um, hvort
skólayfirvöld þessara landa
myndu sjá sér fært að viður-
kenna próf frá væntanlegri und-
irbúningsdeild, sem inntökupróf
í þarlenda tæknifræðiskóla, en
slíkar deildir nefnast þar aspir-
antklasser. Undirtektir í báðum
löndunum voru mjög vinsamleg-
ar og var þegar hafizt handa á
sl. hausti og starfrækslan hafin.
33 nemendur hófu námið Og
voru þeir allir iðnlærðir, að ein-
um undanskildum, enda er það
inntökuskilyrði í flestum grein-
um tæknifræðináms á Norður-
löndum. 4 hættu námi snemma
í vetur en 29 eru um þessar
mundir að ljúka prófi. I deild-
inni voru, auk íslenzku, kennd
Jarðgöng í Færeyjum
og Grænlandi
1 FRÉTT, sem birtist í Mbl.
nýlega um jarðgangagerð á
Grænlandi, var minnzt á gerð
jarðganga í Færeyjum. Eru þau
einn og hálfur kílómetri á lengd.
Því verki hefur Páll Sigurjóns-
son, verkfræðingur, stjórnað. I
athugasemd, er birtist við frétt-
ina í Morgunblaðinu, var sagt
að Páll stæði fyrir jarð-
gangagerðinni í Grænlandi, en
það er misskilningur.
tungumálin danska, enska og
þýzka, samtals 14 vikustundir,
en aðalnámsgreinarnar eru:
reikningur og ýmsar greinar
stærðfræði 14 stundir, eðlisfræði
8 stundir og efnafræði 3 stundir
í viku, samtals 42 vikustundir,
þ.e.a.s. frá kl. 8.15 hvern virkan
dag. Auk þess voru kennd frí-
hendisteikning og perspektiv-
teikning á námskeiði, 36 stundir
alls.
Það er ljóst að námsefni og
kennslustundafjöldi hér stenzt
fyllilega samanburð við hliðstæð
ar deildir í þessum löndum Og
vel það, eins og er. Hins vegar
stendur til að breyta um og reka
þessar deildir sem tveggja miss-
era skóla. Að óbreyttu myndi
undirbúningsdeildin hér ekki
nægja nema til að veita mönn-
um aðgang í seinna misseri er-
lendu Aspirantklassanna. Auð-
sætt virðist og reyndar sjálfsagt
að þeim góða árangri, sem hér
hefur þegar fengizt verði fylgt
eftir Og deildinni þegar á næsta
hausti breytt í tveggja missera
nám. Myndi þá fyrra misseri
standa frá 1. nóv. til 1. apríl en
hið síðara frá 15. apríl til 15.
okt. í síðara misserinu myndi
svo eins mánaðar sumarfrí falla,
t. d. frá 15. júlí til 15. ágúst.
Ekki verður séð að neitt mæli
gegn því, að svona verði til hag-
að hér.
Hálfrar aldar tæknimenntun
Ekki getur leikið á því neinn
vafi að hingað koma þessara
tveggja merku manna er mikil-
væg aðstoð Og til ómetanlegs
hagræðis við upphaf fram-
kvæmda í þessari þýðingarmikJu
grein.
Rektor Egil Einarsen veitir
forstöðu tæknifræðiskólanum í
Oslo. Er það einn aðalskóli sinn-
ar tegundar í Noregi og var
'hálfrar aldar afmæli hans haldið
hátíðlegt á sl. sumri. Við það
tækifæri afhenti Osloborg skól-
anum viðbótarbyggingu, sem
kostaði 90—100 millj. ísl kr. Hef-
ur Einarsen rektor tekið mikinn
þátt í uppbyiggingu norskrar
tæknifræðslu, setið f j ö 1 d a
nefnda, sem fjallað hafa um
'þessi mál, ritað mikið í tímarit
og blöð og ferðazt víða um lönd
til þess að kynnast þeim tökum,
sem þessi mál eru tekin annars
staðar.
Hann skýrði frá því að í Nor-
egi væru 6 tækniskólar, en unn-
ið væri að því að setja á stofn 4
aðra, sem verða tilbúnir eftir
nokkur ár. Geta nemendur valið
um 13 mismunandi námsefni.
Skólarnir hafa fram að þessu
verið tveggja ára skólar, en er
nú verið að breyta þeim í þriggja
ára skóla. Nú útskrifast 600—
700 nemendur á ári, en þegar
nýju skólarnir taka til starfa
tvöfaldast sú tala. Er langt frá
því að hægt sé að fullnægja eftir
spurn í þessum skólum og er
mikil samkeppni um að komast
í tækniskólana. Er þar farið eftir
einkunnum í vissum fögum við
inntökupróf, eða við gagnfræða-
próf. Og er prófið sem nemend-
ur á tækninámskeiðinu nú
þreyta í Reykjavík sett eftir
vissum reglum samhliða slíkum
prófum í Noregi og Danmcrku.
Og þó mörgum verði að vísa
frá í Noregi, sagði Einarsen
rektor að Norðmenn vildu gjarn-
an taka á móti og veita þeim
sem bezt væru undirbúnir frá
Islandi rúm í skólum sínum.
Storck verkfræðingur er starfs
maður innan ríkisstofnunar þeirr
ar í Danmörku, sem heitir fullu
nafni „Tilsynet með den tekn-
iske undervisning“. Og veitir
innan hennar forstöðu allsherj-
arprófnefnd og ber því ábyrgð á
skipulagningu og framkvæmd
allra prófa í tækniframhalds-
skólum og tæknifræðiskólum.
Má marka starfssvið nefndarinn-
ar á því að hún sendir árlega
frá sér um 60 þús. prófverkefni
og skipar um 500 prófdómara.
Oddur Andrésson, söngstjóri Guðm. Guðjónsson, einsöngvan
Karlakór Kjósarsýslu
syngur í Sandgerði 1. maá
KARLAKÓR Kjósarsýslu syngur
í samkomuhúsinu, Sandgerði í
da:g 1. maí kl. 16.
Einsöngvarar með kómium eru
Þórður Guðmundsson, Guðmund-
ur Guðjónsson óperusöngvari,
sem að auki syngur með undir-
leik Atla Heimis Sveinssonar.
Ferðast Storck mikið og heim-
sækir alla danska tæknifræði-
skó.la, til þess að fylgjast með
starfsemi þeirra og leggja á ráð
til endurbóta. Hann er því sér-
stakur kunnáttumaður um allt
skólahald í sambandi við tækni-
fræðslu.
Storck sagði að í Danmörku
væri undirbúningsnámskeið að
afloknu ca. 4 ára námi í iðn, sem
þýðingu hefur fyrir tækninámið,
og væri það samsvarandi því
undirbúningsnámskeiði sem hér
hefur nú verið sett á stofn. Síð-
an velja nemendur um nám
varðandi vegalagningu , brúar-
gerð, hafnargerð húsbyggingar
eða í þriðja lagi nám sem að
einu ári liðnu greinist í aðrar
sex greinar. Eru tækniskólarnir
21 talsins. Tekur námið eftir
undirbúningsnámið 3—4 ár.
Þegar leitað var eftir því frá
íslands hálfu viðurkenndi danska
menntamálaráðuneytið s t r a x
fyrirhugað undirbúningsnám-
skeið á íslandi seiíi fullgilt til að
veita nemendum aðgang að
dönsku tækninámi, ef fylgt yrði
gildandi dönskum reglurn um
undirbúningsnámskeið. Kvaðst
Storck mjög ánægður með prófin
á ísl. námskeiðinu, % nemenda
hefðu staðið sig mjög vel, sera
væri ágæt útkoma. Og fyrir ís-
lendinga væri miklu heppilegra
að nemendur síuðust frá við próf
hér heima, heldur en eftir að
búið væri að kosta upp á náms-
ferð til Danmerkur. Kvaðst hann
hlakka til að sjá marga af þess-
um duglegu ungu mönnura
menntast í dönskum tækniskól-
um og í skýrslu sinni til danska
menntamálaráðuneytisins mundi
hann skýra frá því að íslenzka
undirbúningsnámskeiðið upp-
fyllti fyllilega hinar dönsku
kröfur.
• Ráðizt á bam — Ijót saga
Velvakanda hefur borizt
þetta bréf úr Norðurmýrinni:
„Það er kominn hálfgerður
stórborgarbragur á h a n a
Reykjavík. Menn fremja inn-
brot aí mikilli kúnst og fleiri
afbrot af svipuðu tagi; ég tala
nú ekki um skemmdafíknina,
sem á sér stað meðal samborg-
ara okkar.
Ráðizt hefur verið á fólk á
götum úti, aðallega kvenþjóð-
ina, og nú á sumardaginn
fyrsta var ráðizt á sjö mánaða
gamla dóttur mína, þar sem
hún svaf 1 vagni í garði að
húsabaki. Tvo steina fann ég á
koddanum hennar, og blessað
barnið var margklórað í and-
lítið, svo að stórsér á því. Sem
betur fer sködduðust augun
ekkert, en þetta hefði getað
farið verr.
Þetta sýnir, að börnum er
hætta búin, áður en þau geta
farið að leika sér úti.
— S“.
Þetta er óhugnanleg saga, en
líklegt er, að hér hafi óvitar
verið að verki.
• Skammabréf um útvarpið
Kr. Ingi Sveins skrifar:
„Heiðraði Velvakandi. — Það
eru flestir hættir að finna að
því, sem útvarpið flytur, því
að menn finna og vita fyrir-
fram, að eftir ábendingum
hlustenda er aldrei farið, þótt
oft hafi verið óskað eftir áliti
þeirra á dagskrárefninu. Samt
vil ég biðja þig fyrir nokkur
orð tiil þess, — — — því að
„Þetta er ekki haegt“.
„Dymbilvika“, kyrravika var
hún líka nefnd, og sannkölluð
sorgarvika varð hún að þessu
sinni hjá okkur íslendingum,
alveg sérstaklega. Prestarnir
margir, ef til vill flestir, hafa
minnzt syrgjendanna í ræðum
sínum með hluttekningu og
fyrirbæn. Þetta er virðingar-
verð tilraun til að bera græði-
smyrsl á sár sorgarinnar. Víst
hefði mátt búast við, að dag-
skrá útvarpsins væri valin
þannig, að hún sýndi einhverja
ofurlitla hluttekningu í sam-
bandi við slíka atburði, er 16
ísl. sjómenn hverfa í hafið á 2
dögum og láta eftir sig 8
ekkjur og 19 ung föðurlaus
börn.
Græðismyrsl þau, sem stjórn
útvarpsins þóknaðist að leggja
á sárin í lok vikunnar voru
þannig samsett: — 13. apríl
kl. 20.00: Leikrit, er lýsti
ódreng, sem barði barnshaf-
andi unnustu sína, ætlaði að
strjúka frá henni og barni sínu
ófæddu, en var hindraður og
drýgði þá sjálfsmorð. Mjög
hrífandi leikrit í lok kyrru-
vikunnar, sorgarvikunnar bæði
fyrr og nú. — — Að þessu
meistaraverki loknu munu
hafa verið lesnar fréttir og að
þeim loknum 50. passíusálmur-
inn. Þá kom svonefndur
„skemmtiþáttur”, sem mun
með því lélegasta af því tagi,
sem flutt hefur verið og býst
ég við, að fáir hafi brosað,
enda hafa flutningsmenn þátt-
arins „fundið“ að lítið væri
um hláturirm og viljað bæta
það upp, með því að hlæja
sjálfir í lok þáttarins a. m. k,
4-—5 mínútur sannkallaðan
fíflahlátur. Svo að lokum
jazaþáttur, líklega sem ilm-
efni í smyrslin.
Þannig endaði „Útvarp
Reykjavík" kyrruvikuna 1963,
— sem var ein með mestu
mannskaðavikum nú i seinni
tíð.
Setjið ykkur í spor þeirra,
er syrgja sína nánustu og at-
hugið, hvort slíkt, sem þetta,
er bjóðandi þjóð, sem kallar
sig þó ennþá kristna.
Kr. Ingi Sveins." I
BOSCH
RAFKERTI
í
allar
tegundir
bíla.
BRÆÐURNIR
ORMSSON
Vesturgötu 3.
BOSCH